Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
Happdrætti Háskóla Islands
greiðir að jafnaði út 2,5 millj. kr. í
vinningum á hverjum degi ársins
eftirRagnar
Ingimarsson
I desembermánuði birtust í Morg-
unblaðinu fullyrðingar og fyrir-
spurnir er varða Happdrætti Há-
skóla íslands. Nauðsynlegt er að
leiðrétta misskilning sem fram kom
í þessum skrifum en jafnframt er
ljúft að svara fyrirspurnum sem
fram voru settar.
Skafmiðahappdrættið
Vinningshlutfall í skafmiðahapp-
drætti HHÍ er 50%. Það er því ekki
rétt að viðskiptavinur sem keypti
100 miða búnt á 5000 krónur og
hlaut 1750 kr. (35%) hafi verið
„býsna heppinn". Það er hins vegar
svo að lágmarksvinningar í hveiju
búnti eru að upphæð 1500 kr. (30%).
I happdrætti getur enginn þátt-
takandi verið viss um að hagnast.
Jafnvel kaup á 100 miðum fyrir sam-
tals 5000 kr. tryggja ekki vinning
upp á tugi eða hundruði þúsunda
króna. Ég leyfi mér að trúa því að
langflestum sé þetta fyllilega ljóst.
En Haraldur Sigurðsson spyr, í
Velvakanda 13. desember sl., með
hvaða hætti það er tryggt að aug-
lýstur vinningafjöldi og upphæðir
skili sér í skafmiðahappdrættum.
Þessi fyrirspurn er mikilvæg og á
fullan rétt á sér. Þegar HHI ákvað
að hefja skafmiðahappdrætti 1987
var vandlega athugað hvaða fram-
leiðendur skafmiða væru taldir
„Hér að framan hef ég-
reynt að skýra hvernig
heildartekjur HHÍ
skiptast og þá sérstak-
lega að um 70% af
heildartekjum flokka-
happdrættisins fer til
baka í vinningum til
viðskiptavina, þó svo að
happdrættið eigi óselda
miða. HHÍ hefur sem
sagt ekki hag af því að
sitja uppi með óselda
miða.“
ábyggilegastir. Var bæði haft í huga
að prentun miðanna væri með þeim
hætti að sem erfiðast væri að falsa
þá, að ekki væri unnt að velja úr
vinningsmiða og síðast en ekki síst
að réttur fjöldi vinningsmiða væri í
hverju upplagi miða. Heimsþekkt
breskt fyrirtæki varð fyrir valinn.
Til enn frekara öryggis fékk HHÍ
breskan embættismann (Notary
Public) til að fylgjast með því að
tilskildir vinningsmiðar væru. meðal
þeirra miða sem framleiddir væru
hveiju sinni. Með hverri miðasend-
ingu sem happdrættinu berst fylgir
staðfest vottorð embættismánnsins
þar sem hann vottar að hafa per-
sónulega fylgst með því að tilskildir
vinningsmiðar séu í sendingunni. I
þessu sambandi vil ég benda á að
það_ er ekki síður mikilvægt fyrir
HHI en viðskiptavinina að fram-
leiðsla miðanna sé örugg, sbr. nýlegt
gjaldþrot góðgerðarskafmiðahapp-
drættis í Noregi þar sem alltof marg-
ir stórir vinningar reyndust í mið-
aupplaginu.
Reikningar Happdrættis
Háskóla Islands
Haraldur Sigurðsson spyr um
reikninga HHÍ. Reikningar HHÍ eru
ekkert leyndarmál og meira en sjálf-
ságt að skýra frá þeim. Síðustu
reikningar eru fyrir árið 1989. a því
ári voru heildartekjur vegna flokka-
happdrættisins 1003,5 millj. króna,
en vinningar til útgreiðslu námu
714,3 millj. króna, eða 71,2% af
heildartekjunum. Vinningaskrá gerir
ráð fyrir að 70% af heildartekjum
fari í vinninga þannig að þetta árið
hallaðist á HHI að því er vinnings-
hlutfall snertir. Vegna þess hve til-
viljanaháður útdráttur vinninga er,
verður vinningshlutfallið ávallt örl-
ítið_ breytilegt.
