Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 38
38 MÖ'RGéffól.ÁÐH) FÓLK I FRÉTTUM Ö: MÁRZ 1991 Að tína upp gamla sauma- klúbbsþræði Það er þekkt félagsmunstur meðal kvenna að mynda svo- kallaða saumaklúbba. Sumir þeirra risa undir merkjum og kon- ur framleiða ógrynni af handa- vinnu á meðan þær sitja saman kvöldstund heima hver hjá annarri til skipt- is. Hver og ein fær siðan að njóta sín sem gestgjafinn í húsmóðurhlut- verkinu og bera fram sínar dýr- indis kökur og rétti. Þessi klúbbastarfsemi tekur gjarnan við þegar skólagöngu lýk- ur og heldur áfram að tengja sam- an skólasystur og vinkonur, jafn- vel ævina á enda. Þannig viðhalda konur vináttunni og fylgjast hver með annarri, fjölskyldumyndun, starfi, heimilishögum, barnsfæð- ingum og taka þátt í gleði og sorg hver með annarri. Alveg einstakt -Jr félagsmynstur sem konur hafa hannað og iðkað gegnum tiðina. Auðvitað var ég í saumaklúbb. Við höfðum haldið hópinn í nokk- ur ár eftir að skóla lauk en töpuð- um þræðinum. Ekki man ég hvort ég hannyrðaðist mikið en ég man að hún Rúna prjónaði margar peysur. Nema hvað. Síðan eru 10-15 ár. í mörg ár sáumst við aldrei en svo var eins og einhver sameiginleg hreyfing hafi komið yfir okkur og við fórum að rekast hver á aðra af tilviljun hér og þar. í fyrstu var sagt: „Mikið váeri nú gaman að hittast einhvern tíma." Þegar styttra varð á milli þess að við sáumst var farið að segja: „Við verðum nú að fara að hittast aft- ur.“ Þegar ég rakst á eina okkar fyrir jólin sagði ég það sem þurfti að segja: „Við hittumst heima hjá mér.“ Þá var það ákveðið. Kvöldið var ákveðið, þegar bóndinn var ekki heima. Eg hringdi í Rúnu, því hún er sjálf í símaskránni! „Og hverjum ætlarðu að bjóða?“ spurði hún ákveðin. „Ja, hvað finnst þér?“ spurði ég óörugg á móti. Rúna var alveg með þetta á hreinu. Ein hefði komið seinna í klúbbinn, önnur var úti á landi og sú þriðja hafi flutt til útlanda. „Þú býður bara Önnu, Gullu og Björgu.“ „Gullu,“ hváði ég. „Já, -■ ■) manstu ekki eftir henni Gullu,“ spurði Rúna. „Jú, jú, henni Gullu, ég man eftir henni,“ sagði ég. Ég var samt ekki alveg viss en ég þóttist vita að ég myndi þekkja hana um leið og ég sæi hana. Eg fékk síðan simanúmerin hjá Rúnu og næst hringdi ég í Önnu, sem ég nauðaþekki! Anna vildi líka vita hveijum ég ætlaði að bjóða og þegar ég las upp „Gullu," sagði Anna mjög ákveðin: „Já, en þú þekkir ekki Gullu.“ „Er það ekki nei," sagði ég, svo bætti ég við: „En Rúna segir að ég þekki Gullu.“ Önnu varð ekki haggað með það, ég þekkti ekki Gullu, Rúna vissi bara ekkert um það. Ég ætlaði varla að koma út úr mér þessari hringavitleysu við Rúnu fyrir hlátri. En Rúna var ekkert að tvinóna við þetta, hún hafði tvo síma á heimilinu og fleygði sér á hitt tólið og hringdi í Gullu. Gulla kom í símann og ég heyrði Rúnu spyija hana hvort hún þekkti mig ekki! Jú, Gulla hélt nú það og ekki bara mig heldur gat hún lýst ná- kvæmlega vöfílunum mínum. Hún hafði síðan endur fyrir löngu alltaf notað mina vöffluuppskrift! Þið getið rétt ímyndað ykkur hve djúpt snortið mitt litla húsmóðurhjarta varð við að heyra þetta. Þannig var það komið á hreint að ég þekkti Gullu. Kvöldið sem þær ætluðu að koma varð að fresta ■ klúbbnum til sunnudags þar sem ein átti ekki heimangengt vega veikinda sonarins. Á sunnudegin- um kom siðan versta óveður í manna minnum og klúbbnum frestað til miðvikudags. Um kvöld- ið komu þær allar nema Gulla! Það hafði engin þeirra viljað láta mig vita að Gullagat ekki komist þetta kvöld. Ég á því enn eftir að sjá að ég þekkti hana Gullu! ÞRÆTUMÁL LEGG TIL AÐ ÞESSU VERÐI STUNGIÐ UNDIR STÓL Eins og fram hefur komið í fréttum, t.d. á þingfréttasíðum Morgun- blaðsins, liggur frammi í neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.76/1970 um lax- og silungsveiði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skerða nokkuð heimildir landbúnaðarráðherra til að takmarka silungsveiðar í sjó. Flutningsmaður frumvarpsins er Jón Sæmundur Sigurjónsson þingmaður krata í Norðurlandskjör- dæmi vestra, en meðflytjandi er Ragnar Arnalds, fyrir alþýðubanda- lag í sama kjördæmi. Þeir hafa lagt á það áherslu að réttarstaða þeirra sem eiga land að sjó þurfi að vera skýrari en í greinargerð með frumvarpinu segir þó að fyrirvari sé um viss atriði í frumvarp- inu og greinargerðinni enda hefði skammur tími gefist til að sam- ræma sjónarmið. Mikil umræða er nú farin af stað vegna þessa máls, ekki bara milli sveitamanna, heldur einnig meðal stangaveiði- og fiskræktarmanna. Orri t.h. ásamt félaga sínum Jó- hannesi Kristjánssyni og 27 punda hæng úr Laxá í Aðaldal. * Iágústbyijun setti landbúnaðarráð- herra reglur um silungsveiði í sjó og var þar saumað verulega að fijáls- um og eftirlitslausum veiðum. Fögn- uðu veiðiréttareigendur því mjög, enda er það opinbert leyndarmál, að í mjög mörgum tilvikum er sjósilung- urinn aukaatriði. Aðalatriðið sé lax- inn sem víða veiðist mikið í silunga- netin, ekki síst í Norðurlandskjör- dæmi vestra þar sem heita má að árlega kastist í kekki milli sjósilung- sveiðimanna og veiðiréttareigenda, t.d. við Miðfjarðará, enda hafa eftir- litsmenn oftar en einu sinni tekið siiungsveiðimennina með lax í netun- um. Orri Vigfússon er hagsmunaleið- togi veiðiréttareigenda og stanga- veiðimanna. Hann sagði m.a. þetta um málið er Morgunblaðið leitaði til hans: „Frá sjónarhóli fiskifræðinnar er mikilvaegt að benda á tvö mikilvæg atriði. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að laxar og silungar gangi í ferskt vatn til að viðhalda stofnunum. í öðru lagi þurfa laxar og göngusilung- ar að vera vel aðskildir þegar þeir ganga til hrygningar í sína upp- runaá. Veiðistjórnun þarf að taka mið af ástandi hvers stofns og til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.