Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 4
 4 FREI 1 iR/YFIRLIT ^r^önbiaÖiö's^ú^gW^I-Ívíarz tó'91 ERLENT V IIMIMLEIMT Davíð í Ig'öri tílformanns DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri til- kynnti á mánudag að hann gæfi kost á sér í formannskjöri Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokksins 7.-10. mars. Þorsteinn Pálsson formaður fiokksins gefur kost á sér til endurkjörs. Sj ávarútvegsfyrirtæki sameinast Þrjú stærstu sjávarútvegsfyrir- tækin á Akranesi sameinuðust í vikunni og mynduðu eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Stefnt er að því að fyrir- tækið verði almenningshlutafélag. Raunvaxtalækkun Ríkisstjórnin hefur beint þeim tilmælum til Seðlabankans að hann nái fram lækkun raunvaxta með beinum aðgerðum og fyrir- mælum þannig að raunvextir verði sem næst þeir sömu og í helstu viðskiptalöndum okkar. Leitað að Hekluförum Tíu manns á fjórum jeppum fundust nálægt Heklu eftir nokkra leit aðfaranótt þriðjudags. Fólkið villtist af leið vegna dimm- viðris en lét vita af sér gegnum farsíma. Fangi í gæsluvarðhald Sakadómur Reykjavíkur úr- skurðaði Steingrím Njálsson í gæsluvarðhald degi áður en hann átti að ljúka afplánun á dómi vegna kynferðisafbrota. Gæslu- varðhaldsúrskurðurinn byggðist á að Steingrímur þætti hættulegur vanaafbrotamaður sem hefði ekki látið segjast þrátt fyrir fjölda dóma og læknismeðferðir. ERLEIMT 1 kíló af amfetamíni náðist Fíkniefnalögreglan handtók mann á fimmtudag sem hafði 1 kíló af amfetamíni í fórum sínum og hafði smyglað því til landsins. Þetta er stærsta amfetamínsend- ing sem lögregla hér á landi legg- ur hald á. EB vill tollalækkanir gegn fiskveiðiívilnunum í tilboðsdrögum, sem sjávarút- vegsdeild EB er að móta í viðræð- um við EFTA um evrópskt efna- hagssvæði, er m.a. gert ráð fyrir að tollur á söltuðum þorskflökum verði afnuminn en hann er nú 20%. Á móti þessu vill Evrópu- bandalagið m.a. fá að veiða 30 þúsund tonna þorskígildi í lögsögu Islands, Noregs og í Eystrasalti, og gera fiskveiðisamning við Ís- land. í fangelsi fyrir líkamsárás « Miðaidra maður var í sakadómi Reykjavikur dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir grófa líkamsárás gegn sambýliskonu sinni. Athöfn frestað vegna íslensks fyrirvara Þing Norðurlandaráðs var hald- ið í Kaupmannahöfn í vikunni og lauk því á fímmtudag. Á lokadegi þingsins átti að undirrita sam- þykkt um breytingar á starfshátt- um ráðsins en þeirri athöfn varð að fresta vegna fyrirvara frá ís- lendingum um eitt atriði sam- |>ykktarinnar. Persaflóa- stríði lokið George Bush, forseti Banda- ríkjanna, lýsti yfír því í ávarpi aðfaranótt fímmtudags að Persaf- lóastyijöldinni væri lokið. Banda- menn hefðu náð því markmiði sínu að frelsa Kúveit úr höndum íraka og vígvél Saddams Husseins hefði verið upprætt. Á fímmtudag féllust írakar á allar 12 sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna í Persaflóadeilunni og játuðu þar með uppgjöf. Hersveitir fjölþjóða- liðsins sigruðu her íraka, þann fjórða fjölmennasta í heimi, á aðeins fjórum sólarhringum. Stríðið kostaði 79 bandaríska her- menn lífið og 44 er saknað en ekki er vitað nákvæmlega hversu margir hermenn féllu frá öðrum þeim ríkjum er þátt tóku í aðgerð- unum. Þó liggur fyrir að mann- fall var mjög lítið með tilliti til þess hve innrásin í írak og Kú- veit var umfangsmikil aðgerð. Fullvíst þykir að tugþúsundir íra- skra hermanna hafi fallið og 175.000 írakar eru nú í fangabúð- um bandamanna. Saddam til Alsír? Franska dagblaðið Le Monde kvaðst á föstudag hafa heimildir fyrir því að Saddam Hussein, íraksforseti hefði óskað eftir þvf að fá hæli í Alsír. Leitað hefði verið eftir samþykki leiðtoga bandamanna fyrir þessari ráðstöf- un. Fréttaskýrendur hafa almennt látið það álit í ljós að óhugsandi sé að skipulegt uppbyggingarstarf verði hafíð í Irak á meðan Saddam er þar við völd en efnahagur landsins er í rústum eftir styijöld- ina við bandamenn og stríðið við írani á árunum 1980-1988. Grimmdarverk í Kúveit íbúar Kúveit-borgar segja að