Ég vona að ofangreindar tölur
leiðrétti þann leiða misskilning sem
stundum verður vart, að HHI hafi
hag af því að sitja uppi með óselda
miða og fá á þá vinninga.
í skafmiðahappdrættinu var heild-
arsala 1989 414,3 millj. króna, en
þar er vinningshlutfall fast, þ.e.a.s.
Ragnar Ingimarsson
50%, og vinningar því 207,15 millj.
króna.
Samkvæmt ofanskráðu reyndust
heildartekjur HHÍ 1989 1417,8 millj.
kr., vinningar til útgreiðslu voru
921.4 millj. kr. (65,0%), heildar-
rekstrarkostnaður (aðallega sölu-
laun) var 193,3 millj. kr. (13,6%)
leyfisgjald vegna einkaleyfis á
rekstri peningahappdrættis var 60,6
millj. kr., (4,3%) og eftir stóðu þá
242.5 millj. kr. (17,1%), sem voru
til ráðstöfunar fyrir Háskóla íslands
til allrar nýbyggingastarfsemi hans,
viðhalds eldri bygginga og öflun
tækja vegna rannsókna og kennslu.
Auglýsingar Happdrættis
Háskóla íslands
Haraldur Sigurðsson spyr í fyrr-
nefndri blaðagrein hvort sjónvarps-
auglýsingar HHÍ standist gagnvart
íslenskum lögum. Ég tel nú svo vera.
Ég hef meiri trú á dómgreind hins
almenna borgara en svo að ástæða
sé til að óttast að hann telji það
öruggt að hann hljóti 500 þús. kr.
vinning ef hann skýst út í sjoppu
og kaupir sér einn happaþrennu-
miða, eins og náunginn í auglýsing-
unni gerði. Hins vegar er möguleik-
inn fyrir hendi og raunin sú að 500
þús. kr. vinningur kemur í hlut hepp-
ins viðskiptavinar að meðaltali einu
sinni í viku.
Auglýsingar verða að sjálfsögðu
umdeildar héðan í frá sem hingað
til. Ég vona þó að hinar nýju, sjón-
varpsauglýsingar HHÍ líki vel. Þær
má að sjálfsögðu ekki taka allar of
bókstaflega. Sumar skýra frá stað-
reyndum (sbr. nám í Háskóla ís-
lands) en öðrum er fyrst og fremst
ætlað að vera skemmtiefni og minna
um leið á HHÍ (sbr. félagana Áma
og Bessa).
Vinningslíkurnar
Hér að framan hef ég reynt að
skýra hvernig heildartekjur HHÍ
skiptast og þá sérstaklega að um
70% af heildartekjum flokkahapp-
drættisins fer til baka í vinningum
til viðskiptavina, þó svo a happ-
drættið eigi óselda miða. HHÍ hefur
sem sagt ekki hag af því að sitja
uppi með óselda miða.
Þetta vinningshlutfall, 70%, er
einstætt, ekki bara hér á landi —
við vitum ekki um neitt happdrætti
í heiminum sem skilar svo stórum
hluta tekna til viðskiptamanna
sinna.
Til samanburðar vil ég að lokum
nefna, að vinningshlutfall j flestum
happdrættum hérlendis (SÍBS, DAS
og Lotto undanskilin) er rétt um 17%
(viðtekin lágmarkskrafa ráðuneytis).
Höfundur er forstjóri
Happdrættis Háskóla íslands.
SKYLDUBÆN
Biskup kaþólskra manna á ís-
landi, dr. Alfreð J. Jolson, S.J.,
hefur lagt fyrir presta sína og
systur, eins og kemur fram í til-
mælunum hér á eftir, að biðja
eftirfarandi bæn fyrir friði þang-
að til 15. þ.m.
Er vel viðeigandi að allir kristn-
ir menn taki undir þessa bæn með
þeim, því afleiðingar af sfyrjöld,
ef til kæmi, mundu vafalaust koma
sárt við allt mannkyn, jafnvel okk-
ur Islendinga, þótt upphaflegt
átakasvæði sé Iangt frá landi okk-
ar- T.Ó.
Kæru prestar og systur.
