Alþýðublaðið - 01.02.1959, Side 6

Alþýðublaðið - 01.02.1959, Side 6
 PÉTUR HOFFMANN Saló- monsson ieit inn til okkar í fyrradag og átti heldur en ekki erindí við okkur. Blað ið „Frjáls þjóð“ mun hér á dögiunum hafa getið um mann, sem kom til gull- smiðs og bað um hring, sem mátti kosta allt að 100 000 krón-um. Gulísmiðurinn mun hafa fengið svima, er hann heyrði upphaeðina og ekki treyst sér til að smíða svo dýrmsetan hring. Pétur Hoffmann bað okkur nú að kom því á framfæri við rík- isbubba þennan, að hann skyldi hafa tal af sér. — Það mæ-tti segja mér, að hann fyndi í mínum fjár sjóðum hring, sem honum hæfði, og er ég þá þegar fús að selja honum hann á 100 000 krónur. Um aldamótin hefði éfnaður bóndi orðið að gefa fimm vetra fola og það efnilegan fyrir hring á borö við þá, sem ég hef fund iS í fjöru. Og maðurinn þarf ekki að vera hræddur við að koma til mín. Ég lofa fuilri þagmælsku. Að svo mæltu kvaddi Pét ur og bauð okkur að koma til sín daginn eftir. Þá mund um við hitta hann í essinu sínu, — í gullleit meðal þess, sem fólkið kallar sorp. ■— Það verður sitthvað, sem ég get sýnt ykkur þá. —o— V-ið létum ekki á okkur standa og ókum í leigubif- reið út á öskuhauga daginn eftir. Innan skamms birtist Pétur Iloffmann í öllum herklæðum með tunnu und- ir hendinni og poka á bak- inu. — Sjáið fálkann þarna, sagði hann án þess að heilsa Hann kom til okkar, þegar fór að harðna í veðri. Við finnum iðulega fiður í fjör- unni, og þarf ekki að spyrja að því að þar er að verki ófétis ránfuglinn. Síðan sagði hann okkur söguna af íuglaorrustu, sem gerðist fyrir nokkrum dög- um. Smyrill var að elta ritu, og hafði sært hana svo að hún féll í fjöruna. Þá kom krummi til sögunnar og tók að elta smyrilinn. Pétur kom á vettvang og hafði rit- una með sér og hjúkraði henni, og er hún nú orðin hin hressasta. Við veittum því eftirtekt, að Pétur var aðeins með vettling á annarri hendi, og spurðum hverju það sætti. •— Ég held á fötunni í þeirri hendi, sagði Pétur. Hins vegar tíni ég alltaf með hinni, þótt það sé fjór- tán stiga gaddur. Jafnvígur á báðar hendur, eins og Gunnar á Hlíðarenda. Og sjáið þetta, drengir. Hér er tveggja kílóa dós, fleytifull af peningum, en þó einung - is kopar og silfri. Gullið hef ég í vösunum. Þetta he£ ég tínt á útflæoinu í dag, og mætti (segj;a mér að það væri ekki minna en 150 krónur. Það mesta, sem ég hef tínt á einu útflæði eru 203 krónur. Okkur þóttu þetta ótrú- leg tíðindi og gekk Pétur þá með okkur niður í fjöru til þess að taka af öll tví- mæli. — Eitthvað mun eftir enn, sagði hann og hafði varla sleppt orðinu, þegar hann kom auga á smámynt. — Maður tínir peningana hér í fjörunni eins og ber. Sjáið þennan hlaða þarna. Hvað haldið þið að sé mikið í honum? Það er milíjón. Ekkei't.'minna. Og hvaðan koma þéssir peningar? Ekki koma þeir af.. himnum ofan. Nei, þeir koma frá fólkinu, Sém hefur ekki brúk fyrir þá. Við vorum farnir að skjálfa lítilsháttar og orðnir blautir af briminu. Öðru hvoru li-tum við til leigu- bílsins og hugsuðum til hlýj unnar þar. Og Pétur Hoffmann Saló- monsson, Selsvararjarl — blautur upp fyrir haus, — kvaddd okkur með þessum orðum. — Þið ættuð að hætta þessu snatti, str.ákar, — og koma í vinnu til mín. Hér eru auðævin. Hér er gullið í sorpinu. Myndir: Oddur Ólafsson. Texti: Gylfi Gröndal. SÉRA BJARNI JÓNSSON fékk einhverju sinni lánaða biblíu hjá Ásmundi Guð- m.undssyni, biskupi, en dró á langinn að skila henni aft ur. Á prestastefnu ári síðar hittust þeií, og minntist Ás- mundur þá á biblíuna. — Já, sagði séra Bjarni. Nú fer ég bráðum að skila henni. E£ ég skyldi gleyma því, þá skila ég henni, þeg- ar við erum báðir dauðir. — Ertu nú viss um, að við lendum á saina stað, spuroi biskup. — O, ég læt hana þá bara detta niður til þín, svaraði séra Bjarni. FJÖRIR reyndu við trog- ið í Nustinu síðast liðinn föstudag, þrír karlmenn og ein þýzk kona. Svó undar- lega bar við, að karlmenn- irnir gáfust allir upp, en kvenmaðurinn lauk þraut- inni með beiðri og sóma. —• Kona þessi heitir Gertrud Einarsson og kom hingað til lands árið 1949. Hún er gift íslenzkum manni, en vinnur við Borgarþvotta- húsið, og voru nokkrar sam strfsstúlkur hennar með henni. Frú Gertrud var hin hressasta á eftir, en sagði þó: — Ég hefði sennilega aldrei lokið úr troginu, e£ vinstúlkur mínar hefðu ekki fylgzt með keppninni og sagt mér öðru hvoru frá því, hvernig karlmönnunum gekk. ÞAÐ VAR mikið vera í Þjóðleikhúsin liðinn föstudag. Við um okkur að tjal þegar síðusíu æfing ritsins ,,Á yztu nöf“ það bil að ljúka. Vi um varla áttað okkiu heyrðum rödd G Eyjólfssonar, sem sa stefnu með samstarf um sínum: — . . . og statistar! IBIBIIBBEVBIIIIIDfiRBIBIHIMIIlflMIS Yfirmaðurinn gengur í land ásamt þrem liðsforingj um og leggur leið sína til skúrs, sem er þarna falinn milli klettanna. Þar stenclur jeppabíll. Bensíngeymirinn er nú fylltur í snatri og síð- an ekið í átt til verksmiðj- unnar. Þeir fara efti um og hættulegum fjalllendinu og aka é um stórfljóta. í herb þar sem Frans og eru í haldi, eru á: gerðar. Georg hefur n' 1. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.