Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT .MORGUNBLAÐIg SUNNUDAGUK 3. MAR^ 1991 Öll kurl ekki enn komin til grafar varðandi hringrotið - segir Ólafur Geir Vagnsson héraðsráðunautur 1 Eyjafirði HRINGROT hefur skotið sér niður hjá nokkrum bændum sem stunda stofnrækt og útsæðisframleiðslu á kartöflum í Eyjafirði. í fyrravor fannst þessi sjúkdómur hjá sex bændum og nú hafa átta tilfelli til viðbótar fundist og óttast Ólafur Geir Vagnsson, héraðs- ráðunautur í Eyjafirði, að öll kurl séu ekki enn komin til grafar. Stofnrækt og útsæðissala bænda í Eyjafirði, sem verið hefur um margra ára skeið, er í rauninni fallin. „Ég er ansi hræddur um að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu máli. Kartöflubændur á Suð- urlandi hafa treyst verulega á út- sæði frá Eyjafirði undanfarin ár, en nú virðist sem hefjast þurfi handa við endurnýjaða stofnrækt. Þá þarf að byija aftur frá grunni með nýja smitfría stofna sem eru til hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins á Keldnaholti. Þó bændur geti ekki keypt heilbrigt útsæði í vor þá reyna þeir trúlega að þreyja þorrann og góuna og halda áfram kartöflurækt og bíða eftir að nýr og hreinn stofn komi á markaðinn, en það gæti orðið að einhveiju leyti eftir tvö ár. Þá þarf smám saman að skipta því eldra út fyrir heil- brigt útsæði,“ segir Ólafur Geir. „Það þarf að semja við ákveðna bændur um að leggja niður fyrri kartöflurækt, eða fá nýja til að taka þennan hreina stofn til fjölg- unar. Hringrot smitar ekki jarð- veginn en getur lifað í kartöfluleif- um og því verður örugglega sett sem skilyrði að nýtt útsæði verði sett í nýtt land,“ segir Ólafur Geir. Hann sagðist búast við að bænd- ur reyndu að setja niður svipað magn og undanfarin ár enda væri þetta ekki vandamál í sambandi við matarkartöflur nema hjá ör- fáum bændum. „Vandamálið er að komast fyrir þetta til • að menn geti haldið leyfum sínum til sölu á útsæði. Hjá hinum almenna kart- öflubónda er smit á milli ára mjög takmarkað og ef þeir eiga völ á heilbrigðu útsæði yrði hringrotið ekkert vandamál við framleiðslu á matarkartöflum. Vandamálið er mismikið milli ára og fer aðallega eftir tíðarfari og hvernig útsæðið er geymt,“ segir Ólafur Geir. Hringrot er bakteríusjúkdómur sem berst með jarðrenglunni inn um naflann á kartöflunni og síðan berst hann með leiðsluvef, sem er utantil í kartöfiunni. Á fyrsta stigi má sjá þetta með því að skera í sundur kartöflu og kreista, þá kemur bakteríuslím úr sárinu. Þeg- ar lengra líður myndast rotnandi hringur, og af því ber sjúkdómur- inn nafn, og kartaflan verður að graut. Það gerir kartöflubændum erfitt fyrir að ekki er hægt að sjá utan á kartöflunni að hún er sýkt fyrr en sýking er komin á nokkuð hátt stig. Það er því erfítt fyrir þá að tryggja að ekki fari skemmd- ar kartöflur á markaðinn. „Útbreiðsla hringrotsins er langmest í Þykkvabæ og víðar í Rangárvallasýslu, aðalkartöflu- ræktarhéraði landins, og einnig hafa komið fram tilfelli hjá kart- öfluræktendum í Hrunamanna- hreppi og hjá einstaka bónda aust- ur í Hornafirði og í Öræfum. „Neytendur geta orðið varir við sýktar