Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 2
leer hawai. a'jOAaflAOUAJ gigajswuohom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 Orrustuþotur sendar á vegum NATO til Tyrklands: Akvörðun tek-, in samhljóða af fastafulltrúum AKVÖRÐUN Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem tek- in var síðastliðinn miðvikudag, um að senda fjörutíu herþotur til Tyrklands, til að minnka líkur á árás Iraka, markar viss tímamót i sögu bandalagsins. Var þetta í fyrsta skipti, frá stofnun Atlantshafsbandalags- ins árið 1949, sem slík beiðni frá aðildarríki um hernaðarað- stoð var tekin fyrir. Akvörðunin var formlega tekin í varnará- ætlunamefnd NATO og var hún samhljóða. Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði þetta mál hafa gengið fyrir sig samkvæmt skipulagi og sátt- mála Atlantshafsbandalagsins. Fastafulltrúar ríkjanna kæmu saman og fengju sína afstöðu að heiman. Hér á íslandi væri það utanrík- isráðherra sem tæki ákvörðun um afstöðu Islendinga enda mjög Leystur frá vinnuskyldu meðan rann- sókn fer fram Lögregluþjónninn sem kærður hefur verið vegna meintrar hrottalegrar meðferðar við handtöku, aðfaranótt 27. des- ember sl. mun ekki mæta til vinnu- meðan á rannsókn málsins stendur, að sögn Guðmunds Guð- jónssonar, yfirlögregluþjóns. Guðmundur segir að í þessu fel- ist ekki að lögregluþjónninn hafí verið leystur frá störfum. Hann haldi áfram launum sínum og rétt- indum sem opinber starfsmaður. „Síðan þegar rannsóknin er nægi- lega vel á veg komin þá metum við hvað gert verður út frá því sem hún leiðir í ljós,“ segir Guðmundur. Það er Rannsóknarlögreglan sem sér um rannsókn málsins og segir Guðmundur að hann hafí lagt áherslu á það við hana að rannsókn- inni yrði hraðað sem kostur væri. Segist hann reikna með því að hún muni ekki taka langan tíma. skýrt samkvæmt stjórnskipun að hann fari með þessi mál. Sverrir Haukur Gurinlaugsson, fastafulltrúi íslands hjá NATO, sagði ákvörðunina hafa verið tekna af varnaráætlunamefnd Atlantshafsbandalagsins, sem allir fastafulltrúar, nema Frakklands, .eiga sæti í. Var ákvörðunin tekin að höfðu samráði við utanríkisráðherra að- ildarríkja bandalagsins. Hún var, eins og allar aðrar ákvarðanir nefndarinnar, tekin samhijóða. AWACS-vélin frá NATO á Keflavíkurflugvelli í gær. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal. Ný ratsjárvél til íslands RATSJÁRVÉL af gerðinni E-3 Sentry AWACS í eigu Atlants- hafsbandalagsins (NATO) er nú komin til starfa á Keflavíkur- flugvelli. Kemur vélin í stað tveggja bandarískra AWACS-véla sem verið hafa á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. Voru þær kallaðar aftur til heimastöðvar sinnar, Tinker-flugstöðvarinnar í Okla- hóma í Bandaríkjunum, vegna hugsanlegrar endurstaðsetningar til Persaflóasvæðisins. Heimastöð ratsjárvéla NATO, en þær em alls átján talsins, er í Geilenkirch- en í Þýskalandi. Húsnæðisstofnun ríkisins: Reíknað með eðlilegri af- greiðslu lána á mánudag Viðræður við Seðlabanka og ríkisstjórn um starfsemi stofnunarinnar út árið LÁNVEITINGAR frá Húsnæðisstofnun ríkisins voru afgreiddar í gær til veðdeildar Landsbankans samkvæmt lánsloforðum um út- greiðslu lána eftir 5. janúar. Undanfarið hafa farið fram viðræður milli ríkisstjórnarinnar, Seðlabanka og Húsnæðisstofnunar m.a. um fjármögnun þeirra lána sem greiða á út á mánudag. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, sagði að verið væri að reyna að finna heildarlausn til að tryggja eðlilega starfsemi stofnunarinnar út árið. „Það þýðir að sú fyrirgreiðsla sem við þurf- um liggi fyrir þegar við þurfum á henni að halda.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær tókst ekki að greiða niður skuld Húsnæðisstofnunar við Seðla- bankann um áramót, 800 til 1.000 milljór.ir króna, og ríkir óvissa innan stofnunarinnar um fjárhaginn á árinu. Aðspurður um hvort hugsan- legt væri að afgreiðsla þeirra lána sem eiga að koma til útgreiðslu á frá og með mánudeginum tefðist sagði Sigurður: „Ég á alls ekki von á því en á mánudag sjáum við bet- ur hvar við stöndum.