Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 42
42
»»». m mwmöutmmh öiöAjawuoaow
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
Lánsfjárlög 1991:
Guðmundur Agustsson talsmaður
meirihlutans gerir fyrirvara
GUÐMUNDUR Ágústsson (B-Rv)
formaður fjárhags- og viðskipta-
nefndar mælti i gær í efri deild
fyrir áliti meirihlutans um frum-
varp til lánsfjárlaga fyrir árið
1991. Framsögumaður gerði
nokkra fyrirvara við álitið og
gagnrýndi efnahagsstjórnin
s ríkisstjórnarinnar.
Framsögumaður gerði fyrst
grein fyrir nefndarálitinu. M.a. kom
fram að lántökuheimildir frum-
varpsins hækka um 2.411 milljónir
króna. Lántökuheimildir fjármála-
ráðherra hækka um 2.185 milljónir
og verða um 14 miiljarðar. Aukin
lánsíjárþörf stafaði af: 1) Aukinn
rekstarhalli A-hluta ríkissjóðs um
1.000 milljónir kr. 2) Aukin lán-
tökuheimild Alþjóðaflugþjón-
ustunnar um 385 milljónir. 3)
Auknar afborganir af lánum ríkis-
sjóðs um 800 milljónir. Ríkissjóður
hefur yfirtekið skuldir Verðjöfnun-
arsjóðs fiskiðnaðarins og kæmi fyrri
hluti þeirra, 800 milljónir kr., til
f greiðslu á næsta ári.
Gerðar eru breytingar á öðrum
kafla frumvarpsins í samræmi við
fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1991
og breytingar fjárveitingarnefndar
og Alþingis á því, auk nokkurra
lagfæringa. Lagt er til að tekju-
stofnar Menningarsjóðs verði
óskertir. Einnig er gert ráð fyrir
að engin skerðing verði á hlutdeild
sókna, skráðra trúfélaga og Há-
skólasjóðs í óskiptum tekjuskatti,
(sóknargjöldum). I stað þess er lagt
til að skerðing á hlutdeild kirkju-
garða í óskiptum tekjuskatti
(kirkjugarðsgjöldum), hækki úr
15% í 20% Guðmundur sagði það
vera „hinn versta sið“ að skerða
árlega ákveðna lögbundna tekju-
stofna.
Vond lenska
Framsögumaður undirritar
nefndarálitið með fyrirvara sem
hann gerði grein fyrir. Hann sagði
lánsfjárþörf ríkissjóðs hafa hækkað
raunvexti á þessu ári og búast
mætti við að þeir hækkuðu enn á
næsta ári, þar á ofan mætti reikna
með að fyrirtæki færu að leita fyr-
ir sér á lánamarkaði og kynnu vext-
ir enn frekar að hækka, yrðu jafn-
vel 9%
Ræðumaður sagði það vera
lensku að velta vanda fjárlaga yfir
á lánsfjárlög; eðlilegum greiðslum
væri varpað yfir á lánsfjárlögin og
kæmu ekki út sem áfallnir rekstrar-
liðir á Qárlögum. Guðmundur
nefndi Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað-
arins í þessu sambandi. Hann sagði
einnig að væntanlega myndi vandi
Guðmundur Ágústsson
Húsnæðisstofnunar koma inn við
frekari málsmeðferð en þar vantaði
850 milljónir til að standa við kaup
á 500 félagslegum íbúðum.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara telur
Guðmundur Ágústsson ekki rétt að
standa í vegi fyrir samþykkt frum-
varpsins á þessu stigi þótt ýmsir
þættir væru nokkuð ískyggilegir.
Talsmenn mjúkra mála
Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-
Rv) mælti fyrir áliti 2. minnihluta.
Hún sagði lánsfjárlagafrumvarpið
endurspegla þann samdrátt sem
orðið hefði í atvinnulífi og í hag
landsmanna. Guðrún sagði m.a. að
þótt það yrði að hluta að teljast
jákvætt að ríkissjóður hefði sótt sín
lán að mestu inn á íslenskan lána-
markað hefði það valdið hækkun
raunvaxta. Nú væri svo komið hag
heimilanna að þau væru orðin ann-
ar helsti lántakandinn innan lands.
