Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 05.01.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN FRANSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést fimmtudaginn 27. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Örn Sigfússon, Fríða Valdimars, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir mfn, amma og langamma, OLGA HELENA ÁSGEIRSDÓTTIR, Karlagötu 3, lést á Landspítalanum að kvöldi 3. janúar. Jarðarförín verður auglýst síðar. Hans Jakobsson, Helga Kristjánsdóttir, Olga Helena Kristinsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson, Steinunn Kristínsdóttir, Árni Jónsson og barnabarnabörn. t Eigínmaður minn, AÐALSTEINN HELGASON fyrrum bóndi, Króksstöðum, Eyjafirði, Mjósundí 13, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala að kvöldi 3. janúar. Arnfríður Pálsdóttir. t Frænka mín, MARGRÉT ANTONSDÓTTIR, andaðist í Kristnesspítala 31. desember sl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. janúar. Margrét T rygg vadóttir, Sigurgeir Sigurðsson. t Móðir mín og amma okkar, HELGAJENSEN, Vfðimel 23, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. desember sl. Útförin fer fram frá-Fossvogskapellu mánudaginn 7. janúar kl. 15.00. Cecil Viðar Jensen, Helga Jensen, Gunnar Þór Jensen, Ingi Steinar Jensen. t Útför bróður okkar, ÍVARS BJÖRNSSONAR frá Vopnafirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. desember 1990, fer fram frá kapellu Hafnarfjarðarkirkjugarðs mánudaginn 7. janúar 1991 kl. 13.30. Ragnar Bjömsson, Hörður Björnsson, Jóhann Björnsson, Sigurður Björnsson, Björn Björnsson. t Maðurinn minn, faðir, afi og langafi, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, Jökulgrunni 6a, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans 2. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 10. janú ar kl. 13.30. Ólafía Hermannsdóttir, Lára Ólafsdóttir, Ólafía G. Kristmundsdóttir, Kristmundur Kristmundsson, Ólafur S. Kristmundsson og barnabarnabörn. Minning: Sigurður J. Berg- mannháseti Fæddur 14. apríl 1943 Dáinn 27. desember 1990 Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund ára dáð. Þangað lifsbjörg þjóðin sótti, þar raun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skin af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið hetjuiífí og dauða skráð. (J. Magnússon) Það voru þung spor sem ég átti upp landganginn um borð í Tý síðdegis þann 27. desember. Ég vissi hvað beið mín um borð og þá rifjaði ég upp orð biskupsins okkar á aðfangadagskvöld um gleðina, sorgina og tárin. Ég felldi tár á leið minni um borð og eins veit ég að var um marga skipsfélagana, vinina og samstarfsmennina er þeir fréttu þessi ósköp. Tölum nú ekki um ættingjana, en ekki meira um það. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vináttu Sigga í 30 ár. Siglt samskipa honum í 15 ár og notið þess sem bátsmaður að hafa hann mér við hægri hlið. Þá og síðar höfum við haft heilan her af efnileg- um piltum í kringurn okkur og reynt að skóla þá eftir bestu getu. Við höfum átt sorgar- og gleðistundir og sameiginlega tekist á við við- fangsefnin í blíðu og stríðu. Frístundum höfum við oft eytt sam- eiginlega og stundum farið þá full geyst. Ekki orð um það meir. Einn- ig var sameiginleg ást okkar á bók- um en Siggi naut þess til hins ítrasta að lesa góðar bækur um æviþætti, aldarfar og landafræði. Hann var flugnæmur og minnið gott. Sjónminnið var frábært og var lygilegt hvað hann þekkti landið okkar til fullnustu, enda elskaði hann allt sem íslenskt var. Sigurður J. Bergmann fæddist í Keflavík 14. apríl 1943 og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Gísladóttur og Þorsteins Bergmanns. Hann átti 3.bræður, Magnús (tvíburabróður) Gunnar og Bjarna. Honum þótti alla tíð undur vænt um foreldra sína og bræður og var sérstaklega tiltekið hvað samband hans við móður sína var afa'- kært og náið. Ungur fór Siggi í sveit norður í land og átti margar góðar endurminningar þaðan. Hann gerði góðlátlegt grín að minni sveitamennsku í lágsveitum Suður- lands og kallaði mig þá gjarnan „Flóafífl“ á sinn vingjarnlega hátt. Ungur byijaði Siggi til sjós á bátum og í framhaldi af því réðst hann til Landhelgisgæslunnar árið 1961. Starfaði hann þar nær óslitið til dauðadags, að undanskildum tæp- um 6 árum hjá Eimskip. Ævistarfíð var því sjómennska og að