Morgunblaðið - 10.03.1991, Qupperneq 38
38
MORGUN BLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM ii’fi. ,o. marz mh
Ein af myndum Ehrichs á sýningunni, Breiðamerkurlón sveipað geislum kvöldsólar.
UOSMYNDUN
Glæsileg Islandsmyndasýning
sett upp í Hamborg
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir sýning á ljósmyndum eftir
þýskan Ijósmyndara að nafni
Manfred Ehrich í nýju og glæsi-
legu galleríi í Hamborg. Þetta
er þriggja hæða sýningarhöll
sem hingað til hefur verið not-
uð til myndlistasýinga, en hýsir
nú Ijósmyndasýningu«fyrsta
sinni. Sýningin hefur þá helstu
þýðingu fyrir Islendinga, að
myndir Ehrich eru allar teknar
á Islandi og sýna íslenska nátt-
úru skartandi sínu fegursta.
Hvernig skyldi sýning þessi
vera tilkomin, Gísli Gestsson
hjá fyrirtækinu Ljósmyndavör-
ur svarar því.
Ehrieh þessi er mjög virtur og
snjall ljósmyndari og hefur
haldið fjölda sýninga vítt og breitt
um heiminn. Fyrir nokkrum árum
var hann fenginn til að reyna njar
tegundir af Fuji-filmum og varð
úr að hann gérði það hér á landi.
Hann kom hingað til lands og tók
mikið af myndum. Það varð úr,
að við fengum ljósmyndafyrirtæk-
ið Pentax til að standa straum
af kostnaði við sýningu á myndun-
um. Fyrri hlutinn var sýndur fyrir
6 árum í Japan, en farið var aftur
af stað í sumar sem leið og nú
hafa verið settar upp um 100
myndir í þessari glæsilegu höll í
Manfred Ehrich, á miðri mynd, ræðir við gesti á opnunar-
degi sýningar hans á íslandsmyndum.
Hamborg. Hún heitir Atrium.
Þetta er gamalt uppgert kvik-
myndahús auk 4 hæða sýningar-
sals. Pentax leggur mikið í þetta
dæmi, kynningarkostnaðurinn
einn og sér fyrir sýninguna í
Hamborg er 100.000 mörk,“ seg-
ir GísH.
Gísli sagði enn fremur, að sýn-
ingin hefði fengið einróma lof
þeirra sem séð hefðu, en meðal
þeirra hefði verið íslenski sendi-
herran í Þýskalandi. „Næst fer
sýningin um Austur Evrópu og
loks til Japans, fyrst til Osaka og
svo til Tokyo. Það ætti að vera
einhvers virði þar sem ferðamála-
frömuðir eru með mið- og austur-
hluta Evrópu í sigtinu að ekki sé
talað um Japan,“ sagði Gísli
Gestsson
ISLANDSVINUR
Frímerki o g fótbolti
fara vel saman
- segir Englendingurinn Harold
Finch, sem heldur reglulega fyrirlestra
í heimalandi sínu um íslensk frímerki
ÞEGAR Englendingurinn Harold Finch, sem verður 64 ára á laugar-
dag, var 10 ára fékk hann að gjöf íslenskt frímerki, sem var gefið
út vegna Alþingishátíðarinnar árið 1930. Það varð til þess að hann
fékk áhuga á íslandi og frímerkjasafnarinn ungi ákvað að safna
aðeins frímerkjum frá landinu.
Með árunum varð áhuginn að
ástríðu og hann sérhæfði sig
í íslenskum frímerkjum. Fyrir 15
árum var hann beðinn um að halda
fyrirlestra um efnið hjá félögum frí-
merkjasafnara í Englandi og hefur
gert síðan.
„Eg hef rannsakað sögu lands og
þjóðar og í stað þess að sýna frímerk-
in, eins og flestir gera, segi ég frá
sögu myndanna. Ég greini frá land-
náminu, nafninu, póstþjónustunni,
menningunni, merkum mönnum og
stöðum, atvinnuvegunum, stjórnmál-
unum, íþrótta- og tómstundastarfi
og áhugaverðum stöðum fyrir ferða-
menn svo dæmi séu tekin. Þetta hef-
ur ekki aðeins vakið athygli á frí-
merkjunum heldur verið hin besta
kynning á íslandi og segja má að
ég sé því eiginlega enskur sendiherra
íslands.“
Harold, sem er kvæntur og á þijú
uppkomin börn, starfaði við bresku
járbrautirnar í 41 ár, en fór á eftirla-
un árið 1982. Frímerki og fótbolti
DANSKENNSLA
Leikskóla- og grunnskóla-
börn í danskennslu
Bildudal.
LEIKSKÓLA- og grunnskólabörnin á Bíldudal fengu danskennslu á
vegum Dansskóla Auðar Haralds á dögunum. Kennslan fór fram í
Félagsheimilinu Baldurshaga.
Kenndir voru allir helstu dans-
arnir sem eru vinsælir í dag,
m.a. samkvæmisdansar, gömlu
dansarnir, tískudansarnir Street
Dance, Hip-hop, Vouge og Rock’n
Roll. Aðsókn var mikil hjá börnun-
um í danskennsluna enda ekki oft
á ári sem þeim býðst slík þjónusta.
Kennsla hófst 18. febrúar og stóð
yfir í rúma viku.
- R.Schmidt
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Mjög góö aðsókn var í danskennsluna og höfðu börnin gaman af.
hjá nemendum nuddskólans.
• Lióur í lokaþjálfun til útskriftar.
> Afsláttarveró.
Nudd mýkir vöðva, örvar blóðrás, losar um vöðvaverki
og eykur velliðan.
Tímapantanir í símum 676612/686612
kl. 9—21 alla virka daga.
NUDDSKÓLI RAFNS,
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík.