Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 LYÐHYLLI LEIÐTOGANNA ÍSLENSKIR LEIÐTOGAR OG VALDSTJÓRNSPEKIMACHIAVELLIS eftir STEFÁN ÓLAFSSON I. Um speki Machiavellis Bók ítalans Niccoló Machiavelli, Furstinn, sem fyrst var útgefin í Róm árið 1532 og nýlega kom út í íslenskri þýðingu, er fyrir löngu talin til sígildra verka þjóðfélags- fræðinnar. Machiavelli var lengst af embættismaður og rithöfundur í Flórens á tímum endurreisnarinnar. Hann hafði því reynslu af stjóm- málastarfi, en í bemsku hafði hann einnig lagt sig eftir sögu og heim- speki. Furstinn var tileinkaður þeim leiðtoga Medici-ættarinnar sem valdamestur var á þeim tíma er hún var rituð, og fjallar um það er gagn- ast má furstum til að halda völdum sínum og auka þau. Margir hafa því litið á rit þetta sem kennslubók í fláttskap og stjórnmálarefjum og jafnvel talið að forskrift Machiavell- is hafi réttlætt illvirki böðla og valdníðinga úr stétt þjóðhöfðingja fyrr og síðar. Af þeim sökum er hugtakið „machiavellismi" yfirleitt notað sem ávísun á óheilindi og undirferli í valdabaráttu milli stjórnmálaleiðtoga. Óvenju hispurs- laus framsetning Machiavellis í Furstanum hefur augljóslega ýtt undir þennan skilning á speki hans. í þjóðfélagsfræðum er framlag Machiavellis hins vegar litið öðmm augum, og honum jafnvel þakkað það að vera brautryðjandi á sviði raunsærra eða hagnýtra stjóm- málafræða, sem miða að því að setja fram almennar reglur um það er tryggir árangur í stjórnmálum, og byggðar em á reynslu í nútíð og fortíð. Machiavelli kenndi að menn væru almennt vanþakklátir, hvikulir, lygnir, hræsnisfullir, hræddir við hættur og fégjamir. „Fjöldinn er í eðli sínu hvikull, það er auðvelt að sannfæra hann, en erfítt að halda honum staðföstum í þeirri sannfær- ingu. Það er því nauðsynlegt að búast svo um, að þegar trúin bilar, þá sé hægt að beita valdi,“ segir Machiavelli (Furstinn, bls. 30-31). Tvennt skiptir meginmáli fyrir leið- toga sem halda þarf völdum yfír slíkum lýð: hvemig hann hagar háttum sínum og hvernig hann birt- ist fólki. Það em því jöfnum höndum gerðir leiðtoganna og ímyndir þeirra meðal þegnanna sem miklu ráða um farsæld á valdastóli, sam- kvæmt speki Machiavellis. Til að ná völdum og halda þeim þarf baráttu. í baráttu er um tvennt að ræða: „ ... að láta lögin ráða eða valdið bert. Hið fyrra er mönn- um sæmandi, hið síðara er aðferð dýrsins. En þar sem hið fyrrnefnda dugir í mörgum tilfellum ekki, þá þarf að grípa til þess síðara", (bls. 81). Það sem leiðtoginn þarf að til- einka sér af hegðun dýranna er grimmd ljónsins og slægð refsins. Meginregla Machiavellis er sú, að leiðtoginn þarf að gera fleira en gott þykir ef hann vill halda völd- um. Hann á ekki að víkja af vegi hins góða ef það er mögulegt, en þarf að kunna að þræða tefílstigu hins illa ef nauðsyn býður (bls. 83). Best er að leiðtogi sé í senn elskaður og að fólk óttist hann. Erfítt getur hins vegar verið að sameina þessa kosti, og er þá trygg- ara fyrir leiðtoga að búa við ótta þegnanna en ást þeirra. „Mennimir eru slíkir vesalingar að þeir slíta bönd ástar og þakklætis ef þeir sjá sér hag í því, en ótti vegna vitund- ar um refsingu er ávallt haldbetri,“ segir Machiavelli (bls. 78-9). Um leið og leiðtoginn vekur fólki ótta þarf hann hins vegar að varast að baka sér hatur eða fyrirfitningu, en slíkt gerir hann einkum með því að virða ekki eignir og eiginkonur þegna sinna. Almennt er þó æski- legra að leíðtogar fái á sig orð fyr- ir miskunnsemi en harðýðgi. Þeim er því farsælla að ná leikni í hræsni og falsi, svo þeir geti breitt fagra blæju yfir refsskap sinn og illa þokkuð verk. Þeir stjómarhættir sem Machia- velli telur að vænlegastir séu til árangurs em því stjómarhættir hentistefnunnar. Leiðtogi verður að haga seglum eftir vindi, verða ráð- snjall, hygginn og undirförull, og svíkja loforð og samninga ef með þarf. Hann á að vera hugrakkur, fastur fyrir, áræðinn og djarfur, jafnvel ógnvekjandi og harðúðugur ef lýðurinn er tregur i taumi. Hann skyldi ekki vera of örlátur við al- menning né eyðslusamur, en aug- lýsa vel ef hann stofnar til hátíðar. Gott er að hann sé afreksmaður eða að einhverjar gerðir hans séu þegn- unum til hvatnjngar, svo sem frægðarverk í hemaði eru tíðum. Þegar grimmir hættir ljónsins eru viðhafðir skiptir hins vegar miklu að slægð refsins sé beitt á þann hátt að leiðtoginn haldi virðingu og veki ekki hatur og fyrirlitningu. Það gerir hann m.a. með því að sýnast góðhjartaður, vingjamlegur, traust- ur, trúaður, heiðarlegur og göfug- lyndur. Hann má heldur ekki sýn- ast léttúðugur, teprulegur, ístöðu- lítill né kjarklaus. Dómar eru alltaf felldir eftir málalokum, segir Machiavelli. Al- menningur dæmir eftir því sem við blasir (ímyndum) og úrslitum sjálf- um. Stórvirki sem eru mjög umdeil- anleg verða sigurvegurum mjög til framdráttar, en bíði sá djarfi og stórtæki lægri hlut verða verk hans honum þeim mun meira til lasts. Loks er að nefna, að leiðtogar eru einnig dæmdir eftir ráðgjöfum sínum og félögum. Þessi valdstjórnarspeki Machia- veliis er auðvitað byggð á reynslu sem að miklu leyti er ólík þvf sem tíðkast í lýðræðisríkjum nútímans. Samt er það svo, að menn hafa verið að draga lærdóm af fræðum hans allt fram á síðustu daga. Þó hann hafi augljoslega ekki bent á allt sem máli kann að skipta fyrir farsæld leiðtoga virðist sem sumt í lærdómi hans hafi staðist tímans tönn. Það þarf ekki að koma á óvart, því þó umhverfið breytist er auðvitað margt varanlegt af al- mennum viðfangsefnum og vanda- málum leiðtoga. í seinni hluta greinar þessarar vil ég freista þess að fjalla um far- sæld nokkurra íslenskra stjórn- málaleiðtoga, meðal annars með hliðsjón af almennri valdstjórnar- speki Machiaveliis. Hér er ekki byggt á rannsóknum á verkum eða ímyndum leiðtoganna, heldur settar fram tilgátur um eiginleika þeirra og ímyndir þær sem almenningur kann að hafa af þeim. Markmið mitt er að leita skýringa á mismun- andi gengi einstakra leiðtoga, og leggja í leiðinni mat á gildi ólíkra hátta fyrir farsæld leiðtoga í íslenskum stjómmálum. II. Um lýðhylli íslenskra stjórnmálaleiðtoga í okkar stjórnkerfí veljast for- menn stjórnmálaflokka til forystu á þingi og í landstjórninni. En fleiri eru kallaðir til. áhrifa, svo sem til setu í' ríkisstjórnum og í öðrum embættum stjórnkerfisins. í flokks-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.