Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 FORMAHNSKJOR I SJALFSTJEÐISFLOKKNUM Dr. Þór Whitehead sagnfræðingur: í SJÁLFST /EÐISFLOKKNUM HEFUR ALDREIVERIÐ NEIH LOGNMOLLA Dr. Þór Whitehead. „MARGIR eru haldnir þeirri ranghugmynd að hér fyrr á árum hafi Sjálfstæðisflokkur- inn verið mikið kærleiksheimili þar sem aldrei hafi komið upp deilur um forystu- menn, fyrr en Gunnar Thoroddsen mynd- aði sína ríkisstjórn. Sannleikurinn er hins vegar sá að það hafa verið átök í Sjálfstæð- isflokknum alveg frá upphafi og meðal annars dróst stofnun flokksins á langinn vegna þess að menn gátu ekki komið sér saman um hver ætti að verða formaður. Atök um formannssætið nú eru því engin nýlunda hvað það snertir,“ sagði Dr. Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði og for- seti heimspekideildar Háskóla íslands. 1 Jór benti á að við myndun Þjóðstjómar JL 1939 hefðu hafist átök í Sjálfstæðis- flokknum, en hann fór þá í ríkisstjóm með eins atkvæðis mun í þingflokknum: „Þetta var öðrum þræði vantraust á Ólaf Thors og eins. konar uppreisn gegn honum, þótt einnig hafi verið deilt um málefni. Þessar deilur komu fram með ýmsum hætti næstu árin og þeim lauk ekki fyrr en flokkurinn klofnaði við stofn- un Lýðveldisflokksins árið 1953. Á sama tíma er að koma upp ágreiningur milli Gunnars Thoroddsens annars vegar og Ólafs Thors og Bjama Benediktssonar hins vegar, eftir for- setakosningarnar 1952. Frá þeim tíma og þar til Gunnar varð sendiherra 1965 vom væring- ar og spenna í flokknum. Nýtt tímabil átaka hófst svo þegar Gunnar kom heim og sóttist á ný eftir völdum í flokknum eftir 1970, sem náði hámarki þegar Gunnar myndaði ríkis- stjómina 1980. Samtímis kom upp hópur manna í kringum Albert Guðmundsson, sem myndaði eins konar samfylkingu með Gunnars- mönnum gegn Geir. Það endaði svo aftur með klofningi Sjálfstæðisflokksins 1987 þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður. ÍJt af fyrir sig er óeðlilegt að ætlast til að flokkur, sem um 40% þjóðarinnar kýs í kosn- ingum, geti verið alveg einhuga um forystu- menn og málefni. Menn mynda flokka um ákveðin meginsjónarmið, en í lýðræðisþjóðfé- lagi er eðlilegt að menn takist á um forystu- menn og einstök mál. Lýðræðið hefur leikregl- ur til að útkljá slíkan ágreining á friðsamlegan hátt. Þessi samstaða, sem sumir leggja svo mikla áherslu á, getur verið einkenni stöðnun- ar eða bælingar og í því tilfelli er samstaðan ekkert annað en svikalogn, sem getur endað með mjög heiftarlegum átökum milli manna. Það hefur >erið sagt að Islendingar kunni ekki að deila og að mörgu leyti á það við um fyrri átakasögu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfur get ég vottað um það, eftir áratuga starf í flokknum, að þar hefur alltaf ríkt mikil hræðsta við kosningar milli manna. Þetta hefur einnig komið fram nú, þegar því er líkt við hnífstung- ur og skemmdarverk að varaformaður flokks- ins gefí kost á sér í formannskjöri. Sú keppni sem nú fer fram tengist á engan hátt fyrri átökum í Sjálfstæðisflokknum. Hér er um að ræða tvo menn sem koma úr sama hópnum og hafa nánast sömu skoðanir á helstu þjóðmálum. Það er því fráleitt að bera þetta saman við það þegar varaformaður flokksins myndaði ríkisstjóm í trássi við meirihluta þing- flokksins, sem var afleiðing af áratuga illdeii- um og tortryggni. Að mínu mati er formanns- slagurinn nú tímanna tákn. Að því leyti er ég sammála því sjónarmiði sem fram hefur komið hjá Etlert B. Sehram að þessi keppni væri til marks um að nútíminn væri loksins að sigra í Sjálfstæðisflokknum. Og ef við lítum á þetta formannskjör í samhengi við prófkjör, þar sem þingmenn verða að keppa um sæti sín á Al- þingi, er ekki óeðlilegt að forystumenn flokk- anna keppi innbyrðis um embætti innan flokks- ins. Það er að minnsta kosti óeðlilegt að gera ráð fyrir að formenn sitji ævilangt