Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 11
FlugvéiarBiars Loftleiðir h.f.: Saga kom frá New York kl. 7 í morgun. Hún hélt á- fram til Oslo, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 8.30. k BRÉFASKIPTI: Englending'- ur nokkur, sem við vitum ekki frekari deili á, óskar eftir bréfaskiptum við ein- hvern lesanda blaðsins. Ut- anáskriftin er: John Clements, 89 Aloersbrook Road, London E. 12., England. Þá hefur frönsk-kanadísk hjúkrunarkona, sem starf- að hefur í fimm ár á sjúkra- húsi, óskað eftir bréfaskipt- um. Hún talar og skrifar ensku, frönsku og spönsku. í tómstundum safnar hún frímerkjum og vildi því gjarnan skrifast á við frí- merkjasafnara. Utanáskrift hennar er: Monique Pilon, P. O. Box 128, Chibougamau, Que., Canada. it JÖKUA-rannsóknarfélag ís- lands heldur aðalfund 2. febrúar n. k. kl. 20.30 í Tjarnarkaffi (niðri). Dag- skrá: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Frá liðnu sumri. (Ljósmyndir og litfilmur frá Vatnajökli og víðar, S. Þór- arinsson o.fl.). 3. Dansað tii kl. 1. * STÉTTARFÉLAG barnakenn ara í Rvk heldur fund í dag, sunnudag, kl. 14.30 í Melaskólanum. Á. fundin- um verður flutt erindi um fræðslulögin og sýnikennsla verður í átthagafræði. Öll- .um heimill aðgangur. k MÆÐRAFÉLAGIÐ heldur fund á Hverfisgötu 21, — mánudaginn, 2. febrúar kl. 8,30. Til umræðu verða fé- lagsmál, sagt frá síðasta fundi Bandalags kvenna. —- Hallfríður Jónasdóttir segir frá Kína-för og sýnir skuggamyndir þaðan. "k SUNNUDAGASKÓLI Hall- grímssóknar er' í Tómstunda heimilinu kl..l0. Myndasýn ing. Öll börn velkomin. ★ í KVÖLD kl. 8,30 hefst æsku lýðsvika KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2B. Verða al mennar samkomur öll kvöld . vikunnar, Felix Ólafsson, krístniboði, yerður aða.l- ræðumaður. í kvöld talar auk hans Páll Friðriksson, húsasmiður. Almennur söng ur verður mikill á samkom- um þessurn, einnig kórsöng ur, einsöngur og tvísöngur. Allir velkomnir. ★ TÓNLISTARKYNNING verð ur í hátíðasal Háskólans kl. ' 5 í dag, sunnudag 1. febr. Fluttur verður af hljóm- plötum síðasti þáttur ní- g undu sinfóníu Beethovens. I Dr. Páll ísólfsson flytur 8 iskýringar. Aðgangur er ó- I keypis og öllum heimill. LEIGUBÍ LAR BifreiðasíöS Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Reykjavflcur Sími 1-17-20 lega viS, aS þau komust að raun um að þau þurftu ekki að tala saman um neitt, luA.. Hún tók að koma farangri sínum fyrir í töskurnar. — Klukkan var rúmlega riíu, og þegar 'hún hafði lokað tösk- unum, sagði hún allt öf kæru- leysislega: : — Þú skalt ekki hafa fyrir að fylgja mér á járnbrautar- stöðina, Richard. .. Hann hafði setið úti við gluggann og horft til hafs, en snéri sér nú að henni. Sól í austri varpaði geislagliti á lognsléttan haff lötinn, og hann hafði glýju í augur.um, svo að hann fékk aðeins grent Jane eins og skugga fyrst í stað. Og honum þótti sem mörg ár væru liðin síðan funclum þeirra bar saman. — Ágætt, svaraði hann, og hún kom til hans. — Það var hvergi eins leið- inlegt og á járnbrautarstöðv- um, sagði hún, nema- þegar maður kemur þangað til móts við einhveirn með lestinni. Augu hennar voru rök, þeg- ar hún horfði á hann móti birtunni frá glugganum. Hann ók um báðar hendurn- ar