Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 Um kúgiin konunnar eftivÞór Rögnvaldsson Réttindabarátta kvenna er tvíþætt. í fyrsta lagi gerir konan kröfu til að fá að vera einsog karl- maðurinn, og í öðru lagi gerir hún líka kröfu til að fá að vera öðru- vísi en karlmaðurinn. Með öðrum orðum, konan vill í fyrsta lagi hafa rétt til þess að brjóttr af sér hlekki hefðarinnar, og í öðru -lagi vill hún hafa rétt til þess að brjóta ekki af sér hlekki hefðarinnar. Þegar hlut- irnir eru orðaðir svona beint út, þá getur virst eins og hér sé um heil- mikið vandamál að ræða og jafnvel illleysanlega þversögn. Að athug- uðu máli er þó auðvelt að skilja; hvað í þessari þversögn felst. I fyrsta lagi vill konan bijóta af sér hlekki hefðarinnar og hasla sér völl á hefðbundnu forréttindasviði karlmannsins, þ.e.a.s. konan vill fara út af heimilinu og út í atvinnu- lífið. í öðru lagi vill konan sámt sem áður viðhalda þeim hefðum, sem styrkja stöðu hennar innan veggja heimilisins, þ.e.a.s. konan gerir jafnframt kröfu til þess að eiga þess kost að eiga börn og bú. Svo einfalt er það í raun og veru — eða hvað? Lítum fyrst á þá kröfu konunnar að fá að vera eins og karlmaðurinn. Konan vill ekki lengur sætta sig við þjónustuhlutverkið innan veggja heimilisins, brýtur af sér hlekki hefðarinnar, og sækir út í atvinnulífið. Þetta er mikil sigur- ganga. Konan leggur undir sig hvert forréttindasvið karlmannsins á fætur öðru; úrslitasigurinn, að því er virðist, alltaf á næsta leiti. Þannig hefur konunni fyrir löngu tekist að sanna að hún er jafnoki karlmannsins á öllum sviðum. Kon- an er fullfær um að gera það sama og karlmaðurinn; konan er eins og karlmaðurinn, ef þvr er að skifta, o.s.frv. Skyndilega — ó vei! ó vei! — í sigurvímunni miðri þagnar lúðra- blásturinn skyndilega: spilabórgin hrynur til grunna. Konan verður þess allt í einu 'áskynja, að hún hefur verið brögðum beitt. Karl- maðurinn, þessi raggeit, sem að sjálfsögðu er felmtri sleginn yfir þessum mikla framgangi konunn- ar, lætur krók mæta bragði. Karl- maðurinn sætir sem sagt því lúa- lagi að .. . vera allt í einu kominn í minnihluta! — öllum að óvörum! Þetta er eins og sjónhverfing. Töframaðurinn veifar sprotanum, hókus-pókus: frægðin og.framinn er horfinn út í veður og vind. Þessi furðulegi fjandskapur karla í garð kvenna hefur endurtekið sig æ of- aní æ á síðustu árum og áratugum. Hvernig hefur t.d. ekki farið með kennarastéttina? Hér á árum áður sóttu menn frægð og frama í raðir kennara. Nú, hins vegar, er kenn- arastéttin löngu orðin kvennastétt, og því gefur augaleið, að það er ekki svo hægt um vik að ætla sér að vera eins og karlmaðurinn á þeim miðum; hvað þá heldur að baða sig í þeim frægðarljóma, sem því hefur ávallt fylgt að skipa bekk með sönnum karlastéttum. Annað augljóst dæmi: Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum var Háskóli Islands virðulegasta menntastofnun lands- ins. Nú, hins vegar, eru konur Lögmál karlmannsins er bara lögmál þessa heims, þ.e.a.s. (skráð) lögmál mannanna. Lög- mál konunnar, hins vegar, eru í raun og sannleika af öðrum heimi, þ.e.a.s. guðlegr- ar ættar: (óskráð) lög- mál guðanna. löngu komnar í meirihluta við þá stofnun, og því heldur ekki eftir neinu að slæðast á þeim slóðum. Það er ekki ástæða til að fara fleiri orðum um þessa hörmungasögu. Karlmaðurinn liggur alltaf á því lúalagi að vera kominn í minnihluta áður en varir. Konan gefst því upp á þessum eltingaleik við karlmann- inn; þ.e.a.s. hún gefst upp á tilraun- um sínum til að vera eins og karl- maðurinn, söðlar um, og leitar á önnur mið. Konan ákveður nú að leggja áherslu á það sem er öðruvísi í fari hennar og karlmannsins, þ.e. hún ákveður að leggja áherslu