eða svo lengi sem þeir sjálfír kjósa. Með breyttum tímum er kosningabarátta flokkanna mun styttri og snarpari en áður. Hún stendur í rauninni ekki yfir nema í viku fyrir kosningar og endar á þjóðmálafundi for- manna flokkanna í sjónvarpi kvöldið fyrir kjör- dag. Þess vegna er ég ekki sammála þeirri líkingpi formanns Sjálfstæðisflokksins, að hann standi í miðju straumvatni. Ég lít svo á að raunveruleg kosningabarátta sé ekki hafin og Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki kominn út í straumvatnið heldur standi hann nú á bakkan- um og þurfi að taka ákvörðun um hver eigi að leiða flokkinn yfir ána. Það er landsfundar- ins að taka ákvörðun um það og eins hitt, hver eigi að hafa forystu um stjómarmyndun- arviðræður af hálfu flokksins og hugsanlega sitja í forsæti ríkisstjómar að loknum þeim viðræðum." Sv.G. Dr. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur: lÍNSDÍMÍT SÖGU SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Dr. Svanur Kristjánsson. „ AÐ MÍNU mati er nauðsynlegt að setja þessi átök í Sjálfstæðisflokknum í sam- hengi við þær breytingar sem orðið hafa í íslenskum stjórnmálum á undanförnum tveimur áratugum," sagði dr. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmála- fræði og forseti félagsvísindadeildar Háskóla íslands. „Upp úr 1970 urðu mik- il umbrot í íslenskum stjórnmálum sem lýstu sér meðal annars í því að tök flokk- anna á kjósendum minnkuðu og verulega dró úr hollustu kjósenda við stjórnmála- flokka. Á sama tíma hefur samheldni innan flokkanna minnkað,“ sagði Svanur ennfremur. Þótt talsvert hafi verið rætt um innbyrð- isátök í Sjálfstæðisflokknum allt frá því er Bjami Benediktsson féll frá árið 1970 er rétt að undirstrika að slík átök eru ekki bundin við Sjálfstæðisflokkinn einan. Það hafa komið upp harðar deilur í öðrum flokk- um líka. í Alþýðuflokknum var þrisvar sinn- um skipt um formann með stuttu millibili, og í öll skiptin í andstöðu við þann formann sem var fyrir og í kjölfar kosningaósigra. Ólafur Ragnar var á sínum tíma kjörinn formaður í Alþýðubandalaginu í andstöðu við þorra manna í þingfiokknum. Það var líka eftir kosningaósigur Alþýðubandalag- ins. Og þótt ekki hafi verið átök um for- mann Framsóknarflokksins á undanfömum ámm hafa verið átök í þeim flokki, sem meðal annars hafa komið fram í sérframboð- um og nýlegt dæmi eru þær deilur sem urðu út af framboðsmálum í Reykjavík. Formannsátökin í Sjálfstæðisflokknum nú em því ekki einsdæmi, en þau eru sérstæð að því leyti að þau verða ekki í kjölfar kosn- ingaósigurs heldur þvert á móti þegar flokknum er spáð velgengni í skoðanakönn- unum. Átökin á milli Gunnars og Geirs á sínum- tíma áttu sér sögulegar rætur allt aftur til ársins 1952, og það sem gerði þær dramat- ískari en ella var stjórnarmyndun Gunnars 1980 en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri sérkennilegu stöðu að vera bæði innan og utan ríkisstjórnar. Eins má segja að deilur Alberts og Geirs hafi átt sér lengri aðdrag- anda og aðrar forsendur en þau átök sem nú eru komin upp. Þess ber einnig að gæta að eftir 1970 hafa prófkjör valdið meiru spennu innan flokkanna en áður og síðan þau vom innleidd hafa flokkarnir ekki starf- að eftir sömu hefðum og reglum og áður. Hins vegar er ljóst, að átökin nú milli Davíðs og Þorsteins eru einsdæmi í sögu Sjálfstæðisflokksins og alls ekki sambærileg við það sem á undan er gengið. Þorsteinn og Davíð em báðir innanbúðarmenn í valda- kjarna flokksins, koma úr sama hópi, eru á svipuðum aldri og hafa verið nánir sam- starfsmenn. Það er því dálítið einkennilegt að stuðningsmenn þeirra tala dálítið í kross. Stuðningsmenn Þorsteins höfða til flokks- hollustu og þeirrar hefðar að standa vörð um formann flokksins, og em rök þeirra ekki ósvipuð þeim sem Geirsmenn notuðu á sínum tíma í deilunum við Gunnarsarminn. Davíðsmenn vísa hins vegar til fylgis Davíðs meðal kjósenda og að sá stjómmálaflokkur sem ekki tefli fram hæfasta foringjanum á hveijum tíma verði undir í samkeppninni við aðra flokka. Þar er með öðmm orðum verið að vísa til þess að breyttir tímar kalli á önnur vinnubrögð en þau sem tíðkast hafa til þessa.