hemámsliðið hafi framið viður- styggileg grimmdarverk á þeim tæpu sjö mánuðum sem borgin var á valdi íraka. Fullyrt er að þúsundir Kúveita hafí verið teknar af lífi á hinn hroðalegasta hátt, fangar hafí sætt pyntingum, kon- um hafí verið nauðgað, böm og ungmenni drepin, eignir manna eyðilagðar, öðmm stolið. Iraska innrásarliðið stóð fyrir stórfelld- um spellvirkjum í Kúveit. Kveikt var í olíulindum, byggingar sprengdar í Ioft upp og mikil nátt- úruspjöll unnin. Sýnt þykir að endurreisnarstarfið taki mörg ár og að mánuðir muni líða áður en olíuvinnsla Kúveita kemst aftur á skrið. íraski herinn úr sögunni Hersveitir fjölþjóðaliðsins lögðu her íraka í rúst í Persaflóastyij- öldinni. Herforingjar bandamanna fullyrða að óhugsandi sé að írakar geti á ný ógnað nágrönnum sínum. Bryndrekadeildir íraka voru upprættar og tæp 70% þeirra liðsflutningavagna og stórskpta- vopna sem Saddam Hussein réð yfír eyðilögð. Um 4.000 skrið- drekum íraka var grandað en bandamenn kveðast hafa misst tvo dreka. Kjamorku- og eitur- efnastöðvar Saddams vom jafnað- ar við jörðu í loftárásum banda- manna og flota íraka gjöreytt. Niðurstöður nýrra raiinsókna í Bretlandi, Bandaríkj unum og Israel: Samband milli neyslu vít- amína og greindarvísitölu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NIÐURSTÖÐUR nýrra rannsókna benda til þess, að aukin neysla vítamína hækki greindarvísitölu barna og unglinga. Enginn óháð- ur vísindamaður hefur enn fengið að skoða niðurstöðumar. RRC-sjónvarpið sendi á dögun- um út þátt, þar sem settar voru fram niðurstöður um að aukin neysla vítamína barna og unglinga hækki greindarvísitölu þeirra. Daginn eftir setti fyrirtæki, sem styrkt hefur rannsóknimar, á markað nýja tegund vítamína, Vitachieve. Fyrir tveimur áram komu fram svipaðar niðurstöður í einum vísindaþætti RRC-sjónvarpsins. Næsta morgun seldust upp vítamín í flestum apótekum lands- ins. Frekari rannsóknir á sam- bandi neyslu vítamína og greind- arvísitölu virtust afsanna, að um eitthvert samband væri að ræða. í framhaldi af upphaflegu rann- sókninni var stofnun sett á lag- Tékkóslóvakía: gimar til að standa að stærri rann- sókn, sem fram hefur farið í Bret- landi, Bandaríkjunum og ísrael. Fyrstu niðurstöður þessarar könn- unar benda til að aukin neysla vítamína geti hækkað greindarv- ísitölu um 4 stig. Þessar niðurstöð- ur em einvörðungu úr bandaríska hluta rannsóknarinnar. Ýmsir þekktir vísindamenn hafa staðið að þessari nýju rannsókn. Þeirra á meðal em Hans Eysenck, sálfræðingur, og Linus Pauling, Nóbelsverðlaunahafí í lífefna- fræði. Fjölþjóðafyrirtækið Booker, sem framleiðir matvæli, setti á markað vítamínpillur fyrir börn og unglinga daginn eftir að niður- stöðumar vora birtar. Viðskipta- hagsmunir þess hafa ráðið því, að niðurstöðumar vora ekki birtar fyrr. Góðgerðarstofnanir, sem að- stoðuðu við breska hluta rann- _sóknarinnar, era óánægðar með þessa notkun niðurstaðnanna til að auglýsa vítamínpillur. Sumir vísindamenn vara foreldra við að gefa bömum sínum of mikið vítamín, sem geti valdið eitran. Aðrir vísindamenn efast um þetta samband neyslu vítamína og hækkaðrar greindarvísitölu. Þeir benda á rannsóknir, sem gerðar voru í framhaldi af fyrsta sjón- varpsþættinum fyrir tveimur áram. Sömuleiðis finnst þeim gransamlegt, að ritgerð með nið- urstöðunum hafi ekki verið send inn til viðurkennds vísindatímarits. En viðurkennd vísindatímarit senda allar ritgerðir til dóm- nefnda, áður en þær fást birtar. Pólitísk óvissa tefur fyrir efnahagsumbótum í byrjun janúar voru fyrstu skrefin stigin í Tékkóslóvakíu í átt- ina að markaðshagkerfi. Þá var verðlag gefið fijálst en niður- greiðslur hafa verið miklar fram til þessa; Þótt fyrstu áhrifin séu hærra verð á öllum varningi, lætur fólk sig hafa það án þess að kvarta mikið. Snem ma í febrúar var skýrt frá því í lítilli blaðafrétt, að fr anskir iðnrekendur, sem vænst var í borginni Plzen, hefðu ekki látið sjá sig þar. Þeir ætluðu að stofna þar til samstarfs í atvinnu- málum. Það var ekki gefin nein skýring á því að Frakkarnir komu