Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞR'IÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 37 Minning: Kristinn Símon- arson verksljóri Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku afa rníns, Kristins Símonarsonar, þessa yndislega sterka manns sem var mér svo mikils virði, nú er hann horfinn úr augsýn minni og það er ótrúlega sárt, hann afi minn sem ég dáði og dýrkaði og sem hefur elskað, hvatt og leiðbeint mér állt lífið. Hann afi minn var einstakur mað- ur, það vita allir sem hann þekktu, og þessi undraverði styrkur sem hann átti og gaf var ótrúlegur. Aldrei sá ég afa minn bugast í öllum veikindum ömmu minnar sem voru þó mikil og löng, alltaf hélt afi ró sinni og reisn, en þannig var hann afi minn, hann sá alltaf ljósið en einmitt þá er við fylgdum henni síðasta spölinn upplifði ég hans ________Brids___________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Að loknum fjórum umferðum í sveitakeppni er staða efstu para þessi: Baldur Bjartmarsson 78 Valdimar Sveinsson 75 Gylfi Magnússon 74 Einar Hafsteinsson 69 ROFA 65 Ingi Agnarsson 61 Keppnin heldur áfram í kvöld. Bridsfélag Siglufjarðar Sigurðarmóti, sem er Siglufjarðar- mót í tvímenningi, er lokið. Spilaður var barómeter, 5 spil við hvert par 4 kvöld, 20 pör tóku þátt í mótinu. Úrslit urðu þau að Siglufjarðar- meistarar urðu Jón og Ásgrímur Sig- urbjömssynir með 214 stig. Næstu pör: Anton Sigurbjömsson - Jóhann G. Möller 195 Baldvin Valtýsson - Valtýr Jónasson 126 Sigfús M. Steingrírasson - Sigurður Hafliðason 65 Rögnvaldur Þórðarson - Þorsteinn Jóhannsson 43 Stefanía Sigurbjömsdóttir - Viðar Jónsson/Ari Már Þorkelsson 36 Guðlaug Márusdóttir - Jón Kort Ólafsson 34 Jóhannes Hjálmarsson - Jónas Stefánsson 18 Björk Jónsdóttir - V alþór Stefánsson 17 Haraldur Amason - Hinrik Aðalsteinsson 9 mikla styrk og sterka faðm og hann fékk mig til að gleðjast á ný. Nú hafa þau sameinast, ég bið algóðan Guð að varðveita þau og geyma. Það voru forréttindi að hafa vaxið upp í faðmi þeirra hjóna. Blessuð sé minning afa míns og ömmu. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Kristín Halla Það var á vordögum Alþingishá- tíðarárið 1930, eða nánar tiltekið 24. maí það ár, að Kristinn Símon- arson réðst til starfa hjá Ó. Johnson & Kaaber hf., þá rúmlega þrítugur að aldri. í upphafi var Kristinn ráð- inn sem bílstjóri. Geta má þess að aðalsamstarfsmenn Kristins voru þá Hjalti Jónsson, sem áður en Kristinn réðst til starfa var eini bílstjóri fyrirtækisins, og ennfremur Jón Jónsson frá Bala, sem þá var verkstjóri. Allir þessir menn unnu alla starfsævi sína hjá Ó. Johnson & Kaaber hf., eftir að þeir réðust til fyrirtækisins. Ráðamönnum fyrirtækisins varð það fljótt ljóst að Kristinn var ekki aðeins dugnaðarmaður til þeirra verka sem hann tók sér heldur ein- kenndust störf hans af árvekni og samviskusemi. Með vaxandi þjóðfé- lagi næstu ár og aukningu umsvifa í viðskiptalífi þjóðarinnar, ekki síst eftir að heimsstyijöldin síðari hófst, varð hliðstæður vöxtur í starfsemi fyrirtækja eins og Ó. Johnson & Kaaber hf., og að þessu leiddi sam- svarandi fjölgun starfsliðs. Árið 1942 var af þessum orsökum ákveð- ið að stofna til starfs aðstoðarverk- stjóra hjá fyrirtækinu, en reynsla af störfum Kristins fyrir fyrirtækið, eins og þeim er áður lýst, gerði frammámönnum fyrirtækisins það auðvelt að velja mann í starfið. Kristinn var ráðinn. Síðan liðu sex ár, en þá lét Jón Jónsson frá Bala Nú er líka teygja að aftan, sem heldur ^ bleiunni á réttum stað. rh Allar Libero bleiur Verndiö náttúruna eru óbleiktar og ofnæmisprófaðar 'Ws c :0 af störfum sem aðalverkstjóri, og aftur var það verkefni auðvelt að ráða mann í hans stað, Kristinn var ráðinn, og starfaði hann síðan sem aðalverkstjóri fyrirtækisins óslitið til ársins 1970, þegar hann að eigin ósk lét af því starfi, þá kominn hátt á sjötugs aldur. - En fjarri fór því að störfum Kristins fyrir Ó. Johnson & Kaaber hf. væri þar með lokið. Um þessar mundir losnaði staða á skrifstofunni, sem var skráning birgðakerfis, til stýringar innkaupa og birgðahalds. Reynsla Kristins í öllu sem varðaði vöru- flæði í vörugeymslum, ásamt elju hans og nákvæmni, þótti enn traustur grunnur til þess að hann tæki að sér þetta