Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sameining sjávarút- vegsfyrirtækja á Akranesi AAkranesi er að verða til eitt stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki á landinu. Ákvörðun forráðamanna Har- aldar Böðvarssonar og Co. og Síldar- o g fiskimjölsverk- smiðju Akraness hf. að sam- eina fyrirtækin tvö ásamt dótturfyrirtækjum er merki- legt skref í endursköpun sjáv- arútvegs, ekki bara á Akra- nesi, heldur á landinu öllu. Reynslan af slíkri sameiningu er góð. Gleggsta dæmið um það er Grandi hf. en nú hafa þrjú sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík sameinast í rekstri þess fyrirtækis. Grandi hf. er mjög öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki, sem hefur burði til þess að koma við margvíslegri ha- græðingu í rekstri, sem erfið- ara væri ella. Hið sama má segja um Útgerðarfélag Ak- ureyrar, sem er eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki landsins. Reynslan af rekstri þessara fyrirtækja sýnir, að stærð skilar sér vel i rekstri fyrirtækja, sem þess- ara. Húsnæði, tækjabúnaður, skipakostur og starfsfólk nýt- ist betur í sameinuðum fyrir- tækjum. Um það þarf ekki lengur að deila. Reynslan tal- ar sínu máli. Fyrirtækin, sem nú stefna að sameiningu á Akranesi eru fjárhagslega öflug fyrirtæki. Þau hafa tekið ákvörðun um sameiningu, ekki vegna erfið- leika í rekstri, heldur ‘vegna þess, að þau vilja vera betur undir það búin að takast á við verkefni framtíðarinnar. Það sýnir framsýni forráða- manna fyrirtækjanna. Við- brögð starfsmanna og for- ráðamanna kaupstaðarins og verkalýðsfélaga eru jákvæð og er það fagnaðarefni. Markmiðin í sjávarútvegi eru skýr. Það þarf að fækka skipum, nýta betur hvert skip, sem haldið er úti, fækka vinnslustöðva og nýta betur framleiðslutæki þeirra húsa, sem eftir verða í rekstri. Sam- eining fyrirtækja af því tagi, sem nú hefur verið ákveðin á Akranesi stuðlar að því að þessum markmiðum verði náð. Það verður spennandi að fylgjast með þessari samein- ingu, sem áreiðanlega á eftir að verða til eflingar atvinnu- lífi á staðnum. Ákvörðun fyrirtækjanna tveggja ætti að ýta undir forvígismenn í sjávarútvegi í öðrum landshlutum að hyggja að hinu sama. Víða á landinu eru aðstæður til slíkrar sam- einingar. Þar má nefna Snæ- fellsnesið, Djúpið, suma staði á Austíjörðum og hvað um Suðurnesin, þar sem útgerð og fiskvinnsla hafa átt undir högg að sækja? Það er ekki sízt á Suðurnesjum, sem þarf að huga að eflingu atvinnu- lífs, vegna þess, að búast má við, að verulega dragi úr at- vinnu, sem tengist varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum. Fordæmi Akur- nesinga ætti að verða mönn- um annars staðar á landinu hvatning til þess að kanna möguleika á sameiningu. Þá er það einnig ánægju- efni að forráðamenn fyrir- tækjanna á Akranesi hyggj- ast gera hið nýja fyrirtæki að almenningshlutafélagi. Reynslan af því er einnig góð. Mikil eftirspurn hefur verið eftir hlutabréfum í fyrirtækj- um á borð við Granda, ÚA og Skagstrending, sem skráð eru á hlutabréfamörkuðum hér. Hagur þessara fyrirtækja stendur með blóma. Óhætt er að fullyrða, að möguleikar hins nýja fyrirtækis'á Akra- nesi eru miklir í þessum efn- um. Það vekur alveg sérstaka athygli, að eigendur Haraldar Böðvarssonar og Co., sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu af- komenda stofnanda fyrirtæk- isins