Alþýðublaðið - 02.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Pórðar læknis Sveinssonar er í Lækjarg. 14. (Búnaðarfél.húsinu, suður- enda við Tjörnina). — Opin allan daginn. Sími 86. Sími 86. 5 mikið úrval. Föt saumuð fljótt og af- greidd. Fataefni tekin til sauma. Peysu- fatakápur fást sniðnar eftir máli. — Alt mjög ódýrt. — Komið í tíma. Guðm. Sigurðsson, klæðskeri. FATAEFNI •HPfogÆff andínn, Amensk /ancfnemasaga. (Framh.) BÞér skjátlast", hrópaði hann og stöðyaði hest sinn. „Þetta er rétta leiðin*, sagði Telie, en þó dálítið skjálfrödduð. „Alls ekki“, mælti Roland, „þessi st'gur liggur niður að neðra vaðinu; hérna er klofna eikin, sem ofurstinn lýsti fyrir mér''. »Já, herra minn", svaraði Telie kvíðin, „ofurstinn sagði, að við ættum að hafa eikina á hægri hönd". „Alveg rétt", mælti herforing- inn, „þvl það er sama hvern veg- inn maður fer, þá er hún alt af hægra megin, að eins sá munur, að vegurinn til efra vaðsins, er sá eini, sem við eigum að fara“. „En þessi stígur, er bæði ör- uggastur og stystur", skaut Teiie inn í áköf. „Það getur vel verið", mælti Roland, „en þetta er leiðin, sem Bruce vísaði mér á. Eg veit það fyrir víst; auk þess sé eg hér för eftir marga hesta, sem vafalaust benda á slóð félaga okkar, en hin leiðin virðist aftur á móti ekki hafa verið farin ianga lengi". „Eg skal fylgja ykkur á rétta leið", sagði Telie enn þá kvíða- fyllri. „Stúlka mín", mælti hermaður- inn ákveðinn, „þú mátt ekki fyrt- ast af því þó eg efist um að þú getir það. Þetta er leiðin, og hana förum við". „Þú sérð, að bróðir minn er vís í sinni sök", sagði Edith við Telie, „og þér hlýtur að skjátlast". „Mér hefir ekki skjátlast", sagði unga stúlkan mjög alvarlega, „og bróður þinn mun síðar iðra þess að hann fór þessa leið, vegna þess að húa er stundum hættuleg". Loksins lét Telie mjög nauðug undan herforingjanum, sem hélt áfram þá leið, sem hann hafði valið. En eins og hún áður var áköf í það að vera á undan hin um, eins virtist hún nú ákveðin í því, sð vera sfðust. Hún leit af einum runni á annan, eins og hún óttaðist dulinn fjandmann. Þó Roland öruggur færi þá ieið, er hann hafði valið, gat hann þó ekki annað en hugsað um aðvörunina, er hann hafði vaknað við um morguninn, og sem féll undarlega saman við álit Telie á því, hvaða leið ætti að fara. Hann var alt í einu rifinn upp úr þessum hugsunum sínum við það að Edith lagði skelfd hendina á handlegg hans og hrópaði: „Rolandl — Heyrir þú ekkert? Hvað er þetta?" „Eg heyri, massa", hrópaði blökkumaðurinn, „eg heyri, massa — held, það eru rauðskinnar. —• Guð varðveiti okkur!" Roland leit þangað er hljóðið kom. Hann heyrði nú greinilega, að innan úr þykninu hægra megin við þau, kom úr fjarlægð, hljóð er lfktist neyðarópi manns. Þau stóðu á öndinni og hlustuðu, og hið ógurlega hlióð kvað við aftur og aftur og bergmálaði um allan skóginn svo ömurlega, að það virtist neyðaróp manns sem barð- ist við hinar ógurlegustu kvalir. Þau hrúkku saman, og Telie sagði lágt við sjálfa sig: „Það er D-chibbenönosch; hann er hér venjulega á ferli. Það er sagt að hann væli á bráðl Það er enn þá ekki of seint, við skulum snúa viðl" "V"erzlunin ,'Von‘ hefir fengið birgðir af fægilög (Sol Sol), handsápum, kristalssápum, grænsápu, Sólskinssápum, Red Seal og demantasápu, sápuspæni, skúrepúlver, sóda, ofnsvertu (Ze- bra), skósvertu, feitisvertu, hausa á þýzka prímusa, hárgreiður, skeggbursta, tvinna hvftan og svartan, sjóvetlinga, pakkalit, eld- færi, kerti, lampakveiki og lampa- glös, 6" 8" io" 14", brensluspritt, steinolíu, Sólarljós, höggvinn melís og yfirleitt allar íslenzkar matvör- ur og nauðsynja kornvörur. Lftið inn og gerið kaup. Líki viðskiftin, segið öðrum, en líki ykkur ekki, þá segið mér sjálfum. Virðingarfylst. Gunnar Signrðsson. Sími 448. Sfmi 448. Á Bergstaðastræti 8 er gert við olfuofna og Prfmusa, lakkeraðir járnmunir og gert við allskonar olfulampa og luktir. Brýnd skæri og fleira. Svört tausvunta tap- aðist á Laugaveginum á Laugar- daginn. Skilist á afgr. Alþbl. RltstjOri og ábyrgöarmaöur: Ólafur Friöriksson. Prentsmið)an (jrutenherg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.