Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 23

Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 23
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991 23 Reuter Brunnið flak Boeing-þotu flugfélagsins USAir skammt frá flugbrautinni. Mistök í flugtumi talin or- sök slyssins í Los Angeles Los Angeles. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR, sem annast rannsókn slyssins á alþjóðaflugvellin- um í Los Angeles aðfaranótt laugardags, hafa beðið flugumferðar- stjóra vallarins um að gangast undir fíkniefnakönnun. Orsök slyss- ins, sem kostaði 33 lífið, er sögð sú að einn af flugumferðarstjórun- um gaf tveim vélum leyfi til að nota sömu brautina samstímis. Talsmaður bandaríska flugör- yggisráðsins, Jim Burnett, sagði í gær að tvær ratsjár í flugturninum, er fylgjast með flugbrautunum, hefðu báðar verið óvirkar. Umrædd- ur flugumferðarstjóri mun hafa gefíð Boeing 737-300 þotu USAir- flugfélagsins lendingarleyfí aðeins 70 sekúndum eftir að hann hafði sagt lítilli skrúfuvél að nota sömu braut til flugtaks. Stóra vélin lenti ofan á þeirri minni, Metroliner-flug- vél frá Skywest-félaginu. Þotan rann síðan út af vellinum með hina vélina undir búknum á hús þar sem þotan brotnaði í tvennt og eldur varð laus. Minni vélin tættist í sund- ur við áreksturinn og allir í henni fórust. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður: Litháar segja skjótar ákvarðanir Islendinga vera lífsnauðsynlegar ÞINGMANNANEFND Alþingis kom til landsins í gær úr opinberri heimsókn hjá litháíska þinginu, og mun nefndin gera grein fyrir för sinni á fundi utanríkismálanefndarú dag. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem sæti á í þingmannenfndinni segir að vonandi verði þar ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við Litháen, en hann segir að Lithá- ar telji skjótar ákvarðanir Islendinga þar að lútandi vera lífsnauðsyn- legar. Eyjólfur Konráð sagði ljóst að Litháar væru íslendingum geysi- lega þakklátir fyrir einarða afstöðu, en hann væri hræddur um að að- dáun þeirra breyttist ef væntingar þær sem íslendingar hefðu vakið með þeim um stjórnmálasamband drægjust á langinn. „Landsbergis forseti telur að margar þjóðir myndu feta í fótsporið þegar íslend- ingar hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband við þá, þar á meðal Norðmenn og Danir ásamt fleiri ríkjum í Evrópu og öðrum heimsálfum. Allir Litháar sem við hittum, en þeir voru geysimargir og meðal annars á 5-600 manna fundi sem haldinn var með okkur úti á landsbyggðinni, lögðu meginá- herslu á að skjótar ákvarðanir af okkar hálfu væru lífsnauðsynlegar í bókstaflegri merkingu, því að Sov- étherinn gæti hvenær sem er hert tökin,“ sagði hann. Eyjólfur Konráð sagði að í kvöld- verðarboði á sunnudagskvöldið hefðu æðstu ráðamenn Lettlands sagt að þeir myndu fagna mjög stjórnmálasambandi íslendinga við Litháa, enda væru örlög Eystra- saltsríkjanna allra komin undir af- stöðu vestrænna ríkja og aðgerðum af þeirra hálfu. „Það fer ekkert á milli mála að mikill ótti ríkir í Eystrasaltsríkjun- um um frekari aðgerðir af hálfu Sovétríkjanna, og átakanlegt var að sjá hervirkin innanhúss og utan við þinghúsið í Vilnu. Við héldum blaðamannafund i þinghúsinu á laugardagskvöldið og mætti Lands- bergis þar er líða tók á fundinn, en hann dvelur í þinghúsinu nótt og dag. A múrnum nýja við þing- húsið í Vilnu eru óteljandi áletranir og tákn, og á einu skilti er teikning af íslenska fánanum og áletrun- inni: „Þakkir ísland". Vonandi verð- ur það uppi til frambúðar,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Ítalía: Kommún- istaflokk- urinnalliir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Undirbúningi að stjómmála- tengslum ekki lokið í Litháen „VIÐ erum að reka þetta mál á þjóðréttarlegum grundvelli. “ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég sagði stjórnvöldum í Litháen að við myndum skoða það vandlega hvort við gætum stigið það skref að taka upp formleg- ar viðræður um sljórnmálasamband, þegar að samningurinn á milli Litháens og Rússlands lægi fyrir, ekki aðeins sem viljayfirlýsing, heldur sem staðfestur milliríkjasamningur," sagði Jón Baldvin. „Það var loksins síðasta fímmtu- dag sem sendinefndir Rússlands og Litháens komu saman og kláruðu textann að milliríkjasamningnum og formenn sendinefndanna undir- rituðu þann samning. Næst liggur fyrir að Jeltsin