eru reiðubúnir til að stíga þetta skref og opna fyr- irtækið almenningi án þess að vera neyddir til þess af fjárhagsástæðum. í því felst bæði dirfska og framsýni. Þær fréttir, sem nú berast frá Akranesi eru einhverjar hinar ánægjulegustu úr íslenzku atvinnulífi um nokkurt skeið. lOQ ÍS JL Lá%J »lenzkur metnaður getur ekki verið fólginn í því að verða að sjónvarps- þjóð, þótt margt sé ágætt í þessu tæki, bæði innlent efni og útlent. Við getum allra sízt orðið fastir gláp- endur á yfírborðslegt útlent kæk- efni eða myndspólur með poppi þótt sumar séu harla frumlegar án þess manni detti list í hug, enda miklu nær auglýsingaáleitni eða áreitni en þeirri sönnu tólg sem Gunnlaugur Scheving talaði um. Nei, það er ekki hægt að lifa í fjöl- miðlum. Sjónvarp er í raun einskon- ar fíkniefni, blöð og tímarit síður. Það er hægt að verða sjónvarpsfík- ill og þurfa alltaf meiri og stærri skammta á skjánum. Síður blaða- fíkill. Bækur eru hlédrægari, þær gera litlar kröfur nema þegar met- söluáfergjan grípur um sig fyrir jólin og þess er krafízt vondar bæk- ur séu margumtalaðar, vegnar og metnar einsog alvörubókmenntir, á sama tíma og enginn deplar auga þótt góðar ljóðabækur komist ekki í samkeppni um bókmenntaverð- laun einsog átti sér stað á jólaver- tíðinni 1990. Það getur verið skemmtileg upp- lifun að njóta listar með öðrum. Sjálfur hef ég tekið þátt í slíkum uppákomum og haft gagn og gaman af. En góðrar listar nýtur maður helzt í einrúmi; einn með sjálfum sér. Enginn miðill sem enn hefur verið fundinn upp veitir annað eins tækifæri til þess og bókin. Góð bók er mesti nautnamiðill sem ég þekki. Hún fjallar þá væntanlega um einhveijar mikilvægar hugmyndir. Hún er þá væntanlega sprottin úr djúpum til- finningum og merkum hugsunum. Og hún er þá einnig skrifuð af list- rænu innsæi. En það eru að sjálf- sögðu einungis örfáar bækur miðað við fjöldaútgáfuna sem eru þessu marki brenndar, þótt reynt sé að klína því á allskyns sölugóss. En hvað sem því líður þá heldur bókin velli. Og ásóknin í hana er með ein- dæmum. Allir vilja vera rithöfund- ar. Fólk sem hefur árum saman trónað í auglýsingafárinu og birtist viðstöðulaust á skjánum mánuðum saman virðist enga útrás fá nema það komi sjálfu sér á framfæri í einhvers konar bókarskruddu; bæði athyglisfíklar hér heima og annars staðar. Það segir í sjálfu sér allt sem segja þarf um styrk bókarinnar í nútímaþjóðfélagi; þráttfyrir allt. Jafnvel sjónvarpsstjörnurnar van- treysta skapara sínum. Sjónvarpið dugar þeim ekki til lengdar. Dagleg endurtekning verður hvimleið og skilur eftir sig þögn og tómarúm; miskunnarlausa þögn — og gleymsku. 011 góð list er sönn og eftirminni- leg. Allar góðar bækur eru sannar á sinn hátt; og væntanlega sígildar. Þær segja mikið um sjálf okkur, reynslu og umhverfi. In Country eftir Bobbie Ann Mason er sönn bók og harla eftir- minnileg skáldsaga. Hún hefur Víetnam að ósýnilegum bakhjarli einsog ekki er óalgengt í banda- rískum sögum og kvikmyndum nú um stundir. Lýsir því með átakan- legum hætti hvemig óviðbúið og illa ræktað fólk vex inní gerviheim sjónvarpsins. Aðalsöguhetjan, Sam, hafði misst föður sinn. En dauði hans var ekki áleitið umhugsunarefni. Það var aftur á móti dauði sjónvarps- stjömu, einhvers hershöfðingja í MASH minnir mig. Hann var Sam eftirminnilegra harmsefni en þær óáþreifanlegu hugmyndir sem hún hafði um dauða föður síns. Hann hafði fallið í Kóreu mánuði eftir giftingu foreldra hennar. Uppfrá því lifði móðir hennar til að gleyma. Og henni tókst það. Fyrir bragðið lifði Sam í sjónvarpinu, en ekki veruleikanum. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall ________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚr 3. MARZ 1991_ REYKJAVÍKURBRÉF Um svipað leyti og frétt- irnar bárust um að íraski herinn væri að gefast upp fyrir fjöl- þjóðahernum sem sendur var til að frelsa Kúveit í umboði ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna sendi Al- menna bókafélagið frá sér bók eftir Jó- hönnu Kristjónsdóttur, blaðamann á Morg- unblaðinu, sem heitir Flugleiðin til Bagdad. Þar lýsir Jóhanna ferðum sínum til Bagdad fyrir fáeinum mánuðum. Með því að lesa bókina kynnast menn hinu sérkennilega ástandi sem ríkir innan írak, þar sem fólk óttast annars vegar Saddam Hussein ein- ræðisherra en rís hins vegar ekki upp gegn honum og lætur hann hvað eftir annað etja sér út í vonlaus hernaðarátök. Eftir átta ára stríð við nágrannaríkið íran sátu írakar ekki uppi með neitt nema manntjón og gífurlegar stríðsskuldir. Ástandið í írak hefur síður en svo batnað eftir herförina til Kúveit. Jóhanna lýsir ástandinu í Bagdad meðal annars á þenn- an hátt: „Ég skal viðurkenna að það kom stund- um í mig ótti þessa októberdaga í Bagdad. Ekki ótti við að stríð brytist út, því trúði ég aldrei. En ég var óörugg gagnvart fólk- inu, þessu ljúfa fólki og fallega. Sat það á svikráðum við mig? Var það reiðubúið að segja til mín ef ég vandaði ekki hveija setningu? Ef ég tæki myndir án þess að hafa leyfí? Stælist út og testaði og talaði við fólk án þess að hafa vörð með mér? Væri það reiðubúið að senda dauðasveit- irnar upp á herbergi til mín? Stundum var mér immnbrjósts eins og ég væri margar manneskjur. í aðra rönd- ina átti ég — eins og sönnum íslendingi sæmir sem þekkir ekki ógn og stríð — erfitt með að taka allar öryggis- og eftir- litsráðstafanirnar alvarlega. 011 þessi boð og bönn. Það var fljótlegra að telja upp hvað var leyft. Ég hló oft á vitlausum stöð- um þegar var verið að leiða mig í allan sannleika, kímnigáfa mín og ráðuneytis- manna fór afar sjaldan saman. Eins og þegar ég var einlægt að taka myndir af myndum af Saddam. „Frábærar myndir,“ sagði ég. Þeir hneigðu sig og kinkuðu koili. Þeir áttuðu sig aldrei á því að mér var ofboðið og lang- aði að benda þeim á að þessi myndaárátta forsetans væri andstæð Kóraninum. Þeir hneigðu sig og brostu. Eða áttuðu þeir sig? Hneigðu sig og brostu af því þeir vissu hvað þeir áttu ella yfír höfði sér. Ég komst ekki að raun um það ... Nú býr íraska þjóðin aftur við þá ógn að stríð getur skollið á. Samt dirfast fáir að láta í ljós andstöðu við ákvarðanir for- setans um að taka Kúveit. Þegar írakar tjáðu sig við mig án þess að ráðuneytis- mennirnir heyrðu, fólk sem ég hafði hitt áður og treysti mér, var engu líkara en það bæri kynlega haturást til Saddams. Það hræðist hann, hefur andstyggð á hon- um fyrir að halda þjóðinni í heljargreipum. En finnst hann hafa unnið mörg góð verk, menn dá vitsmuni hans og klókindi samtímis því að þeir hræðast þessa eigin- leika. Fáir væna hann um spillingu og ólifnað eins og viðgengst hjá mörgum þjóð- höfðingjum — ekki aðeins í Arabaríkjum. En síðast en ekki síst: menn dýrka hann fyrir að