Morgunblaðið - 05.01.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991
15
Morgunblaðið/KGA
Utgefendur tímaritsins Skotmark, talið frá vinstri eru Þór Sveins-
son, Tryggvi E. Þorsteinsson og Guðmundur Guðmundsson.
Tímarit um skotvopn og skotveiði:
Fyrsta tölublað Skot-
marks komið út
ÚT er komið fyrsta tölublað tima-
ritsins Skotmark, en það fjallar
eingöngu um skotvopn og skot-
veiði. Því er ætlað að koma út fjór-
um sinnum á ári.
Að sögn útgefenda blaðsins kemur
hvert blað til með að fjaila um það
sem heist er um að vera á hveijum
tíma. Þannig verður aðalefni sept-
emberblaðsins tengt gæsaveiði, í des-
emberheftinu verður ijúpnaveiði gerð
sérstök skil, í mars verður sjónum
beint að anda- og sjófuglaveiði og í
júní verður íjallað um skotfimi.
Stefnt er að því að efni blaðsins
verði sem íjölbreyttast, og verður
meðal annars íjallað um hluti tengda
byssum, skotfærum, veiði, náttúru
og dýralífi í bland við aðalefni blaðs-
ins hveiju sinni. Unnið verður bæði
með innlendum sem erlendum fræði-
mönnum á sviði náttúru-, dýra- og
fuglafræði, og auk þess fagmönnum
á sviði skotvopna, skotveiði og skot-
fimi. í blaðinu verða fastir þættir,
og má þar nefna matreiðsluþátt þar
sem kynnt verður matreiðsla á þeirri
bráð sem fjallað er um hveiju sinni,
og veiðihundaþjálfari veitir lesendum
um ýmsar tegundir veiðihunda.
Að útgáfu Skotmarks standa
Tryggvi E. Þorsteinsson, ritstjóri,
Þór Sveinsson og Guðmundur Guð-
mundsson. Útgefandi auk þeirra er
auglýsingastofan Frábær, Auglýs-
ingastofa Hafnarfjarðar hf., sem set-
ur upp og umbrýtur blaðið. Prentun
og filmuvinnu annaðist Prentbær.
Formenn stjórnarflokkanna:
Hlynntir fækkun ráðuneyta
FORMENN stjórnarflokkanna, þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Ólafur
Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson segja fátt nýtt vera
í hugmyndum Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um
fækkun ráðuneyta, fækkun þingmanna og breytta kjördæmaskipan,
sem hann reifaði í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu.
„Það er fátt nýtt undir sólinni og
þar á meðal ekki fækkun ráðuneyta.
Það er skynsamleg hugsun að fækka
ráðuneytum, en jafnframt vanda-
samt og umdeilt. Öll viðleitni í þá
veru að sameina ráðuneyti er við-
leitni í rétta átt. Það þarf hins vegar
að leggja mikla vinnu í útfærslu á
slíkum hugmyndum, því tregðu- og
andstöðuöflin eru víða á fleti fyrir,
bæði innan og utan stjórnkerfisins.
Ég er til dæmis ekki viss um að
ráðuneytisstjóraklúbburinn verði
mjög hrifinn,“ sagði Jón Baldvin.
Hann sagði samruna og fækkun
ráðuneyta og breytta kjördæmaskip-
an hafa verið mjög á dagskrá í
stjórnarmyndunarviðræðum 1987,
sem leiddu til ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar, en um slíkt hefði ekki
tekist pólitískt samkomulag milli
flokka.
„Þetta með níu ráðuneyti er nú
bara tekið beint upp úr því sem ég
lagði fyrir Alþingi um Stjórnarráð
íslands," sagði Steingrimur Her-
mannsson forsætisráðherra um hug-
mynd Þorsteins um fækkun ráðu-
neyta. Steingrímur kvaðstteljaþess-
ar hugmyndir góðra gjalda verðar,
þótt hann teldi að of mikið væri
gert úr þeim sparnaði sem af slíkri
fækkun yrði.
Steingrímur sagðist einnig vera
hlynntur því og alltaf hafa verið að
hafa færri þingmenn, jafnframt því
sem hann hefði aldrei verið hrifinn
af því hlutfallskosningafyrirkomu-
lagi sem hér væri. „Ég get því vel
stutt það að þingmönnum verði
fækkað hér,“ sagði Steingrímur.
