Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 67. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: 300.000 kolanámu- menn eru 1 verkfalli Stjómvöld óttast mótmæli vegna verðhækkana Moskvu. The Daily Telegraph. VERKFALL kolanámumanna í Sovétríkjunum breiðist út. Sovésk stjórn- völd hafa daufheyrst við kröfum þeirra og er talið líklegt að verðhækk- anir þær sem boðaðar voru á þriðjudag eigi ekki eftir að auðvelda samninga. Sex hundruð námur eru á þeim svæðum þar sem efnt hefur verið til verkfalla. Þar af liggur vinna niðri í 165 námum. Leiðtogar námumanna segja að 300.000 manns taki þátt í verkföllunum. Afleiðingarnar eru þær að stál- og málmbræðslur hafa átt erfitt uppdráttar vegna skorts á eldsneyti. Námumenn krefjast' bættra kjara og afsagnar Míkhaíls Gorbatsjovs Reuter George Bush og Lech Walesa við Hvíta húsið í gær. Bandaríkja- menn gefa Pólverjum eftir skuldir Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkja- forseti tilkynnti í gær að skuldir Pólveija við Banda- ríkjamenn yrðu felldar niður um 70%. „Við viljum að efnahagsum- bætur ykkar verði árangursrík- ar, að, hið nýja lýðræði ykkar dafni og við hvetjum aðrar þjóð- ir til að fylgja fordæmi okkar,“ sagði Bush þegar hann tilkynnti um ákvörðun Bandaríkjastjórnar við móttökuathöfn til heiðurs Lech Walesa, forseta Póllands. Bandarískir embættismenn hafa sagt að niðurfelling skulda sé skilyrði fyrir því að efnahagur Pólveija nái bata eftir áratuga óstjórn kommúnista. forseta Sovétríkjanna. Ennfremur vilja þeir að Æðsta ráð Sovétríkjanna verði leyst upp. Þeir segja að ekkert hafi orðið úr umbótum þeim sem þeim var heitið eftir verkföll þeirra árið 1989. Fulltrúar námumanna hafa verið í Moskvu og reynt að knýja yfirvöld til viðræðna. Gorb- atsjov hefur neitað að hitta þá en ræddi þó á þriðjudag við embættis- menn frá Kuzbass-námavinnsluhér- aðinu. Vadím Bakatín, félagi í örygg- isráði Sovétríkjanna og fyrrum inn- anríkisráðherra, segir að Gorbatsjov muni ekki hitta námumenn á meðan kröfur þeirra séu óbreyttar. Búist er við að þetta leiði til þess að verkföll- in breiðist enn frekar út. Vladímír Sjerbakov, aðstoðarfor- sætisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær að hætta væri á miklum verkföll- um í Sovétríkjunum vegna verð- hækkananna sem boðaðar hafa verið 2. apríl. „í sannleika sagt koma þess- ar leiðréttingar á verði allt of seint. Þær hefðu átt að verða að veruleika fyrir nokkrum árum,“ sagði hann. Stjórnvöld hafa tilkynnt að reynt verði að létta undir með fólki vegna aukinna útgjalda þess. Reuter. Nöfn Stasi-manna birt Berlín. Reuter. Allt upplag vikublaðsins Die Anderen, sem gefið er út í Berlín, seldist upp á örfáum klukkustundum í gær, alls 55.000 eintök, en í blaðinu var að finna nöfn tvö þúsund manna sem sagðir voru hafa starf- að fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi. Klaus Wolfram, útgefandi og ritstjóri blaðsins, segir að tilgangurinn með þessum nafnbirtingum sé að vekja upp almenna umræðu um Stasi og þá sem þar störf- uðu án þess að koma af stað illindum. „Við viljum hreinsa loftið, ekki eitra það,“ segir Wolfram. í næstu viku verða birt nöfn eitt þúsund Stasi-starfs- manna til viðbótar og í fyllingu tímans er ætlunin að birta nöfn um tíunda hluta þeirra sem voru í fullu starfi hjá Stasi. Alls voru fastir starfsmenn Stasi hundrað þúsund en einungis verða birt nöfn þeirra sem voru með meira en 30.000 mörk í árslaun. Kúrdar segjast hafa náð nær öllu