hafa sýnt makt og veldi og boðið stórveldum á Vesturlöndum birginn. Þó það leiddi til styijaldar. Mótsagnakennt? Óekkí. Þetta eru bara arabísk stjómmál. Kannski ekki skrítið þó manneskju af íslandi líði eins og geðklofa hér. Við þessar ragluðu kenndir verða menn að búa. Margir geta ekki um fijálst höfuð strokið, njósnarar eru á hveiju strái. Ég man eftir íraskri fjölskyldu í Ámman sem bauð mér heim með Stefaníu (innskot: ræðismanni íslands í Amman) fyrir tveim- ur árum og ég á leið í fyrsta skipti til íraks. Þau vildu ekki segja mér hvað þau hétu ef ég yrði handtekin og pynduð. „Léttklikkað Iið,“ hugsaði ég. Eg er hætt að hugsa þannig. Ég er ekki með meira ofsóknaræði en gengur og gerist. En ég veit að hvað sem er getur gerst. Dauða- Laugardagur 2. marz sveitirnar gera ekki boð á undan sér. Þær koma. Spyrst svo ekki til mín meir. Né þín.“ Þegar þetta er lesið og vitað er hvað hefur gerst síðan er með ólíkindum að Saddam Hussein skuli enn vera við völd í Bagdad. Vonandi tekst fjölþjóðahernum að draga úr honum vígtennurnar. írakar fá hins vegar ekki um fijálst höfuð strok- ið á meðan þessi ógnvaldur hefur síðasta orðið í landi þeirra. Saddam Hussein hefur komið þjóð sinni -P' hrikalega staða stöðu. Hvað svo sem sagt er um það að hann hafi áunnið sér hylli araba með því að sýna Vesturlöndum í tvo heimana þarf hann einnig að halda þannig á málum að þjóð hans sjálfs geti lifað án þess að eiga sífellt í útistöðum við nágranna sína. Hussein réðst ekki inn í Kúveit til að storka Vesturlöndum. Hann vonaðist til þess að komast upp með að ræna ná- grannaríki sitt svo að hann gæti forðað írösku efnahagslífi frá hruni. Við sáum best á sjónvarpsmyndum, þegar hermenn Saddams gengu álútir með hvítar veifur eða skriðu á móti andstæðingum sínum, kysstu hendur þeirra og fætur, hve hart leiknir þeir voru andlega og líkamlega. Stríði Saddams við Irani lauk sumarið 1988 eftir átta ára blóðug átök. Þeir sem kallaðir voru til hernaðar í Irak 18 ára gamlir voru orðnir 26 ára, þegar styijöld- inni við írani lauk, og þeir voru enn undir vopnum. Þeir höfðu aldrei átt neitt einka- líf, ekki fengið neina menntun eða stundað venjulega vinnu, þeir voru almennt ókvæntir og án tengsla við íjölskyldur sínar. Það eitt að fá þessa menn inn á alménnan vinnumarkað skapaði mikil vandamál í landinu á árinu 1989. Saddam gat í raun ekki leyst upp hinn mikla her- afla. Vald hans byggðist að verulegu leyti. á því að hafa eitthvað fyrir herinn að gera. í nýlegri ritgerð í ritinu Survival, sem er gefið út af Alþjóðahermálastofnuninni í London (IISS), er komist að þeirri niður- stöðu, að Saddam hafi ákveðið að ráðast inn í Kúveit 2. ágúst 1990 í von um að bjarga efnahag Iraks með því og tryggja þannig eigin völd. Þar segir, að almennt hafi verið litið þannig á að Irakar hafi sigrað í stríðinu við írani. Þá var her ír- aka öflugri en nokkru sinni fyrr og milljón- ir manna dönsuðu af fögnuði á strætum Bagdad. Gleðin var skammvinn, því að brátt kom í ljós, að íraska þjóðin kom löm- uð frá stríðinu. Efnahagur hennar var í rúst. Talið var að það myndi kosta 230 milljarði bandaríkjadala að endurreisa hann. Ef reiknað væri með því að hver einasti dollari sem írakar hefðu í tekjur af olíuvinnslu rynni til endurreisnarinnar myndi taka 20 ár að afla þessara tekna. Við lyktir styijaldarinnar við írani voru árstekjur íraka