Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÖIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Flateyri: Ný flugstöð í Holti Flateyri. NÝ FLUGSTÖÐ var formlega tekin í notkun á Holtsflugvelli laugardag- inn 8. desember. Guðbjðrn Charlesson flugumferðarstjóri á Vestfjörðum bauð hreppsnefndum Mosvalla og Fiateyrarhrepps ásamt starfsfólki flugumferðar i Holti til að fagna þessum áfanga. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdðttir Flugstöðin er 87 fm og getur ann- að 20 sæta flugvélum hverju sinni. Jón Fr. Jónsson á Flateyri er flugvall- arstjóri í Holti, hann segist ánægður með aðstöðuna enda var hitt húsið í alveg ömurlegu ástandi. Ekki varð um formlega vígsluathöfn að ræða þar sem Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra var erlendis. Guðbjörn rakti byggingarsögu þessarar flugstöðvar sem er stutt, byggingin hófst 26. ágúst og lauk 7. desember. Guðbjörn hafði orð á að saga nýrrar flugstöðvar í Holti væri hálfgerð harmsaga. En í upp- hafi kom gamalt viðlagasjóðshús sem nota átti sem flugstöð en áður en það hús komst í notkun fauk það og skemmdist í óveðri þá voru Onfirð- ingar sammála um að einhver hefði tekið í taumana þar. Þá var ákveðið að byggja veglega flugstöð, hún var 114 fm með turni og var kostnaðará- ætlun um 13-15 milljónir króna. Var hafin bygging á grunni hússins en frá því var horfið sl. vetur en þá hefði verið tekin ákvörðun um að byggja minni flugstöð. Sú breyting kom heimamönnum mjög á óvart, kom það í kjölfar breytinga í sam- göngumálum sem ölium eru kunnar varðandi jarðgangagerð á Vestfjörð- um. í dag njóta Hólmvíkingar þeirrar flugstöðvar. Guðbjörn sagði að með tilkomu jarðganga mætti gera ráð fyrir minni flugumferð en ella þó ekkert væri hægt að fullyrða í þeim efnum, tíminn skæri úr um það. En þá var Guðbjörn Charlesson flugum- ferðarstjóri á Vestfjörðum. ákveðið að byggja minni flugstöð, var Guðbirni falið að sjá alfarið um þá byggingu sem nú er risin á grunni frá fyrri vetri og er hún þokkaleg í alla staði og vinnuaðstaða góð. Guð- björn sagðist ekki geta sagt ná- kvæmlega um endanlegan kostnað Nýja flugstöðin í Holti. við flugstöðina en með breytingum sem gerðar voru væri kostnaðurinn líklega liðlega 4 milljónir króna. Húsið er úr timbri, reist af starfs- mönnum flugmálastjórnar frá Reykjavík, verkstjóri og yfirsmiður var Andrés Sigurðsson, Arnór Magn- ússon starfsmaður flugmálastjórnar á ísafirði innréttaði húsið að öllu leyti, smíðaði allar innréttingar í það. Rafmagnslögn annaðist Björg- vin Þórðarson, Flateyri, og pípulagn- ir annaðist Rörverk frá Isafirði. - Magnea FÓRNFÚS MÓÐIR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í fríi sínu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist lftilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. í DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast ílífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMIN GJTJHJARTAÐ EVA STEEN ÆVINTÝRI í MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. í SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Uona var dularfuíl í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt í hug, að hún skrifaði spennusögur í frítíma sínum, eða að þessi ,,Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Hún er rekin úrT)allettskólanum