kartöflur en skemmdir eru mjög sjaldan sýnilegar í kartöflum fyrst að haustinu og það er ekki fyrr en líður á vetur sem þær koma að einhverju marki í ljós. Auðvitað geta neytendur rekist á eina og eina skemmda kartöflu en þær eru ekki hættulegar á nokkurn hátt. Rotnandi kartöflur eru hins vegar alls ekki mannamatur. Kartöflur sem eru sýktar, en engar skemmd- ir eru sjáanlegar, má vel nota sem neysluvöru. Hringrot hefur verið mest áber- andi í premiu-kartöflum, sem eru dálítið á markaði hér, aðallega sem bökunarkartöflur og til framleiðslu í frönskum kartöflum. Þær virðast vera mun viðkvæmari fyrir hring- roti en gullaugað okkar og þær rauðu íslensku," segir Ólafur Geir Vagnsson héraðsráðunautur. Átak til bensínsparnaðar: Ford-bíl- ar prófað- ir ókeypis SVEINN Egilsson Semoco hf. hefur ákveðið í samráði við Olíu- félagið hf. Esso, að bjóða Ford- eigendum að koma með bíla sína að verkstæði Semoco hf., Skeif- unni 17, sunnudaginn 3. mars frá kl. 10.00-17.00 og fá upplýs- ingar um það í hvaða ástandi bílar þeirra eru með tilliti til bensínsparnaðar og til lækkun- ar á rekstrarkostnaði þeirra, eigendum að kostnaðarlausu. Bifreiðar verða tengdar við full- komnustu bílagreiningartölvur sem völ er á í heiminum í dag, þ.e. Allen Smart Engine Analyzer og Allen Smart Scope. Tölvur þess- ar geta greint yfír fímm þúsund mismunandi bilanir, hvort sem um er að ræða hefðbundnar vélar eða vélar sem eru búnir flóknum raf- eindabúnaði. Framkvæmd verður á bílunum prófun á öllum þeim þáttum vélar, sem hafa áhrif á aukna bensín- eyðslu. Bílatryg’gingafélögin tapa hátt í milljarði BIFREIÐATRYGGINGARNAR voru reknar með um 340 milljóna króna tapi á síðasta ári. Auk þess hefur komið í ljós að félögin hafa vanáætlað tjón sem urðu á árunum 1987-1989 en voru gerð upp í fyrra eða eru jafnvel enn óuppgerð og verða bifreiðatrygg- ingafélögin fimm að gjaldfæra um 630 milljónir í reikningum síðasta árs vegna þessa. Samtals er því tap þeirra af bílatrygging- um í fyrra og vanáætluð tjón frá fyrri árum um 970 miþjónir króna. Aðalfundir tryggingafélaganna verða í þessum og næsta mánuði og er greinilegt að þar verður ekki tilkynnt um neinn „Eimskipshagnað". Tryggingamenn sem rætt var við hafa áhyggj- ur af afleiðingum þessa slæma árs á tryggingastarfsemina í landinu. Siguijón Pétursson aðstoðarfframkvæmdastjóri Sjóvá- Almennra trygginga segir að hag félaganna sé stefnt í voða. Eigið fé þeirra sem hlutfall af veltu hefur rýrnað verulega á undanförnum árum og ólíklegt er að aðrir tryggingaflokkar hafi skilað nógu miklum hagnaði til að jafna tapið á ökutækjatrygging- unum á liðnu ári. Tryggingamenn segjast verða að reka félögin með hagnaði á næstu árum til að byggja fyrirtækin upp. Afkoma er misjöfn á milli tryggingaflokka og einnig á milli tryggingafélaga. Mesta tapið er á slysatryggingu ökumanns og eiganda. Sú trygg ing var tekin upp 1988 og á þremur árum hafa tryggingafélögin tapað 1.300 milljónum á henni. Tap síðasta árs var 446 milljónir og að auki þurfa félögin að gjaldfæra 378 milljónir vegna vanáætlaðra tjóna frá 1988 og ’89. Fyrir nokkru var ákveðin hækkun á