Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 44
varða i T Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADW, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 6SIS1L POSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Tryggingafélögin: Eigið fé -rýmar úr 45 í 29% Tapa hátt í milljarði á bílatryggingum EIGIÐ fé tryggingafélaganna hefur rýrnað verulega á undan- förnum árum. Á árunum 1984 og 1985 var eigið fé þeirra 44-45% af veltu en var 29% 1988 og 1989 og er talið að þetta hlutfall hafi iækkað enn á síðasta ári. Hefur þetta orðið vegna viðvarandi halla á tryggingum ökutækja og hefur því bitnað mest á þeim fimm tryggingafélögum sem annast bílatryggingarnar. Talið er að tryggingafélögin þurfi að færa hátt í milljarðs tap af bílatryggingunum í ársreikn- ingum sínum nú. Taprekstur árs- ins er um 340 milljónir kr. og þar að auki gjaldfæra félögin um 630 milljónir kr. vegna vanáætlaðra oótagreiðslna vegna umferðar- óhappa á undanförnum árum. Þar er einkum um að ræða bætur vegna slysa en þær hafa aukist hröðum skrefum. Iðgjöld ábyrgðar- og framrúðu- trygginga hækkuðu almennt um 7% umfram verðlag nú um mán- aðamótin en iðgjald kaskótrygg- ingar lækkaði um 12%. Tiygg- ingamenn telja að iðgjaldabreyt- ingarnar skili tryggingafélögunum 0-2% tekjuauka í heild en afkoma t rj'ggi ngafl o k k a n n a jafnist. Ábyrgðartrygging ökutækja verð- ur rekin hallalaus, ef áætlanir fé- laganna standast, en viðvarandi hefur verið á þeirri grein í mörg ár. Áfram verður hagnaður af kaskótryggingunni. Dæmigert iðgjald bíleiganda sem endurnýjar tryggingu sína 1. mars gæti verið 54.206 kr. Sama iðgjald var á síðasta ári 47.316 kr. og hefur því hækkað um 6.890 kr., sem er 14,6% hækkun á milli ára. Sjá Baksvið á bls. 6. Morgunblaðið/RAX Loðnuskipin á Faxaflóa Loðnuskipin hafa verið að veiðum á Faxaflóa og Breiðafirði undan- farna daga. Myndin var tekin þegar Sunnuberg GK var á siglingu á Faxaflóa. Snæfellsjökull er í baksýn. Til Siglufjarðar höfðu í gær bor- ist rúmlega 14 þúsund lestir að loðnu. Þar af voru 5.000 lestir í þróm og dugar það Síldarverksmiðjum ríkisins til bræðslu fram á fimmtu- dag eða föstudag. Millilandaflug Flugleiða hf. í janúar: Fjórðimgi fleiri farþegar en í sama mánuði í fyrra Höfum fengið farþega sem forðuðust önnur flugfélög, segir Einar Sigurðsson FARÞEGAR í millilandaflugi Flugleiða hf. urðu um 25% fleiri í janúar síðastliðnum en sama mánuð í fyrra. Þetta varð á sama tíma og mikill samdráttur hefur orðið hjá flestum flugfé- lögum vegna Persaflóastríðsins. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Bandarískur banki stefnir íslendingi í Suður-Afríku: 3,7 milljónir greiddar inn á bankareikning fyrir mistök Bandarískur banki hefur höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn Islendingi, búsettum í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Fyrir mistök greiddi bankinn að jafnvirði 3,7 milljónir íslenskra króna inn á reikning Islendingsins árið 1988 og hefur ekki tekist að fá fjárhæðina endurgreidda nema að litlum hluta. Málavextir eru þeir, að 15. nóv- greiddi þá upphæð inn á reikning ember sendi Landsbanki Islands telexskeyti til First National Bank of Boston, með beiðni um að send yrðu skilabóð til útibús bankans í Jóhannesarborg. Starfsmenn bandaríska bankans misskildu ' skilaboðin og skuldfærðu 70 þús- und bandaríkjadali af reikningi Landsbankans hjá First National Bank. Sú upphæð var greidd öðr- um bandarískum banka, Standard Chartered Bank í New York sem fyrirtækis að nafni Grapnel í Jó- hannesarborg. Hjá því fyrirtæki átti íslendingurinn reikning og var íjárhæðin greidd inn á hann. Þegar mistökin komu í ljós gekk upphaflega skuldfærslan til baka, að kröfu Landsbankans, í desember 1989. First National Bank óskaði eftir aðstoð Lands- bankans við að innheimta fjár- hæðina frá Jóhannesarborg, og í febrúar á síðasta ári endurgreiddi íslendingurinn 4.500 dali, eða um 240 þúsund krónur. Frekari greiðslur hafa ekki komið frá manninum. í stefnu lögmanns First Nat- ional Bank of Boston segir, að íslendingnum hafi borið að endur- greiða alla fjárhæðina þegar mis- tökin urðu Ijós, og greiðsla á 4.500 dölunum sé viðurkenning á endur- greiðsluskyldu hans. Einnig kem- ur fram að Islendingurinn hafi, í samtali við lögmann bandaríska bankans á íslandi, ekki mótmælt þessari endurgreiðsluskyldu sinni en borið við bágbornum fjárhag og lítilli greiðslugetu. Flugleiða segir að meðal skýr- inga sé að allmargir farþegar hafi forðast stærri flugfélög og leitað til Flugleiða til að komast milli Evrópu og Ameríku. Síðustu daga hefur bókunum fjölgað hjá Flugleiðum og sagði Einar að greinilega hefði komið kippur í þær á miðvikudag og verið fjörlegt síðan. Einar sagði í samtali við Morg- unblaðið að endanlegar tölur iægju ekki enn fyrir um bókanir síðustu daga, en samkvæmt fyrstu athug- unum á tölum frá Frakklandi, Lon- don og í farskrárdeild hér heima, þar sem allar bókanir koma fram, sæist að kippur kom í bókanir á miðvikudag. „Það er áberandi að síðustu tvo daga hefur lifnað yfir öllu og núna eru að koma inn nýj- ar bókanir frá Þýskalandi og víðar,“ sagði hann. Bæði er um að ræða bókanir héðan og hingað til lands. Janúarmánuður var betri í milli- landafluginu en búist hafði verið við. Einar sagði að þá hafi verið fluttir 25% fleiri farþegar í milli- landaflugi heldur en sama mánuð í fyrra. Það er nálægt því að vera jafnt þeirri áætlun sem gerð var í fyrrasumar, áður en til átakanna við Persaflóann kom. „Ég held að það sé alveg einstakt, bæði í Evr- ópuflugi og í Atlantshafsflugi. Við sjáum það á viðbrögðum annars staðar að þetta var ekki að ger- ast. Meðan á þessum átökum hefur staðið hafa flugfélögin tekið sig saman og miðlað tölum á milli sín og við sjáum ekki svipaðar tölur frá öðrum félögum, þannig að við virðumst hafa haldið okkar hlut, að minnsta kosti í janúar, mun betur en aðrir. Tölur fyrir febrúar eru ekki komnar, en þó er ljóst að við verð- um undir áætlun, vitum ekki ennþá hvað mikið. Mars lítur vel út í bókunum og apríl þokkalega, en það sem við sjáum af sumrinu lítur ágætlega út.“ Einar sagði að óyggjandi skýr- ingar væru ekki á þessari aukningu í janúar, en þó virtist sem annars vegar hefði ekki dregið eins mikið úr farþegaflutningum að og frá íslandi og víða annars staðar í flugi. Hins vegar hefðu Flugleiðir fengið töluvert af farþegum í Atl- antshafsflugið, sem hefðu komið frá öðrum stærri flugfélögum. „Það sem við höfum misst, höfum við bætt okkur að einhveiju leyti upp með farþegum sem hafa forð- ast önnur flugfélög," sagði Einar •Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.