ekki til fundarins. Líklegasta ástæðan fyrir fjarvera þeirra er einfaldlega sú, að þeir höfðu ekki áhuga á samvinnu við Tékka, vegna þess að þeir höfðu vantrú á pólitískri og efnahagslegri framtíð þeirra. Það er ekki of fast að orði kveð- ið, þegar sagt er, að stöðugleiki sé ekki mikill í stjórnmálum Tékkóslóvakíu. Vaclav Havel for- seti hafði rétt nýlokið við að bera klæði á vopnin milli Tékka og Slóvaka, þegar annar alvarlegur ágreiningur komst á dagskrá: Klofningur innan helsta bakhjarls byltingarinnar, Borgaravett- vangs. Hreyfingin er klofín í tvennt vegna stöðugra deilna milli forystumanna hennar. Fyrir fáeinum vikum tilkynnti Vaclav Klaus, formaður Borgara- vettvangs og fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu, að hreyfingunni hefði verið breytt í hægri- sinnaðan flokk og innan henn- ar yrði tekið upp hefðbundið flokksskipulag. Þessi ákvörðun olli miklum deilum og leysti engan vanda innan vé- banda Borgaravettvangs. Unnt er að skilja sjónarmið Klaus með því að horfa á vinnubrögð þingmanna hreyfíngarinnar á þjóðþinginu, þar sem þeir deila um fmmvörp án nokkurs vilja til málamiðlunar. 1 þingkosningunum sem efnt var til eftir hmn kommúnismans hlaut Borgaravettvangur um helming atkvæða í tékkneska hluta landsins. Með þessu vildu menn sýna samhug í baráttunni Vaclav Klaus, formaður Borg- aravettvangs og fjármálaráð- herra Tékkóslóvakíu. gegn kommúnisma. Undir niðri höfðu kjósendur Borgaravett- vangs ólíkar skoðanir á mörgum málum. Þær hafa smátt og smátt verið að koma í ljós og era langt til vinstri eða hægri og allt þar á milli. Enginn gat vænst þess að þingmenn hreyfingarinn- ar yrðu allir á einu máli, þeg- ar þeir tækju til við að ræða og taka ákvarðanir um mikilvæg málefni. Sumir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að efna eigi sem fyrst til þingkosninga að nýju, ef deilumar innan Borgaravettvangs leiða til þess að þingið getur ekki tekið á neinum málum. Afgreiðsla lífsnauðsynlegra mála tekur lang- an tíma I þinginu og stangast hægagangurinn þar á við þörfína fyrir skjótar ákvarðanir utan þingsalanna. Fyrir þessu geta aðeins verið tvær ástæður: Annað hvort skortir þingmenn hæfileika BAKSVIP eftir Jaroslav Novák til að sinna störfum sínum eða þeir átta sig ekki á því, hve ástandið er alvarlegt. Þeir sem gagnrýna Vaclav Klaus, höfund efnahagsmunbót- anna, benda réttilega á, að tveim- ur mánuðum eftir að fyrsta skref þeirra var stigið, það er með af- námi verðlagshafta, er þjóðin ekki nær markaðsbúskap en í desemb- er 1990. Einu augljósu áhrif frels- is í verðlagsmálum em gífurlegar verðhækkanir. Matvæli em þriðj- ungi dýrari en áður en ýmsar pappírsvömr, svo sem servíettur og salemispappír era þrisvar sinn- um dýrari en áður. Er þetta ekki eðlilegt, þegar gamli framleiðand- inn einokar enn markaðinn og ákveður verðið? Hið sam má segja um dreifingaraðila, sem hagnast verulega á starfsemi sinni. Þótt ríkisstjóminni sé mikið í mun að breytingar hefjist, hefði hún átt að fara sér hægar í verð- lagsmálum. Hvaða vit er í því að gefa verðlag fijálst, ef ekki er um neina samkeppni að ræða? Hún kemur ekki til sögunnar fyrr en með einkavæðingu og afnámi þjóðnýtingar. Nýlega hófst einka- væðing lítilla verslana og veit- ingahúsa. Ætlunin er að bjóða stærri fyrirtæki til sölu síðar á árinu. Allt tengist þetta náið svo- nefndum „endurreisnarlögum“ en samkvæmt þeim ætti að greiða eigendum þjóðnýttra húsa og eigna bætur. Auðvelt er að skilja að ágreiningur sé um frumvarpið á þingi. Annars vegar kallar það á mikil útgjöld ríkisins en hins vegar verður að stuðla að því að réttlætið nái fram að ganga. Tékkóslóvakar hafa opnað dyr lands síns gagnvart umheiminum. í fyrstu þrýstu erlendir aðilar á dyrnar og virtust hafa mikinn áhuga á að verða fyrstir til að fjárfesta. Nú hika þeir vegna þess að þeir hafa fylgst náið með fram- vindu mála í landinu og em ekki vissir um að í Tékkóslóvakíu ríki nægilegt öryggi fyrir fjármuni þeirra. Höfundur er blaðnmaður í Prag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.