Og fyrirtækin reyndu að halda að
sér hendi og þreyja þorrann og
góuna. Sú þróun blasi við að fyrir-
tæki leit lána erlendis þar sem raun-
vextir væru lægri en á íslandi, þess-
ar hugsanlegu erlendu skuldbind-
ingar kæmu til viðbótar þeim 6
milljörðum sem lánsfjárlögin gerðu
ráð fyrir að fyrirtæki og stofnanir
taki með fulltingi og ábyrgð ríkis-
sjóðs. Ræðumaður gagnrýndi einn-
ig skerðingarákvæði á lögbundnum
fjárframlögum til sjóða og stofn-
ana, s.s. Ríkisútvarpsins, Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra o.fl. Guðrún
sagði frumvarpið til lánsfjárlaga
byggast á óraunsæi, augunum væri
lokað fyrir yfírvofandi áföllum og
einnig skellt skollaeyrum við „hóg-
værum beiðnum og andmælum full-
trúa hinna mjúku mála“. 2. minni-
hluti mun því taka afstöðu tii ein-
stakra greina frumvarpsins en sitja
hjá við málið í heild.
Á vinnslustigi
Umræðu um frumvarpið var
frestað nokkru fyrir kl. 18, áður
en tími gafst til að mæla fyrir áliti
1. minnihluta sem er undirritað af
Halldóri Blöndal (S-Ne) og Eyjólfi
Konráði Jónssyni (S- Rv). í álitinu
segir m.a. að lánsfjárþörf ríkisins
hafi verið að vaxa dag frá degi.
Síðustu fregnir hermi að heildarlán-
tökuþörfin verði um 35 milljarðar
kr. en nettólánsíjárþörfin um 22
milljarðar. Það nálgist 6% af lands-
framleiðslu, borið saman við 5,2%
á þessu ári. Einnig er gagnrýnt í
nefndarálitinu að raunvextir hafi
hækkað verulega og muni enn
hækka. Þessi þróun sé ekki í sam-
ræmi við þau fyrirheit sem aðilum
vinnumarkaðarins hafi verið gefin
við gerð kjarasamninga, þjóðarsátt-
ar. Til viðbótar við fyrirsjáanlegar
vaxtahækkanir liggi nú fyrir að
ýmis þjónustugjöld hækki verulega
umfram það sem þjóðarsáttin geri
ráð fyrir.
Fulltrúar 1. minnihluta segja
frumvarpið til lánsfjárlaga bera
með sér að engin heildarstjórn sé
á fjármálum ríkisins. Frumvarpið
sé á vinnslustigi. Upplýsingar og
breytingartillögur hafi verið að ber-
ast fram á síðustu stundu, en í
öðrum tilvikum sé bókstafurinn lát-
inn standa þótt fyrir því séu ekki
efnisleg rök og vandanum' varpað
til framtíðar.
.Umræðum frestað
uni sjóðshappadrætti
Málið getur beðið, segir Eyjólfur Konráð Jónsson
UMRÆÐU um frumvarp til laga
um sjóðshappadrætti til stuðn-
ings flugbjörgunarmálum og
skák, var frestað í gær að kröfu
Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S-
Rv). Frumvarpið var lagt fram í
efri deild í fyrradag en komst
ekki til umræðu. I gær mælti Oli
Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð-
♦ herra fyrir málinu.
Velvilji með vinningsvon
Framsögumaður kvað tilganginn
með því að leggja þetta frumvarp
fram vera að freista þess að lög-
festa ákvæði sem hjálpi til að fjár-
magna nýja björgunarþyrlu fyrir
Landhelgisgæsluna. Ef vel tækist
til gæti orðið um verulegan tekju-
stofn að ræða. Þetta málefni nyti
velvildar og áhuga allrar þjóðarinn-
ar. Dómsmálaráðherra taldi að allir
landsmenn vildu styrkja þetta starf
og væru reiðubúnir að leggja nokk-
uð að mörkum samhliða vinnings-
von.
