Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 2
'V e ð r i ð : c urman stormur; rigning. J.vÆTURYARZLA þessa vlku er í Laugavegs apóteki, sími 24045. "k CLYSAVARÐSTOfA Reykja víkur í Slysavarðstofunni er opin.allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—13. Sími 1-50-30. fVZFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunarttíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts íipótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, Eema á laugardög^m til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e.’h. I2AFNARFJARÐAR apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. IIÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. fi—16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. UEVARPIÐ í dag: — 11.00 .T.íessa Neskirkju. 13.00 Frá iumræðufundi Stúdentafél. Rvk um kjördæmamálið 13. . jan. Framsögumenn: Jó- . iiann Hafstein og Gísli Guð- , nnundsson alþinglsm. 15.30 . Kaffitíminn. 16.30 Hijóm- , rc.-eit Ríkisútvarpsins leikur. . iStjórnandi: Hans Antolitch. 17.00 Harmonikumúsik: — Henry Coene og hljómsveit hans leika. 17.30 Barnaíími. , 18.30 Niðurlag stúdentafé- Kgsfundarins um kjördæma • :álið. 20.20 Dagskrá Sam- toands bindindisfélaga í skól tnm. 21.00 Vogun vinnur -— vogun tapar. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrár- lok. 'k Kv'ENFÉLAG Háteigssóknar. -Aðalfundur félagsins verð- , ur haldinn þriðjudaginn 3. febrúar kl. 8,30 í Sjómanna . . kólamnn. Venjuleg aðal- . fundarstörf. Upplestur. — ; Kaffidrykkja. E AGSKRA ALÞINGIS: — A •norgun, E.-D. 1. Sjúkra- 5".úsalög. 2. Hafnargerðir og . J endingarbætur. N.-D. sama , d.ag: 1. Veitingasala o. fl. . 2. Dýralæknar. 3. Búnaðar- iciálasjóður. E -.NSK Kvindeklub heldur aðalfund í Tjarnarcafé n. k. þriðjudag, 3. febrúar kl. C.30. * W- v’’ENNADEILD Slysavarna ifélagsins í Rvk heldur að- alfund annað kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Sigur- . veig Guðmundsdóttir minn- i.st frú Guðrúnar Jónsson. J3jörn Pálsson flugmaður , cýnir litmyndir. DELERIUM B. ÖNNUR sýning „Deli- rium Bubonis“ verður í Iðnó í kvöld. Sýningar hafa legið niðri í viku, vegna veikinda eins eða fleiri leikara. Miðar á sýninguna í kvöld seldust upp á örskömmum tíma. Verður því efnt til „auka- sýningar“ á morgun. — Myndin er af atriði úr leiknum. n. k. fimm NÆSTKOMANDI fimmtu- dagskvöld, 5. febrúar kl. 8,30 síðdegis heldur Sinfóníuhljóm sveit íslands tónleika í Þjóð- leiklnisinu. Viðfangsefnin eru öll af létt- ara taginu og þessir tónleikar eru liður í þeirri viðleitni hljómsveitarinnar að ná til sem flestra. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar að þessu sinni er Paul Pampichler, en Guðmund ur Guðjónsson og Þuríður Páls dóttir syngja fiinsöng og tví- söng. Guðmundur hefur til í BYRJUN þessarar viku voru fáir brezkir togarar að veiðum innan 12 mílna mark- anna, en vitað var um all- marga að veiðum á djúpmiðum fyrir austan og suðaustan land. Verndarsvæði herskipanna voru tvö framan af vikunni. Var annað út af Ingólfshöfða, og þar voru mest 4 togarar að ólöglegum veiðum. Hitt svæðið var út af Hornafirði, en þar var enginn togari. Síðastliðinn þriðjudag voru verndarsvæði þessi svo lögð niður og eitt stórt opnað fyrir Austfjörðum, sem nær frá Papey að Glett- inganesi. Eftir að þetta svæði var opnað fjölgaði togurunum, sem voru að ólöglegum veið- um og urðu þeir, 17 talsins, þegar flestir voru, en þeim fækkaði þó fljótt aftur, enda voru aflabrögð léleg. í dag voru aðeins 3 brezkir togarar að ólöglegum veiðum hér við land. Togaranna hafa gætt að undanförnu 3 stórir tundurspillar. (Frá LandhelgiSgæzlunni). skamms tíma verið lítt þekkt- ur hérlendis, en ávann sér skjót an frama með söng síniim í ó- perunni Rakarinn frá Sevilla, þar sem hann fékk mjög góða dóma. VIÐFANGSEFNIN. Á efnisskránni eru mörg smá verk. Fyrst er Forleikur- inn að Jónsmessunæturdraumn um eftir Mendelsohn. Næst- komandi þriðjudag eru 150 ár liðin frá fæoingu hans, og er forleikurinn að nokkru leyti leikinn í minningu þess, en annars munu fleiri verk eftir hann verða leikin á þarnæstu hljómleikum. Forleikur þessi er talinn með beztu verkum tónskáldsins, en hann skrifaði hann aðeins átján ára gamall. Þá syngja Þuríður og Guð- mundur hvort um sig tvö ís- lenzk lög, en að því búnu leik- ur hljómsveitin L’Aiiesinne eftir Bizet, lagaflokk úr sam- r.efndu leikriti. Þá er hlé. — Fyrsta viðfangsefnið eftir hlé er Forleikur að óperettunni Skáld og bóndi eftir Suppé. Þá syngja Þuríður og Guðmund- ur sitt lagið hvort. Guðmund- ur syngur aríu úr óperunni Mörtu eftir Floton, en Þuríður La Dansa eftir Rossini. Saman syngja þau síðan einn óperu- dúett. Loks leikur hljómsveitin Pop and circumstances eftir Edgar. Þetta eru fyrstu hljómleikar hljómsveitarinnar á þessu ári. Jón Þórarinsson, framkvæmda stjóri hljómsveitarinnar, skýrði fréttamönnum frá því, að stjórn hljómsveitarinnar hefði ýmsar nýstárlegar fyrirætlanir á prjónunum, en varðist allra nánari frétta að svo komnu máli. iffai mpi Atvinna var góð á árinu sem Ieið. Fregn til Alþýðublaðsins FÁSKRÚÐSFIRÐI í gær. ATVINNA var góð á árinu sem leið og tekjur manna með bezta móti. Unnið var að lagn- ingu raflínu frá Grímsárvirkj- uninni og við spennistöð hér inn af bænum. Annaðist Snæ- fell h.f., Eskifii'ði, þær fram- kvæmdir. Þá var unnið að ýmsum bygg ingaframkvæmdum, svo sem íbúðarhúsa og byrjunarfram- kvæmdum við félagsheimili staðarins. Ennfremur var byggt afgreiðsluhús við bryggju þorps ins á vegum hafnarsjóðs. MIKIL ATVINNA. Þrír bátar voru gerðir út á árinu, auk margra smærri báta, og skapaði það mikla atvinnu við frystihúsin, sem eru tvö hér á staðnum. Þá var unnið að leikvallargerð í sumar á leiksvæði barnaskólans og kom ið fyrir nokkrum leiktækjum. Umsjón með því hefur Áðal- steinn Hallsson, skólastjóri, haft. Til fjáröflunar voru haldn ar skemmtanir, auk þess sem Kvenfélagið Keðjan hefur lagt til nokkuð, svo og almenn vinna skólabarnanna sjálfra að einhverju leyti. Er svæðið mjög ánægjulegt og til mikillar prýði á staðnum. ÞRÍR BÁTAR RÓA. Héðan róa nú þrír bátar. Byrjuðu þeir róðra um miðjant janúar og hafa aflað mjög vel, eða 14—21 skippund í róðri. Afli þeirra frá byrjun er sem. hér segir: Búðarfell (útilegu- bátur) 102 skippund í sjö róðr- um, og er væntanlegt inn í dag úr útilegu. Svala 96 skippund úr sex róðrum og Stefán Árna- son með 72 skippund úr fimm. róðrum. Þá veiddist nokkuð af smáufsa í landnætur við bryggj: urnar í desember. Fór hanrs aðallega í mjöl. Tungufoss lestaði hér 17. des. 78 tunnum af fiski — og ufsamjöli og í dag lestaði hinn: nýi Selfoss um 1900 kössum af íreðfiski fyrir Bandaríkjamark að, þorski og ýsum. BÚSKAPUR OG VEÐURFAR. Búskapur hefur gengið vel hér um slóðir og var heyfeng- ur bænda góður sl. sumar. Haustið var mjög hagfellt fyrir allan búpening bænda og gengu skepnur úti fram undir hátíð- ar. Snjólétt hefur verið hér fram að þessu, en í nokkra daga. hefur verið risjótt tíð með frosti og fannkomu. Er kominn allmikill snjór í byggð. Vegir eru allir lokaðir að heita má, nema rétt út fyrir þorpið að norðanverðu. — S.II. BÍLASMIÐJAN h.f. bauð í gær blaðamönnum og fleiri gest um að skoða tvo langferðavagna er nýlokið er við að byggja yfir. Er smíði yfirby.gginganna á vagna þessa bin frábærasta og nýtízkuleg. Er grindin úr stáli og er það nýjung hér á landi og hafa íslenzíkir iðnaðarmenn á þessu sviði farið fraim úr frændþjóðum okkar á Norður- löndum, sem iað m'estu smíða enn yfirbyggingar sínar úr tré. Forstjóri Bílasmiðjunnar h.f. Lúðivík Jóhannesson, hélt rseöu við þetta tækifæri og þaklkaði öllum þeim aðilum sem stuðlað höfðu að því, að hægt var að taka svo mlkið verkefni til með ferðar. Gat Lúðvík þess, að Bíla- smdðjan hefði orðið að kynna sér nýjustu tæikni í járnyfir- byggingum aufc þess að fá þurfti nýjar vélar og áhöld. Eru þessir nýju vagnar að Mercedes Benz ger-ð, og er að- eins góifið og frarotetykfcin inn- flutt, hitt er smíðað í Bíiasniiðj unni. Lúðvík gat þess ennfremur, ■að nauðsyn væri á því, að ís- lendingar byggðu sjálfir yfir bifreiðar sínar, eftir því sem hægt væri, og sýndi hann fram á það með tölum að mifcill gjald eyrir sparast við það. Til dæm- is kostar yfirbygging á 42. manna farþegavagn smíðuð hjá Bílasmiðjunni h.f. fcr.: 530 þús. en 32 manna vagn innfluttur kostaði 450 þús. Samit ýrði mis munurinn á annan hátt, ef toll- að væri að lögurn, en undan- þága frá ollum er á innflutn- ingi farþegavagna, er 10% i. stað 30%. Forstjórinn þakfcaði að lokum starfsmönnum fyrir mjög góð handbrögð og færni í starfi. Fundur menntairsála- ráðherra Norður- landa FUNDUR menntamálaráð- herra Norðurlanda verður haldinn í Osló dagana 2.—4. febrúar n. k., en slíkir fundir hafa að undanförnu verið haldn. ir annaðhvort ár. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- paálaráðherra, getur ekki kom- ið því við að sækja íundinn og mun því Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, sitja hann fyrir íslands hönd. (Frá menntamálaráðuneytinu). U 1. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.