Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991 3 Bankar og sparisjóðir: SPRON með mesta inn- lánsaukningn á síðasta ári INNLÁN viðskiptabankanna juk- ust um 13,1% ■ á síðastliðnu ári samkvæmt _ bráðabirgðatölum Seðlabanka íslands. Þar lágu ekki fyrir tölur um innlán sparisjóð- anna en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þau talin hafa aukist um 22%. Mest innláns- aukning varð hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis þar sem innlán jukust um 38,7% á árinu og námu samtals 4,3 mill- jörðum í árslok. Inn í þessum GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, alþingismaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík, segist ákveðinn í að fara í sérframboð í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Hann hefur óskað eftir því við fulltrúa- ráð framsóknarfélaganna í Reykjavík að fá listabókstafinn BB, en ella segist hann munu bjóða fram undir öðrum listabókstaf. Guðmundur G. Þórarinsson lenti í öðru sæti í skoðanakönnun fulltrúa- ráðsins um framboðslistann í Reykjavík. Vildi hann ekki una þeirri niðurstöðu og óskaði eftir því að valið yrði á listann í opnu prófkjöri. Þeirri ósk var hafnað af fulltrúaráð- inu og fór Guðmundur. þá fram á, að það heimilaði honum að bjóða fram BB-lista. Almennur fundur í fulltrúaráðinu mun taka afstöðu til þeirrar beiðni hans um miðjan mán- uðinn. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur, að hann væri ákveðinn í að bjóða fram sérstakan lista í Reykjavík, hvort sem það yrði undir listabókstafnum BB eða ekki, enda hefði hann fengið mikla hvatningu um að tefla inn í auða rúmið í stjórn- tölum er ekki aukning á útgáfu markaðsverðbréfa en ljóst er að hún var umtalsverð á árinu hjá sumum bankastofnunum. Innlán jukust um 18,5% hjá Landsbanka eða um 6,6 milljarða og námu þau í ársiok alls 42,5 mill- jörðum. Ekki er tekið tillit til innlána Samvinnubankans en tölur þar um lágu ekki fyrir í gær. Þá jukust inn- lán Búnaðarbankans um 25% eða 5,4 milljarða og námu 27,2 milljörð- um í árslok. Islandsbanki var með málunum. Guðmundur var spurður hvort hann hygðist hafa samstarf við einhveija flokka eða stjórnmála- samtök um framboðið og sagði hann að engin áform væru uppi um það. Hins vegar hefðu ýmsir aðilar rætt slíkt við sig. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær héldu fulltrúar ísfélagsins og forystumenn SH langan fund um úrsögn ísfélagsins í fyrradag. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í um 10% innlánsaukningu að með- töldum innlánum í Samvinnuban- kaútibúinu á Húsavík sem bankinn festi kaup á nú um áramótin. Heild- arinnlán íslandsbanka samkvæmt bráðabirgðatölum voru um 28,5 milljarðar í lok ársins og höfðu auk- ist um 2,3 milljarða. Til samanburðar má nefna að hækkun lánskjaravísitölu á. síðasta ári var 7,15%. Raunaukning á inn- lánum bankanna samkvæmt ofan- greindum tölum er því um 5,6% en 13,9% hjá sparisjóðunum. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, sagði í samtali.við Morgun- blaðið að ástæðan fyrir mikilli innl- ánsaukningu sparisjóðsins væri sú að fólk hefði áttað sig á því að gott væri að skipta við sparisjóði. Hann sagðist einnig gera ráð fyrir að samruni banka hefði komið róti á fólk og einhveijir kosið að fara yfir til sparisjóðsins. Þá væru sparisjóð- irnir almennt í góðu áliti og nytu trausts. gær 'að enginn fótur væri fyrir því að forsvarsmenn ísfélags Vest- mannaeyja hf. og Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum hafi nefnt sem ástæður fyrir úrsögninni að Sölumiðstöðin tæki of há um- boðslaun. Guðmundur G. ákveðinn að bjóða fram í Reykjavík Jón Ingvarsson stjórnarformaður SH: Astæður úrsagna ekki of há umboðslaun SH STJÓRN ísfélags Vestmannaeyja hf. kemur saman til fundar í dag, þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort úrsögn úr SH verður dregin til baka eða ekki, Magnús Kristinsson, stjórnarformaður ísfé- lagsins, sagði í Morgunblaðinu í gær að hann ætti von á að ákvörðun- in yrði dregin til baka. Sjö skip farin til loðnuleitar FIMM þeirra sex loðnuskipa sem valin voru til loðnuleitar nú í ársbyijun eru komin á fyrirfram ákveðin leitarsvæði ásamt rann- sóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forsljóra Hafrannsóknastofnunar, getur leiðangurinn hugsanlega staðið fram í febrúar. Leiðangursstjóri er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. Rannsóknaskipin héldu úr höfn í Reykjavík eftir hádegið á mið- vikudag, en loðnuskipin gátu hins vegar ekki haldið úr höfn fyrr en aðfaranótt fimmtudags vegna samninga við áhafnir skipanna. Skipin sem um ræðir eru Víkingur AK, Júpiter RE, Börkur NK, Hólmaborg SU, Helga II RE og Hilmir RE, og eru það stærstu loðnuskipin í flotanum. Að sögn Jakobs Jakobssonar hefur hveiju loðnuskipanna verið úthlutað ákveðnu leitarsvæði, en þegar þau hafa fundið hvar loðnan er þá fara rannsóknaskipin á viðkomandi svæði og mæla hve mikið magn er á hveijum stað. Hann sagði að ótiltekinn tími væri ætlaður til leit- arinnar, en gert væri ráð fyrir að hún gæti staðið fram í febrúar. „Það er hugsanlegt að þessu ljúki miklu fyrr ef allt gengur upp og nóg finnst af loðnu, en loðnuskipin geta í sjálfu sér farið langt með að ljúka verkum sínum á 6-8 góð- viðrisdögum í fyrstu yfirferð,“ sagði hann. Kjaradeila aðstoðarlækna: Sérfræðingar íhuga uppsagnir SÉRFRÆÐINGAR á spítölunum munu íhuga uppsagnir verði ekki fljótlega samið í kjaradeilu aðstoðarlækna. Sérfræðingar skora jafnframt á læknaráð spítalanna að endurskipuleggja starfsemi á spítölunum þannig að hægt verði að veita eins góða þjónustu og aðstæður leyfi. Kjaradeilu aðstoðarlækna og ríkis og borgar hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og verður fundað í deilunni á mánudaginn. Sérfræðingafélag lækna efndi til ijölmenns fundar í gær vegna þeirra aðstæðna, sem skapast hafa á spítölunum vegna kjaradeilu að- stoðarlækna annars vegar og ríkis og borgar hins vegar. Haraldur Briem, formaður félagsins, segit' að niðurstaða fundarins hafi verið sú, að leysist deilan ekki bráðlega myndu sérfræðingar fara að íhuga uppsagnir. Ekki hafi verið gefinn ákveðinn tímafrestur hvað það varðar, en ljóst sé að sérfræðingar muni ekki bíða lengi, enda sé ástandið þannig á sumum deildum, að sérfræðingar hafi ekki aðstöðu til að leysa úr þeim málum, sem upp koma. Haraldur sagði að á fundinum hefði hka verið ákveðið, að beina þeim tilmælum til læknaráða spítalanna, að bregðast við kjafa- deilunni með því að endurskipu- leggja starfsemina. Orn Smári Arnaldsson, formað- ur læknaráðs Borgarspítalans, segir að þjónusta á sjúkrahúsunum hljóti að dragast saman vegna þess ástands, sem nú ríki þar og skipu- leggja þurfi stöi'f sérfræðinga þannig að hægt vei'ði að sinna þeim aðgerðum sem séu mest að- kallandi. Hann nefnii' að á skurðdeiid Borgarspítalans hafi þegar verið komið á þeirri skipan, að þar séu ávallt sérfræðingar á vakt til að sinna aðkallandi aðgerðum, en hins vegar verði sjúklingar, sem bíða eftir aðgerðum, ekki kallaðir inn eins og málin standi. Fimm á slysa- deild eftir bílveltu BIFREIÐ valt á Mosfellsheiði um miðjan dag í gær og voru fimm farþegar fluttir á slysadeild. Bifreiðin var á leið austur og rann til í mikilli hálku með þeim afleiðingum að hún fór eina veltu á veginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.