Ráðherrann sagði frumvarpið
vera byggt á samkomulagi Lands-
sambands flugbjörgunarsveita og
Skáksambands íslands. Þótt hér
væru aðeins tvö landssambönd sem
væru upphafsaðilar þessa máls
værí augljóst að fleiri aðilar, einkum
þeir sem ynnu að björgunarmálum,
s.s. Slysavamafélag Islands og
Landssamband hjálparsveita skáta,
kæmu vel til greina í því sem hér
væri verið að Ieggja grunninn að.
Ekki væri óeðlilegt að slíkt yrði
athugað í þingnefnd, ráðherrann
kvaðst raunar leggja það til.
Dómsmálaráðherra greindi nokk-
uð frá helstu efnisatriðum frum-
varpsins, m.a. að fyrirhugað væri
að þátttakendur greiddu ákveðna
fjárhæð eða margfeldi þeirrar ijár-
hæðar í sérstakan sjóð sem safnað
væri í um tiltekinn tíma. Vinningar
yrðu svo síðar dregnir út með tilvilj-
unarkenndum hætti. Ákveðið hlut-
fall, t.d. helmingur þess fjár sem
inn kæmi, færi í greiðslu vinninga
sem yrðu í formi ríkisskuldabréfa,
því væri um leið stuðlað að innlend-
um sparnaði á sama tíma. Ágóða
yrði þannig varið að 40% færu til
rekstraraðila en 60% rynnu í sér-
stakan sjóð sem yrði varið til fjár-
mögnunar nýrrar björgunarþyrlu.
Mjög brýnt væri að Landhelgis-
gæslan eignaðist aðra stóra þyrlu.
Happadrættið gæti ef vel tækist til
afiað verulegra fjármuna, auk þess
að auka líkur á því að aðrar fjár-
mögnunarleiðir yrðu jafnframt
farnar.
Framsögumaður mæltist til að
málinu yrði vísað til annarrar um-
ræðu og allsherjarnefndar.
Hvers vegna ekki fleiri?
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Sk-Vl) sagði hafa vakið undrun
að dómsmálaráðherra ætti að vera
heimilt að veita tveimur aðilum leyfi
til að reka sjóðshappadrættið. Ljóst
væri að að undanförnu hefði verið
samstarf með fleiri aðilum sem
ynnu að björgunarmálum, t.a.m.
Slysavarnafélagi íslands og Lands-
sambandi hjálparsveita skáta —
sem væru raunar mun ijölmennari
samtök en þau sem getið væri í
frumvarpinu. Danfríður las bréf frá
Slysavamafélaginu og hjálparsveit-
unum til dómsmálaráðuneytisins
dagsett 18. mars 1990, þar sem
vakin var athygli á því að flugbjörg-
unarsveitimar ásamt Skáksam-
bandi íslands hefðu sótt um leyfi
ráðuneytisins fyrir nýrri gerð af
happadrætti. Bréfritarar töldu að
það væri í ósamræmi við fyrri
áherslur ráðuneytisins að veita slíkt
leyfi. Þess var óskað að málið yrði
ekki afgreitt án samráðs við hjálp-
arsveitirnar og Slysavarnafélagið.
Danfríður spurði ráðherrann
hvers vegna nú væri farið af stað
með málið án þess að geta hjálpar-
sveitanna né Slysavarnafélagsins í
fmmvarpinu? Og hvers vegna væri
flýtirinn svo mikil að ekki hefði
verið haft samráð við þessa aðila?
Danfríður var ekki viss um að
almenningur hefði nú á tímum þjóð-
arsáttar mikla peninga til að spila
með í happadrætti en það yrði að
skoða hvers mætti vænta á þeim
markaði.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S-Vf) tók undir málflutning
og spurningar fyrri ræðumanns.
Þorvaldur taldi að ekki færi milli
mála að fram væri sett merkileg
hugmynd um ijáröflun til styrktar
öryggismálum og fé væri vel varið
til kaupa á björgunarþyrlu. Ræðu-
maður vakti einnig athygli á frum-
varpi sínu um samhæfingu við
stjórn öryggismála.
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra sagðist telja mjög eðlilegt
að hjálparsveitirnar og Slysavarna-
félögin kæmu að þessu máli. En
þau landssambönd sem væru til-
greind í frumvarpinu hefðu komið
Eyjólfur Konráð Jónsson
með hugmyndina nokkuð mótaða.