iðgjaldinu, þannig að við næstu endurnýjun ábyrgðartrygging- ar þurfa bíleigend- ur að greiða 10.463 kr. slysatryggingu í stað 5.484 kr. fyr- ir ári og er það yfir 90%. Þegar Tryggingaeftirlitið féllst á þessa hækkun tók það sérstaklega fram að iðgjaldið væri nálægt því lágmarki sem eftirlitið gæti fallist á og fór fram á að félögin veittu ekki afslætti af því. Viðvarandi tap hefur verið á lögboðinni ábyrgðartryggingu ök- utækja i allmörg ár. Frá árinu 1985 hafa félögin tapað 1.600 milljónum á þeim flokki. Á síðasta ári var tapið 124 milljónir kr. og auk þess þurftu þau að gjaldfæra yfír 300 milljónir kr. vegna fyrri ára, samkvæmt upplýsingum Benedikts Jóhannessonar stærð- fræðings hjá Talnakönnun sem hefur annast afkomuútreikninga fyrir tryggingafélögin. Iðgjöldin hafa hækkað um 7,75% undan- fama tólf mánuði í samræmi við svokallaða tjónavísitölu, sem mælir hækkun á kostnaði við tjón- in, það er viðgerðir og atvinnu- tekjur, og að auki hækka flest félögin þau um 7% þannig að heildarhækkunin er 15,3% frá síð- ustu endurnýjun. Meðalbónus hækkar um 1% á ári, hann er nú 53%, og fara um 2% af hækkuninni til að standa undir bónushækkuninni þannig að félögin fá í sinn hlut um 5% sem er nálægt því að koma þessum tryggingaflokki á núllið eða rétt upp fyrir, það er að segja ef félögin hafa áætlað óuppgerð tjón rétt. Félögin hafa haft hagnað af húftryggingum bifreiða, svokall- aðri kaskótryggingu og hefur hann staðið undir hluta af tapi við aðra tryggingafiokka. Hagn- aðurinn var 235 milljónir á síð- asta ári og auk þess minnka áætl- uð útgjöld félaganna vegna fyrri ára um 58 milljónir kr. þannig BAKSVIÐ eftir Helga Bjamason að kaskótryggingin bætir afkomu félaganna á síðasta ári um tæp- lega 400 milljónir kr. Nú lækka félögin iðgjöldin. Kaskóiðgjöldin hafa hækkað um 7,3% frá síðustu endurnýjun í samræmi við tjónav- ísitölu þessa flokks en nú lækka stóru félögin þau aftur um 12% þannig að þau verða 5,6% lægri en fyrir ári. Þrátt fyrir þessa lækkun iðgjaldanna hafa félögin áfram góðan hagnað af húftrygg- ingunum. Framrúðutryggingar hækka um 7% umfram tjónavísitölu og er iðgjaldið nú 1.928 kr., 14,8% hærra en það var fyrir ári. Lítils- háttar tap varð af framrúðutrygg- þessa tiltekna bíleiganda um tæp- ar 2.000 kr. frá. síðustu endumýj- un, úr 41.832 í 43.743 krónur, eða um 4,5% sem er undir verð- lagsbreytingum á þessu tímabili. Risarnir í bílatiyggingunum, Vátryggingafélags íslands (41,9% markaðshlutdeild 1989) og Sjóvá- Almennar tryggingar (38,5% markaðshlutdeild), eru samstíga Okutækjatryggingar Dæmi tekið af Toyota Corolla 1300 árg. 1990 1/3*90 Ábyrgðartrygging (55% bónus) Siysatrygging ökum. og eíg. Framrúðutrygging Kaskótrygging 18.668 5.484 1.729 21,435 1/3 ’91 Breyting 21.522 ■É|15,3% 10.463 1.985 ■i.14,8% 20.236 1-5,6% SAMTALS: 47,316 54.206 \ 14,6% ingunum á síðasta ári. Ef tekið er dæmi af ákveðnum bíl, Toyota Corolla 1300 árgerð 1990, gætu útgjöld eigandans hækkað úr 47.316 kr. í 54.206, eða um 6.890 kr. sem er 14,5% hækkun á milli ára. Miðað er við að viðkomandi bíleigandi hafí 55% bónus í ábyrgðartryggingu sinni og að hann