Morgunblaðið - 05.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991
21
Starfsmenn Landsvirkjunar vinna við viðgerð á Laxárlínu.
Norðanáhlaupið:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Linan frá Laxárvirkjun til Akureyrar brotnaði á 20 stöðum. Þessi
brotna staurastæða er rétt innan við Akureyri. Annar staurinn
tvíbrotnaði og lá efri hluti hans í tveimur pörtum á jörðinni.
Vatnslaust varð hjá Hitaveitunni
VATNSLAUST varð hjá Hitaveitu Akureyrar í gær I kjölfar þess
að lína frá Akureyri inn að Hrafnagili og að Laugalandi slitnaði
vegna ísingar. Varalína sem flytur rafmagn um hluta Eyjafjallasveit-
ar hafði bilað áður, þannig að hitaveitan hafði ekki aðgang að raf-
magni mestan part gærdagsins. Norðanáhlaupið stóð enn í gær og
var véðrið síst betra en í fyrradag. Flugi var aflýst síðdegis og
biðu tæplega 800 manns eftir flugi frá Akureyri með Flugleiðum
suður. Viðgerðarflokkar á vegum Rafmagnsveitu Akureyrar og
RARIK voru að störfum víða og voru verkefnin ærin.
Franz Árnason veitustjóri sagði
að bilunar hefði orðið vart á línunni
frá Akureyri að Laugalandi um kl.
21.30 í fyrrakvöld og síðan aftur
um kl. 01.30 ffyrrinótt, en í gær-
morgun kom í ljós að línan hafði
slitnað. Varalína, sem liggur frá
Laugalandi og út gamla Onguls-
staðahreppinn, var líka biluð. Ein-
ungis var hægt að veita vatni til
Fjórðungssjúkrahússins og Dvalar-
heimilisins Hlíð auk nokkurra húsa.
Viðgerð á línunni lauk síðdegis
og var byrjað á að dæla vatni í
tank við dælustöðina við Þórunnar-
stræti, en um kl. 18.00 í gærkvöld
var byijað að veita vatni á bæjar-
kerfið. Franz sagði að þau hús sem
lengst hefðu verið án hitaveitu í
gær, hefðu ekki fengið heitt vatn
í 12 tíma. „Við munum fylgjast
grannt með þessari línu í nótt og
vonum auðvitað að ekki komi til
frekari óþæginda,“ sagði Franz.
Dagvistarheimili á vegum bæjar-
ins voru lokuð eftir hádegi í gær
vegna kulda og einnig varð ekkert
úr skólahaldi í bænum af sömu
sökum. Þá voru gæsluvellir einnig
lokaðir.
Viðgerðarflokkar á vegum Raf-
veitu Akureyrar voru að störfum í
landi bæjarins en þar voru víða
brotnir rafmagnsstaurar. Jónas
Egilsson hjá rafveitunni sagði
ástandið hefði verið mjög slæmt í
gær, ísing mikil og menn vart haft
undan að bijóta af. Rafmagnlaust
var á'nokkrum stöðum í húsum
sunnan við bæinn og nokkrum
húsum í Glerárhverfi. Auk þess sem
ekkert rafmagn var á Akureyrar-
flugvelli, en þar var notast við vara-
rafstöð að hluta. Jónas bjóst við
að menn yrðu að störfum fram
eftir nóttu.
Arnar Sigtýsson hjá RARIK
sagði ástandið síst skárra í gær
en það var í fyrradag. Víða væri
rafmagnslaust í Eyjafirði og austur
um í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann
sagði að áhersla hefði verið lögð á
það í gær að koma hitaveitu Akur-
eyrar inn og einnig hefði komist
rafmagn á að hluta í Hörgárdal.
Ekkert rafmagn var frá Svalbarðs-
strönd út í Grýtubakkahrepp og á
Grenivík var rafmagnslaust. Þá var
einnig rafmagnslaust í Eyjafjarðar-
sveit en það svæði hefur verið án
rafmagns í sólarhring. Mun meiri
bilun var á Húsavíkurlínu en áður
hafði verið talið að sögn Arnars
og sagði hann að viðgerð tæki lang-
an tíma.
Flugi var aflýst síðdegis í gær
og biðu tæplega 800 manns eftir
flugi suður með Flugleiðum. Flestir
vegir í nágrenni Akureyrar voru
mokaðir í gær. En hjá vegaeftirliti
fengust þær upplýsingar að skaf-
renningur væri í Víkurskarði og
Öxnadalsheiði þannig að eins væri
víst að vegir tepptust aftur.
*
Oánægja með breytta ferðaáætlun Eyjafjarðarfeijunnar:
Grímseyingar koma
fiski ekki á markað
ÓÁNÆGJA er í Grímsey og á Dalvík með nýja ferðaáætlun Eyjafjarðar-
ferjunnar Sæfara sem útbúin var skömmu fyrir áramót. Nú þurfa
Grímseyingar sem vilja fara með ferjunni í land að gista yfir nótt í
Hrísey eða taka Hríseyjarferjuna þaðan á Ársskógssand. Þá geta sjó-
menn í Grímsey ekki lengur komið fiskinum á fiskmarkað á Dalvík
en þar hafa þeir fengið mun hærra verð en hjá fiskverkun KEA.