Hugmyndin um þyrluna hefði síðar
fæðst í ráðuneytinu og verið útfærð
þar. Aðvitað hefði honum verið.
kunnugt um samstarf flugbjörgun-
arsveitanna við hin tvö samböndin
og reyndar fleiri. En ástæðan fyrir
því að þau væru tilgreind væri sú
að þau áttu hugmyndina og hann
hefði talið eðlilegt að þingið fengi
frumvarpið til umfjöllunar á þeim
grunni til að byija með. En dóms-
málaráðherra endurtók að hann
teldi eðlilegt að hin tvö samböndin
kæmu einnig til samstarfs, ræðu-
maður greindi einnig frá því að
ekki hefði verið haft samband við
hjálparsveitinar né Slysavarnafé-
lagið við undirbúning málsins.
Dómsmálráðherra kvað málið vera
lagt fram nú til að unnt reyndist
að vinna að því í þinghléi.
Byrðum létt af ríkinu
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-
Rv) sagði málið vera hið furðuleg-
asta. Fjáröflunarleiðin væri nýstár-
leg; ríkisvaldið ætlaði að hafa hönd
í bagga um sérstakt happadrætti.,
Hér væri reynt að létta byrðum af
ríkinu. Auðvitað ætti ríkissjóður að
kosta þyrlu fyrir Landhelgisgæsl-
una. Það væri hægt að hafa happa-
drætti um hvaða þarfamál sem
væri til að létta útgjöldum af ríkis-
sjóði.
Eyjólfur Konráð kvaðst ekki vera
reiðubúinn til að vísa málinu til
Óli Þ. Guðbjartsson
neinnar nefndar eða frekari skoðun-
ar á þessu stigi. Það væri næstum
ósvífni að taka þetta mál á dagskrá
á þessum annadögum og skoraði á
Jón Helgason forseta deildarinnar
að knýja ekki á um það að málið
komi til atkvæða. Það mætti vel
bíða í nokkrar vikur og flytjast þá
sem fullmótað frumvarp.
Danfríði Skarphéðinsdóttur
þótti svör ráðherra undarleg. Hún
sagði að það gæti valdið misskiln-
ingi og tortryggni að varpa hálfkör-
uðu frumvarpi inn á þingið. Hún
vonaðist eftir tækifæri til að skoða
málið betur og ræða við alla aðila
sem væri afar mikilvægt í svona
málum.
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra ítrekaði að hann teldi eðli-
legt að um þetta mál yrði fjallað í
þingnefnd. Ráðherra sagði fordæmi
vera fyrir því að leitað væri á önn-
ur mið þegar um mikilsverð þjóð-
þrifamál væri að ræða. Ræðumaður
lagði áherslu á að málið fengi þing-
lega meðferð og vandaða.
Nokkur töf varð á fundarhaldi
en Eyjólfur Konráð hafði á orði að
ríkisstjórnin gæti ekki vænst sam-
starfs, að minnsta kosti af sinni
hálfu, um afgreiðslu annarra mála,
ef ætti að knýja á um að þetta mál
gengi til nefndar.
Umræðu um frumvarpið var
frestað. Samkomulag hefur tekist
um að bíða rrieð þetta mál fram
yfir jólaleyfi þingmanna.
Stuttar þingfréttir
Afnám einkasölu á
tóbaksvörum
Ingi Björn Albertsson og Frið-
rik Sophusson, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, fiytja tillögu til
þingsályktunar, þess efnis, að fela
ijármálaráðherra að undirbúa og
leggja fyrir næsta þing frumvarp
til laga um afnám einkasölu ríkis-
ins á tóbaksvörum, án þess að
dregið sé úr þeim tekjum sem
ríkissjóður hefur nú af sölu tóbak-
svara.
Þinghlé til 14. janúar
Forsætisráðherra hefur lagt
fram tillögu til þingsályktunar,
þess efnis, „að fúndum þingsins
verði frestað frá 21. desember eða
síðar, ef henta, þykir, enda verði
það kvatt saman á ný eigi síðar
en 14. janúar 1991.“