Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 29 Ríkistollstjóri auglýsir Staða fulltrúa í endurskoðunardeild embætt- is ríkistollstjóra er laus til umsóknar. Umsóknarfestur er til 15. mars 1991. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 600447. Ríkistollstjóri, 15. febrúar 1991. Háskólakennari Laust er til umsóknar starf háskólakennara við Samvinnuháskólann á Bifröst. Starfstitill aðjúnkt eða lektor. Fræðasvið: Stjórnun, við- skipti og rekstrarhagfræði. Störf hefjast 1. ágúst nk. Upplýsingar um störf, launakjör, húsnæðis- aðstöðu o.fl. veitir rektor Samvinnuháskól- ans í síma 93-50000 á skrifstofutíma. Dómnefnd fjallar um umsóknir varðandi lektorsstöðu. Umsóknarfrestur er til 25. mars og sendist umsókn til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, ritstörf o.fl. Samvinnuháskólinn, Bifröst, 311 Borgarnesi. Kerfisforritari Skýrr óska eftir að ráða kerfisforritara til að sinna sérstaklega verkefnum er snerta VAX kerfi Skýrr. VAX kerfi Skýrr á að taka við hlutverki EDI- stjóra auk þess að vera tengiliður Skýrr við önnur net, svo sem Decnet, TCP/IP og síðar OSI auk gagnahólfaþjónustu Pósts og síma (X.400). Helstu verkefni: ★ Kerfisforritari vinnur aðallega við stýri- kerfi og netstýrikerfi. ★ í starfinu felst innsetning, aðlögun, still- ing og vandamálagreining í stóru og umfangsmiklu stýrikerfi. ★ Kerfisforritari veitir einnig tæknilega ráð- gjöf innan fyrirtækisins og viðskiptavin- um. Hæfniskröfur: ★ Umsækjendur skulu hafa Háskólamennt- un eða sambærilega menntun í raun- greinum svo sem tölvunarfræði, verk- fræði eða tæknifræði. ★ Leitað er eftir manni sem hefur nokkra reynslu á sviði kerfishugbúnaðar fyrir Digital VAX tölvur. Viðbótarreynsla er tengistUNIX hugbúnaði er kostur. ★ Hér er um mjög krefjandi starf að ræða sem kallar m.a. á rökvísi og mikla ná- kvæmni í hugsun. Umsóknum ásamt Ijósriti af prófskírteinum og sakavottorði skal skila til Skýrr fyrir 8. mars 1991 á umsóknareyðublöðum sem af- hent eru í afgreiðslu Skýrr eða hjá starfs- mannastjóra. Nánari upplýsingar veitir Dr. Douglas Brot- chie, framkvæmdastjóri tæknisviðs. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Háaleitisbraut 9. Snyrtivöru- afgreiðsla HAGKAUP vill ráða starfsmann til afgreiðslu á snyrtivörum í sérvöruverslun fyrirtækisins í Kringlunni. Starfið er heilsdagsstarf. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu sem tengist snyrtivörum. Lág- marksaldur 20 ára. Nánari upplýsingar um starfið veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP Laus störf Ritari (121) Innflutningsfyrirtæki, Starfið felst í almenn- um skrifstofustörfum, vinnu við innflutnings- pappíra, tölvubókhald, merkingu fylgiskjala, afstemmingar o.fl. Sölumaður (125) Þjónustufyrirtæki. Starfið felst í sölu og umsjón með vörum fyrirtækisins til verslana. Sjálfstætt og krefjandi starf. Starfsreynsla skilyrði. Einkaritari (124) Útgáfufyrirtæki. Ritvinnsla, érlend samskipti og sjálfstæð verkefni fyrir forstjóra. Ensku- kunnátta skilyrði. Reynsla af notkun dikta- fóns æskileg. Bókari (127) Fjármálafyrirtæki. Sérhæft starf við bókhald og afstemmingar. Starfsreynsla úr banka æskileg. Stúdentspróf. Sölumaður (123) Innflutningsfyrirtæki. Leitað er að manni með starfsreynslu, getu til að vinna