Jón Baldvin sagði að endurskoðun
á kosningalögum væri á dagskrá á
næsta kjörtímabili, samkvæmt kosn-
ingastefnuskrá Alþýðuflokksins,
„vegna þess að þessi bastarður sem
kom út úr síðustu endurskoðun er
náttúrlega ekki á vetur setjandi.“
Ólafur Ragnar sagði:„Við erum
að vinna í því hér að fækka ráðu-
neytum. Við lögðum fram frumvarp
í desemberbyijun um að sameina
fjárlaga- og hagsýslustofnun við
íjármálaráðuneytið, en það strandað
á því að Sjálfstæðisflokkurinn vildi
ekki afgreiða það fyrir áramót."
Fjármálaráðherra sagði að Alþýðu-
bandalagið hefði lengi viljað sameina
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið,
þannig að sú hugmynd gæti ekki
heldur talist til mikilla tíðinda.
„Það er alltaf af og til sem ýmsir
snillingar bjóða fram fækkun þing-
manna, en sjaldnast fylgir nú hugur
máli. Ef þetta hins vegar verður
formleg tillaga Sjálfstæðisflokksins,
þá er hægt að skoða það þegar og
ef að því kemur," sagði olafur Ragn-
ar um þá hugmynd Þorsteins að
fækka þingmönnum úr 63 í 55.
Minnisbók Bók-
rúnar komin út
MINNISBÓK Bókrúnar árið 1991
er komin út. I hverri opnu er ein
vika og eru efnisatriði við hvern
dag.
í frétt frá útgáfunni kemur fram
að pistlahöfundar að þessu sinni eru
Inga Jóna Þórðardóttir, Ragna Berg-
mann, Sólveig Anna Bóasdóttir, Una
María Óskarsdóttir og Vilboi’g Dag-
bjartsdóttir. Starfslýsingu ritar
Hjördís Árnadóttir íþróttafréttaritari
Sjónvarps. Að venju eru félagasam-
tök kynnt og að þessu sinni er það
Kvenréttindafélag íslands.
Ritstjóri Bókrúnar er Valgerður
Kristjónsdóttir varaformaður Bók-
rúnar hf. en formaðurinn Björg Ein-
arsdóttir fylgir henni úr hlaði.
Sá sem öðlast orma-
gull - leiðrétting
BÍLASÝNING Í DAG KL. 13-17
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Þau leiðu mistök urðu við vinnslu
blaðsins í gær að niður féll kafli
í gagnrýni um leiksýninguna „Á
köldum klaka,“ sem frumsýnt var
í Borgarleikhúsinu 29. desember
síðastliðinn. Morgunblaðið birtir
því þann hluta gagnrýninnar hér
og biður hlutaðeigendur velvirð-
ingar.
Bára er ekkert ný í íslenskum
skáldskap; hún er ein af þessum
Uglum — saklaus sveitastúlka, sem
stendur lengi vel álengdar og fylgist
með. En þótt hún verði vísari um
veröldina, varðveitir hún hreinleika
sinn og sjálfstæði og stendur uppi
sem sigurvegari að lokum - þó ekki
verði sá sigur talinn í krónum sem
skreppa saman og skorpna um tíu
prósent á ári.
En sigur yfir hveijum?
Jú, Bára er varla komin inn, þeg-
ar birtast allsvakalegar kvennsur
sem eru einhver blanda af Barbie-
dúkkum og köngulóarkonum: Brynja
Blyton, útbreiðslustjóri og fylgjur
hennar Lissý og Dissý. Þær eru út-
sendarar Snjólfs Shelton, sem kemur
á einkaþotu og skilur þær eftir á
þessu guðsvolaða skeri, ásamt
Skugga Brixton, deildartæknifræð-
ingi, sem aldrei sefur og er kvenhat-
ari. Þetta gengi er með fullar töskur
fjár og hjá þeim vaxa peningar eins
og gras. Þau hrífa Manna hótel-
stjóra með sér inn í hringiðu alþjóð-
legs auðmagns - á meðan allsheijar
reddarinn, Valþjófur, þingmaður og
frændi, fellur fyrir Lólu Van Dong,
dansmær - hverfur með henni upp
á herbergi, með sjóðakerfi lands-
manna í hinum aðskiljanlegustu
heftum.
Brynja og flokkur hennar snara
sér í að gera hótel Landnámu að
nýtísku lúxushóteli og Manni sogast
dýpra og dýpra niður í græna doll-
arafenið, með „lyftiduft" í nefinu.
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000
Smnir bflar
eru
betri en aðrir
Honda Accord er búinn
miklum góðum kostum.
Kostagripir liggja ekki alltaf á
lausu, en þessi er það og til-
búinn til þinnar þjónustu. Bíll
fyrir alla og við allra hæfi.
Greiðsluskilmálar fyrir alla.
Verð frá kr. 1.360.000,- staðgr.
WHONDA
HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
[yjHONDA