starf við birgða- og innkaupaeftirlit. Við þetta starf vann Kristinn síðan þar til hann hætti störfum hjá fyrirtækinu þann 24. maí 1980, eftir meira en hálfrar aldar samfellt starf hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. Kristinn Símonarson var að mati undirritaðs, eins og raunar nú þeg- ar hefur verið getið, mannkosta- maður, — friðsamur en fastur fyrir þegar þörf krafði, góðviljaður og laginn að laða það góða fram hjá undirmönnum sínum, trúr og dygg- ur fyrirtæki sínu og yfirmönnum með einlægum vilja til að ná því marki að beggja hagur, starfs- manna og fyrirtækis væri tryggður, þannig að allir gætu vel við unað. Einnig mætti geta þess að Kristinn var ósérhlífið hraustmenni og minn- ist undirritaður þess ekki að hann hafi vantað einn einasta dag í vinnu, í þau tæpu 30 ár sem við unnum saman. Kristinn Símonarson fæddist 15. júní 1902, en lést 25. janúar 1991, 89 ára að aldri. Manngerð hans var slík, að í persónulegum kynnum var hann traustur hæglætismaður, en svo virtist sem löng kynni við sam- ferðamenn í lífinu leiddu jafnan til vináttu við þá sem báru þau mann- gerðareinkenni sem honum voru að skapi. Aðra leiddi hann hjá sér. Kristinn átti vinsældum og velvilja að fagna meðal starfsmannahópsins hjá fyrirtækjum Ó. Johnson & Kaaber hf., og sama á við um eig- endur og frammámenn fyrirtækis- ins. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannfundum, og komu vinsældir hans ekki síst í ljós á hinum árlegu starfsmannahátíðum fyrirtækisins, en í þau fáu skipti sem Kristinn gat ekki komið því við að vera þátt- takandi, þótti ávallt mikið skarð fyrir skildi. Aðaláhugamál Kristins mun ótvírætt hafa verið heimili hans og starf, en af mörgum áhugamálum hans í frístundum mun stangveiði hafa verið framarlega á þeim lista. Minnast samferðamenn hans hjá Ó. Johnson & Kaaber góðra stunda í sumarhúsi starfsmannafélagsins í Skorradal. í minnum er haft að eitt árið veiddi hann í Skorradalsvatni stærstu bleikju sem á land kom á íslandi það ár, og fékk verðlaun fyrir frá ABU verksmiðjunum í Svíþjóð. Eftir að Kristinn hætti störfum fann hann ýmis ráð til að fá útrás fyrir athafnaþörf sína, meðal annars fékk hann sér þjálfun- artæki sem voru þrekhjól og róðrar- vél, og skemmti sér við að færa inn á kort árangurinn, og eftir því sem ég best veit náði hann því marki sem hann setti sér að róa og hjóla í kring um ísland, þó láta yrði stofu- gólfið nægja sem vettvang fyrir þau afrek. Kristinn var einstakur heimilis- faðir. Hann var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Sigríður Sigurðar- dóttir, fædd 8. september 1899 og dáin 9. mars 1932. Þau voru barn- laus. Seinni kona Kristins v-ar Hall- fríður Jónsdóttir fædd 30. nóvem- ber 1901, dáin 21. maí 1978. Hún var frá Neðstalandi í Öxnadal. Kjör- dóttir þeirra Kristins og Hallfríðar er María, fædd 24. júlí 1938. Hún giftist Daníel Halldórssyni en þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Höllu. María er í sambúð með Kristjáni Finnbjörnssyni mál- ara. Kristín Halla á fjögur börn, Hauk Svanberg, Kristin Dan, Trausta Viktor og Pálínu Maríu. Kristinn Símonarson fæddist í Pálshúsum á Bráðræðisholti í Reykjavík. Faðir hans var Símon Ólafsson formaður, frá Lykkju á Kjalarnesi, en móðir hans var Sess- elja Jónsdóttir frá Þóroddsstöðum, Miðnesi. Systkini Kristins voru Guðrún, Júlíus, Þuríður Ágústa, Ástríður og Jón bakarameistari. Síðustu árin má segja að Kristinn hafi verið farinn að heilsu, en í rúmlega tvö ár áður en yfir lauk dvaldi hann á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Þar naut hann umhyggju og umönnunar þess fólks sem þar starfar og vitað er að því.fólki sem þar átti hlut að máli var hann innilega þakklátur. Það þakklæti er eftirlifandi ástvin- um Kristins einnig ofarlega í huga nú við fráfall hans. Að lokum flyt ég fyrir hönd eig- enda og starfsfólks ð. Johnson & Kaaber hf. innilegar samúðarkveðj- ur Maríu dóttur hans, fjölskyldu hennar ásamt öllum öðrum ættingj- um og vinurn Kristins. Ólafur Ó. Johnson Sigmars settið frá Blomberg til sölu Eldunarsettið úr matreiðsluþætti Sigmars B. Haukssonar til sölu með 40% afslætti, ásamt fjölda annarra heimilistækja á rýmingarsölunni. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.