af olíuvinnslu 13 milljarðar dollara, sem dugði ekki einu sinni til að standa undir venjulegum árlegum þjóðar- útgjöldum. Erlendar skuldir Iraka námu 80 milljörðum dollara og ollu Saddam miklum áhyggjum. Talið er að í ársbyijun 1990 hafi Sadd- am tekið að átta sig á því að lyktir stríðsins við írani hafi ekki aukið persónulegt ör- yggi hans sjálfs. Veldi hans var ekki ógn- að af trúarofstækismönnum í íran eða ein- hveijum sem stóðu honum nærri við stjórn- völinn í Bagdad heldur af almenningi í írak sem beið með öndina í hálsinum eftir því að hann færði þjóðinni á silfurbakka ávexti hins „sögulega sigurs" yfir írönum. Til þess að halda lífí varð hann því að gjörbreyta efnahagsstöðunni á svipstundu. I febrúar 1990 bað Saddam þá Hussein Jórdaníukonung og Hosni Mubarak Egyptalandsforseta að tilkynna ríkjunum við Persaflóa, að írakar vildu ekki aðeins láta þau frysta lánin sem þeir fengu hjá ríkjunum til að heyja styijöldina við írani heldur þyrftu þeir tafarlaust 30 milljarði dollara til viðbótar. Hann bætti við: „Látið Flóaríkin vita, að gefí þau mér ekki þessa peninga veit ég hvernig á að nálgast þá.“ Þessari hótun fylgdi hann eftir með heræf- Hrikaleg ingum á hlutlausu svæði við landamæri Kúveit. Jórdaníukonungur gerði Saudi Aröbum tafarlaust grein fyrir kröfu Sadd- ams. Hér verður þessi aðdragandi innrásar- innar í Kúveit ekki rakin frekar. Öllum er í fersku minni það sem síðan hefur gerst. Saddam á nú meiri erfiðleikum en nokkra sinni fyrr. Forystumenn þjóðanna sem tóku að sér að framkvæma ályktanir Sameinuðu þjóðanna vildu ekki að Irakar sætu áfram uppi með fjórða öflugasta her í heimi og fjölþjóðaherinn hefur markvisst eyðilagt hergögn íraka, sem flest eru af sovéskum uppruna. Nú skortir Saddam bæði peninga og herafla. Þróun mála í írak verður von- andi með öðrum hætti en eftir styijöldina við írani. Saddam hefur reynst vera óút- reiknanlegur en í átökunum við fjölþjóða- herinn misreiknaði hann sig hrapallega og ætti að sjálfsögðu að taka afleiðingum þess með því að hverfa frá völdum. Stöðnun er hættuleg Því hefur oft verið haldið fram á und- anförnum vikum, að við Vestur- landabúar getum ekki skilið styijaldarrekstur Iraka, þar sem hugsunarháttur þeirra sé allt annar en okkar. Þessari fullyrðingu skal ekki hafnað en hitt rifjað upp sem George Bush Banda- ríkjaforseti sagði, áður en hann gaf fyrir- mælin um að hefja hernaðinn gegn Irök- um, að hann tryði því ekki að Saddam gerði sér grein fyrir hernaðarmættinum sem ógnaði honum og vilja andstæðinga hans til að beita þessu gífurlega afli. Taldi Bush, að áttaði Saddam sig á þessu myndi hann tafarlaust fallast á kröfur Sameinuðu þjóðanna. Það er ömurlega komið fyrir fjölmennri þjóð eins og írökum þegar forystumenn hennar hafa enga aðra framtíðarsýn en stefna henni út í styijöld sem öllum var ljóst að myndi tapast. Við eigum vissulega erfitt með að skilja þjóðir sem líða leiðtoga með slík markmið. Þjóðir staðna fljótt og lífskjör þeirra versna ef þær skortir verðug markmið. Stöðnun hefur einkennt íslenskt efna- hagslíf á síðustu 10 áram. Lífskjör hafa lítið batnað á þessum tíma meðan upp- gangur hefur verið annars staðar. Hér jókst landsframleiðsla á mann aðeins um 10% á árunum 1980 til 1990 meðan sam- bærileg tala fyrir OECD ríkin var 24,4%. Samanburður á hvert ársverk er enn óhag- stæðari fyrir ísland þar sem