Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1991 17 Finnland: Fara nýjar leið- ir í vopnakaupum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FINNSKI flugherinn hefur birt áætlun um væntanleg þotukaup á næstu árum og kveður hún á um kaup á 60 orrustuþotum og sjö æfingaþotum. Um er að ræða algjöra endurnýjun á þessum tegund- um herflugvéla finnska hersins. Það þykir einkum merkilegt að Elisabeth Rehn, varnarmálaráðherra Finna, skýrði frá áætlun hersins um að horfið yrði frá þeirri hefð að kaupa hergögn jafnt frá Sovétmönnum sem frá vestrænum ríkjum. Til þess að gæta hlutleysis í varnarmálum hafa Finnar alla tíð eftir siðustu styrj- öld reynt að kaupa vopn til skiptis hjá vinum sínum í austri og vestri. Flugherinn notar nú sænskar orrustuþotur af Draken-gerð ásamt sovéskum MiG-þotum. Þar að auki eiga Finnar nokkra tugi breskra æfingaþotna af Hawk- gerð. Sænsku Draken-þoturnar eru nú úreltar og hafa umræðurn- ar hingað til eingöngu fjallað um að finna eitthvað í stað þeirra. Nú segist Rehn varnarmálaráð- herra vera tilbúinn að endurnýja allar þoturnar í einu. Þannig væri unnt að fá meiri afslátt að mati Rehns. Þar sem engin tilboð hafa borist frá Sovétmönnum um að selja Finnum MiG-29 orrustuflugvélar eru aðeins þijár gerðir taldar koma til greina: F-16 frá Bandaríkjun- um, Mirage 2000 frá Frakklandi og JAS Gripen frá Svíþjóð. Svíar hafa mikinn áhuga á þessum kaupum því þróunarkostnaður Gripen-þotunnar verður ekki borg- aður með því aðeins Svíar kaupi vélina. Samtals telja finnskir sér- fræðingar að um sé að ræða vopnakaup fyrir fjárhæð sem sam- svarar 160 milljörðum íslenskra króna. * „Björgum Astralíu!“ 50.000 dreifbýlisbúar komu samán fyrir utan þinghúsið í Melbourne í Ástralíu í'gær og létu óánægju sína með frammistöðu ríkis- og sveitarstjórna í ljós. Á myndinni sér yfir mannljöldann á samkomunni sem var haldin undir yfirskriftinni „Björgum Ástralíu!“. E1 Salvador: Skæruliðar sakaðir um morð á bandarískum hermönnum Hundaæði á Grænlandi Kaupniannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDIST hafa tvö tilfelli um hundaæði á Grænlandi, ann- að í Bukse-firði um 50 kíló- metra fyrir sunnan Nuuk, hitt í Qasigianngult við Diskó-flóa. í Bukse-firði fannst sjúkdómur- inn í hreindýri, en í hinu tilfell- inu var um að ræða sleðahund. Þetta hefur í för með sér að einangra verður viðkomandi byggðir og banna ferðir sleða- hunda þaðan í nágrannabyggðir og bæi. Soren Nofdby Holck, yfirdýralæknir í Nuuk, hefur varað fólk við dýrum sem hegða sér annarlega. Grænland: Landsljórniii yfirtekur flug- vallareksturinn Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. LANDSTJÓRNIN í Grænlandi hefur tekið yfir rekstur flugvall- ar sem bandaríska olíuvinnslu- fyrirtækið Arco hefur rekið á austurströnd landsins. Flugvöllurinn nefnist Constable Pynt og Arco lagði hann árið 1984 í tengslum við olíuleit á skaganum Jameson Land. Sjö starfsmenn grænlensku flugvallastofnunarinn- ar munu framvegis starfa þar og gert er ráð fyrir að reksturinn kosti sem svarar rúmum 70 milljónum ÍSK ári. Síðar á þessu ári mun landstjórn- in einnig taka að sér rekstur á flug- vellinum í Kulusuk. Bandaríski flugherinn hefur annast rekstur hans vegna samgangna við ratsjár- stöðina DYE 4. San Salvador, Washington. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, Richard Boucher, sagði í gær að vinstri- sinnaðir skæruliðar í E1 Salvador hefðu myrt þrjá bandaríska hernaðarráðgjafa fyrr í vikunni eftir að hafa skotið niður þyrlu þeirra um 120 kílómetra austur af höfuðborginni, San Salvador. Þessum staðhæfingum vísuðu talsmenn skæruliða á bug og sögðu mennina hafa farist er þyrlan hrapaði til jarðar. Kváð- ust þeir ekki hafa vitað að Bandarikjamenn væru um borð í henni. Talsmaðurinn kvað bandarísk stjórnvöld hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamönnunum hefði tek- ist að lenda þyrlunni eftir að skotið hefði verið á hana með léttum vopn- um. Mennirnir þrír hefðu hins vegar allir verið skotnir í höfuðið og hefðu engin sár önnur fundist á tveimur þeirra. Skæruliðar segjast hins vegar hafa skotið þyrluna niður með eld- flaug og kveðast þeir hafa fundið lík Bandaríkjamannanna í flaki hennar. Sagði í tilkynningu sem leynileg útvarpsstöð þeirra birti að þyrlan hefði verið á flugi yfir átaka- svæði og bæru bandarísk stjórnvöld því fulla ábyrgð. Talsmaður ut- anríkisráðuneytisins fullyrti hins vegar að þyrlan hefði verið fjarri öllum átakasvæðum. Hermenn úr stjórnarher E1 Salvador fluttu líkin til borgarinnar San Miguel og kvaðst dómari einn í borginni geta staðfest að einn Bandaríkjamann- anna hefði augljóslega verið skot- inn. „Mér skilst að hinir hafi einnig orðið fyrir skotum," bætti hann við. í gær hélt bandarísk rannsóknar- nefnd til E1 Salvador og mun hún skila skýrslu um málið. Bóndi einn sem býr nærri staðn- um þar sem þyrlan hrapaði sagði fréttamönnum að hann hefði að- stoðað við að bjarga tveimur mönn- um úr brakinu en þriðji maðurinn hefði farist er hún skall til jarðar. Fleiri vitni staðfestu frásögn hans. Ekkert þeirra vildi þó fullyrða að skæruliðar hefðu tekið mennina af lífi þó svo þeim bæri flestum saman um að mennirnir hefðu látist eftir að þyrlan hrapaði. 21 Bandaríkjamaður, hernaðar- ráðgjafar og leyniþjónustumenn, hefur fallið frá því borgarastyijöld braust út í E1 Salvador fyrir 11 árum en hún er talin hafa kostað 75.000 mannslíf hið minnsta. í gær hófst í Mexíkó ný lota friðai-við- ræðna milli fulltrúa skæruliða og stjórnvalda og sagðist fyrrnefndur .talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins ekki sjá -ástæðu til að ætla að þær skiluðu árangri. M: Fmhaldí eldri alddrsíópdm Kennsla hefst laugardaginn 12. janúar. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 4ra ára. Framhaldsnemendur mæta á sömu tímum og fyrir jól. Afhending og endurnýjun skírteina í skól- anum föstudaginn 11. janúar kl. 16-18. Innritun og upplýsingar í síma 38360. 5 " Ballettskóli ^ Lausir Eddu W tídiar Scheving v) - þræigatl Skúlatúni 4 Mj ftgffj Meðlimur í Fólagi tslenskra listdansara. Togarar - línubátar 10-70m langir til sölu. Til greina kemur að taka eldri báta uppí sem hluta af greiðslu. Hafið samband við Jörgen Carlsson í síma (91)10926 í Reykjavík eða Carlsvik Shipping, Gautaborg, Svíþjóð, sími 9046-31-420220. Fax. 143526.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.