Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
59
Minning:
GunnarN. Sigurlaugs-
son frá Grænhól
Fæddur 28. desember 1924
Dáinn 11. desember 1990
Þegar líður að jólum og undirbún-
ingur að mestu hátíð ársins er að
byrja, þá fæ ég þá óvæntu harma-
fregn að Gunnar frá Grænhól hafi
orðið bráðkvaddur kvöldið áður.
Gunnar heitinn var alltaf hraustur,
glaðlegur og léttur í lund, hafði
gaman af húmor og kom oft fólki
í gott skap.
Hann var sonur heiðurshjónanna
Karítasar Elísabetar Níelsdóttur og
Sigurlaugs Guðjónssonar frá Kald-
bak. Áttu þau mannvænleg börn,
Fanneyju sem bjó með Rögnvaldi
Sigurjónssyni skipstjóra í Bolung-
arvík og áttu þau fjögur börn en
5. febrúar 1968 fórst Rögnvaldur
ásamt tveimur sona þeirra en Fann-
eyju var gefinn mikill styrkur með
það átakanlega slys og bar hún sig
eins og hetja eins og hún á kyn til
í báðar ættir og kom dætrum sínum
upp með miklum sóma, Tryggva,
Gunnar heitinn og yngstur var Erl-
ingur sem dó 1986, var hann
kvæntur Jónu Bergjónsdóttur og
áttu þau eina dóttur, Ásthildi, en
Erlingur varð bráðkvaddur er hann
var staddur í sumarbústað þeirra
bræðra á Grænhól.
Gunnar var manngæsku maður,
fjölhæfur í vinnu og kom sér alls
staðar vel enda eftirsóttur. Gunnar
vann sl. tuttugu ár hjá J.B. Péturs-
syni sf. í Reykjavík og líkaði honum
þar vel og átti sú vinna afar vel
við hann enda góð og örugg stjórn
á því fyrirtæki. Gunnar heitinn og
Tryggvi fóru snemma að vinna í
Djúpuvík fyrir heimili móður þeirra,
því faðir þeirra dó frá þeim ungum.
Og þá þekktust engar tryggingar
eða samhjálp eins og nú. En nú til
dags éru tryggingar og samhjálp
svo mikil, en þrátt fyrir það er fólk-
ið orðið svo heimtufrekt síðan það
gat farið að borða áhyggjulaust,
búa í flottu húsnæði og hafa nóga
atvinnu og þá sérstaklega mennta-
fólkið sem þekkir ekki annað en
lífsins gæði og samhjálp og fær
allt sem það vill. En samt vantar
lífsgleðina og að það verði ábyrgir
þjóðfélagsþegnar svo að íslenska
þjóðin geti orðið sjálfstæð þjóð.
Gunnar var djúpgreindur maður
Aðventkirkjan Ingólfstræti.
Jólasöngva-
kvöld
í TILEFNI jólanna verður efnt
til jólasöngvakvölds í Aðvent-
kirkjunni í Reykjavík föstu-
dagskvöldið 21. desember kl.
20.00.
Tilgangurinn er að syngja hina
fögru jólasálma sem eru sungnir
alltof sjaldan, raunar einu sinni á
ári. Fræðandi úpplýsingar verða
gefnar um uppruna og baksvið
þessara fögru söngva, svo betur
megi njóta þess, sem sungið er.
Hér er um almennan söng að ræða.
Þetta er hugsað sem gott tækifæri
til að nema staðar smástund í önn-
um jólaundirbúningsins. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
(Fréttotilkynning)
eins og hann átti kyn til, en dulur
og hafði lúmskt gaman af gleðskap
í sínum hópi. Við kynntumst Græn-
hólsfjölskyldunni fljótlega eftir að
við hjónin fluttum í Ámeshrepp á
Ströndum og samvinna var um
íbúðarbyggingu okkar og Græn-
hóisfjölskyldunnar. Get ég ekki
hugsað mér betri samvinnu heldur
en við áttum saman, alltaf hefur
vinskapur verið þar á milli síðan.