I anda friðar Jesú Krists bið ég
ykkur að bæta skyldubæn (oratio
imperata) við almennu fyrirbænina
í messunum frá 24. desember til 15.
janúar, að þeim degi meðtöldum.
Alvarleg hætta steðjar að heimin-
um á okkar tímum.
Kærar þakkir.
Ykkar bróðir í Kristi,
Alfreð J. Jolson
Oratio imperata
Vér skulum biðja.
Drottinn, Jesús Kristur, konungur
friðarins. Þú sem varst sendur til vor
af föðumum, vér biðjum þig um frið-
samlega lausn á deilunni við Persaf-
lóa.
Vér biðjum þess einnig, að allir
hlýði á orð þín og láti skynsemina
ráða og að komið verði í veg fyrir
hörmungar af völdum stríðs.
Tak þér bústað í hjörtum ailra
manna, einkum leiðtoganna, svo að
friður þinn og réttlæti megi ná til
allra þjóða, fjölskyldna og sérhvers
manns í þessum óróasama heims-
hluta og í heimi vorum öllum.
Fyrir Krist, drottin vom.
911 Kfl 91 97fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
L I I3U"LI0/v KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL,lóggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Skammt frá Landakoti
2ja herb. góð íb. á 1. hæð, 60,3 fm nettó nokkuð endurbætt. Geymslu-
og föndurherb. í kj. Sérþvottaaðstaða. Fjórbýli.
Ágætt endaraðhúö - ein hæð
í Fellahverfi rúmir 150 fm með nýrri sólstofu. 4 svefnherb. Ræktuð
lóð. Góður bílsk. Eignaskipti möguleg.
Suðuríbúð með bflskúr
2ja herb. íb. á 2. hæð við Stelkshóla, 59,2 fm. Rúmgóðar sólsvalir.
Góð sameign. Ágætur bilsk. m. upphitun. Skipti mögul. á einstaklíb.
í steinhúsi í gamla austurbænum
3ja herb. lítil íb. á 2. hæð, nokkuð endurbætt. Laus fljótl.
Einbýlishús - hæð og kjallari
Nýtt steinhús við Jöldugróf, samtals um 164 fm, ekki fullgert. Tvöfaldur
bílskúr, 50 fm, nú verkstæði. Góð lán. Ýmiskonar eignaskipti möguleg.
í Laugarneshverfi eða nágr.
óskast til kaups 4ra-5 herb. íbúð. Má þarfnast endurbóta. Skipti mögu-
leg á 3ja herb. ágætri sérjarðhæð í hverfinu.
Helst í Þingholtunum eða nágr.
Þurfum að útvega einbýlishús. Ýmsar stærðir koma til greina. Traust-
ir kaupendur. Eignaskipti möguleg.
• • •
Opið ídag kl. 10.00-16.00
Sérstaklega óskast gott
einbýlishús fborginni.
Mikil og góð útborgun.
ALMENNA
FASTEIGNASAl AN
UWGWÉGM8 SÍMAR 21150 - 21370
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
571.þáttur
Rin skal ráða
rógmálmi skatna
svinn, áskunna
arfi Niflunga.
í veltanda vatni
lýsast valbaugar,
heldur en á höndum gull
skíni Húna bömum.
(Atlakviða, aldur óviss.)
Hlaðnir vóru þeir hölda
og hvítra skjalda,
vigra vestrænna
og valskra sverða.
Grenjuðu berserkir,
pnnur var þeim á sinnum,
emjuðu úlfhéðnar
og ísörn dúðu.
(Þorbjöm homklofi: Hrafnsmál, 9. öld.)
„Flestar allar söjgur þær, er
hér hafa gerst á Islandi, vóru
ritaðar áður Brandur byskup
Sæmundarson andaðist [1201],
en þær sögur, er síðan hafa
gerst, vóru lítt ritaðar, áður
Sturla skáld Þórðarson sagði
fyrir íslendinga sögur og hafði
hann þar til vísindi af fróðum
mönnum, þeim er vóru á önd-
verðum dögum hans, en sumt
eftir bréfum þeim, er þeir rit-
uði, er þeim vóru samtíða, er
sögurnar eru frá. Marga hluti
mátti hann sjálfur sjá, þá er á
hans dögum gerðust tii stór-
tíðinda, og treystum vér honum
bæði vel til vits og einarðar að
segja í frá, því að hann vissi eg
alvitrastan og hófsamastan. Láti
guð honum nú raun lofi betri.“
(Þórður Narfason?; d. 1308):
Sturlunguformáli.)
