Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 7

Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 7 Borgarfulltrúar Nýs vettvangs: Hluta hækkunar hjá Raf- magnsveitunni verði frestað Dæmigert yfirboð - segir borgarstjóri BORGARSTJÓRN Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum á fimmtu- dag 5% hækkun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Borg- arfulltrúar Nýs vettvangs lögðu til að hluta hækkunarinnar yrði frestað til 1. mars, þar sem al- mennar launahækkanir yrðu ekki fyrr en þá. Tillaga þar að lútandi var felld og sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, að þarna hefði verið um dæmigert yfirboð að ræða. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi, mælti fyrir tillögunni um frestun hækkunarinnar. Sagði hún að vissulega væri 5% hækkunin minni en áætlaðar kostnaðarhækk- anir Rafmagnsveitunnar á nýbyrj- uðu ári og að meðalheimilistaxti fyrirtækisins hefði lækkað um 12% að raunvirði milli áranna 1988 og 1990. Hins vegar væri rétt að fresta hluta hækkunarinnar nú til 1. mars, þar sem almennar launahækkanir yrðu ekki fyrr en þá. Háskóli íslands: Framkvæmdastj órar stj órnsýslusviða ráðnir HASKOLARAÐ hefur ráðið framkvæmdastjóra fimm sljórn- sýslusviða innan skólans. Þeir eru, Gunnlaugur H. Jónsson, há- skólaritari, sem er framkvæmda- sljóri á fjármálasviði, Þórður Kristinsson á kennslusviði, Stef- án Baldursson á rannsóknasviði, Þóra Magnúsdóttir á samskipta- sviði og Edda Magnúsdóttir á starfsmannasviði. Ráðningu framkvæmdastjóra á bygginga- og tæknisviði hefur hins vegar verið frestað. Ráðning framkvæmdastjóra stjórnsýslusviða Háskólans kemur í kjölfar breytinga á lögum um skól- ann, sem samþykktar voru á síðað- asta ári. Samkvæmt lögunum er stjórnsýslu skólans nú skipt upp í sex meginsvið. Háskólaráð ræður framkvæmdastjóra sviðanna til fimm ára í senn og er hlutverk þeirra að hafa eftirlit með hinm almennu stjórnsýslu í umboði rekt- ors. Elliðaár: 8,8% hækkun á veiðileyfum BORGARRÁÐ hefur samþykkt 8,8% hækkun á veiðileyfum í Ell- iðaánum næsta sumar eða kr. 13.600 á dag. Hálfur dagur mun því hækka úr kr. 6.250 í kr. 6.800. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsens rafmagnsstjóra, er leigusamningur borgarinnar við Stangveiðifélag Reykjavíkur endurskoðaður árlega og greiðir félagið rúmar 5,7 milljón- ir fyrir veiðiréttinn á þessu ári í stað rúmlega 5,2 milljóna á síðasta ári. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að sér fyndist hér um afar einkennilega tillögu að ræða. Ljóst væri að rafmagnið hefði hækkað minna en laun frá því þjóðarsáttar- samningarnir voru gerðir í fyrra og hækkunin nú væri minni heldur en Rafmagnsveitan þyrfti í raun á að halda. Tillagan væri því ekkert ann- að en dæmigert yfirboð af hálfu fulltrúa minnihlutafiokkanna. Siguijón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði að Rafmagnsveit- an hefði sent borgarráði erindi, þar sem farið hefði verið fram á meiri hækkun. Hins vegar hefði þar náðst samkomulag um að hækkunin yrði ekki meiri en sem næmi 5%. Við það samkomulag myndi hann standa. Tillaga Nýs vettvangs var felld með 10 atkvæðum sjálfstæðis- manna og Siguijóns Péturssonar gegn 2 atkvæðum Nýs vettvangs. Borgarfulltrúar Kvennalista og Framsóknarflokks sátu hjá. Morgunblaðið/Vilhjálmur Guðrún virðir fyrir sér smyrilinn ásamt Runólfi Sveinssyni, sem vinnur í Bakkakoti. Smyrill á dúfuveiðum GUÐRÚN Gísladóttir, hús- freyja í Bakkakoti í Meðal- landi, hefur að undanförnum átt í vandræðum með að halda ránfuglum frá dúfum sem hún elur. Dúfunum hefur fækkað ört að undanförnu og í haust var svo komið að einungis tvær voru eftir. Fyrir jólin vildi það svo til að Guðrún kom að smyrli í hænsna- húsinu þar sem dúfurnar eru til húsa. Hafði fuglinn komist inn í húsið í gegnum gat sem ætlað er dúfunum og sat ofan á ann- arri þeirra og var langt kominn með að éta hana. I haust varð Guðrún fyrir þvi að fálki í eltingaleik við eina dúfuna flaug á eldhúsgluggann á bænum og vankaðist. Dúfan komst undan fálkanum í það skiptið en seinna um daginn kom fálkinn aftur og náði henni. Stöð 2: Bjarni Kristjánsson ráðinn fjármálasljóri BJARNI Kristjánsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri íslenska sjónvarpsfélagsins og Islenska útvarpsfélagsins sem reka Stöð 2 og Bylgjuna/Sljörnuna. Bjarni er fæddur árið 1956 og er viðskiptafræðingur að mennt. Hann stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla í eitt ár en var þá ráðinn forstöðumaður hagdeildar Pósts og síma. Bjarni rak um skeið eigið ráðgjafarfyrir- tæki en síðustu fjögur ár hefur hann verið fjármálastjóri Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri. Bjarni er kvæntur Ragnheiði Bragadóttur lektor við Háskóla íslands og eiga þau eina dóttur. DHHSSKOLI /lUÐ/lll HARiLOS Innritun 3.-6. janúar ’91 kl. 13.-19. Símar 39600 og 686893 Gledilegt nýtt ár! KEIMNSLA HEFST MÁNUDAGINIM 7. JANÚAR ’91 Street-Dance“ 10 tíma námskeið í þessum meiri- háttarfrjálslega dansi. Nýir gestakennarar væntanlegir. Börn, unglingar og pör: Byrjendur og framhald: Kennum allt það nýjasta í suðuramerískum dönsum og standard dönsum, einnig gömlu dansana, Rock’n roll og tjútt! 4ra mán. námskeið sem lýkur með lokadans- leik. Brons, silfurog gull. Merkjapróf fyrir þá sem vilja. Ath. nemendur, sem voru fyrir jól! Vinsamlegast endurnýið skírteinin sunnudaginn 6. jan. í Skeifunni 11B kl. 13.-18. Rock’n roll 10 tímar - Byrjendur og framhald Kennslustaðir: Skeifan 11B, 2. hæð. Skeifan 17,3. hæð. KR-heimilið v/Frostaskjól. Gerðuberg, Breiðholti. Garðalundur, Garðabæ. Nýir barnadansar Yngst 3ja-5 ára. 4ra mánaða námskeið. Grímudansleikur í lokin. Ath.: Lærðir kennarar annast dans- kennsluna ásamt danskennaranemum sér til aðstoðar. * 04/VSS Au Ð A R H A R A L DT F.Í.D. Tryggir betri kennslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.