Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991
Forseti sovéska herráðsins:
Hermönnum ekki fjölg-
að í Eystrasaltsríkjunum
Moskvu. Reuter.
FORSETI sovéska herráðsins, Míkhaíl Moísejev, sagði í viðtali sem
birtist í gær að ekki væri í ráði að fjölga frekar sovéskum hermönnum
í Eystrasaltsríkjunum þremur. Sagði hann jafnvel koma til greina að
flytja hluta herliðsins á brott en ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum þrem-
ur hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna aukinna umsvifa hersins að
undanförnu.
Moísejev lét þessi orð falla eftir
að hann hafði átt fund með Anatolj-
is Gorbunovs, forseta Lettlands, í
Moskvu. í viðtali við sovésku frétta-
stofuna 'TASS hét herforinginn því
að fleiri hermenn yrðu ekki sendir
til Eystrasaltsríkjanna þriggja og
gat þess að til greina að kæmi að
flytja hluta liðsaflans á brott. í við-
talinu kom ekki fram hvaða forsend-
ur hann teldi nauðsynlegar til að sú
gæti orðið raunin. Moísejev gat þess
hins vegar að yfirmenn hersins væru
reiðubúnir að veita yfirvöldum í
Lettlandi upplýsingar um fjölda her-
manna í Eystrasaltsríkjunum og
umfáng þeirra æfinga sem þar væru
fyrirhugaðar.
Spenna hefur farið ört vaxandi í
Eystrasaltsríkjunum á undanfömum
dögum en stjómvöld í öllum ríkjun-
um þremur hafa lýst yfir því að þau
vilji öðlast sjálfstæði þó svo þau séu
mislangt komin á þeirri braut.
Spennan óx enn frekar á miðvikudag
er hermenn á vegum sovéska inn-
anríkisráðuneytisins tóku á sitt vald
útgáfumiðstöð blaða og tímarita í
Ríga, höfuðborg Lettlands. Tals-
menn ráðuneytisins í Moskvu kváð-
ust hvergi hafa komið þar nærri en
í gær skýrðu talsmenn lettneska
kommúnistaflokksins, sem enn fylg-
ir Kommúnistaflokki Sovétríkjanna
áð málum, að þeir hefðu staðið fyrir
aðgerð þessari til að tryggja yfirr-
áðarétt sinn yfir byggingunni. Sá
réttur væri tryggður í stjómarskrá
Sovétríkjanna og hefðu borist fyrir-
skipanir frá Moskvu um að lettnesk-
um kommúnistum bæri að gæta rétt-
ar síns.
Kazimiera Prunskiene, forsætis-
ráðherra Litháens, sagði á fundi með
blaðamönnum í Moskvu á fímmtu-
dagskvöld að Litháar myndu ’enga
aðild eiga að samkomulagi því sem
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi
segir að fyrir liggi um fjármál ríkis-
ins. Prunskiene Iýsti yfir því að Lit-
háar myndu áfram beijast fyrir fullu
sjálfstæði og úrsögn úr sovéska
ríkjasambandinu og myndu því eng-
an þátt taka í fjárlagagerðinni né
heldur leggja nokkuð af mörkum á
þeim vettvangi. Lettneska frétta-
stofan Diena greindi síðan frá því í
gær að Eystrasaltsríkjunum og
Rússlandi hefði verið tilkynnt að þau
gætu sjálf mótað eigin fjárlög án
afskipta stjómvalda í Moskvu en
ekki var ljóst hvort þetta ætti einnig
við um framlög þeirra til ríkissjóðs
Sovétríkjanna.
Svíþjóð:
Maður með
Gorbagríniu
rænir banka
Stokkhólmi. Reuter.
ÞJOFUR er bar grímu með mynd
af Mikhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, rændi banka í
Stokkhólmi á fimmtudag.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
þjófurinn og aðstoðarmaður hans,
sem var með grímu er sýndi andlit
gamals manns, hefðu rænt meira
en 100 öryggishólf í kjallarahvelf-
ingu bankans. Talið er að verð-
mæti þýfísins nemi tæplega 10
milljónum ÍSK.