Ódyggra manna
skaltu eigi aðferð nema,
þó að þeim verði fiærð að fé.
Löstum ei megu þeir
lengi ieyna.
Upp koma svik um síðir.
Höfugt erfiði
ef þér að höndum kemur,
vertu glaðmæltur gumi.
1 Fagnandi maður
nennir flest að vinna.
Öll eru lostverk létt.
(Hugsvinnsmál, þýdd úr latínu, 14. öld?)
Matth. 5, 13-16. Þér eruð
salt jarðar: nú ef saltið deyfist,
í hverju verður þá saltað? Þá
dugir það til einskis meir, nema
að það verður út snarað, svo það
sé fóttroðið af mönnum. Þér eruð
ljós veraldar. Sú borg, sem á
fjallinu er sett, fær eigi fólgizt.
Og eigi tendra þeir ljósið og
setja það undir mæliask, heldur
yfir ljóshaldinn, svo að það lýsi
öllum þeim, sem í húsinu eru.
Líka skal yðvart ljós lýsa fyrir
mönnum, svo að þeir sjái yðar
góðverk og dýrki föður yðvarn
á himnum.
(Þýðing Odds Gottskálks-
sonar; d. 1556.)
Ástríki faðir friðar,
forskulduð mýktu gjöld;
sól gengna senn til viðar
sýnir hið dimma kvöld.
Væg beinum veglúnum,
vog rauna sig lini!
Dugvana á daglínu
dettur nóttin köld.
(Sr. Jón Þorláksson; 1744-1819.)
„Annars er ómögulegt að
yrkja að gagni, nema, — já,
nema hvað? nema allir genii,
allir lífskraftar, allir englar og
allur andskotinn gangi og geisi
í manni út og inn eins og örk-
inni hans Nóa, já, nema skáldið
sé eins og örkin gamla, byltand-
isk og berjandisk í brimróti ver-
aldarflóðsins, umfaðmandi og
innigeymandi allar skepnur, illar
og góðar, hreinar og óhreinar,
hrafn sem dúfu, höggorminn
slæga og hundinn trygga, verm-
andi og varðveitandi með sömu
sympaþíu allt, gegnum hel og
hrun, til nýrrar sögu og nýrrar
framtíðar.“
(Matthías Jochumsson;
1835-1920 til Hannesar Haf-
steins; 1861-1922.)
„Alltaf hef ég verið sannfærð-
ur um að fuglarnir væru miklu
æðri verur en bæði menn og
hundar; ekkert finst mér sjálf-
sagðara þegar menn vilja búa
sér til æðri verur í list og guð-
fræði en þeir ljái verum þessum
vængi í líkíngu fugla; afturá-
móti skil ég ekki hversvegna
einglar eru ekki hafðir með
fuglsnef því fátt hefur verið
skapað jafn fullkomið og nef
fuglsins sem hefur mikinn saung
en aungvan hráka, — hráki
fuglsins var tekinn í annað, seg-
ir í Eddu. Ef einglamir hefðu
fuglsnef mundi það gera jafn
leiðinlegt hljóðfæri og hörpu
með öllu þarflausa.“
(Halldór Laxness: Skálda-
tími, 22. kapítuli.)
Svo er oft land vort
sem á ljóð minni,
ort við eld og nótt,
ort feiknstöfum,
rímað strandbergi,
stuðlað háfjöllum,
sorfið sælöðri
og svellum rist.
(Tómas Guðmundsson; 1901-1983.)
Það er eitt sem eg aldrei get skilið:
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fætumir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.
(Jóhann S. Hannesson; 1919-1983.)
Okkur bæði ljóðið leiddi,
lokkuðu fræðin dul og há,
rokkið næði nóttin breiddi
nokkrar kvæðastundir á.
(Sveinbjörn Beinteinsson, f. 1924;
langhent, þráhendubrugðið.)