og Landsbergis und- irriti samninginn, en þá eru þeir komnir á sama stigi og Eistland og Lettland voru komin strax 13. janúar. Þriðja stigið er svo staðfest- ing þjóðþinga Eystrasaltslandanna og þar ætti engin fyrirstaða að verða. Það kann hins vegar að verða spurning um staðfestingu Rúss- neska þingsins. Það er auðvitað stórpólitískt mál og getur hæglega dregist eitthvað. Það hefur enginn tryggt það að Jeltsin hafi þann meirihluta sem þarf. Ég veit að hann hefur tveggja atkvæða meiri- hluta í þinginu, en þar er um sam- steypu að ræða, sem ekki er víst að haldi í öllum málum," sagði Jón' Baldvin. Hann sagði að Jeltsin hefði að vísu lagt fyrir Rússneska þingið stefnuyfírlýsingu, nánast eins og þessa í Tallin, sem hefði verið sam- þykkt sem þingsályktun í þinginu með 117 atkvæðum, gegn 54 . Það þyrfti hins vegar tvo þriðju hluta atkvæða þingsins til þess að stað- festa milliríkjasamning, þannig að miðað við þetta vantaði enn níu atkvæði. Utanríkisráðherra sagði að stjórnvöld í Litháen hefðu á því fullan skilning að hann yrði að halda á þessu máli á þann veg að það yrði ekki skoðað sem ögrun við Sovétríkin, til þess fallna að spilla samskiptum. „Heldur yrði ég að reka þetta mál á þjóðréttarlegum grundvelli, eins og ég hef gert.“ Jón Baldvin sagði að þetta væru forsendur fyrir því sem hann hefði sagt og öllum aðilum væri fullkunn- ugt um þær, utanríkismálanefnd, sem öðrum. „Enda eru þetta for- sendurnar fyrir þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn,“ sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að það skipti auðvitað sköpum ef ljögur af aðild- arríkjum Sovétríkjanna, Rússland, Litháen, Eistland og Lettland gera með sér samninga sem hægt er að segja að hafi verið staðfestir á lýð- ræðislega kjörnum þjóðþingum. Slíkir samningar opni að sjálfsögðu fyrir frekari milliríkjasamninga, eins og milli íslands og þessara ríkja. „Sendinefnd þingsins sem fór í heimsókn til þingsins í Vilnius fór ekki til þess að semja fyrir hönd framkvæmdavaldsins. Eyjólfur Konráð Jónsson gerir því máli sem við væntanlega báðir berum fyrir bijósti engan greiða að vera með órökstuddar getsakir og dylgjur. Öllum aðilum málsins var fullkunn- ugt um forsendur þess, strax frá því að við ræddum við Landsbergis og aðstoðarmenn hans í Vilnius fyrir 20. janúar. Málið er í vinnslu. Eg hef verið í stöðugu sambandi við utanríkisráðherra Litháen og það er enginn ágreiningur og eng- inn misskilningur um það hvað þarf að liggja fyrir áður en við getum lokið málinu. Getsakir um annað eru málinu til óþurftar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Utanríkisráðherra lét þessi orð falla þegar orð Eyjólfs Konráðs Jónssonar frá því í laugardagsblaði Morgunblaðsins voru borin undir hann. Eyjólfur Konráð sagði þar meðal annars: „Þetta eru aldeilis fréttir fyrir mig og fyrir þá, að það standi upp á Litháa í þessu máli.“ Rimini. The Daily Telegraph, Reuter. STÆRSTI kommúnistaflokkur Vesturlanda leið undir lok á sunnudag og á rústum hans fæddist Lýðræðisflokkur vinstri- manna á Italíu. Samþykkt var á landsþingi flokksins, sem haldið var í Rimini, að breyta nafni og stefnuskrá hans í kjölfar hruns kommúnismans í Austur-Evrópu. Þar með heyrði einnig Evrópu-kommúnisminn svo- kallaði í raun sögunni til. Breytingarnar á flokknum gengu þó ekki hljóðalaust fyrir sig. Sex þingmenn lýstu til að mynda yfir því á þinginu að þeir hygðust stofna nýjan flokk, sem kenndur yrði við kommúnisma. Nokkrir ræðumenn gátu ekki tára bundist er þeir andmæltu breytingunum og fylgismönnum þeirra vöknuðu einnig um augu. „Hugsjónir kommúnista hrundu ekki með Berlínarmúrnum. Ég heí ekki orðið var við nein mistök,“ sagði Armando Cossutta, þingmað- ur og málsvari þeirra sem telja breytingarnar svik við fortíð flokks- ins. Achille Occhetto, leiðtogi flokks- ins, fékk ekki tilskilinn meirihluta atkvæða til að ná endurkjöri sem leiðtogi flokksins í gær. Hann vai einn í framboði en skorti átta at- kvæði til að ná kjöri. „Finnið ykkur annan leiðtoga," sagði Occhetto er úrslitin voru kynnt, en talið var þó líklegt að hann gæfi kost á sér á ný er gengið verður aftur til at- kvæða í dag. BARNASKÓR • BARNASKÓR • BARNASKÓR • BARNASKOR ÚTSALA Á BARNASKÓM kr. 350,- r ■» r áður kr. 2.485,- nú frá kr. 590,- Sm.cl S KL02T Skólavörðustíg 6b, sími 622812. 25-70% dfsláttllf r :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.