Kúrdistan-héraði í írak á sitt vald: Lýðveldisvörðuriim sakað- ur um fjöldaaftökur í Basra Damaskus, Nikosíu, Bagdad. Reuter. FLOTTAMENN úr suðurhluta íraks segja hermenn úr Lýðveldis- verðinum hafa tekið fjölda manns af lífi á götum borgarinnar Basra og lægju lík á víð og dreif um borgina. Einn flóttamann- anna sagði við blaðamann Reuters-fréttastofunnar að liðsmenn Lýðveldisvarðarins kæmu á hverjum degi með nafnalista og tækju 10-15 manns höndum. Neyddu þeir síðan fjölskyldur þeirra til að horfa á er þeir væru teknir af lífi. Kúrdískir uppreisnarmenn kváðust í gær hafa náð Kúrdistan- héraði nyrst í írak algjörlega á sitt vald, að undanskilinni borginni Mosul. Jalal Talabani, leiðtogi Föður- Bandaríkjamenn skjóta niður íraska herþotu \IÍI/Acíll \A/ nL’bl .1 A^ A M PamI At. Nikosíu, Washington. Reuter. BANDARÍSKAR orrustuþotur skutu í gær niður íraska herþotu af gerðinni SU-22 skammt frá borginni Takrit sem er um 150 kíló- metra norður af Bagdad. Takrit er fæðingarborg Saddams Hus- seins, forseta Iraks. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum dögum varað íraka við að nota flugvélar eða þyrlur í baráttunni við upp- reisnarmenn. Talsmenn bandaríska hersins í vör. Náði önnur írösku vélanna að Riyadh i Saudi-Arabíu sögðu tvær „auðlenda eftir loftbardagann. F-15-vélar bandaríska flughersins Þetta er í fyrsta sinn sem til átaka hafa verið sendar að tveimur írösk- kemur eftir að bandamenn lýstu yfir um herþotum eftir að ratsjárvél af vopnahléi 28. febrúar sl. gerðinni AWACS hafði orðið þeirra George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að allar íraskar vélar, sem brytu vopnahlésskilmálana yrðu skotnar niður. Hann sagðist þó ekki búast við að fleiri atvik af þessu tagi myndu eiga sér stað. Talsmaður Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, sagði að þessi loftbardagi þýddi ekki að Persaflóastríðið væri að hefjast á ný. „Við erum ekki að hefla átök, við erum einfaldlega að framfylgja vopnahléinu a þeim for- sendum sem við gerðum írökuin ljós- ar,“ sagði Fitzwater. landssambands Kúrdistans, sagði að eldsprengjum, sem valda mikl- um bruna, hefði verið varpað úr þyrlum stjórnarhersins á olíulindir við Kirkuk í fyrrakvöld og orðið tugum óbreyttra borgara að bana. Um þriðjungur olíuframleiðslu ír- aka fyrir innrás þeirra í Kúveit í fyrra kom frá Kirkuk, en uppreisn- armenn segjast hafa náð bænum á sitt vald á þriðjudag. Sagði hann að uppreisnarmenn hefðu tekið tíu þúsund íraska stjórnarhermenn höndum í Kirkuk. Talabani sagði að loftárásirnar brytu í bága við vopnahlésskilmál- ana, sem írösk stjórnvöld féllust á í síðasta mánuði. Samkvæmt þeim má stjórnarherinn nota flugvélar til þess eins að flytja hermenn sína. Uppreisnarmennirnir staðfestu að stærsta borgin í norðurhluta landsins, Mosul, væri enn á valdi hersveita Saddams. íbúar borgar- innar eru rúm milljón. Saadi Mahdi Saleh, forseti ír- aska þingsins, sagði á þinginu í gær að „heimsvaldasinnar" væru að gera lokatilraun til að „eyði- leggja þau fáu mannvirki sem hafa ekki þegar verið lögð í rúst“. „Komið hefur í ljós að sjálfir íran- Reuler TYRKLAND Zakho^ L,®-. ...-‘'íraski hlutf-' Kúrdistan Mosul /. @ Kirkuk í /\ . í R A K Kúrdar segja íraka sprengja olíubrunna IRAN ©'' •;'Khanaqin Bagdád ls' r,l V i' ' \ / SAUDI- ARABÍA 150 km Basra'®' /“‘t Kúveit- m ------- *=* KÚVEIT V ir hafa lengi þjálfað fjölmennar sveitir í þessum tilgangi," bætti hann við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.