Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 43 Pipakökubakstur í Hamarsskóla. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson V estmannaeyjar: Jólaundirbúningur 1 Hamarsskóla Vestmannaeyjum. BÖRNIN í Hamarsskólanum í Eyjum hafa haft í nógu að snúast síðustu dagana við jó- iaundirbúning. Föndur, jóla- söngvar og leikir hafa verið á dagskrá og piparkökubakstur- inn mátti auðvitað ekki gleym- ast. Krakkarnir í 1. G.B. voru á kafi í piparkökubakstrinum þeg- ar Morgunblaðið bar að garði. Guðmunda Bjamadóttir, kennari, hjálpaði börnunum við bakstur- inn en annars sáu þau að mestu leyti um allar framkvæmdir við hann. Það var greinilegt að flestir höfðu tekið þátt í bakstrinum heima því fagleg voru handtökin og áhuginn var mikill. En ekki voru allir við bakstur- inn í einu og því skiptust bömin á að framkvæma hina ýmsu hluti. Einn var að mála á glerkrukkur, aðrir að lita myndir og sumir að spila. En það ríkti jólastemmning í skólanum og ekki dró piparkökuilmurinn, sem lagði um gangana, úr þeirri stemmningu. Grímur Einbeitningin leyndi sér ekki hjá þesum unga listamanni. íslenskur læknir fær styrki í Svíþjóð: Þriggja ára rannsókn á sviði æðaskurðlækninga STEFÁN Einar Matthíasson læknir tók í byrjun desember við tveimur styrkjum sem honum voru veittir í Svíþjóð til rannsókn- ar á sviði æðasjúkdóma. Styrkir þessir nema samtals 2,6 milljónum íslenskra króna og hyggst Stefán Einar ljúka fyrri hluta rannsókn- arinnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður með að fá þessa styrki og held.þetta sýni þann velvilja sem íslenskir læknar mæta í Svíþjóð," segir Stefán Einar. Styrkir þessir eru úr rannsóknar- sjóðum í Helsingborg sem eru í einkaeign. Ragna og Stig Gorthon Stiöelse og Zoega Fond nefnast þeir og eru í eigu ekna fyrrverandi viðskiptajöfra í Svíþjóð. Auk þessara styrkja eru tvö lyfjafyrirtæki sem ætla að aðstoða við rannsóknina. Franska fyrirtækið Rhone-Pouleng og sænska fyrirtækið Kabi-Vitrum ætla að leggja til tæki, fé og tækn- iaðstoð. „Ég er að ljúka námi í skurðlækn- ingum í Helsingborg og þessi rann- sókn er í beinu framhaldi af því. Hún er á sviði æðaskurðlækninga og lýtur að rannsókn á blóðtappa- myndun í og eftir aðgerðir með sér- ÚT ER komin í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar bókin „Uppruninn" eftir rússnesk- bandarísku skáldkonuna Ayn Rand. Útgefandi er Fjölsýn for- lag. í kynningu útgefanda segir m.a.:„ Ayn Rand fæddist í St. Pét- ursborg árið 1905 og lauk prófi frá háskólanum þar. Árið 1926 flúði hún til Bandaríkjanna undan of- sóknum kommúnista og hóf rithöf- undarferil sinn þar. Bókin Uppruninn kom fyrst út í Bandaríkjunum 1943 og aflaði höf- undi sínum gífurlegra vinsælda og Morgunblaðið/Sverrir Stefán Einar Matthíasson stöku tilliti til gerviæða," segir Stef- án Einar. Hann sagði að nýlega hefðu kom- ið á markað ný blóðþynningalyf og flæðisaukandilyf og ætlunin væri að kanna áhrif þeirra og samverkan til frægðar. Bókin hefur síðan komið út á fjölmörgum tungumálum og selst í milljónum eintaka um allan heim. Var gerð kvikmynd eftir bók- inni á fimmta áratugnum þar sem Clark Gable lék aðalhlutverkið. Uppruninn birtist nú í íslenskri þýð- ingu í fyrsta sinn. Sagan er öðrum þræði um átök tveggja andstæðra hugmynda um grundvöll mannlegs lífs, einstakl- ingshyggju og hóphyggju, en um leið geysispennandi skáldsaga um baráttu, örlög og ástir ungs fólks á umbrotatímum.“ Bókin er 676 blaðsíður. Prentbær prentaði. að minnka blóðtappamyndun sam- fara æðaskurðaðgerðum. „Líftími þeirra æða sem notaðar hafa verið þegar skipt er um æðar í fólki takmarkast af tíðri blóðtappa- myndun og ég ætla að kanna hvort þessi nýju lyf geta dregið úr hjáverk- unum fyrir og eftir aðgerð. Ég byijaði á þessum rannsóknum í haust og geri þær jafnframt því» ' sem ég vinn fulla vinnu sem skurð- læknir. Þegar niðurstöður liggja fyr- ir á næsta ári verður tekin ákvörðun um hvort vert sé að halda áfram. Ef það verður, yrði síðari hluti rann- sóknarinnar í lækningalegum til- gangi þar sém lyfin yrðu notuð á sjúklingufn." Stefán Einar sagði mikla skriff- insku hafl þurft til að fá að heíja rannsóknina. „Þetta er frumrann- sókn og því þurfti sérstakt leyfi sænskra yfirvalda. Rannsóknin er víðtæk og ég gæti trúað að tæplega eitt hundrað manns kæmu á einn eða annan hátt við sögu í henni. Ef niðurstöðurnar úr fyrri hlutanum ^ reynast svipaðar og ég vona, verður' haldið áfram og síðari hlutinn ætti að taka um tvö ár. Nú, ef niðurstöð- urnar verða ekki eins og vonast er til þá verður maður að bíta í það súra epli. Niðurstöður eru reyndar. alltaf mikilvægar, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Þær segja sína sögu hvor um sig,“sagði Stefán Einar. Stefán Einarlauk námi við lækna- deild Háskóla íslands árið 1985 og árið 1988 hélt hann til Svíþjóðar L framhaldsnám og þar hefur hanri'' dvalið síðan ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Benediktsdóttur og þremur börnum. VZterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamióill! Bók eftir Ayn Rand SLOPPAR - SLOPPAR í Frottesloppar - stuttir, síóir Verð frá 3.000,- kr. Velúrslopþar - Loðsloppar - Sloppasett lyi ii|_i?i Laugavegi 26 - Glæsibæ - Kringlunni 8-12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.