Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 25 I 1962, upphefst frjóasta tímabilið í lífi hennar - en skilnaðurinn er hrópandi staðfesting á því að henni hefur mistekist allt í lífinu; örvænting hennar vex hratt og íjórum mánuðum seinna sviptir hún sig lífi; allt fyrir ástina, því eins og hún sagði sjálf svo oft; ástin er fullkomnust i dauðanum. Leikgerð Rose Leiman Goldem- berg nær þessum þáttum í lífi Sylviu ágæta vel. Þó verður manni á að spyija, hversvegna hún hafi ekki skrifað leikrit um hana, þar sem svo miklar heimildir eru til um líf Sylviu, bæði í seiidibréfúm og dagbókum hennar. í leikgerð- inni hittast Sylvia og Aurelia, móðir hennar aldrei. Þær tala á víxl upp úr bréfunum og leikgerð- in verður nær leiklestri. Og enda þótt textinn sé magnaður, vantar eitthvert líf í sýninguna og hvarfl- aði að mér sú hugsun að ef maður ekki þekkti verk Sylviu, gæti hinn raunverulegi sársauki hennar farið fyrir ofan garð og neðan. Einnig gleði hennar. Guðbjörg Thoroddsen fer með hlutverk Sylviu. Hún flytur' text- ann vel og hnökralaust, en það er eins og stíll leikgerðarinnar komi í veg fyrir að hún nái sam- bandi við persónuna. Það verður áberandi í svo mikilli nálægð sem er á Litla sviðinu að það kviknar aldrei líf í augum hennar og hún kemur ofsafenginni gleði Sylviu ekki til skila, ekki heldur örvænt- ingu hennar; Sylvia virðist alltaf vera heldur melankólísk. Ef ástína vantar Helga Bachmann og Guðbjörg Thoroddsen í Bréfum frá Sylviu. _________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið Bréf frá Sylviu Höfundur: Rose Leiman Goldem- berg Þýðing: Guðrún J. Bachmann Leikstjórn: Edda Þórarinsdóttir Hreyfingar: Sylvia von Kospoth Tónlist: Finnur Torfi Stefánsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason Lýsing: Asmundur Karlsson Ljóðaþýðingar: Sverrir Hólm- arsson Bréf bandaríska ljóðskáldsins Sylviu Plath eru undirstaðan í leik- gerð þeirri sem nú er sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins; bréf sem hún skrifaði móður sinni á árunum 1950, þegar hún var í mennta- skóla, til 1963, þegar hún fyrirfór sér, aðeins rúmlega þrítug. í bréf- unum skráir Sylvia mjög nákvæm- lega líðan sína og hugsanir og gefa þau því mjög gott yfirlit yfir sigra hennar og vonbrigði, gleði og sorgir. Þar sem Sylvia skrifaði móður sinni yfir 600 bréf á þessu tíma- bili, er augljóst að í tveggja tíma leikgerð er aðeins hægt að stikla á stóru. Og það er gert. En það er ekki aðeins stiklað á stóru í atburðarásinni, heldur á því sem Sylvia taldi aðalatriðin í lífi sínu; framanum og ástinni. Sylvia vildi frá upphafi verða rithöfundur og það er óhætt að segja að því takmarki hafi hún náð, ótrúlega snemma. Þar gekk henni allt í haginn; hún var eins og kjarnavirk móttökustöð; opin fyrir áhrifum, leiðsögn og gagn- rýni og þroskaðist með undraverð- um hraða í sköpun sinni. Hún átti ekki í neinum vandræðum með að fá ljóð sín birt og bækur sínar gefnar út og strax á þrítugsaldri var hún orðin þekkt ljóðskáld. Ein- hveijum gæti þótt að þarmeð hefði Sylvia allt sem hún gat óskað sér. En eins og Simone de Beauvoir sagði svo oft: Það er sama hversu langt kona nær í veröldinni; það er sama hvað hún nær góðum prófum, fær góða stöðu og það er sama hversu góðum árangri hún nær þar, ef ástina vantar í lif hennar - það er að segja karl- mann - þá finnst henni sér hafa mistekist. Þetta átti svo sannar- lega við um Sylviu Plath. Það er ljóst frá upphafi að ást karlmanns er henni álíka nauðsynleg og súr- efni. Sjálf er hún gefandi; hún er