á eigin reynsluheim. I fljótu bragði virðist þetta hreinasta þjóðráð. Frá öndverðu hefur karlmaðurinn kúg- að konuna, neytt (líkamlegs) afls- munar og flæmt hana á brott frá vettvangi dagsins; búið henni at- hvarf í hinum óæðra heimi skugga og myrkurs. Konan hefur því aldr- ei haft möguleika á því að taka þátt í mótun samfélagsins á sama hátt og karlmaðurinn. Konunni hefur verið vísað út í myrkrið, og reynsluheimur hennar er því í raun og sannleika ekki af þessum heimi, heldur einhvers konar undirheima- viðhorf. Þetta er ástæðan fyrir því að við búum raunverulega við karlríki; karlamenningu. Hin sýnilegu afrek þessa heims (sem og ódæði) eru afrek (eða ódæði) karlmannsins. Karlmaðurinn er allt í senn arki- tektinn, smiðurinn — sem og (stríðs)glæpamaðurinn. Hins ber þó að gæta að okkur er öllum tak- mörk sett — af því að við erum manneskjur; mannanna verk aldrei svo fullkomin að ekki megi betur gera. Hinn sýnilegi heimur — þ.e. heimur karlmannsins — er því eðli. sínu samkvæmt ætíð stundlegur og hlýtur — fyrr eða síðar — að verða forgengileikanum að bráð. Þessi heimur endanleikans og hverfulleikans — þar sem allt er á tjá og tundri og engan frið að finna — er því óhjákvæmilega heimur samkeppni og átaka. Það er enda- laust tekist á um markmið og leið- ir. Karlmaðurinn setur mönnum og málefnum stólinn fyrir dymar, predikar ætíð í hótunartón undir forskriftinni „annað hvort — eða“; m.ö o. hann predikar um það, hvernig heimurinn „ætti að vera“ (þ.e. eftir eigin höfði). í vitund karlmannsins er takmarkið — þ.e.a.s. sá heimur sem „ætti að vera“ — raunveruleikinn, og raun- veruleikinn — hinn „raunsanni" heimur, þ.e. skilningur hans á réttu og röngu — takmarkið. Takmark karlmannsins er þannig það sem bara „ætti að vera“ og er ekki, og er því sjálfu sér sundurþykkt og býr ætíð í framtíðinni. í nafni „skynseminnar“ hefur karlmaður- inn rofið hringrás náttúrunnar. í tilraunum sínum til að skilja — og ekki bara vera — hefur hann breytt heiminum í vígvöll. Heimur konunnar hefur á sér allt annan blæ. Það má í raun og sannleika líkja ríki hennar við und- irdjúpin — eða kannski öllu heldur undirheima — þar sem hið tak- markaða takmarkast ekki lengur af sterkri birtu dagsins. í mána- skini næturinnar eru allir hlutir eins, og mismunurinn ekki nema blekking. Undirheimarnir eru þannig heimur hins kyrrstæða ófor- gengileika og konan fulltrúi hins ósýnilega heims. Konan er því — í vissum skilningi a.m.k. — meiri hugsuður, meiri heimspekingur, heldur en karlmaðurinn. Utlínurnar í ríki næturinnar eru að sönnu ekki eins skýrar og að degi til, en nótt- in er samt dýpri; skynjun konunnar dýpri heldur en skilningur karl- anna. Konan veit nefnilega að hjartað á sér rök sem skynsemin fær ei skilið. Konan forðast því átök; ber klæði á vopnin. í ríki næturinnar víkur hin harða „annað hvort — eða“-afstaða dagsbirtunn- ar fyrir því viðhorfi sem ekkert vill útiloka; þ.e. fyrir því viðhorfi sem segir „bæði — og“. Raunsæi konunnar er því í mikilvægum skilningi raunsannara __ heldur en raunsæi karlmannsins. I heimi kon- unnar er takmarkið þannig ekki hótun um eitthvað sem „ætti að vera“, heldur það sem einfaldlega er: núið, andartakið, ástúðin. Frá ómunatíð hefur sjálfskipað hlut- verk konunnar verið að standa vörð um friðhelgi fjölskyldulífsins; fæða af sér líf og varðveita það. Það ríkir ró og friður yfir ríki næturinnar — í skarpri andstöðu við átök dagsins. Það sem einkennir reynsluheim karlmannsins er þannig eigingirn- in, það viðhorf sem segir „ég“, þ.e. Framtíð þjóðarsáttarinnar eftir Þröst Ólafsson í fyrri grein minni um þjóðarsátt- ina voru færð fyrir því rök, studd biturri reynslu fyrri tilrauna sama efnis, að án staðfasts agavalds