landsfram- leiðsla á hvert ársverk á íslandi jókst ein- ungis um 3,7% á þessum 10 áram meðan vöxturinn í OECD var 19,1%. Kaupmáttur heildarlauna hér jókst aðeins um 0,3% á árunum 1980 til 1990 en á áranum 1980 til 1989 jókst kaupmáttur launa í OECD um 11,3%. Þessar tölur allar sýna svo ekki verður um villst að ísland hefur orðið undir í samkeppninni um lífskjör. Það hefur komið gleggst fram í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu sem nú eru að bijótast undan oki marxismans, hve hættu- legar afleiðingar stöðnunar í efnahagslíf- inu eru. Það hrynur einfaldlega, einstakl- ingarnir eiga fullt í fangi með að hafa í sig og á og þjóðfélögin megna ekki að takast á við þau grunnverkefni sem gerð- ar eru kröfur um að sinnt sé. Má þar til dæmis minna á hroðalegar fréttir um mengun í þessum löndum sem spilli ekki aðeins umhverfinu heldur hafi alvarleg áhrif á líf og heilsu manna. Þegar dregur nær kosningum kemur betur í ljós en áður, hve sundurlyndi er mikið innan ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar hafa ríkt þeir stjórnarhættir að ýta vanda- málunum á undan sér eins lengi og frek- Skýr fram- tíðarsýn ast er kostur. Allir vita úr einkalífi sínu að tíminn leysir fæst mál. Það er nauðsyn- legt að horfast í augu við vandann og taka á honum. Vegna ágreinings innan stjórnarinnar hefur henni verið um megn að gera þetta eða staðið þannig að ákvörð- unum að þær verða næsta marklitlar þeg- ar reynir á þær. Alexander Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði til dæmis frá því í sjónvarpsfréttum á dögunum, að for- sætisráðherra hefði gripið til þess ráðs að knýja fram afgreiðslu á umdeildu stjórnar- frumvarpi um húsnæðismál í þingflokki framsóknarmanna, þegar hann var ekki fullskipaður. Var ekki unnt að skilja orð Alexanders á annan veg en þann, að for- sætisráðherra hefði valið þennan kost, af því að hann vissi að meðal fjarstaddra þingmanna væru andstæðingar frum- varpsins, þeirra á meðal Alexander sjálf- ur, sem var félagsmálaráðherra Framsókn- arflokksins á sínum tíma. Þeir sem standa þannig að afgreiðslu mála eru ekki færir um að móta íslensku þjóðinni nauðsynlega framtíðarsýn á þeim breytingatímum sem nú era. Þeir hugsa aðeins um að halda völdum frá degi til dags, orkan fer öll í skyndilausnir á skammtímaverkefnum. Við sjáum mörg dæmi um þetta hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Iðnaðarráðherra fær ekki leyfí til að flytja frumvarp til heimildarlaga vegna nýs álvers. Landbúnaðarráðherra fær ekki heimild til að gera nýjan búvöra- samning. Utanríkisráðherra hefur ákaf- lega takmarkað umboð til að standa að viðræðum um evrópskt efnahagssvæði. Sjávarútvegsráðherra fær ekki leyfí til að flytja frumvarp vegna loðnuveiða. Þannig mætti áfram telja. Ríkisstjómin veldur ekki verkefnum sínum en þó er það helsta ósk ráðherranna að fá umboð í komandi kosningum að fá að starfa áfram við svip- aðar aðstæður og stjórna frá degi dags. „Þaö er ömurlega komið fyrir fjöl- mennri þjóð eins og Irökum þegar forystumenn hennar hafa enga aðra framtíðar- sýn en stefna henni út í styrjöld sem öllum var ljóst að myndi tapast. Við eigum vissulega erfitt með að skilja þjóðir sem líða leiðtoga með slík markmið. Þjóðir staðna fljótt og lífskjör þeirra versna ef þær skortir verðug markmið.“ 9 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.