glaðlynd og vill dreifa kærleika sínum yfir allt og alla. Sársauki hennar felst í þvi að hún hefur engan nógu sterkan til að taka við honum ... ... þar til hún hittir breska ljóð- skáldið Ted Hughes sem hún gift- ist. En lífið verður þó ekki dans á rósum. Allur hugur hennar snýst um að honum gangi vel; hún telur mikilvægara að hann fái að njóta sín og dregur sig í hlé - um skeið. En sprengikraftur sköpun- arinnar vill ekki þegja og brýst út í óstöðugu geðslagi; Sylvia sveifl- ast milli yfirþyrmandi hamingju og óhugnanlegrar örvæntingar og milli ákvörðunar um að vera frá- bært Ijóðskáld og fullkomin eigin- kona og móðir. Hún getur ekki samrýmt þessi tvö hlutverk og þegar brestir koma í hjónabandið, gerir hún sér grein fyrir að þó að hún hafi lært mikið af Ted, er staða hennar að kæfa skáldið í henni. Eftir að þau skilja í október Helga Bachmann fer með hlut- verk Aureliu, móður hennar. Hún er sögumaður; segir bæði sína eig- in sögu og að hluta til sögu Sylv- iu. Þær er ólíkir persónuleikar. Aurelia er afar öguð og stillt og því kemur Helga mjög vel til skila. Helstu veikleikarnir voru í upp- hafi, þegar manni finnst Aurelia eiga að vera full eftirvæntingar vegna dótturinnar að hún sýnir enga gleði. En eftir því sem harm- leikur Sylviu verður stærri, verður beygur Auroru meiri og þar nær Helga sér mjög vel á strik, og í lokakaflanum, þegar hún segir frá dauða Sylviu, skilur hún áhorfand- ann eftir með fjallstóran haug af þeim sársauka sem Sylvia skildi eftir handa veröldinni - í ljóðum sínum. Gleðina tók hún með sér yfir móðuna miklu. Leikmyndin í þessari sýningu er ömurleg. Tvær grindur með tröppum, sem líkjast áhorfendap- öllum á íþróttaleikvangi. Leikkon- urnar hafa það hlutverk að færa þær fram og til baka, án sýnilegs tilgangs. Það hlýtur að vera til önnur leið, til að skapa þessari sýningu hreyfíngu. Þessar til- færslur voru truflandi og virtust ekki gera annað heldur en að hefta eðlilegt flæði sýningarinnar. Tón- list Finns Torfa var, aftur á móti einkar falleg; viðkvæm og ljúf og þyrlaði upp sársaukanum, sem leikgerðin náði ekki út. Leikstjórn- in er vel unnin og greinilegt að Edda kann að moða úr því sem aðstæður leyfa, það er massívur texti, vond leikmynd og lítið rými. Þýðing texta er góð; lipur og flæð- andi og ljóðaþýðingarnar framúr- skarandi, þær bestu sem ég hef heyrt á ljóðum Sylviu Plath. Ráðuneyti ráðleggja um eldsneytissparnað IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og viðskiptaráðuneytið hafa gef- ið út bækling með ráðlegging- um og hvatningum til að minnka eldsneytisenotkun við akstur. í bæklingnum eru talin ýmis ráð til að.spara eldsneyti við akst- ur og notkun heimilisbílsins. Einnig er fólk hvatt til að spara eldsneyti, meðal annars með því að ganga þegar þess er kostur eða að nota almenningsfarar- tæki. Bæklingurinn liggur frammi á bensinstöðvum og víðar. NOWðo Bknonn op pOsOnn' • AMnN otiwi I bð! Sk»pulfrggðti fprbtfl D Alttr mab strwtól O BalAu Swnll á bon»wr«Miouml o tngo rykkil * l>no»ii R>»lng| * AK1U W<jlo<l«l EVkOrt mjIukKM • biinuml » Utlu Bttllo! ♦ Efcki loo*ogpr»o - SfOplU £ Wttniml PÁSKAFERÐ SVISS OG SUÐUR-ÞÝSKALAND 10 daga rútuferð um Suður-Þýskaland og Sviss. 23. mars til 1. apríl Verð kr. 69.700,- Innifalið í verði: Beint flug til Basel í Sviss, hringferð með íslenskri leið- sögn, gisting á góðum hótelum ásamt morgunverði. Leitið nánari upplýsinga. HINN EINI OG SANNI Opnunartími: Föstudaga kl. 13-19 . Laugardaga kl. 10-16. Aðra daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.