af hálfu aðstandenda hennar, sé þjóð- arsáttin dæmd til að misheppnast. Þess vegna hafí bráðabirgðalög eða venjuleg lagasetning á kjarasamn- ing BHMR verið óhjákvæmileg. Umsamdar svo og yfirlýstar keðju- verkanir launahækkana hefðu gert út af við þjóðarsáttina á einhveijum útreiknanlegum tíma. Þjóðarsáttinni hefur verið bjarg- að í bili og fyrirtæki svo og einstakl- ingar geta gert sínar áætlanir fram eftir næsta ári. Að öðru jöfnu renn- ur hún út næsta haust og því er ekkert óeðlilegt þótt menn velti því fyrir sér strax, hvað skuli þá taka við. Núverandi þjóðarsátt hafði það að meginviðfangsefni að semja verðbólguna niður. Beita öllum til- tækum ráðum, þ.m.t. handafli til að ná tökum á verðbólgunni. Þótt tína megi til fjölmörg atriði, sem við framkvæmd þjóðarsáttarinnar hafa farið úr skorðum, svo og að auðvelt er að færa rök fyrir því að bæði sé um frestun á vanda að ræða og einnig hitt að sumt af þeim grunnhugmyndum sem þjóð- arsáttin byggir á séu á skjön við kórrétta markaðshugsun — þá breytir það ekki þeirri yfirgnæfandi staðreynd að við þessi áramót eru betri forsendur fyrir stöðugleika og heildarjöfnuði í þjóðarbúskapnum en um áratuga skeið. Nú getum við íslendingar í fyrsta sinn um áratuga skeið horft upp- réttir hvor framan í annan og sagt: Við höfum skapað skilyrði til að stjórna efnahagsmálum okkar í samræmi við leikreglur markaðsbú- skapar enda verði við upphaf næsta kjörtímabils tekist á við margar djúpstæðar skekkjur sem myndast hafa og eru afleiðing langvarandi stjórnleysis svo og jafnvægisleysis í íslensku efnahagslífi. Þjóðarsáttin þarf að halda áfram sem agavald í þjóðfélaginu og sem ásetningur um stöðugleika og jöfn- uð í þjóðarbúskapnum. Hún verður hins vegar að breytast í inntaki sínu, áherslum og vinnubrögðum. Það er eðlileg afleiðing þess að hún hefur náð megin markmiði sínu. í næsta áfanga verður stjórnun efnahagslífsins að fara í verulega auknum mæli eftir leikreglum markaðarins, sem þýðir að beita verður peningapólitískum aðferð- um. Næsta ríkisstjórn verður í sam- ráði við Seðlabankann að ákveða árlegan vöxt peningamagns í um- ferð og tilkynna það atvinnulífinu. Viti menn það að peningamagn verði ekki aukið nema um t.d. 5% árið 1992, þá eru það skýr skilaboð til allra sem vita þurfa. Þetta er að sjálfsögðu hægt að gera þótt álframkvæmdir kalli á mikið erlent áhættuijármagn inn í landið, því nauðsynlegt verður að draga úr innlendri lánsfjáreftirspurn á móti með auknum sparnaði. Peningakerfi í markaðsbúskap er ekki aðeins einhver viðkvæmasti vefur hagkerfisins heldur einnig sá áhrifamesti. Rétt stjórnun á pen- ingamálum er því úrslitaatriði þegar að heildarstjórnun efnahagslífsins kemur. Harðir peningar veita at- vinnulífinu meira aðhald en nokkurt annað stjórntæki og býr til aga sem hefði þurftu að vera hér fyrir hendi um langt skeið. Að beita peningalegum stjórnun- araðferðum þýðir að menn hætta að stjórna með handafli. Einn af veikleikum í efnahagsstjórnun nú- verandi ríkisstjórnar er sá, að hún hefur ekki leyft kreppunni að hreinsa til í efnahagskerfinu. Kreppur eru nefnilega ekki bara neikvæðar. Þær hafa einnig þann jákvæða þátt að hreinsa út óhag- „Ný þjóðarsátt verður að innihalda hvort tveggja í senn, annars vegar víðtækt sam- komulag um lækkun á framfærslukostnaði heimilanna og skatta- bætur fyrir láglauna- fólk, hins vegar breytta stjórnun efnahagsmála þar sem almennar pen- ingalegar hagstjórnar- aðferðir taki við af þeim aðferðum sem beitt hefur verið nú um skeið.