lang- stærstum hluta hjá gæslunni. Á meðal sjómanna vítt og breitt um landið og hjá fleirum, var Siggi orðinn lifandi þjóðsögn og eru til stórar sögur af honum úr starfí og frístundum. Það þarf mikinn mann, þannig gerðan til sálar og líkama, til að standa undir slíku og var Siggi nákvæmlega þeirrar gerðar. í blóma lífsins kynntist Siggi Ingu Larsen og áttu þau saman eina dóttur, Helgu. Amma hennar var Helga Larsen og þótti Sigga alla tíð afar vænt um gömlu kon- una. Sambúð Ingu og Sigga rofn- aði, en alltaf höfðu þau samt gott samband og fór Siggi oft upp á Engi. Sigga þótti afskaplega vænt um Helgu dóttur sína og má segja að hún hafí verið gimsteinn hans og yndi. Hann sá ekki sólina fyrir henni og kærleikurinn þeirra á milli var á þann veg að maður fylltist djúpri lotningu. Siggi var einstak- lega barngóður og hændust bömin ósjálfrátt að honum. Hann var skapgóður og dagfarsprúður og hafði líka þessa ljúfu og góðu barns- sál sem ölium þykir svo gott að umgangast. Siggi var mikill að burðum og er annáluð hreysti hans er hann var upp á sitt besta. Síðustu árin hafði þreki hans og heilsu hrakað allveru- lega og átti hann í talsverðum veik- indum seinni árin. Hann gekk ekki heill til skógar og setti þetta mark á Sigga bæði til sálar og líkama. Þetta annálaða heljarmenni þoldi illa vanmátt sinn og veikindi. Sigga þótt vænt um gæsluna, vinina, sam- starfsmennina og skipsfélagana. Einnig þótti honum afar vænt um skipið sitt „Tý“. Hann náði í skipið og starfaði þar í 15 ár. Þetta var hans annað heimili allan þennan tíma. Fyrst að þetta þurfti allt að enda svona, þá held ég að Siggi hafí verið feginn að það skyldi þó verða um borð í Tý. Hann var orð- inn svo tengdur skipinu. Oft er erfitt að kveðja góðan og kæran vin og söknuðurinn virðist vera óbærilegur. En minningin um góðan dreng hjálpar okkur öllum á erfiðri stund. Og þakklætið fyrir allt og allt er þá efst í huga. Ég samhryggist öllum gömlum vinun- um og starfsfélögunum. Góðar bænir fylgja til skipsfélaganna, því ég veit að kvöl þeirra og missir er mikill. En fyrst og síðast bið ég góðan Guð að styrkja ættingjana. Móður hans og föður, bræður, frændsystkini, bamsmóður og eink- um og sér í lagi dótturina sem hon- um þótti svo undur vænt um. Þeirra er missirinn mestur og þar er sorg- in mest. Megi góður Guð styrkja þau, hugga og varðveita. Far þú friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Með vinarkveðju Olafur Þór Ragnarsson. Kristrún Frans- dóttir - Minning Fædd 26. ágúst 1908 Dáin 27. desember 1990 Kveðjustund, alltaf er maður jafn óviðbúinn. Með nokkrum orðum vil ég minnast og þakka tengdamóður minni, Kristrúnu Fransdóttur, Norðurbrún 1, Reykjavík, fyrir dá- samleg kynni. Frá því fundum okk- ar bar fyrst saman, er hún tók mér brosandi, opnum örmum og sagði við mig falleg orð sem aldrei munu líða mér úr minni. Mér reyndist hún alla tíð sannur og elskulegur vinur, sem ég sakna nú sárt. Hún var sérstök kona, falleg og yfir henni reisn sem ekki gleymist. Hún varð fyrir sárum ástvinamissi og ýmsum erfiðleikum öðrum á lífsleiðinni. Hún ræddi það ekki við aðra. Hún kaus heldur að tala um það sem var að gerast í kringum okkur í t KRISTJÁN JÓHANNSSON, sem lést á Elliheimilinu Grund þann 23. desember '90, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 10.30. Björgvin Kristjánsson, Björg Jónsdóttir, Magnús Helgi Magnússon. t Systir okkar, SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR kennari, er lést 19. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Björn Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir. daglega amstrinu. Samband okkar var mjög náið og naut ég þessara persónulegu samskipta við hana. Hún hafði lifandi áhuga á leikhúsi og fórum við oft saman í leikhús. Það veitti henni nýja innsýn í hlut- ina og hafði hún ánægju af að ræða um það. Kristrún var oft á heimili okkar og nutum við þess hjónin að hún var hjá okkur á að- fangadag og jóladag. Var hún með hressasta móti. Við vorum öll bjart- sýn og horfðum fram til komandi daga og ráðgerðum leikhúsferð á nýju ári. Allt í einu var öllu lokið. Gleðin er léttfleyg og lánið valt. Lífíð er spurning sem enginn má svara. Vinimir koma, kynnast og fara. Kvaðning til brottfarar er lífíð allt. (F.G.) Við kveðjum Kristrúnu með þökk í hjarta. Tengdadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.