á henni og svaraði: — Það verður ekki svo langt þangað til þú kemur þangað þeirra erinda. Hann hafði byrjað að ijúga að henni um nóttina, og nú gat hann ekki snúið af þeirri braut. — Þú heldur iekki, sagði hún og leit niður. Enn eru svo margar spurningar, sem mér finnst að mér hafi ekki unnist tími til að bera upp við þig. Einkum varðandi sjálfan þig, . . hvers vegna þú hafð.'r hvergi höfði þínu að að halla kvöldið, sem fundum okkar bar sáman. Og raunar er það sú spurningin, sem mest vélt- ur á, því allar hinar spurn- ingarnar eru að einhverju leyti tengdar henni. Eg ætla mér samt ekki að spyrja þig þess nú„ og það lítur ekki út fyrir að þú hafir í hyggju að segja mér það óspurður, ’svo það verður að bíða síns tíma. Hún þagði við nokkra hríð. Svo lyfti hún höfði, leit á hann og sagði: En þú lelskar mig, er ekki svo? Og hann varð því feg.nast- ur, að þurfa ekki að segja henni ósatt. — Jú, Jane . . . ég els'ka þig. Líkami hennar titraði, — •hendur hennar titruðu og hún greip fastara um hendur hans. — Eg sagði ekki fyliilega satt áðan, varð henni að orði. Það er einmitt þessi spurning mín, sem mest er undir kom- ið. — Það er svo margt og mikið, sem ég á eftir að segja þér, sagði hann. en það verð- ur að bíða. Og 'ekkert liggur á. En nú ætla ég að biðja þig að segja mér heimilisfang þitt. Og hann náði í pappírs blað og hripaði niður það, sem hún sagði honum. — HeimiKsfang mitt veit.ég ekki enn með vissu, sagði hann. — Nei, svaraði hún. Það er nú það. .. Og svo kom það r ’ Iartak, er þau höfðu ekki n: i t meira að segja hvort öðru Inn um 'gluggann barst : corhljóð fólks, sem hraðaði för sinni til strandar, köll, hjólagnÝr, öll þessi mörgu hljói) dagsins, sem enn vaknaði til sólskins og hita. Það var sem hærra yrði undir loit í herberginu, þar sem þau stóðu. eins og þar yrði allt öruggara og fjarlæg- ara frá ys og þys umheimsins en nokkru sinni fyrr. Það hefði þeim þótt gott áður, en nú, þegar þau voru bæði í þann veginn að hvexfa á brott, vakti það aðeins með þeim gremju. — Hvenær leggurðu af stað spurði hann. Hún lagfærði kjólbeltið, — að óþörfu. — Eg er að fara, sagði hún. Eg sagði föður mínum, að ég kæm; með tíulestinni. Hún leit á hann sem snöggv ast. — Vitanlega þyrfti ég ekki að leggja af stað fyrr en með næstu lest, — en til hvers yrði nú hinn skammi frestur CAESAR SMITH : okkur, fyrst ég verð að fara hvort eð er. Eg held að það verði aðei-ns sárara fyrir okk- ur bæði eftir því, siem sk.ln- aður okkar dregst lengur. — Það er satt, sagði hann. Hann stóð með arma að hliðum og reyndi að hugsa: Nú er Jane að kveðja og ég fæ aldrei að sjá hana aítur. En þessi hugsun hafði í raun- inni ekkert gildi fyrir hann lengur, lengin áhrif á hann. því hann hafði lifað einmitt þetta andartak hvað éftir ann að áður í huga sér um nótt- ina. Það andartak hlaut að koma og líða hjáj, og svo mundj þessu lokið. — Eg held að ég fari þá, Richard. — Já. — Áður en skilnaðurinn verður okkur enn sárari. — Já. Hún tók skyndilega andköf — hann vafði hana örmum en hún fól andlitið við barm honum, líkami hennar titr- aði allur og skalf, en hún þvingaði sig til að þegja. Þannig stóðu þau langa stund og mæltust lekki við, og bann hjálpaði henni til, að þola