“ kvæm fyrirtæki og rýma þannig fyrir nýjum. Sé komið í veg fyrir þetta með aðgerðum ríkisstjómar sem beinast að sértækum greinum eða einstökum fyrirtækjum er hugs- anlega verið að fresta vandanum í stað þess að leysa hann. Þetta má þó ekki alhæfa. í miklu umróti og við aðstæður jafnvægisleysis getur handafl verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að eðlileg hreinsun verði að hruni, þar sem engum er reynt að bjarga. Slíkar björgunar- aðferðir mega hins vegar ekki yfir- gnæfa allar almennar efnahagsað- gerðir og umfram allt verða þær að vera í samræmi við lögmál og þróun' markaðarins. Efnahags- stjórnun sem er þvert á lögmál markaðsbúskapar er dæmd til að mistakast fyrr eða síðar. En til að gerlegt sé að taka upp almennar peningalegar hagstjórn- araðferðir þarf þrennt til að koma. í fyrsta lagi verða vextirnir að vera alveg fijálsir. Hvorki má þola samantekin ráð innlánsstofnana né Þröstur Ólafsson inngrip af hálfu hins opinbera. Þótt ýmsar vaxtahækkanir nú sl. haust hafi verið óheppilegar og komið á versta tíma, þá breytir það ekki þeirri mikilvægu staðreynd að vext- ir eru ekki bara kostnaðarþáttur heldur er hlutverk þeirra í engu minna mæli að stýra eftirspurn eft- ir lánsfjármagni og hafa áhrif á styrkleika gjaldmiðilsins. Háir vext- ir gegna þannig mikilvægu hlut- verki til að slá á þenslu og draga úr eyðslu meðan lágir vextir virka að öðru jöfnu.öfugt. í öðru lagi verður að tryggja stöðugt gengi krónunnar. Ekki má grípa til gengisfellingar til að koma á sýndar jafnvægi á innlenda eftir- spurnarþætti. Gengisfellingu má ekki hugsa í öðru samhengi en í tengslum við meiriháttar breytingar á mikilvægum atvinnuþáttum eins og t.d. með upptöku sölu á veiðileyf- um í stað kvótakerfis. Mér finnst að skoða ætti vand- lega kosti og galla þess að gerast aðilar að evrópska myntbandalag- inu og tengja krónuna þannig sterk- um gjaldmiðli. Þær mótbárur að með slíkri tengingu sé verið að af- sala sér efnahagslegu sjálfstæði eru ekki bara misvísandi heldur sýnast mér gildar líkur á því, að íslenskt efnahagslíf muni um leið styrkjast verulega og öðlast meira sjálfstæði gagnvart erlendum fyrirtækjum. En þetta þarf að skoða vandlega. í þriðja lagi, og það er kannski mikilvægast, þarfnast íslensk ríkis- fjármál gagngerrar endurskoðunar og umturnunar. Án slíkrar upp- stokkunar fæst ekkert jafnvægi á peningamarkaði. Almenn vaxta- lækkun er óhugsandi meðan ríkis- sjóður heldur vöxtunum uppi. Launakerfi ríkisins verður í molum með óbreyttri stefnu, skattstigið mun hækka ár frá ári og skuldsetn- ing barna okkar verður óafsakan- leg. Staða ríkissjóðs er orðin slík og neikvæð áhrif skuldsetningar hans á efnahagsþróunina með þeim hætti að efnahagsbati er því háður, að menn fari að spyrna við fótum. Löngu er orðið tímabært að hlut- verk ríkissjóðs sem ein allsheijar velferðarstofnun einstaklinga og fyrirtækja verði endurmetið frá grunni. Skilgreina þarf á ný hlut- verk ríkissjóðs og setja í stjórnar- skrá stíf ákvæði um meðferð ríkis- fjármála, bæði hvað snertir halla- rekstur svo og lántökur hans og ríkisfýrirtækja. Við höfum á undanförnum árum haft meir en nóg af gervilausnum á fjármálum ríkissjóðs. Þrátt fyrir aðháld og tiltekt á ákveðnum svið- um hefur eyðsluhyggjan sigrað að lokum. Minnisvarðaframkvæmdir ráðherranna í góðum takt við stjórnlausa sjálfvirkni hagsmuna- laganna svo og ný greiðasemi fjár- málaráðherra við menn og málefni hefur gert ríkisfjármálin að skrímsli sem ekki verður að velli Iagt nema með heildaratlögu þar sem saman fara breytt hugarfar og mikið þor. Nú er kannski von að einhver spyiji hvað þetta komi þjóðarsátt við. Þetta séu allt ákvarðanir «em taka verður í Stjórnarráðinu en hvorki í Garðastræti né við Grensás- veg. Þjóðarsáttin hefur hins vegar haft heimilisfesti við fyrrnefndar götur og verið inntak kjarasamn- inga. Fram til þessa h€Bh- frum-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.