Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 1
56 SIÐUR B/LESBOK
3. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991
Tvö þúsund manns
fallnir í Mogadishu
Rómaborg. Reuter.
UPPREISNARMENN í Mogadishu, sem berjast við stuðningsmenn
Mohammeds Siads Barre forseta, sögðu í gær að um 2.000 manns hefðu
fallið á síðustu sex dögum í bardögum í höfuðborginni. Háttsettur
embættismaður Samráðs Sómaliu (USC), stærstu uppreisnarfylkingar-
innar, sagði í Róm að flestir hinna föílnu hefðu verið óbreyttir borgar-
ar og að 4.000 manns til viðbótar hefðu særst.
írakar samþykkja úrslitakosti George Bush Bandaríkjaforseta:
Aziz kemur til fund-
ar við Baker í Genf
* >
Utvarp stjórnarandstæðinga í Irak hvetur til uppreisnar geg n Saddam forseta
Bagdad. Washington. Lúxemborg. Nikósíu. Reuter. Daily Telegraph.
ÍRAKAR samþykktu í gær úrslitakosti George Bush Bandaríkjaforseta
og féllust á að senda Tareq Aziz utanríkisráðherra til fundar við James
Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Genf í Sviss næstkomandi
miðvikudag. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði ákvörðun íraka upp-
örvandi því tilboð Bush um að utanríkisráðherrarnir hittust hefði ver-
ið lokatilraunin af hans hálfu til þess að freista þess að finna friðsam-
lega lausn á deilunni um Kúveit fyrir 15. janúar en þá rennur út frest-
ur sem írakar hafa til að kalla innrásarher sinn þaðan.
Abdul Kadir, talsmaður USC í
utanríkismálum, sagði að hótel og
skólar í Mogadishu væru að fýllast
af særðu fólki því ekkert pláss væri
í sjúkrahúsum borgarinnar. „Vest-
ræn ríki verða að senda sjúkra- og
hjálpargögn til Mogadishu strax.
Hungursneyð:
Afríkubúar
verði ekki
afskiptir
Genf. Reuter.
TALSMENN ýmissa alþjóð-
legra iijálparstofnana sögðu í
gær að hætta væri á liungur-
dauða tugmilljóna manna . í
Afríku vegna þess að auðug
lönd hjálpuðu nú freniur
Austur-Evrópu og Sovétríkj-
unum. Þörfin væri ekki nærri
því jafn brýn í A-Evrópulönd-
unum og í Afríku þar sem
þurrkar og styrjaldarátök
hefðu í sameiningu valdið
hungri víða í álfunni.
„Við verðum fyrst og fremst
að huga að Afríku en svo sannar-
lega ekki A-Evrópu,“ sagði Par
Stenback, formaður sameigin-
íegrar stjórnar neyðarhjálpar sex
stofnana, þ.e. Rauða krossins og
Rauða hálfmánans, Caritas,
Kaþólsku hjálparstofnunarinnar,
Hjálparstofnunar mótmælenda-
kirkjudeilda, Oxfam og Alþjóða-
kirkjuráðsins.
í yfirlýsingu áðurnefndra
stofnana segir að 20 milljónir
Afríkumanna geti dáið úr hungri
í vetur ef matvæli berist ekki
tafarlaust. Starfsmenn stofnan-
anna sögðu að Persaflóadeilan
hefði einnig orðið til þess að
draga athyglina frá hörmungun-
um í Afríku. Verst væri ástandið
í Eþíópíu, Súdan, Líberíu, Ang-
óla og Mósambík.
Hjálparstofnun kirkjunnar á
íslandi barst í gær beiðni um
aðstoð vegna yfirvofandi hung-
ursneyðar í Afríku og hyggst
leggja fram sinn skerf, en lands-
söfnun stofnunarinnar stendur
enn yfir.
Pólska þingið, Sejm, samþykkti
tilnefningu Bieleckis með þorra at-
kvæða. Nýi forsætisráðherrann er
ákafur stuðningsmaður vestræns
Við höfum ekki einu sinni vatn.
Alls staðar eru lík á götum borgar-
innar. Við höfum ekki haft tíma til
að grafa þau,“ sagði Kadir. Hann
sagði einnig að starfsmenn USC
notuðu hátalara og kalltæki til að
hvetja íbúa Mogadishu til að yfir-
gefa borgina áður en uppreisnar-
menn hæfu þar stórskotahríð.
Said Barre hefur ásamt ríkis-
stjórnum Vesturlanda hvatt til
vopnahlés svo hægt verði að koma
útlendingum úr landi. í gær sagðist
Barre tilbúinn til friðarviðræðna við
uppreisnarmenn og sagðist hann
myndu taka hverri þeirri niðurstöðu
sem yrði í þeim.