Ferðaáætlunin barst til Grímseyjar
með þeim hætti að bæjarstjórn
Dalvíkur, sem hafði fengið um hana
upplýsingar, mótmælti nýju áætlun-
inni harðlega í bréfi til oddvita
Grímseyjarhrepps, Þorláks Sigurðs-
sonar. Einnig sendi bæjarstjórnin
mótmælabj’éf til hreppsnefndar
Hríseyjar og í samgönguráðuneytið.
Kristján Júlíusson bæjarstjóri á
Dalvík sagði að mótmælin væru sett
fram vegna skerðingar á þjónustu
feijunnar. Á sama tíma væri rekstr-
arkostnaður feijunnar aukinn veru-
lega á kostnað Dalvíkinga og
Grímseyinga eins og annarra lands-
manna.
Oddviti Grímseyjar kallaði strax
saman hreppsnefndarfund þat’ sem
fjallað var um bréf bæjarstjórnar
Dalvíkur. Samþykkt var harðort
mótmælabréf og það sent til Hríseyj-
ar og i samgönguráðunytið ásamt
tillögu um ferðaáætlun sem henti
Aldrei fleiri fasteignir
seldar á nauðungaruppboði
MIKIL aukning var á sölu fasteigna á nauðungaruppboði hjá embætti
bæjarfógetans á Akureyri á síðasta ári, miðað við fyrra ár. En á liðnu
ári voru seldar 24 fleiri fasteignir
- Á liðnu ári voru seldar 52 fast-
eignir á nauðungaruppboði hjá bæj-
arfógetanum á Akureyri en þær voru
28 á árinu 1989.
Elías I. Elíasson bæjarfógeti sagði
að aukningin hefði ekki áður verið
jafn mikil á milli ára. En sala fast-
eigna á nauðungaruppboði hefði far-
en á árinu þar á undan.
ið vaxandi á síðustu árum. Tvær
fasteignir voru seldar á nauðungar-
uppboði á árinu 1980, á árinu 1987
voru þær 8 og helmingi fleíri ári
síðar. Á árinu 1989 voru þær 28 og
á síðasta ári 52 og á tíu árum hefur
þeim fjölgað úr 2 í 52.
Grímseyingum betur.
I nýju áætluninni er gert ráð fyrir
tveimur ferðum á viku til Grímseyj-
ar, á þriðjudögum og fimmtudögum
eins og áður. Þær eru báðar famar
frá Akureyri en áður hófst önnur
ferðin þar en hin á Dalvík. Fyrir-
komulag ferðanna frá Greymsey til
lands veldur mestri óánægju nú því
Sæfari fer beina leið til Hríseyjar og
liggur þar yfir nótt og fer síðan dag-
inn eflir til Dalvíkur. Séu farþegar
frá Grímsey eru þeir tilneyddir til
að gista í Hrísey eða fara þaðan með
Hríseyjarfeijunni Sævari á Árskógs-
sand. Þá er orðið algerlega útilokað
að koma fiski frá Grímsey á markað-
inn á Dalvík og eru sjómenn í
Grímsey mjög óánægðir með það.
Benda þeir m.a. á þau ummæli Hall-
dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra á fundi í Grímsey í desember
að þeir yrðu að koma afla sínum í
sem best verð.
KEA starfrækir fískverkun í
Grímsey og býður hún hún talsvert
lægra verð en fæst á fiskmarkaðnum
á Dalvík. Sjómenn segja að meðal-
verð á línufiski hafi verið 45 krónur
kr. hjá KEA í Grímsey síðustu þtjá
mánuði síðasta árs en þá hafi kaupfé-
lagið reyndar greitt beituna. Hins
vegar hafí meðalverðið á fiskmark-
aðnum á sama tíma verið um 80
kronur..........................
Verzlunarskóli
Islands
• •
Oldungadeild
Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunar-
skóla íslands fer fram á skrifstofu skólans
dagana 7.-10. janúar kl. 08.30-18.00.
Eftirtaldar námsgreinar eru í boði á vorönn:
Bókfærsla
Bókmenntir
Danska
Enska
Farseðlaútgáfa
Franska
Hagræn landafræði
íslenska
Landafræði og
saga íslands
Líffræði
Mannkynssaga
Reksturshagfræði
Ritun
Ritvinnsla
Stofnun og
rekstur fyrirtækja
Stærðfræði
Tölvubókhald
Tölvufræði
Vélritun
Þjóðhagfræði
Þýska
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt
að safna saman og láta mynda:
Próf af bókhaldsbraut
Próf af ferðamálabraut
Próf af skrifstofubraut
Verslunarpróf
Stúdentspróf
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.