Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 1
frkjoi hælir Moskva, 31. jan. (Reuter). ANASTAS MIKOJAN aðstoð arforseti Sovétríkjanna hélt í tlag ræðu á flokksþingi komm- íinistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu. Hann ræddi einkum för sína t«l Bandaríkjanna og skýrð'i frá viðræðum sínum við málsmetandi menn þar. 'Mikojan sagði að almenning- ur og verzlunarmenn í Banda- ríkjunum. væru þreyttir á kalda stríðinu. Hann sagðist oft hafa verið spurður lævíslegra spurn inga um óeiningu Sovétríkj- anna og Kína, og hefðu þær auðsýnilega verið runnar und- an rifjum Júgóslava. Sagðist hann jafnan hafa svarað því til, að engan skugga bæri á vin- áttu Rússa og Kínverja. Mikoj an taldi, að Bandaríkjamenn hefðu mjög ófulikomnar og rangar hugmyndir umi.það, s&m frami fer í sósíalistiskum lönd- um. Mikojan hrósaði Krústjov fyr ir forustu hans í málum Sovét- ríkjanna. Hann kvað lýðræði nú tryggara í Sovétríkjunum en nokkru sinni áður og með hinum: nýju hegningarlögum, sem sett voru í desem'ber væru stórt sikref stigið í framfaráátt. Samúðarskeyfi frá forsefa íslands „Forseti íslands hefur vott- að Friðriki Danakonungi og dönsku þjóðinni innilega hlut- tekningu í nafni íslenzku þjóð- arinnar allrar í tilefni af hinu hörmulega sjóslysi undan suð- urodda Grænlands. Þá hefur utanríkisráðherra vottað ambassador Dana á ís- landi hluttekningu í nafni rík- isst j órnarinnar“. larðnandi a! Fieffið tspp á 6. og 7. síðu Belgrad, 28. jan. (Reuter). HIN harða árás Krústjovs á 1 Júgóslavíu í ræðu sinni í gær er talin hér boða harðari árás- ir komnðúnistaríkjanna á stjórn Títós. Opinberir aðilar bíða enn eftir texta ræðunnar, en fyrstu viðbrögð þeirra eru þó, að árás Krústjovs sé liin harðasta, er gerð hafi verið gegn stjórn Tít- ós síðan herferðin gegn „tító- ismanum" hófst fyrir 10 mán- uðum. í ræðu sinnni sakaði Krústj- ov Júgóslavíustjórn um að vera haldið uppi af bandarísku.m ein okunarhringum og hún legðist á eitt með „heimisivaldasinnum" um að grafa undan hinum al- fDjóðlegji kcn-jTÚuisma og breiða út þá „lýgi“, að allir aðr- i r korrímúnistaf lokkar væru iþræi’ar s.tefnunar frá Moskva. Telja su-rnir Júgóslavar, að ræða Krústjcvs- hafi á margan Ihátt verið verri' en fyrri um- miæli han.s um samia efni. — Fyrri gagnrýni hefur farið miest eftir kennisetningar og „end- urskoðunar" línum, Búizt var við gagnrýni, en cfsinn í ræðu Krústjovs um þetta efni kom saimt mörgu.m mjög á óvart 'hér. Um 350 Færeyingar HEKLA kom fil Reykjavík- ur í gærkvöldi. I gærmorgun kom skipið við í Vesímannaeyj- um og fóru þar um 130—140 Færeyingar í land og í gær- kvöldi um 8-leyíið kom Hekla hingað til Reykjavíkur með á annað hundrað færeyska sjó- menn. ★ ★ ★★ ★ GITTA ER ÁÐ KOMA NÆSTA föstudag mun hún Gitta litla syngja hér í Reykja- vík og þó hún. sé ekki nema 12 ára, er hún vel þekkt 'hér af plötunum sínirni. Pabbi hénnar verður með henni í Islandsíerð- inni og ef til vill syngur hann með dótturinni eitt, tvö lög. — Gitta l.itla er -— eftir á að hyggja — frá Danmörku. ★ ★ ★★★ aust lali mizl Itfs af Skip og flugvélar ieituðu á slyssfaðnum í gærdag IS'*ÍF5S 3 LITIL von er til þess að nokk ur hafi komisf lífs af Græn- landsfarinu „Hans Hedtoft“, — sem sökk við suðurodda Græn- lands í fyrrinótt. Skip og flug- vélar hafa leitað á slysstaðnum en ekkert fundið. Hefur ekk- ert heyrst frá skipinu síðan um kl. hálf tvö í fyrri nótt. Þýzki togarinn Joliannes Kruss kom á slysstaðinn um hádegi en þar var engin merki að sjá um slys ið. Bandarískar strandgæzlu- skipið Panther er á sömu slóð- um. Bandarískar flugivélar fr-á bækistöðvum í Kanada, Græn- landi og íslandi hafa leitað á s-væðinu sunnan af H-varfi án árangurs. Dönsk Katalínuiflug- vél er á leið til Grænlands og er hún míeð sérstökum loft- skeytaútbúnaði, sem tekið get- I ur á móti. skeytum frá sendi- tækjum í björgunarbatum „Hans Hedtoft". ÞJÓÐARSORG í DANMÖRKU. Fregnin um þetta hörmulega slys hefur v-alkið þjóðarsorg í Danmörku. Á skipinu voru 55 farþegar, þar af fimm s-mútoörn, og 40 mianna áihö-fn. S-vía-konung ur hefur sent Danaikonungi sam úðars-keyti í tile-fni s’lyss-ins. — Ým-sir aðilar ha-fa sent H. C. Hansen forsætisráðherra Ban,a samúðarskeyti. Síðustu f ré 11ir : Skipstjórinn á Johannes Kruss sendi útgerðarfyrirtæki sínu skeyti og segir þar að sézt f þar sem ,Han r I ■ ■ r&f' r a prioju hafi planki á reki en vegna ó- veðurs var ekki hægt að inn- byrða hann. Sltipstjórinn segir að mikill rekís sé á þessum' slóð um, og ofsarok. I dag eru all- mörg skip væntanleg á slys- staðinn til að taka þátt í leit- inni. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllr la§an lækkar ur I 290 sfigum i275 | SAMKVÆMT lögunum | um niðurfærslu verðlags 1 og launa, sem samþykkt I voru á alþingi í fyrradag 1 og staðfest af forseta ís-1 Iands sama dag, lækkar | húsaleiguvísitala úr 290 i stiguni, sem hún var í frá § 1. janúar þessa árs, í 275 | stig frá 1. febrúar. I Lækkun þessi gildir, þeg i ar húsaleiga samkvæmt = samningi er greidd eftir i húsaleiguvísitölu, en s\>o 1 er einkum um skrifstofu-1 og verzlunarhúsnæði. | ifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuniniiiiiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.