Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 4
V s-t Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- jþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fúlltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjólmars- t son. Fréttastjóri: Björgvin Gúðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritsljórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Tveimur áföngum náð RÍKISSTJÓRNIN hefur þegar náð tveimur á- i'öngum af þremr. Hún setti sér í upphafi að leysa vanda framleiðslunnar í vertíðarbyrjun og reyn,?. að stöðva dýrtíðarflóðið, sem skall af ofurþunga yfir 'íandið. Hvort tveggja hefur nú tekizt, Þá er eftir að afgreiða fjárlög þannig að tryggja íslendingum at- vinnu og aíkomu á þessu ári og standa við gefnar ,skuldbindingar fyrirsjáanlegra útgjalda án þess að nýjar skattaálögur þurfi til að koma. Núverandi ríkisstjórn er í minnihluta á *al- þingi, Samt hefur henni tekizt að fá fram tvö þeirra stórmála, sem brýnust voru. Alþingi sýndi þann manndóm að gera ríkisstjórninni mögulegt að fram kvæma tilraun sína í baráttunni við verðbólguna og dýrtíðina, Þar voru málefni látin ráða úrslitura. •Og vonandi verður sama að segja um afgreiðslu íjárlaganna, sem er þriðja stórmálið. Málefnalega virðast allir flokkar sammála um meginatriðin varðandi fjárlagaafgreiðsluna. Stefna ríkisstjórn- arinnar í því efni er áreiðanlega samkomulags- grundvöllur, ef annarleg sjónarmið raska ekki af- greiðslu málsins. Það ætti ekki að þurfa að óttast. Þvert á móti sýnist ástæða til að ætla, að samstarf ríkisstjórnarinnar við meirihluta alþingis muni takast og heppnast. Hér hefur ábyrgðartilfinning sagt til sín. Al- þýðuflokkurinn horfist í augu við staðreyndir og iætur þær ráða úrslitum um störf sín og stefnu. En hann getur ekki tryggt framgang mála nema í samvinnu við aðra flokka. Og meirihluti alþingis liefur léð kost á því fulltingi vegna þjóðarhags. Þetta ber vissulega að viðurkenna og þakka. Al- þingi vex af slíkri framkomu á örlagastund. Svo er þjóðarinnar að skera úr um, hvort hún kýs viðleitni niðurfærslunnar eða áframhaldandi kapphlaup verðlags og launa með háskalegum af- leiðingum þess fyrir einstaklinga og samfélagið. Og sá úrskurður hennar verður aðalmál næstu kosninga. bifiiaScennarð STÉTTARFÉLAG barna- I . nnara í Hevkjayík mun efna freéðsluerinda um skólamál f, rir almenning á næstunni. T oíur Stéttarfélagið fengið sex \ ilinkunna skólamenn til að f í. tja erindin, scm veröa sex fi.lsins. Ennfremur verður efnt V; sýnikennslu í átthagafræði e;, lestri (hljóðaðferð), en ætla i á að ýmsum leiki hugur á að’ , "á, livernig sú kennsla fer •íram. Erindin verða flutt í sam- komusal Melaskólans. Fyrsta indið flytur Helgi Elíasson, æðslumálastjóri, um fræðslu 3ögin og framkvæmd þeirra n. í dag kl. 2,30 e. h. Flutn- ’f: gsdagar hinna erindanna eru •ejin ekki ákveðnir, en þau eru ý 5ssi: Lestrarkennsla (ísak Jónsson, skólastjóri), Stafsetn- j garkennsla (Halldór Hall- c .'rsson, prófessor), Reiknings- .nnsla (Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri), Náttúrufræði- kennsla (Sigurður Pétursson, gerlafræðingur) og Kristin- fræðikennsla (Þórður Krist- jánsson, námsstjóri). Forráðamenn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík ræddu við blaðamenn í gær og skýrðu frá fræðsluerindum þessum. Telja þeir, að oft gæti misskilnings og rangfærslna, þegar ritað og rætt væri um skólamál, og gerði almenning- ur sér því rangar hugmyndir um þessi efni. Með erindaflutn- ingi þessum gefst foreldrum og öðru áhugafólki kostur á hlut- lægri fræðslu um ýmsa þætti skólamálanna frá fyrstu hendi. Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hefur jafnan, sam- hliða þátttöku í hagsmunabar- áttu stéttarinnar, látið sig kennslu og uppeldismál miklu skipta. Það hefur á undanförn- um árum t. d. staðið að nám- >1 1, febr, 1959 — Alþýðublaðið skeiðum, gefið út „Foreldra- blaðið“, rætt kennslu og upp- eldismál á fundum sínum og sent frá sér tillögur og álykt- pnir í þeim málum. í fram- haldi af þessari starfsemi efn- ,ir félagið nú til ofangreindra fræðsluerinda og sýnikennslu og væntir þess, að almenning- ur kunni að meta þetta kynn- ingarstarf félagsins og sæki vel erindin. — Stjórn Stéttarfé- lags barnakennara í Reykja- vík skipa nú: Steinar Þor- finnsson, formaður, Skúli Þor- steinsson, varaformaður, Vil- borg Dagbjartsdóttir, ritari, Kristján Halldórsson, gjald- keri, og Sveinbjörn Markús- son, meðstjórnandi. í félaginu eru milli 250— 260 starfandi barnakennarar. Hannibal: „Enginnágrein- ingurí Alþýðu- bandalaginu" S s s s s s s $ s s MENN minnast þess, að^ þegar Hannibal lét ASÍ^ beita sér fyrir stofnun^ Alþýðubandalagsins, hélt( hann því fram, að ætlun-( in væri sú að ganga afS Moskvukommúnistum S dauðum, þeir mynduS engu ráða í AlþýðubandaS laginu. Æ síðan hafab Hannibal og Alfreð hald-b ið því fram í baksölum^ Alþingis, að þeir væru á • öndverðum meið við • ,,kommúnistana“. í Al-^ þýðubandalaginu og á-^ greiningur væri mikill.^ Það vakti því aíhygli, er^ Hannibal gaf þá yfirlýs-ý ingu í útvarpsumræðun-s, um nú, að enginn ágrein-S ingur væri í Alþýðu-S bandalaginu. Eru ekki tilS nema tvær skýringar áS þeirri yfirlýsingu: Ann- S að hvort eru Hannibalist-ó arnir nú skyndilega orðn) ir sammála Moskvukonw múnistunum eða þá að^ Hannibal hefur hreinlega ^ verið píndur til að gefa^ fyrrnefnda vfirlýsingu. ( Kirkjupáttur er s s s s s s s s s s OPINBERUN OG HEIMSPEKI. Enginn hugsandi maður kemst ihjá því að gera sér ein- ’hverja hugmynd um eðli til- verunnar og tilgang. Segja má, að við slíka íhugun komi tvær leiðir til greina, leið heimspekinnar og trúarinnar. Heimspekin er fólgin [ ályikt- un mannsins um eðli til-ver- unnar, út friá staðreyndum hennar, hvort sem u-m er að ræða reynslu einstaklingsins eða kerfisbundn-a athugun vís indanna á hvers konar fyrir- bæru-m. —• Heimspekin tekur á sig- npiargs konar gerfi, en hún er alltaf og alls staðar mannleg iðja, byggð á hæfi- leikum- mannsins til að rann- saka og álykta af viti. — Op- inberun er aftur á móti frá Guði, — opinberun þeirra leyndardóma, sem h-ann sjá-lí ur gefur til kynna um sjálfan sig- í trúarbrögðum veraldar- innar er tú.kuð sú opinberun Guðs, se-mi -mennirnir telja sig’ ha-fa íh’otið á hinum ýmsu tí-mum. BIBLÍAN. Kristin trúarbrögð byggja á opinberun Guðs í Biblí- unni. Það hefur mörgum þótt harla miikil fjarstæða að tala um Biblíuna se-m gUðs opin- berun eða guðs orð (þ.e. Guðs boðskap), því allar vita, að h.ún er skrifuð af mönnu-m, og efni hennar er harla margvís- legt. — Hún er öðr-um þræði saga áikveðinnar srr)íþj-óðar, sem ekiki virðist að neinu leyti f.ullko-mn-ari en hver önn ur. En sérstaða hennar meðal allra þjóða heims er sú, að af henni fæðist sá maður, sem vér kristnir menn trúum, að sé hin eina og alfullkom-na opinberun um Guð, — opin- berun þess, sem- Guð vill mann inum, og um- leið opinberun um afstöðu Guðs til manns- ins, — og hina réttu afstöðu miannsins til Guðs. í mannin- um Jesú frá Nazaret er hinn sanni Guð opinberaður. En Jesús Kristur kom ekki fr-am fyrr en ,,tíminn var fullnað- ur“. Trúar- og menningarsaga Gyðingaþjóðarinnar var nauð synlegur undirbúningur und- ir prédikun h-ans og starf. Þess vegna skilur enginn JesúKrist nema hann þekki Gam-la-testa mentið, Gyðingar höfðu, öðr um þjóðu-m fremur þann skiln ing á sögu mannkynsins, að hún, — sagan sjálf — væri opinberun Guðs, og í Jesú Kristi kem-ur síðan hinn full- kom-na skýring á því, sem þjóðarsagan og síðan mann- kynssagan stefnir að. — Nýj-a testam’entið er aftur á móti kenning Krists sjá-lfs og post ula hans. — Þannig m-ið-ast öll Biblían við Krist, og enginn, sem á annað borð vill skilja kanningu Jesú og átta sig á inni-haldi hennar og framsetn ingu, kerrlst framhjá Bi-blí- unni. Sá einn, sem lætur sér alger-lega standa á sarr.-a um Krist, getur skágengið Biblí- una. Hún er leiðarljós kirkj- unnar í heild, og hvers einasta kristins manns. INNBLÁSTURINN. Kirkjan hefur j-afnan kentt, að Biblían væri innblásin af heilögum anda Guðs. Á hvern h-átt hún vær.i innblásin, -hef- ur aftur á móti verið deilu- atriði guðfræðinga. Hinar mar.givíslegu kenningar u-m innlblá-sturinn ræði ég ekki hér. Til þess er ekki rúm. En ’kjarni þeirra allra er sá, að það sé ekki tilviljun ein, eða rr.-annlegar sarr.þykktir, sem hafa ráðið því, að Biblian hef ur orðið til, héldur hafi æðri kraftur verið að verki við aði varðveita þau fræði, sem- orð ið gæti fanvegur opinberunar innar. — í þessari bók, og henni einni, er sú þekking. sem -heimur-inn þarf á að halda til að þek-kja og s-kilja Je-sú-m Krist. ÞJÓÐ VOR ÞARF AÐ VERÐA BIBLÍULESANDI ÞJÓÐ. Hið íslenaka biblíuféiag hef ur nýlega staðið að nýrri út- gá-fu Bib-líunnar, og ber mikið þakklæti fyr-ir það framtak. Það var satt að segja skörom að því fyrir bófcmenntaþjóð, að Mta prenta Biblíuna hjá Br-etu-m, — en þ-að er ek'ki nóg að hafa Biblíuna sem fína bck í hillu, —• íslendingar þurfa að hætta að monta sig af því að vera eins og kjánar, þegar rætt er u-m- bi'blíuleg efni. Hér hefur legið í landi sú trú, að það væ-ri merki um menntun og upplýsingu -að vera eins og idíót, þegar efni og innihald biblíunnar ber á góma. Nú er það auðvitað ekkert aðalat- riði, hvort þú sýni-st vitur í heimsins augum,. en það ber heldur vott umi ótakmarkað vit eða djúpa skynsemá að kynna sér ekkert frumheim- ildir þeirra sanninda, sem líf og sáluihjálp m-annsins er und ir 'koim-in. Hér þyrftu að rísa upp biiblíulestrarflokkar, og hér þarf það að verða venja að lesa biblíun-a í einrúmd, ■—• og loks er hægt að fá ncfck- urn fróðleilk um- biblíuleg ef-ni úr predikunum prestanna. Jakob Jónsson. FISKLANDANIR í hafnar- borgunnm við Humberfljót, Hull og Grimsby, lækkuðu alls um 1,5% á árinu 1958. Fisk- landanir togara frá fjarlægum miðurn urðu þó aðeins 10.7.53 kittum eða 0,2% minni að magni en árið áður. Togarar frá sömu borgum, sem sækja á fjarlæg mið, fóru alls 3.339 veiðiferðir á árinu, en það eru 70.139 útgerðardag- ar alls. Eins og árið áður, varð fisk- magnið að meðaltali lægra en meðalfiskmagnið á árunum 1951—’56. En fisklandanir' tog- ara af fjarlægum miðum, gáfu af sér nálega það sama og árið 1957. Vegna íslenzku landhelg- isdeilunnar sóttu fleiri togarar en áður í Hvítahafið og Bar- entshafið, til Svaíbarða, Bjarnareyjar og Grænlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.