sjálf- stætt og axla ábyrgð í starfi. Salan fer fram á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Afgreiðslumaður (117) Verslunarfyrirtæki. Afgreiðsla á verkfærum, flísum og öðrum skyldum vörum. Vinnutími kl. 8.00-18.00. Æskilegur aldur 30-45 ár. Laust strax. Framtíðarstarf. Skrifstofumaður (75) Við leitum að fjölhæfum skrifstofumanni, sem hefur góða þekkingu og reynslu af bók- haldsstörfum. Viðkomandi þarf að geta unn- ið sjálfstætt og skipulega. Góð undirstöðu- menntun er áskilin. Bókari (80) Við leitum að góðum og traustum bókara fyrir ört vaxandi innflutningsfyrirtæki. Laust strax. Reyklaus vinnustaður. Afgreiðslumaður (89) Við leitum að liprum afgreiðslumanni í sér- verslun. Vinnutími kl. 13.00-18.00, Laust strax. Sölumaður (83) Við leitum að manni með góða þekkingu á PC-tölvum og tengdum búnaði. Þekking á bókhaldskerfum og hugbúnaðarkerfum nauðsynleg. Reynsla af sölustörfum áskilin. Afgreiðslumaður (119) Við leitum að manni til afgreiðslu á varahlut- um og vélbúnaði. Innsýn og/eða þekking á vélum nauðsynleg. Laust strax. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar númeri viðkomandi starfs. Atvinna óskast 28 ára gamall maður óskar eftir atvinnu. Hefur starfað við Ijósmyndavinnu, löggæslu- störf og allskonar almenna verkamanna- vinnu. Er með stúdentspróf og meirapróf bifreiðastjóra. Upplýsingar veittar í síma 13413 fyrir hádegi eða tilboð sendist inn á auglýsingadeild Mbo. merkt: „A - 8829“ fyrir 6. mars nk. Bókbindari Óskum eftir bókbindara og nema á bók- bandsstofu vora. Vanan setjara á Lynotronic setningarvél sem hefur brennandi áhuga á tölvuumbroti. Einnig vantar okkur bílstjóra á bílinn okkar. Vinsamlegast sendið svar eða komið og fáið upplýsingar hjá verkstjórum okkar, sem allra fyrst. ísafoldarprentsmiöja hf. Pingholtsstræti 5 Slmi 17165 Telefax 17226 Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Dagvistarfulltrúi Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða dagvistarfulltrúa. Meginverkefni dag- vistarfulltrúa er eftirlit með aðbúnaði dagvist- arheimila, ráðgjöf með innra starfi þeirra og rekstri. Dagvistarfulltrúi annast innritun barna í samráði við forstöðumenn. Dagvist- arfulltrúi skal ennfremur hafa eftirlit með rekstri gæsluvalla og yfirumsjón með dag- gæslu í heimahúsum. Þá skal dagvistarfull- trúi annast ráðgjöf við nýframkvæmdir. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Fóstru- menntun áskilin. Æskilegt er-að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum ber að skila til féiagsmálastjóra, Strandgötu 8-10, Hafnárfirði. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Yfirverkstjóri Óskum að ráða yfirverkstjóra tjj starfa hjá traustu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Starfssvið: ★ Yfirumsjón með og ábyrgð á vinnslu í frystihúsi. ★ Stjórnun og skipulagning á móttöku hrá- efnis. ★ Stjórnun á afhendingu fullunninnar vöru. ★ Dagleg stjórnun starfsmanna við mót- töku, í flökun, við ísingu og frystingu. ★ Yfirverkstjóri er matsmaður hússins. ★ Næsti yfirmaður er framleiðslustjóri. Við leitum að manni með menntun á sviði fiskvinnslu. Starfsreynsla nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Verkstjórn 122“, fyrir 9. mars nk. MBKXWSnaKg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.