“ Aðspurður kvaðst Svanur ekki vilja spá um hvort þessi átök gætu hugsanlega skað- að Sjálfstæðisflokkinn f komandi kosning- um. í þeim efnum gæti bmgðið til beggja vona: „En það skiptir vissulega miklu máli fyrir flokkinn að þessi átök verði til lykta leidd með skaplegum hætti, þótt erfitt sé að sjá á þessu stigi hvernig það verði best tryggt. Og þótt margir haldi því fram að hér sé aðeins verið að velja á milli manna en ekki málefna er hugsanlegt, að deilur um hugmyndafræði og stefnu Sjálfstæðis- flokksins geti blandast inn í þetta að ein- hveiju leyti, til dæmis í afstöðu til þjóðar- sáttarinnar. Að mínu mati er það -engin til- viljun, að sá sem mest hefur haft sig í frammi gegn framboði Davíðs er Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands." Sv.G. INTERNATIONAL MASA fyrirtækið býður mikið úrval íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa, eða milli 35-40 mismunandi gerðir og stærðir, allt frá litlum „studíó“-íbúðum upp í glæsi- leg einbýlishús og á verði sem erfitt er að slá út. 10 ára ábyrgð er á öllum byggingum fyrirtækisins. Verð á húsum og íbúðum MASA er mjög mismunandi, eða allt frá ísl. kr. 1.500.000,- og upp í rúmar 8.000.000,- fyrir glæsilegt einbýlishús á stórri lóð og allt þar á milli. Allar lóðir eru eignarlóðir og eru innifaldar í uppgefnu verði. Famar eru skoðunarferðir til Spánar, dvalið á eigin hóteli MASA og verið í 4-5 daga. Fullt fæði er innifalið. í ferðinni eru skoðuð þau 5 svæði, sem fyrirtækið nú er að byggja á og eru húsin og íbúðimar sýndar tilbúnar með öllum húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. 2-3 daga tekur að skoða þetta allt og einnig em í söludeild fyrirtækisins góðar ljósmynd- ir til að skoða nánar, t.d. á kvöldin í rólegheitum eftir að heim á MASA hótelið er komið. Það skal tekið fyrirtækió hefur einnig hafið byggingaframkvæmdir á f WIMmFÍ hinum undurfagra stað, CALA MURADA á suðausturhiuta Mallorca, og eru fyrstu sýningarhúsin tilbúin nú þegar. Þar er sérstaklega glæsileg aðstaða fyrir golf- og siglingaáhugafólk. Nánar verður auglýst síðar skoðunarferð til Mallorca. spænska stórfyrírtækið á Suður-Spáni, nánar tiltekið við bæinn Torrevieja, hefur haldið innreið sína á íslandi með íslenskum umboðsaðilum, ásamt íslensku starfsfólki í þjónustumiðstöð fyrirtækisins á Spáni, sem erjafnan opin. fram, að MASA byggir í öllum hverfum þjónustu- kjama, svo sem heilsugæslu, kjörbúðir, verslanir af ýmsu tagi, veitingastaði, o.fl., o.fl. 1-2 bankar em einnig í hverfunum svo ekki þarf að fara langt í þá þjónustu. Sundlaugar, tennisvellir, minigolf og keilu- vellir eru einnig til staðar. Margt annað mætti upp telja, svo sem að allar götur eru malbikaðar, allar gangstéttar frágengnar, götulýsing og „græn svæði“ eru 40% af hverju hverfi. Allt þetta er framkvæmt af MASA fyrirtækinu. Allar nánari upplýsingar ásamt 24ra síðna litamyndalista frá MASA fyrirtæk- inu eru hjá umboðsaðilum. Sendum um allt land. Gjörið svo vel og Ieitið upplýsinga. Útvegum einnig leiguhúsnæði af öllum stærðum og bílaleigubíla. Mánaðarlegar skoðunarferðir. ábyrgir aðilar í áraraðir UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, Pósthólf 365, 202 Kópavogi, sími 44365. Vinsamlegast sendið mér myndalistann: Nafm.................................... Heimilisfang:........................... Póstnúmer:.............................. Sími:................................... iuó>OFit>n«sH ui-i r>sas3 xs4»oos»a-te tmta aosH ujtöííóm éit Bn>Iiv S .uleðistp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.