skilnaðinn, hvíslaðj nafn hennar og að hann elskaði hana .. að þau mundu hitt- ast innan skamms, við mosa- gróna múrvegginn, þar sem sól skein, þegar hennar naut á annað borð. Og hún kinnk- aði kolli og sagði aðeins, ég' veit, . . ég veit .. Og þegar henni tókst loks- ins að hleypa í sig kjarki og slíta sig úr örmum hans, stóð hún nokkurt andartak kyrr í sömu sporum og snéri baki við honum, hvarfiað: augum um herbergið .. og hún kreppti hnúana, eins og hún reyndi að gera sér grein fyr- ir hvernig hún gæti sem fyrst komist á brott. S: — Eg skal ná í bíl handa þér, sagði hann. — Já, þaklka þér fyrir, svar- aði hann. Hann gekk fram hjá henni, án þess að snerta hana, gekk niður stigana og hringdi í sím ann í anddyrinu. Þegar hann Ikom aftur, var hún að mála varii- sínar. Og hann sagði: —' Bíllinn kemur innan stundár. Hún gekk frá varalitnum og lét hann ofan í handtösk- una. — Eiginlega er óþarft fyrir mig að fá bíl, — jæja, það er ferðataskan, sagði hún enn. Hún gekk út að glugganum, lagðist á hnén á bekkinn. — Komdu hingað og talaðu við mig nokkur orð, ástin mín, sagði hún. Þau studdu olnboganum á gluggasilluna og horfðu á haf út. Þegar var múgur manns kominn niður í flæðarmálið, margir höfðu lagst til sunds eða ýtt á flot bátum og flek- um. Sólin skein og það var heitt. — Manstu hvernig þú átt að finna múrvegginn okkar, spurði hún. Nr. 46 Og hann svaraði lágt og hægt: — Eg á að ganga niður. briekkuna frá járnbrautar- stöðinni. þangað til ég kem að viðtækjaverzluninni. Þá geng ég yfir götuna og inn á stíg- inn, og þegar ég hef haldið ■eftir honum nokkurn spöl, kem ég að gömlu, fáförnu göt unni, sem þið kallið einstigið. Og eftir Einstgnu fer ég þang að til ég kem að mosagróna múrnum, þar sem sólin skín. — Þegar sólar nýtur. .... Hún þreifaði eftir hendi hans. — Já, sagði hann. Þegar sólar nýtur. Hún sat og horfði rólega á haf út, og það lá við sjálft að rödd hennar væri kuldaleg, þegar hún tók enn til máls. — Og hvað er annað, sem er einkennilegt við þennan múrvegg. .. — Annað. Hann virti fyrir sér hendur hennar. Þær yrðu annars manns gaman áður en langt um liði. — Jú. hann er mosagróinn, sagði hann. Og svo eru það sníglarnir. .. - Og .... Hún ætlaði að segja eitt- hvað, en rödd hennar brast. Hún horfði út, og þegar hún hafði jafnað sig nokkuð, leit hún á hann. — Viltu bera töskuna mína og leigan liigéifssfræii f Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan og leigan lngólfsslræfl 9 Sími 19092 og 18966 > Rafgcymar, 6 og 12 volt. Rafgeyinasambönd. Pólskó.r á rafgeyma. V in.dlakv.ei k j arar. Loftdælur. Hvítir gúmmíhringir. PI/rst-Lrómþstar. Sogskálar undir farang- ursgrindur. Kattaraugu. bifreiðaverzlun. ☆ Félaisilf & ÆskuGýðsvikan hefst í kvöld kl. 8.30 að Amt- mannsstíg 2 B. Mikill al- mennur söngur og bljóð- færasláttur. Einnig kórsöng- ur, tvísöngur og einsöngur. Aðalræðumaður vikunnar: Felix Ólafsson kristniboði. í kvöld talar einnig Páll Friðriksson húsasmiður. Allir velkomnir. KFUM — KFUK. —o— ÞRÓTTUR. — Knattspyrnu- menn, Míl. 1. fl. 2, fl. Æfing \ KR-húsinu í dag kl. 5,10. —• Engin útiæfing. — Þjálfarinn. GRANHARNIR ÝiiUTt!“‘i"“meS“**‘ HITA BYLGJA Alþýðublaðið — 1. febr. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.