Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 52. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Merki um uppreisn gegn stjórn Saddams í Basra Safwan í Suður-írak. The Daily Telegraph. FYRSTU merkja um almenna uppreisn gegn Saddam Hussein Iraksforseta varð vart í Basra, næststærstu borg landsins á föstudag. Sjónarvottur lýsti atburðum svo að stjórnleysi ríkti í borginni, fjöldi fólks hefði komið út á göt- ur borgarinnar og hrópað slagorð gegn Saddam. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar innan Bandaríkjahers segja að öngþveiti ríki í borginni og löng röð herflutningabifreiða stefni út úr borginni til norðurs eða vesturs. Voru þessar upplýsingar fengnar með myndatökum úr lofti. Eistland og Lettland: Búist við góðri þátttöku í kosningunum KOSNINGAR um sjálfstæði verða haldnar í Ejstlandi og Lettlandi í dag, sunnudag. Olíklegt er talið að úrslitin verði jafn afgerandi og í Litháen fyrir skemmstu vegna þess að um helmingur íbúa Lettlands er ekki af lettneskum uppruna og um 40% íbúa Eistlands eru ekki eistnesk. Embættismenn í Lett- landi og Eistlandi segjast samt búast við að um 70% kjósenda greiði atkvæði með sjálfstæði. A atkvæðaseðlinum í Lettlandi er spurt: „Ert þú fylgjandi lýðræðislegu og sjálfstæðu ríki í Lett- landi?“ Orðalagið í Eistlandi er mjög ámóta. „Þessi atkvæðagreiðsla mun á ný sýna vilja okkar til sjálfstæðis," sagði Dajnis Ivans, varaforseti Lett- lands, í samtali við lieuíers-fréttastof- una. „Gorbatsjov segir að klíka hafi tekið völdin í Lettlandi og við viljum hrekja þá staðhæfingu.“ Alfreds Ru- biks, formaður kommúnistaflokks Lett- lands, er ekki sammála Ivans og sagði fyrir helgina í samtali við vikuritið Glasnost að borgarastyrjöld væri óum- flýjanleg í Lettlandi ef ekki yrði komið á beinni forsetastjórn þar. Edgar Sa- visaar, forsætisráðherra Eistlands, er bjartsýnn á niðurstöðuna þar. „Ég býst við um það bil 80% kjörsókn og að 70% þeirra verði hlynntir sjálfstæði." Hringurinn kom fram - í flösku KONA nokkur í Bretlandi týndi gifting- arhring sínum fyrir fjórum árum þegar hún vann í verksmiðju í Whitby í Norður-Englandi við að setja súrsað grænmeti og fleira meðlæti í flöskur. Svo gerðist það fyrir nokkru að Sandra Baker, ráðskona í skóla í Pembroke í Wales, fann hringinn þegar hann stíflaði rennslið úr sósuflösku, sem hún hafði keypt, og á sl. fimmtudag var hann kominn á fingur rétts eiganda. „Ég náði hringnum og þvoði hann. Ég vissi að hann hlyti að vera eigandanum mikils virði og reyndi þess vegna að hafa upp á honum,“ sagði frú Baker. Hún skrifaði til sósuverksmiðjunnar og með hjálp númers á flöskunni komust menn að því að á hana hafði verið fyllt í febrúar 1987. Skýrslur sýndu einnig að Susan Crabtree hafði tilkynnt að hún hefði tapað hring á sama tíma. Hún hafði fyrir löngu gefið upp alla von um að finna hringinn og keypt sér nýjan — en á fimmtudag var hún himiri- lifandi yfir því að geta borið upphafleg- an giftingarhring sinn á nýjan leik. Talið er að embættismenn Ba’ath- flokksins, valdatækis Saddams, hafi flúið borgina og margir hermenn séu einnig á leið út úr henni. Egypskir flóttamenn á leið frá írak til Kúveit segja að félagar þeirra hafi sætt barsmíðum í Basra. Ab- dullah Jaber al Badran sagði í samtali við fréttaritara breska dagblaðsins The Daily Telegraph að skotið hefði verið úr íröskum skriðdreka á veggmynd af forsetanum í Basra. Almenningur hefði fagnað ákaft og hrópað „Saddam er búinn að vera. Herinn er dauður“. A1 Badran sagði að fleiri skriðdrekar hefðu verið í nágrenninu en áhafnir þeirra hefðu ekki skipt sér af atburðunum. Sumir hermannanna hefðu jafnvel tekið þátt í mótmælunum. Fréttaritari Sky-sjónvarpsstöðvarinnar sagði í gær að bandamenn sneiddu hjá þéttbýlisstöðum á ferðum sínum um suður- hluta íraks og jafnvel væri byijað að kalla hersveitir út úr írak til þess að vekja ekki grun um að þær stæðu á bak við óróann í Basra. Fréttaritari Sky sagðist ennfremur hafa hitt íraskan lækni sem bandamenn hefðu tekið höndum og hefði hann fullyrt að tveimur breskum flugmönnum sem skotnir voru niður yfir írak 17. janúar hefði verið misþyrmt. Vopnahlésviðræðum bandamanna og íraka hefur verið frestað þangað til í dag eða á morgun að beiðni íraka. Viðræðurn- ar áttu að hefjast í gær, laugardag, ein- hvers staðar í Suður-írak. Pete Williams, talsmaður bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, sagði að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari frestun, ekki væri enn búið að ná samkomulagi um fund- arstað. Samkomulag náðist í grundvallaratrið- um á föstudagskvöld milli þeirra ríkja sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um friðarskilmála gagnvart írak. Þó er talið að Kínveijar muni sitja hjá þegar gengið verður til atkvæða um sam- komulagið á næstu dögum. Þar er meðal annars kveðið á um að írakar verði að skila öllum stríðsföngum og öðrum erlend- um ríkisborgurum, hætta öllum hernaðar- aðgerðum og fallast á greiðslu stríðsskaða- bóta. í staðinn lýsi fjölþjóðaherinn því yfir að hann yfirgefi írak svo skjótt sem auðið er. íslenskir leið- togar og vald- stjórnarspeki Machiavellis 20 LÝÐHYLLI LEIÐT0GANNA /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.