haldist óbreyttur á milli áranna. Þá er miðað við að hann kaupi sér fijálsu trygging- arnar, kaskótryggingu (með 40% bónus og 45.700 kr. sjálfsábyrgð) og framrúðutryggingu. Ef ein- göngu er litið á hækkunina vegna þeirra hækkana sem urðu nú um mánaðamótin, þ.e. á öðrum ið- gjöldum en slysatryggingu öku- manns og eiganda, hækka útgjöld í breytingum iðgjaldanna nú um mánaðamótin. Þau hækkuðu ábyrgðar- og framrúðutrygging- arnar um 7% og lækka kaskó- tryggingar um 12%. Minnsta bíla- tryggingafélagið, Ábyrgð (5% markaðshlutdeild), er með sömu iðgjöld. Tryggingamiðstöðin (8,1% hlutdeild) breytir iðgjöldun- um minna en hin félögin, hækkar ábyrgðartrygginguna um 5% og lækkar kaskóiðgjöldin um 10%. Þegar haft var samband við Tryggingu hf. á föstudag höfðu iðgjöldin ekki verið ákveðin en talað um að þau yrðu í takt við breytingar annarra. Tryggingaeftirlitið áætlar að hækkun þeirra iðgjalda sem hækkuðu 1. mars skili félögunum 2% iðgjaldahækkun. Þetta virðist þó vera misjafnt á milli félaga. Sigurjón Pétursson telur að lækk- un kaskóiðgjaldsinsjafni út tekju- auka vegna hækkunar ábyrgðar- og framrúðutrygginganna. Ábyrgðartryggingamar í heild verða væntanlega hallalausar á þessu ári en sum félögin munu hafa hagnað af þeim en önnur tapa. Samkvæmt tölum Trygg- ingaeftirlitsins frá 1989 tapaði Sjóvá-Almennar verulegum fjár- munum á ábyrgðartryggingum en VIS hagnaðist. Ástæður mismun- andi afkomu hafa ekki verið skýrðar til fulls, en trygginga- maður sem rætt var við benti á að Sjóvá-Almennar tryggingar væru sterkar á áhættusvæði eitt (höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Eyjaijörður) þar sem mikið er um umferðaróhöpp en VÍS sterk- ara á áhættusvæði tvö. Iðgjöldin á.svæði tvö em lægri en á svæði eitt vegna færri umferðaróhappa. Ýmislegt bendir til að munurinn ætti að vera meiri en upplýsingar hefur vantað til að hægt væri að leiðrétta hann. Tryggingamenn segja að tap bílatrygginganna megi einkum rekja til slysanna, það er slysa- þáttar ábyrgðartryggingarinnar og slysatryggingar ökumanns og eiganda. Siguijón hjá Sjóvá- Almennum tryggingum, formaður tækninefndar bifreiðatrygginga- félaganna, orðaði það svo að slys- atjónin vissu ekkert um þjóð- arsáttina og höguðu sér ekki í samræmi við hana. Skipting mun- atjóna (tjón á bílum og öðrum eignum) og slysatjóna hefur breyst mjög á undanförnum ámm. 1987 vom slysatjónin rúmlega þriðjungur af tjónabótum í ábyrgðartryggingum en á síðasta ári voru þau orðin tæpur helming- ur. Ýmsar skýringar eru á þessu. Fólk er orðið meðvitaðra um rétt sinn til bóta og einnig telja trygg- ingamenn að gervislysum fjölgi, fólk fái metna örorku án þess að það verði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna slyss. Innan tryggingafé- laganna er rætt um að breyta greiðslum fyrir slysatjónin, að í stað einnar greiðslu út á örorku- mat verði fólk að sanna tekju- missi sinn árlega, til dæmis með skattframtali. Siguijón sagði að það gæti verið leið til að gera greiðslur slysatjóna sanngjarnari, ekki stæði til að svipta þá bótum sem raunvemlega slösuðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.