Reuter
Hjólað umhverfisjörðina
Franska konan Julie Marie Benedicte hyggst hjóla umhverfis jörðina
á reiðhjóli sínu og vonast til þess að geta lokið ferðinni árið 1993.
Næstu tvo mánuði ætlar hún að hjóla um Luzon-eyju á Filippseyjum
og myndin var tekin við komu hennar til flugvallarins í Manila.
Albanía:
Sljórnarandstaðan þrýstir
á um seinkun kosninganna
Vínarborg, Igoumenitsa. Reuter.
ALLT að 90.000 Albanir tóku þátt í tveimur mótmælafundum sem
hinn nýstofnaði sljórnarandstöðuflokkur, Lýðræðisflokkurinn, efndi
til í tveimur borgnm á fimmtudag í því skyni að þrýsta á sljórnvöld
um að fresta kosningum sem boðað hefur verið til 10. febrúar nk.
og verða fyrstu fjölflokka kosningarnar í landinu í meira en 40 ár.
Báðir fundirnir fóru friðsamlega fram og voru myndbrot frá þeim
sýnd í ríkissjónvarpinu.
*
Utsala!
*
Utsala!
Einn viðskiptavina hinnar
frægu stórverslunar Harrod’s
í London gægist yfir stafla af
sængurfötum á fyrsta degi
vikulangrar árlegrar útsölu
verslunarinnar í gær. Yfir höfði
mannsins sér í skilti seni aug-
lýsir að sængurföt séu seld á
hálfvirði.
Talsmaður Lýðræðisflokksins,
Genc Polo, sagði að fundarmenn
hefðu krafist frestunar kosning-
anna og lausnar allra pólitískra
fanga. Félagar í flokknum hafa
sagt að þeir muni beita öllum til-
tækum friðsamlegum ráðum tíl að
fá stjómvöld til að fresta þingkosn-
ingunum fram til maí svo þeir fái
meiri tíma til að skipuleggja kosn-
ingabaráttu sína gegn stjórnar-
flokki kommúnista sem nú heitir
Verkamannaflokkurinn. Þeir hafa
einnig lýst yfir áhyggjum sínum
yfir því að svik verði höfð í frammi
við framkvæmd kosninganna.
Ramiz Alia, forseti Albaníu, hefur
hafnað kröfunni og sagt að kosn-
ingarnar verði fullkomlega frjálsar
og engin brögð verði í tafli.
Verkamannaflokkurinn hefur
birt stefnuskrá sína fyrir komandi
kosningar, sem samþykkt var á
flokksþingi 26. desember sl. Þar er
lofað viðstöðulausum lýðræðisum-
bótum, breytingum í átt til mark-
aðshagkerfis og viðræðum við
stjórnarandstöðuflokkinn. „Verka-
mannaflokkurinn höfðar til allra
kjósenda: kjósið frambjóðendur
flokks stríða og sósíalískra sigra,
flokks framkvæmda og framfara,"
segir í stefnuskránni.
Loforðin hafa þó hlotið lítinn
hljómgrunn meðal Albana af
grískum uppruna sem hafa flúið
landið í stórum stíl undanfarið.
Tæplega 6.000 Albanir hafa flúið
til Grikklands síðan Alia slakaði á
valdaklónni í byijun desember á
síðasta ári.
Antonis Samaras, utanríkisráð-
herra Grikklands, ætlar fara þess
á leit við yfirmann flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna að
send verði nefnd til Grikklands til
að meta flóttamannavandann og
aðstoða við lausn hans. Tilkynnt
var í Grikklandi á fimmtudag að
forsætisráðherra landsins, Konst-
antín Mitsotakis, sem heimsækir
Albaníu 13. janúar nk., muni biðja
Alia að tryggja það að Albönum
sem kjósa að snúa aftur heim verði
ekki refsað en grísk yfirvöld hafa
hvatt flóttamennina til þess.