og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lítillar stúlku. A leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF t Morgunblaðið/Theódór Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri tekur við Macintosh-tölvunni frá Hallgrími Jónssyni sem var fulltrúi gefenda. Auk þeirra var starfsfólk Fræðsluskrifstofunnar viðstatt afhendinguna. Fræðsluskrifstofu Vesturlands færð giöf Borgamesi. í TILEFNI af ári læsis gaf Radíóbúðin í Reykjavík ásamt öilum bókabúðum á Vesturlandi, Fræðsluskrifstofu Vesturlands tölvu af Macintosh-gerð. Tölvan er ætluð til aðstoðar við kennslu nem- enda með lestrarörðugleika. Gjöfina afhenti Hallgrímur Jóns- son sem var fulltrúi gefenda og veitti fræðslustjórinn Snorri Þor- steinsson gjöfinni viðtöku og þakk- aði gefendum rausnarlegt framlag til bættrar lestrarkunnáttu í um- dæminu. Að gjöfinni standa auk Radíóbúðarinnar, Bókabúð Andr- ésar Níelssonar Akranesi, Bóka- skemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Bókabúð Grönfeldts Borgarnesi, Bókabúð Sigurðar Jónssonar Stykkishólmi, Bókabúðin Dalaker Búðardal og foreldrar barna undir skólaaldri sem notið hafa talkennslu á svæð- inu. Tölvan verður í umsjá sérkenn- ara Fræðsluskrifstofunnar og mun hún gagnast beint nemendum sem eiga við sértæka lesörðugleika að stríða. Lars H. Andersen kennari hefur ásamt öðrum hannað tvö forrit fyrir tölvuna, annað er lestr- arforrit en hitt málörvunarforrit. Einnig er fyrirhugað að nota tölv- una til að halda utan um tölfræði- legar upplýsingar sem snerta lestr- armat nemenda og vista spjaldskrá talkennara og önnur gögn sem tengjast talkennslu í umdæminu. - TKÞ. Nattúruverndarfélag Suðvesturlands: Vetrarsólstöðuganga Á LAUGARDAG 22. desember er sólin lægst á lofti og lifsorka íslenskrar náttúru í lágmarki. Það hefur verið venja hjá Náttúru- verndarfélagi Suðvesturlands, NVSV, undanfarin ár að minna á sól- stöður og jafndægur. A laugardag stendur NVSV fyrir sólstöðugöngu sem skiptist í næt- ur-, morgun-, dag- og kvöldgöngu. Gangan hefst á föstudagskvöld á miðnætti. Hver ganga er sérstakur áfangi. Kl. 24.00 verður lagt af stað út í Viðey með Maríusúð Haf- steins úr Sundahöfn. Síðan gengið austur háeyna og fjöruna til baka og litið til stjarnanna. Kl. 1.00 verður kveikt miðnæt- urbál í Kríusandi. Kl. 3.07 sólstöðu- mínútan á Sjónarhóli. Kl. 3.30 kom- ið til baka í Sundahöfn og nætur- göngu lýkur. Kl. 9.30 gengið um Húsdýra- garðinn og fjallað um ræktuð dýr. Þaðan verður svo farið niður í Grasagarðinn og rætt um ræktaðar plöntur. Síðan gengið upp á Laug- arásinn og morgungöngu lýkur þar við sólarupprás kl. 11.22. Kl. 13.30 gengið innst úr Vogavík undir Stapanum út fjöruna og hugað að plöntu- og dýraríki hennar og svæðisins upp af flóða- mörkum hennar. Daggöngunni lýk- ur á Fálkaþúfu við sólarlag kl. 15.31. Kl. 21.00 verður sýningin: „Hvað er vistfræði" skoðuð í Náttúru- fræðistofu Kópavogs Digranesvegi 12 og síðan verður starfsemi NVSV næstu þijá mánuði kynnt. Að því loknu verður farið í kvöldgöngu á Borgarholt og stjörnurnar skoðaðar ef skýjafar leyfir. Kvöldgöngunni lýkur þar kl. 24.00. Þátttaka í sólstöðugöngunni er öllum heimil og án alls kostnaðar. Að sjálfsögðu er hægt að koma og fara hvenær sem er. Fróðir menn verða með í öllum áfangagöngun- um. (Frá NVSV)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.