Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
43
Pipakökubakstur í Hamarsskóla.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
V estmannaeyjar:
Jólaundirbúningur
1 Hamarsskóla
Vestmannaeyjum.
BÖRNIN í Hamarsskólanum í
Eyjum hafa haft í nógu að
snúast síðustu dagana við jó-
iaundirbúning. Föndur, jóla-
söngvar og leikir hafa verið á
dagskrá og piparkökubakstur-
inn mátti auðvitað ekki gleym-
ast.
Krakkarnir í 1. G.B. voru á
kafi í piparkökubakstrinum þeg-
ar Morgunblaðið bar að garði.
Guðmunda Bjamadóttir, kennari,
hjálpaði börnunum við bakstur-
inn en annars sáu þau að mestu
leyti um allar framkvæmdir við
hann.
Það var greinilegt að flestir
höfðu tekið þátt í bakstrinum
heima því fagleg voru handtökin
og áhuginn var mikill.
En ekki voru allir við bakstur-
inn í einu og því skiptust bömin
á að framkvæma hina ýmsu
hluti. Einn var að mála á
glerkrukkur, aðrir að lita myndir
og sumir að spila. En það ríkti
jólastemmning í skólanum og
ekki dró piparkökuilmurinn, sem
lagði um gangana, úr þeirri
stemmningu.
Grímur
Einbeitningin leyndi sér ekki hjá þesum unga listamanni.
íslenskur læknir fær styrki í Svíþjóð:
Þriggja ára rannsókn á
sviði æðaskurðlækninga
STEFÁN Einar Matthíasson
læknir tók í byrjun desember við
tveimur styrkjum sem honum
voru veittir í Svíþjóð til rannsókn-
ar á sviði æðasjúkdóma. Styrkir
þessir nema samtals 2,6 milljónum
íslenskra króna og hyggst Stefán
Einar ljúka fyrri hluta rannsókn-
arinnar á næsta ári. „Ég er mjög
ánægður með að fá þessa styrki
og held.þetta sýni þann velvilja
sem íslenskir læknar mæta í
Svíþjóð," segir Stefán Einar.
Styrkir þessir eru úr rannsóknar-
sjóðum í Helsingborg sem eru í
einkaeign. Ragna og Stig Gorthon
Stiöelse og Zoega Fond nefnast
þeir og eru í eigu ekna fyrrverandi
viðskiptajöfra í Svíþjóð. Auk þessara
styrkja eru tvö lyfjafyrirtæki sem
ætla að aðstoða við rannsóknina.
Franska fyrirtækið Rhone-Pouleng
og sænska fyrirtækið Kabi-Vitrum
ætla að leggja til tæki, fé og tækn-
iaðstoð.
„Ég er að ljúka námi í skurðlækn-
ingum í Helsingborg og þessi rann-
sókn er í beinu framhaldi af því.
Hún er á sviði æðaskurðlækninga
og lýtur að rannsókn á blóðtappa-
myndun í og eftir aðgerðir með sér-
ÚT ER komin í íslenskri þýðingu
Þorsteins Siglaugssonar bókin
„Uppruninn" eftir rússnesk-
bandarísku skáldkonuna Ayn
Rand. Útgefandi er Fjölsýn for-
lag.
í kynningu útgefanda segir
m.a.:„ Ayn Rand fæddist í St. Pét-
ursborg árið 1905 og lauk prófi frá
háskólanum þar. Árið 1926 flúði
hún til Bandaríkjanna undan of-
sóknum kommúnista og hóf rithöf-
undarferil sinn þar.
Bókin Uppruninn kom fyrst út í
Bandaríkjunum 1943 og aflaði höf-
undi sínum gífurlegra vinsælda og
Morgunblaðið/Sverrir
Stefán Einar Matthíasson
stöku tilliti til gerviæða," segir Stef-
án Einar.
Hann sagði að nýlega hefðu kom-
ið á markað ný blóðþynningalyf og
flæðisaukandilyf og ætlunin væri að
kanna áhrif þeirra og samverkan til
frægðar. Bókin hefur síðan komið
út á fjölmörgum tungumálum og
selst í milljónum eintaka um allan
heim. Var gerð kvikmynd eftir bók-
inni á fimmta áratugnum þar sem
Clark Gable lék aðalhlutverkið.
Uppruninn birtist nú í íslenskri þýð-
ingu í fyrsta sinn.
Sagan er öðrum þræði um átök
tveggja andstæðra hugmynda um
grundvöll mannlegs lífs, einstakl-
ingshyggju og hóphyggju, en um
leið geysispennandi skáldsaga um
baráttu, örlög og ástir ungs fólks
á umbrotatímum.“
Bókin er 676 blaðsíður. Prentbær
prentaði.
að minnka blóðtappamyndun sam-
fara æðaskurðaðgerðum.
„Líftími þeirra æða sem notaðar
hafa verið þegar skipt er um æðar
í fólki takmarkast af tíðri blóðtappa-
myndun og ég ætla að kanna hvort
þessi nýju lyf geta dregið úr hjáverk-
unum fyrir og eftir aðgerð.
Ég byijaði á þessum rannsóknum
í haust og geri þær jafnframt því» '
sem ég vinn fulla vinnu sem skurð-
læknir. Þegar niðurstöður liggja fyr-
ir á næsta ári verður tekin ákvörðun
um hvort vert sé að halda áfram.
Ef það verður, yrði síðari hluti rann-
sóknarinnar í lækningalegum til-
gangi þar sém lyfin yrðu notuð á
sjúklingufn."
Stefán Einar sagði mikla skriff-
insku hafl þurft til að fá að heíja
rannsóknina. „Þetta er frumrann-
sókn og því þurfti sérstakt leyfi
sænskra yfirvalda. Rannsóknin er
víðtæk og ég gæti trúað að tæplega
eitt hundrað manns kæmu á einn
eða annan hátt við sögu í henni. Ef
niðurstöðurnar úr fyrri hlutanum ^
reynast svipaðar og ég vona, verður'
haldið áfram og síðari hlutinn ætti
að taka um tvö ár. Nú, ef niðurstöð-
urnar verða ekki eins og vonast er
til þá verður maður að bíta í það
súra epli. Niðurstöður eru reyndar.
alltaf mikilvægar, sama hvort þær
eru jákvæðar eða neikvæðar. Þær
segja sína sögu hvor um sig,“sagði
Stefán Einar.
Stefán Einarlauk námi við lækna-
deild Háskóla íslands árið 1985 og
árið 1988 hélt hann til Svíþjóðar L
framhaldsnám og þar hefur hanri''
dvalið síðan ásamt eiginkonu sinni,
Jónínu Benediktsdóttur og þremur
börnum.
VZterkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Bók eftir Ayn Rand
SLOPPAR - SLOPPAR
í
Frottesloppar - stuttir, síóir
Verð frá 3.000,- kr.
Velúrslopþar - Loðsloppar - Sloppasett
lyi ii|_i?i
Laugavegi 26 - Glæsibæ - Kringlunni 8-12