Grísk yfirvöld hafa sakað Al-
bönsk yfirvöld um að hvetja Albani
af grískum uppruna til að fara tii
Grikklands. „Þeir segja þeim að
þeir fái land, sjónvörp, bíla og fleira
í Grikklandi,“ sagði Samaras. Tals-
„Þið megið búast við hinu versta,
jafnvel í sjálfri París,“ sagði leiðtog-
inn, sem ekki vildi að nafn hans
yrði birt, í viðtali við Le Figa.ro.
Símasamtalið birtist í gær en var
tekið í fyrradag, skömmu áður en
samtökin sprengdu tugi sumarleyf-
ishúsa í loft upp á Korsíku. í samtal-
inu vísaði leiðtogi aðskilnaðarsinna
því á bug að samtök hans bæru
ábyrgð á dauða þriggja korsískra
stjórnmálamanna, sem voru myitir
í fyrradag. „Við drepum ekki. Við
viljum ekki að hernaðurinn sem nú
er að hefjast verði blóðugur, en tjón-
ið verður mikið,“ sagði hann.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti kallaði frönsku stjórnina til
fundar í fyrradag vegna ástandsins
á Korsíku en eyjaskeggjar óttast
að þar sé röð og regla að riðlast.
Pierre Joxe innanríkisráðherra
sagðist í gær taka hótanir aðskiln-
aðarsinna alvarlega en við þeim
menn Lýðræðisflokksins í Albaníu
segjast ekki hafa neinar sannanir
fyrir því að yfirvöld hvetji til flótt-
ans en hafa miklar áhyggjur af því
að missa svo marga kjósendur úr
landinu sem myndu örugglega ekki
greiða núverandi valdhöfum at-
kvæði sín.
yrði brugðist með því að auka við-
búnað hers og lögreglu á eynni.
Jafnframt ítrekaði franska stjórnin
að hún myndi ekki hvika frá þeim
áformum sínum að veita eynni
aukna sjálfstjórn og hvatti eyjar-
skeggja til þess að rísa upp gegn
glæpamönnum, en svo voru hryðju-
verkamenn aðskilnaðarsinna nefnd-
ir í yfirlýsingu stjómarinnar.
Fyrir franska þinginu liggur nú
frumvarp sem kennt er við Joxe og
ljallar um breytta skipan sambands
Korsíku og franska ríkisins. Kors-
fskir aðskilnaðarsinnar segja það
ekki ganga nógu langt því sam-
kvæmt því verði eyjan áfram fjár-
hagslega háð Frökkum. Þá hefur
hópur þingmanna úr Sósíalista-
flokknum, sem fer með völd í
Frakklandi, látið i ljós efasemdir
um réttmæti frumvarpsins því það
verði vatn á myllu aðskilnaðarsinna
á öðrum frönskum áhrifasvæðum.
=\
Yerzlunarskóli
íslands
Öldungadeild
býður upp á hagnýtt nám í viðskiptagreinum.
Áfangar sem boðið er upp á eru t.d.:
Bókfærsla, byrjunar- og framhaldsáfángaV
Tölvubókhald, OPUS
Tölvunotkun, almennur byrjendaáfangí
Ritvinnsla, ritvinnslukerfið WORD 5.0
Stofnun og rekstur fyrirtækja
Hagræn landafræði
Auk þess eru í boði áfangar í almennum náms-
greinum til verslunar- og stúdentsprófs
Innritun fer fram á skrifstofu skólans, Ofan-
leiti 1, dagana 7.-10. janúar kl. 08.30-18.00.
Aðskilnaðarsinnar á
Korsíku hóta hryðju-
verkum í Frakklandi
París. Reuter.
LEIÐTOGI aðskilnaðarsinna á Korsíku Iiótaði hryðjuverkum á
franska meginlandinu í blaðaviðtali sem birtist í gær. Samtök að-
skilnaðarsinna, Þjóðfrelsisfylking tKorsíku, stóð fyrir miklum
sprengjutilræðum á eynni í fyrradag.