“ „Við klárum okkar hlutí hér eins og kerfið á að vinna. Síðan göngum við út frá því að núna eftir helgina þegar kemur að því að við eigum að fara að greiða út þessi lán, sé ríkisvaldið búið að tryggja Bygging- arsjóði ríkisins fjármagn, svo að hann geti staðið við skyldur sínar,“ sagði Haukur Sigurðsson forstöðu- maður Byggingarsjóðs ríkisins í samtali við Morgunblaðið í gær. Haukur Sigurðsson var spurður hvort hætta væri á að afgreiðsla lánanna bregðist. „Ég sé ekki annað en að það sé tóm fíflska að hugsa það til enda að fólk sem hefur láns- loforð í höndunum fái ekki lánin. Það er margbúið að lofa því á hinu 'pólitíska sviði,“ sagði hann. Haukur sagði að í lánsloforði sé sagt að eftir tiltekinn dag í mánuði eigi að greiða út lán. „Það tryggir okkur það að við eigum í rauninni ekki að borga út peninginn fýrr en eftir þennan tiltekna dag, en það hefur þróast þannig að alltaf hefur verið reynt að gera þetta sem næst þessum degi og stundum fyrr,“ sagði hann. „Svo fremi að til hafi verið fé, þá hefur verið reynt að greiða þetta strax og ekki bíða.“ Haukur sagði að ástæða þess hve tilkynningar eru seint á ferðinni nú sé, að byggingarvísitalan, sem lán eru miðuð við, hafi komið 19. des-. ember síðastliðinn. Þann dag var byijað að vinna lánveitingarnar og síðan hafi ekki gefíst nema fjórir heilir dagar fyrir áramót. „Þess vegna erum við að ljúka við hana núna, þanhig að það er ekkert óeðli- legt í sjálfu sér þótt það hafi dreg- ist aðeins fram í fyrstu dagana í janúar að ganga frá lánveiting- unni. Þetta liggur hins vegar klárt fýrir frá og með deginum í dag, þannig að eftir helgina eru lánveit- ingar klárar og þá verður tekið við gögnum niðri í veðdeild. Ef allt er í lagi með peningamál og þess hátt- ar, þá fara lánveitingar væntanlega af stað.“ Hæstiréttur: Morgunblaöið/Ámi Sæberg Samlestur fyrir Pétur Gaut Á þriðja tug leikara og annarra listamanna kom saman í æfingasal Þjóðleikhússins á fimmtudaginn til æfinga á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Það er Þórhildur Þorleifsdóttir sem leikstýrir verkinu en með hlutverk Péturs fara þeir Amar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson. Kristbjörg Kjeld leikur Ásu, móður Péturs og Steinunn Olína Þor- steinsdóttir leikur Sólveigu. Pétur Gautur verður opnunarsýning Þjóð- leikhússins 15. mars næstkomandi eftir endurbætur á stóra salnum. Guðrún Erlends- dóttir kjörinn for- seti Hæstaréttar Fyrsta konan til að gegna því emb- ætti á Norðurlöndunum GUÐRÚN Erlendsdóttir hæsta- réttardómari hefur verið kjörin Bolungarvík: Minningarat- höfn frestað Bplungarvík. Minningarathöfninni um þá Vagn Margeir Hrólfsson og Gunnar Örn Svavarsson sem fórust er þá tók út af vélbátnum Hauki frá Bolungarvík þann 18. desember síðastliðinn hefur verið frestað um nokkra daga. Minn- ingarathöfnin átti að fara fram frá Hólskirkju í dag en vegna veðurs hafa ættingjar og vinir hinna látnu ekki komist til Bolungarvíkur. Gunnar forseti Hæstaréttar íslands til tveggja ára frá 1. janúar 1991 að telja. Hún mun vera fyrsta konan á Norðurlöndum sem gegnir embætti forseta hæsta- réttar. Guðrún var fyrst sett dómari við Hæstarétt 1982-1983 og skip- uð dómari 1. júlí 1986. Hún sagði við Morgunblaðið að hún væri eina konan sem skipuð hefði verið í embætti hæstaréttardómara á ís- landi og þar af leiðandi er hún nu fyrsta konan til að verða kjörinn forseti Hæstaréttar. Hún sagði að eftir því sem hún vissi best væri hún einnig fyrsta konan á Norður- löndunum sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar. Þess má geta að forseti Hæsta- réttar er einn af þremur handhöf- Guðrún Erlendsdóttír um forsetavalds í fjarveru forseta íslands. Auk Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, eru því nú tveir af þremur handhöfum for- setavaldsins konur, þær Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, og Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings. Þriðji handhafi forsetavalds í fjarveru forseta er forsætisráðherra. Varaforseti til tveggja ára frá sama tíma var kjörinn Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardóman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.