Gunnar og Tryggvi komu á hverju
sumri að Grænhól eins og við. Það
einkenndi Grænhólssystkinin
snyrtimennska, manngæska og
hjálpsemi. Veit ég það að Gunnar
fær góða heimkomu. Þegar Græn-
hólsbræður komu á sumrin í sumar-
bústað sinn þá var trillan sett á
flot, og fiskuðu þeir alltaf vel. Fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur 1960
og byggðu þeir hús í Kópavogi
ásamt Reykjanessystkinunum en
eftir að Elísabet heitin móðir þeirra
dó, 18. desember 1966, þá keyptu
þeir einbýlishús við Hlégerði 2,
Kópavogi.
Gunnar verður jarðsúnginn frá
Fossvogskirkju í dag, fimmtudag-
inn 20. desember, kl. 13.30.
Blessuð sé minning hans og guð
gefi systkinum hans styrk í þessari
óvæntu sorg.
Regína Thorarensen
Cartier
1 8 karat gullhringur.
Hinn eini sanni fró
Cartler
Vandaðir pennar fró
Ca/iier
Góð gjöf
GARÐAR ÓLAFSSON,
úrsmiður, Lækjartorgi, sími 10081
Gunnar Níels Sigurlaugsson frá
Grænhóli, Gjögri, andaðist á heim-
ili sínu og bróður síns, Tryggva, í
Hlégerði 2, Kópavogi. Foreldrar
Gunnars voru Sigurlaugur Guðjóns-
son útvegsbóndi á Grænhóli og
kona hans, Karítas E. Níelsdóttir.
Þau eignuðust eina dóttur, Fann-
ey, og þijá syni, Tryggva, Gunnar
og Erling. Föður sinn missti Gunn-
ar þégar hann var 8 ára og ólst
upp hjá móður sinni og systkinum
á Grænhóli. Snemma fór hann að
stunda róðra á trillubáti, ásamt
bræðrum sínum. Seinna vann hann
ýms störf hjá hf. Djúpavík, íslensk-
um aðalverktökum og Þorsteini
Jónssyni byggingameistara og svo
vertíðarstörf hjá Margeiri Jónssyni
í Keflavík.
Síðastliðin 15 ár hefur hann
starfað ásamt bróður sínum,
Tryggva blikksmið, í blikk- og járn-
vöruverksmiðju J.B. Péturssonar sf.
á Ægisgötu 7 í Reykjavík. Þar
reyndist hann verklaginn og traust-
ur eins og bróðir hans, Tryggvi
blikksmiður, og leitun að jafn sam-
rýndum bræðrum. Hið skyndilega
fráfall Gunnars kom okkur öllum
samstarfsmönnum hans á óvart og
söknum við hans öll. Við vottum
eftirlifandi systkinum hans,
Tryggva, Fannejju og fjölskyldu,
okkar dýpstu samúð.
Útför hans fer fram í dag,
fímmtudaginn 20. desember, frá
Fossvogskirkju kl. 13.30.
Þ.S.
VZterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöill!
TOSHIBA
örbylgjuofnarnir skara ótvírætt ffram úr
17 geróir - Veró vió allra hæfI
T-oshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum
- því eru Toshiba - ofnarnir ávallt búnir því besta og nýjasta.
í nýlegri skoðanakönnun Neytendasamtakanna kemur
fram, að Toshiba - ofnar eru langmest seldu ofnarnir
og að eigendur þeirra nota þá mikið við alla matseld.
Þú getur valið úr 17 gerðum í brúnum eða hvítum lit.
Þú ert velkominn til okkar og við munum leiðbeina þér
um val á réttum ofni fyrir þína notkun.
Frítt námskeið í matreiðslu í ofnum hjá Dröfn Far-
estveit fylgir með. Aðeins 10 eigendur á hverju
námskeiði og öll gögn á íslensku.
Yfir 50 valdar uppskriftir ásamt leiðbeiningum á
íslensku fylgja með.
Aðild að Toshiba - uppskriftaklúbbnum stendur
þér til boða.
Veldu réttan örbylgjuofn strax
g-i Greiðslukjör
Einar Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði