Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 5

Morgunblaðið - 05.01.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 5 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þeir kynntu undirskriftasöfnunina vegna átaks gegn stríði. Frá vinstri: Haraldur Ólafsson dósent, Heimir Pálsson kennari, Matthias Halldórsson læknir, Órnólfur Thorlacius rektor, sr. Gunnar Krisljáns- son, Elías Davíðsson tónlistarmaður, Gísli Sigurðsson læknir. Undirskriftasöfnun gegn stríðsaðgerðum Samstarfsnefnd um mál- efni barna og unglinga AÐ TILLÖGU framkvæmdahóps um málefni miðborgar Reykjavíkur, hefur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, ákveðið að skipa samstarfsnefnd um málefni barna ög Markmið samstarfsnefndarinnar er að hafa yfirsýn yfir máiefni barna og ungmennna á höfuðborgarsvæð- inu, safna upplýsingum, miðla upp: iýsingum og styðja rannsóknarverk- efni sem varða málefni þessa þjóðfé- lagshóps. Framkvæmdahópur um málefni miðborgarinnar, var stofnaður að frumkvæði Lögreglunnar íReykjavík vegna ástands, sem skapast hefur í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hópinn skipuðu fulltrúar frá lög- reglu, félagsmálaráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, íþrótta- ogtómstundar- áði Reykjavikurborgar, Félagsmála- mglinga á höfuðborgarsvæðinu. stofnun Kópavogs og Æskulýðsráði Hafnarfjarðar. I áliti hópsins kemur fram, að hluti þess vanda sem skap- ast hefur í miðborg Reykjavíkur eigi rót að rekja til óljósrar stefnumörk- unar í málefnum barna og unglinga og skorti á samræmdum úrræðum og heildaryfirsýn. I tillögu félagsmálaráðherra, er gert ráð fyrir að samstarfsnefndina skipi fulltrúar úr dóms- og kirkju- málaráðunejAi, félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis og tryggingaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Auk þess verður Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði boðið að tilnefna fulltrúa í nefndina. AÐSTANDENDUR „Átaks gegn yfirvofandi tortímingarstríði í Austurlöndum nær skora á al- menning um land allt að lýsa opinberlega andstöðu við hinn yfirvofandi óhugnað í þessum heimshluta." Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra var 19. desember sl. af- hent áskorun til ríkisstjórnar Islands um að lýsa ótvírætt yfir andstöðu við stríðsaðgerðir gegn nokkurri þjóð í Austurlöndum nær. Áskorunin var lögð fram á ríkisstjórnarfundi 21. desember. Islensk stjórnvöld voru einnig hvött til að beita sér á alþjóða- vettvangi fyrir friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar og fyrir því að haldin verði sem fyrst alþjóðleg frið- arráðstefna um Austurlönd nær með þátttöku allra deiluaðila, í saAiræmi við ályktanir. Sameinuðu þjóðanna. Níutíu einstaklingar skriftíðu und- ir áskorunina. Nokkrir þeirra ítrek- uðu þessa friðarbæn á blaðamanna- fundi á fimmtudag. Fundarboðend- ur, aðstandendur „átaks gegn stríði" telja ófriðinn geta náð víða, stríðið verði háð með hryllilegustu vopnum sem mannleg hugvitssemi hafi upp fundið og mannfaliið verði óskap- legt. Fundarboðendur sögðust ekki trúa að deiluefni yrðu leyst með stríði; Gísli Sigurðsson læknir _sem var haldið í gíslingu í Kúveit og Irak taldi að þjóðunum í Austurlöndum nær hefði ekki verið gefið tækifæri til að leita til handa sjálfum sér frið- samlegra lausna, en það væri ein- dreginn friðarvilji meðal almennings í Jórdaníu, Kúveit og Irak. Gísli sagði að þótt ályktanir Sameinuðu Þjóð- anna heimiluðu hernaðaraðgerðir bæri ekki að líta á slíkar aðgerðir sem nauðsyn. Þau ríki sem ættu sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna bæru einnig þunga ábyrgð, þar sem þau hefðu stutt Saddam Huss- ein með oddi og egg; með vopnum og tækniþekkingu. Einstaklingarnir níutíu sem upp- haflega undirrituðu áskorunina eru af ýmsum sviðum þjóðlífsins: Alfreð J. Jolson biskup hinnar almennu kaþólsku kirkju á íslandi, Anna R. Magnúsardóttir húsmóðir, Arnar Jónsson leikari, Arthur Morthens kennari, Árni Bergmann ritstjóri, Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Bergljót Jónsdóttir framkvæmda- stjóri, Birgir Björn Siguijónsson framkvæmdastjóri BHMR, Birna Hjaltadóttir ritari, Bragi Guðbrands- son félagsmálastjóri, Einar Karl Haraldsson ritstjóri, Elías Davíðsson tónlistarmaður, Frank Ponzi list- fræðingur Garðar Sverrisson rithöf- undur, Gísli Sigurðsson læknir Guð- jón Magnússon læknir, Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, Guð- mundur E. Sigvaldason fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Karl Ágústsson prestur, Guðmundur Steinsson rithöfundur, Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju, Guðrún Agnarsdóttir læknir, Guðrún Ólafs- dóttir dósent, Guðrún S. Gísladóttir leikari, Gunnar Kristjánsson prestur, Gunnþór Ingason prestur, Hallmar Sigurðsson leikari, Haraldur Óiafs- son dósent, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Heimir Pálsson kennari, Helga Kress dósent, Helga Þórarinsdóttir þýð- andi, Ifjlmar Ingólfsson skólastjóri, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Ingibjörg Hjartardóttir bókasafns- fræðingur, Ingvar Gíslason fyrrver- andi ráðherra, Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi, Jón Ormur Halldórsson lektor, Jón R. Gunnarsson lektor, Karl Grönvold jarðfræðingur, Karl Sigurbjörnsson prestur, Karolína Eiríksdóttir tónskáld, Kári Arnórs- son skólastjóri, Kristín Á. Ólafsdótt- ir borgarfulltrúi, Kristján Einar Þor- varðarson prestur, Magnús T. Ólafs- son fréttaskýrandi, Margrét Guðna- dóttir prófessor, María Kristjáns- dóttir leikstjóri, Matthías Halldórs- son læknir, Ólafur H. Torfason rit- stjóri, Ólafur Ólafsson landlæknir, Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, Óttar Guðmundsson læknir, Páll Halldórsson formaður BHMR, Páll Skúlason prófessor, Ragnar Árnason j arðskj álftaf ræðingur, Rögnvaldur Finnbogason prestur, Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari, Sigmund- ur' Stefánsson framkvæmdastjóri BHM, Sigríður Kristinsdóttir form- aður SFR, Sigríður S. Rögnvalds- dóttir fulltrúi, Sigurbjörn Einarsson biskup, Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, Sigurður Björnsson lækn- ir, Sigurður Harðarson arkitekt, Sig- urður Haukur Guðjónsson prestur, Sigurður Pétufsson sagnfræðingur, Sigurður R. Gíslason jarðefnafræð- ingur, Sigurður Steinþórsson pró- fessor, Siguijón Björnsson prófess- or, Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari, Stefán Arnórsson prófessor, Svan- hildur Kaaber formaður Kennara- sambands íslands, Sveinn Einarsson leikstjóri, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Sverrir Bergmann læknir, Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og rithöfundur, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, Þorbjörn Broddason dósent, Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari, Þorvaldur Örn Árna- son námsstjóri, Þór Jakobsson veð- urfræðingur, Þórarinn Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður, Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndateikn- ari, Ævar Kjartansson dagskárgerð- armaður, Ögmundur Jónasson form- aður BSRB, Örnólfur Thorlacius rektor, Össur Skarphéðinsson að- stoðarforstjóri. Hægt er að panta undirskriftalista í síma 91-26444. Stuðningsyfirlýs- ingar má senda í pósthólf 1760, 121 Reykjavík. Höfn í Hornafirði: KASK kaup- ir Hörpu GK KAUPFÉLAG Austur-Skaftfell- inga á Höfn hefur samið um kaup á Hörpu GK frá Gullvík hf. í Grindavík ásamt tæplega 1100 tonna kvóta í þorskígildum. Harpa GK er 144 tonna stálbátur smíðaður á Seyðisfirði árið 1985. Að sögn Hermanns Hanssonar, kaupfélagsstjóra, hafa kaupin á skipinu verið gerð með fyrirvara um samþykki veðhafa. Ljúffeng íslensk landkynning á borð vina og viðskiptavina erlendis Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfu af forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg orð um matarmenningu einnar þjóðar. r-■ Hægt er að velja um ostakörfu með mismunandi tegundum af íslenskum ostum, vv \f sœlgcetiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís. Sr Og íslenska matarkörfu með sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi. ICEMART íslenskur markaður - á leið út í heim. Leifsstöð Keflavíkurflugvelli - Sími: 92-5 04 53 AUK k627d21-51

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.