Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR sunnudagur 3. MARZ 1991 o9 Á ÆSKUL ÝÐSDEGI ÞJÓÐKIRKJUNNAR eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON í dag er æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar. Til þessa sérstaklega merkta sunnudags æskunnar var stofnað til að leggja áherslu á ábyrgð kirkjunnar gagnvart æsku og uppeldi. Gjarnan er vikið frá hefðbundnu helgihaldi og leitast við að höfða til þeirra, sem dagur- inn er helgaður. Flest börn á ís- landi þekkja „Guð vors lands“. Ég er þó ekki viss um að þau lesi þessa hugvekju, nema fá. Það er sjálfsagt sama hvað ég myndi skrifa hér, börn og unglingar lesa það helst ekki. Þau hafa úr mörgu að velja, bæði afþreyingarefni og öðru fljótteknu og auðmeltu um- fram skrifaðan texta. Út frá sögu Jesú um ríka ungl- inginn heyrði ég einu sinni frásögn af engli. Hann var leiður yfir því að börn báðu ekki iengur um vernd og reiknuðu jafnvel ekki með að hann væri til. Hann tók því að beita nýjum aðferðum, þeim sömu og almennt gerast í nútímanum. Hann setti upp fyrirtæki og aug- lýsti það sem hann hafði á boðstól- um. Hjá honum væri hægt að fá alla drauma uppfyllta. Til hans kom ungur maður og mæltist á þessa leið: Ég hef ákveðið að biðja Jesú Krist að vera leiðtoga lífs míns. Mig dreymir um að veröldin verði betri. Mig dreymir um frið í heiminum, enginn verði hungrað- ur, enginn þjáist, mannréttindi verði virt. Ég vil að gleði og fögn- uður ríki í samfélagi mannanna. Þetta allt vil ég fá, sagði ungi maðurinn. Engillinn, sem hafði skrifað hjá sér pöntunariistann, leit upp og sagði: Allt þetta er hægt að fá. En það er eitt, sem þú áttar þig ekki á. Við seljum ekki ávextina, heldur aðeins fræin. Þessi einfalda saga lýsir býsna vel boðskap Krists og kirkju hans. Trúin er eins og fræið. Hún er möguleikinn til þess að breyta heiminum, þannig að ríki Guðs verði, svo á jörðu sem á himni. Framsetning trúarinnar breytist með breyttum tíma eftir aðstæðum og skilyrðum. En trúin sjálf er hin sama. Kristur er alltaf hinn sami. Hann hefur orð lífsins að flytja mannheimi og notar til þess mann- lega milligöngu. Trú þarf að rækta og rækja. Hún verður ekki keypt eða fengin með auðveldum hætti. Hún er trúnaður við Guð og sjálfan mann. Ef ekki er hlúð að fræinu og því búin skilyrði til vaxtar get- ur það fengið þann dóm að falla í jörð en verða aldrei blóm. Hver kristinn maður er kallaður til sér- staks hlutverks í lífinu. Þótt trúin sé persónuleg og Drottinn tali til hvers og eins, þá er trú manns aldrei óháð umhverfi hans. Trú og menning þjóðar er trúnaður við skylduna, hina daglegu, ævilöngu skyldu að vera manneskja, sem veit af Drottni, sinnir störfum í samfélagi fólks og bregst ekki þeirri köllun sinni að vera maður þrátt fyrir allt, sem mótdrægt mætir bæði innan frá og utan að. Víða er talað um ávexti í Bibl- íunni, þ.e. hvemig kristin trú ber ávöxt. Postulinn Páll talar um ávexti andans og segir: „En ávöxt- ur andans er: Kærleiki, gleði, frið- ur, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og bindindi." Ekkert af þessu verður keypt en allt eftirsóknarvert til þess að öðl- ast betra líf. Ágætu lesendur. Þetta er síðasta hugvekjan sem ég skrifa í blaðið a.m.k. að sinni. Ég þakka ykkur samfylgdina eftir textum kirkjuársins og bið ykkur blessun- ar Guðs. Ykkar einlægur, Hjálmar Jóns- son. VÆRÐARVOÐIR VÆRÐARVOÐIR Hafið þið séð nýju værðarvoðirnar sem hannaðar eru af GUÐRÚNU GUNNARSDÓTTUR, MENNINGARVERÐLAUNAHAFA DV í dag er værðarvoð ein vinsælasta fermingar- og vinar- gjöfin hjá okkur. Værðarvoð er nauðsynleg á nútíma heimili. Sendum í póstkröfu. ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR sími 11785 17. MARS 1991 OPIÐ HÚS Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 1. mars til 7. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102B. Auk þess er Laugarnes Apótek Kirkjuteigi 21, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar, nema sunnudag. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt — neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviötalstími framveg- is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkruna- rfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka 78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Viö- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka 78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viötalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjóhustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á. laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofan Ármúla 5 opin 13—17 miðvikudaga og föstudaga. Sími 82833. Samb. ísl. berkla- og brjósthoissjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal- ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi. Virka daga kl. 9-19. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sífjaspell- um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Sími 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar- götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15790, 13830 og 11402 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 13855, 11402 og 9268, 7992, 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum geta einn- ig nýtt sér sendingar á 17440, 15770 og 13855 kHz kl. 14.10 og 19.35 og kl. 23.00 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35-20.10 á 17440, 15770 og 13855 kHz. og kl. 23.00- 23.35 á 15770, 13855 og 11402 kHz. Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft nýtt sér send- ingar kl. 12.15 og kl. 18.55. Að loknum lestri hádegis- frétta á laugardögum og sunnudögum er lesið fréttayfir- lit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeiidin Eiríksgötu: Heimsókn- artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. — Borgarspftalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. a laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.30. — Kleppsspít- ali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogs- hælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslu- stöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. S-J 4000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akur- eyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn Islands: Aðallestrarsalur oplnn mánud. — föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána) sömu daga kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda- safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Við- komustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Safnið er opið fyrir hópa og skólafólk eftir samkomulagi frá 1. okt.—31. maí. Uppl. í síma 84412. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. ............. , .T.r,"|["(------------ Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ingarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sýning á verkum þess stendur yfir. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi- stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufraeðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30- 16. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Sími 54700. Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-fimmtud. 15-19. Föstud. 15-20. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug 13.30-16.10. Opift i böft og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laug- ardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vestur- bæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30_Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiftholts- laug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá 7.30- 17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Sufturbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarftar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmáriaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — fimmtud. kl. 6.30-8 og 16—21.45, (mánud. og miftvikud. lokað 17.45—19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laug- ardaga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 9-17.30. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Settjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30. --------- ------------rn—'m——r-—r---------------irr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.