Kadir, sem verið hefur í útlegð
í 11 ár, sagði að vopnahlé yrði kom-
ið á um leið og starfsmenn Alþjóða-
stjórnar Rauða krossins hefðu
skipulagt brottflutning útlendinga
úr landi. Vopnaðir menn réðust hins
vegar inn á skrifstofur stofnunar-
innar í Mogadishu í gær en við það
tefst undirbúningsstarf fyrir brott-
flutning útlendinganna.
íraska fréttastofan IRNA birti
yfirlýsingu frá Aziz um að hann
færi til fundar við Baker. Þar sagði
að ekki mætti túlka ákvörðun hans
sem undanlátssemi vegna þrýstings
markaðshagkerfis er hann segir
grundvöll þess frelsis sem verka-
lýðshreyfingin Samstaða hafi barist
fyrir í rúman áratug.
frá Bandaríkjamönnum heldur sem
tillitsemi við almenningsálitið í heim-
inum, eins og komist var að orði.
Leiðtogar ríkja um heim aílan höfðu
hvatt Iraka til að taka boði Bush.
Jan Krzysztof Bielecki
Sagði IRNA að ákvörðunin hefði
verið tekin í gær á fundi byltingar-
ráðsins sem Saddam Hussein hefði
stýrt.
Bush hafði boðið upp á fund mánu-
dag, þriðjudag eða miðvikudag, el-
legar yrðu írakar að horfast í augu
við styrjöld. Gaf hann þeim frest þar
til í dag að gera upp hug sinn en
hingað til höfðu írakar hafnað öllum
friðartilraunum. Bush sagði að ekki
yrði samið um tilslakanir á fundinum,
engin málamiðlun væri í farvatninu,
krafan um að írakar drægju innrás-
arher sinn frá Kúveit væri ófrávíkj-
anleg. írakar hafa ítrekað neitað að
fara með her sinn frá Kúveit sem
þeir hafa innlimað í ríki sitt og sett
það sem skilyrði fyrir lausn Persaf-
lóadeilunnar að framtíðarlausn verði
fundin á málum Palestínumanna.
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins (EB) afréðu á fundi í gær
að bjóða Aziz til fundar við Jacques
Poos utanríkisráðherra Lúxemborg-
ar í Lúxemborg daginn eftir fund
þeirra Bakers. Hart var deilt á fund-
inum en Roland Dumas utanríkisráð-
herra Frakka lagði m.a. til að EB
ábyrgðist að ekki yrði ráðist á írak
gegn því að þeir hétu því að hverfa
með hersveitir sínar frá Kúveit. Á
Prentsmiðja Morgunblaðsins
spýtunni hékk að síðar yrði efnt til
einnar eða fleiri alþjóðlegra ráð-
stefna um önnur deilumál í Miðaust-
urlöndum. Þá lagði Francois Mitter-
rand Frakklandsforseti til að að Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði
boðað til fundar um stöðu mála við
Persaflóa fyrir 15. janúar ef Irakar
héldu fast við sinn keip að fara ekki
frá Kúveit og stríð þætti vofa yfir.
Hinn illræmdi hryðjuverkamaður
Ilych Ramirez Sanchez, eða „sjakal-
inn Carlos“, er sagður kominn aftur
til Bagdad, að sögn bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar ABC, en hann
hafði haft bækistöðvar undir hið
síðasta í Líbýu. Að sögn sjónvarps-
stöðvarinnar óttast alþjóðalögreglan
Interpol að Saddam íraksforseti
muni fá Carlos til þess að standa
fyrir hefndai-verkum á Vesturlöndum
komi til átaka í Kúveit.
Útvarpsstöð íraskra stjórnarand-
stæðinga skoraði í gæi' á Iraksher
að steypa harðstjórn Saddams for-
seta þar sem hún hefði auðmýkt
írösku þjóðina og vanhelgað virðingu
hennar á alþjóðavettvangi. Breska
útvarpið BBC nam sendingar stöðv-
arinnar sem hvatti írösku þjóðina til
„intifada", uppreisnar, gegn Saddam
á degi hersins á morgun, sunnudag.
Nýr forsætísráðherra
tekinn við 1 Póllandi
Varsjá. Reuter.
JAN Krzysztof Bielecki, 39 ára gamall ltagfræðingur, tók í gær við
embætti forsætisráðherra í Póllandi af Tadeusz Mazowiecki. Lech
Walesa forseti tilnefndi Bielecki í embættið í síðustu viku.