Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 22
HVfTA HÚSIÐ /SÍA 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Um heilsuvemdarmál 1. grein eftir Skúla G. Johnsen Upphaf heilsuverndar Upphaf heilsuverndar og ann- arra opinberra heilbrigðisráðstaf- ana í nútíma þjóðfélagi er einna helst að rekja til Englands á fjórða áratug nítjándu aldar er sett var ný fátækralöggjöf. Fyrstu skref- um iðnbyltingar fylgdi fátækt og eymd í yfirfullum borgum. Mann- mergðin, illur aðbúnaður bama og fullo'rðinna og vinnuþrælkun þeirra olli því, að manndauðinn var óheyrilegur. Á þessum tíma höfðu yfirvöld engin afskipti af heilsufarsmáium almennings ef frá er talið lítið sóttvarnarkerfi og árleg fjárveit- ing til kúabólusetningar til varnar bólusótt. Hópar af ekkjum og munaðar- lausum börnum fóm stöðugt stækkandi og yfírmenn fátækra- hjálpar sáu, að við svo búið gat engin hjálp dugað til. Þegar víðtæk rannsókn hafði farið fram varð yfirvöldum ljóst, að það var hinn slæmi aðbúnaður fólks, sem var orsök sjúkdóma, örorku og manndauða og þar með fátæktar- innar. Þá var meðal annars reikn- að út, að manntjón af völdum sóða- skapar, óhreininda og ólofts í hý- býlum væri meira en í nokkru því stríði, sem England hefði háð. Væri fátæktin afleiðing sjúkdóm- anna þá væri unnt að draga úr henni með opinberum aðgerðum er bættu aðbúnað fólks. Þá voru sett sérstök heilbrigðis- lög og með þeim komið á fót heil- brigðismálaskipun til að koma ýmsum ráðstöfunum í fram- kvæmd. Gerð vatnsveitna, skolp- lagna og sorphreinsun voru meðal fyrstu verkefna. Lögin voru annað og meira en heilbrigðislög því sú stefna, sem þama var mörkuð af breskum stjórnvöldum, var í raun mikilvæg þjóðmálabylting. Hún fæddi af sér hollustubyltinguna, en an hennar hefði iðnbyltingin varfa orðið sú sem síðar varð. Enn i dag gildir sama lögmálið. Tengslin milli sjúkdóma og fá- tæktar, sjúkdóma og óhamingju og sjúkdóma og skorts á þroska og menntun eru áfram hin sömu. Sjúkdómar, slys og vanheilindi, líkamleg, andleg og félagsleg eru áfram versta bölið. Opinberar ráð- stafanir, heilsuvemd og aðgerðir til að efla og bæta heilsufar eru áfram undirstöðumál í hverju þjóð- félagi. Það er skilningsleysi á gildi slíkra aðgerða, sem grafíð hefur um sig á öld tæknivæddra lækna- vísinda, sem nú er einn helsti þrö- skuldurinn í veginum fyrir mikil- vægustu umbótunum í heilsufars- málum. Það er eins og menn hafi verið slegnir blindu á algert grund- vallaratriði, því margir virðast halda að lækningar geti komið í stað forvama. Ný framkvæmdaáætlun Frá aldamótum hefur orðið mik- il breyting á heilsufari hér á landi. Skúli G. Johnsen „Opinberar ráðstafan- ir, heilsuvernd og að- gerðir til að efla og bæta heilsufar eru áfram undirstöðumál í hverju þjóðfélagi. Það er skilningsleysi á gildi slíkra aðgerða, sem grafið hefur um sig á öld tæknivæddra læknavísinda, sem nú er einn helsti þröskuld- urinn í veginum fyrir mikilvægustu umbótun- um í heilsufarsmálum.“ en þegar betur er að gáð má sjá, að þegar árið 1950 hafði náðst um 90% af þeirri lækkun ung- barnadauða, sem átti sér stað á tímabilinu 1900 til 1980. Það er einnig staðreynd, að dánartölur í aldursflokkunum frá fertugu hafa lítið lækkað frá 1950. Það er vegna þess, að þegar manndauði af völd- um berkla og annarra smitsjúk- dóma dróst saman, þá jukust aðr- ar dánarorsakir eins og hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og slys en þau vandamál eru tengd streitu, reykingum, ofáti og of- drykkju. Ef nútíma heilbrigðis- þjónusta hefði ekki komið til, þá hefðu dánartölur miðaldra fólks beinlínis hækkað. Framþróun virka opinberra heil- brigðisráðstafana hefur verið of hægfara á undanförnum áratug- um. Á sama tíma hafa verið tekn- ir upp óhollir lifnaðarhættir, að- búnaður barna og heimila hefur versnað, streita hefur aukist og þjóðfélagið er orðið flókinn frum- skógur miðað við það sem áður var. Hraði og samkeppni er hvert sem litið er. Peningarnir virðast nú til dags helsti mælikvarði í þjóðfélagsefn- um svo öfugsnúið sem það er. Þá má einnig nota hér. Væri andvirði einnar álverk- smiðju á Keilisnesi og virkjana sem fylgja, fengið að láni til 25 ára, til að setja kraft í að koma í fram- kvæmd nýjum heilbrigðisráðstöf- unum og lífga við aðrar, sem hafa legið í láginni vegna ijárskorts, þá gæti ég trúað, að þeir peningar skiluðu sér betur og öruggar held- ur en Atlantsálhópurinn og Lands- virkjun geta vonast eftir af sínum ijárfestingum. Skynsamlegar og vel undirbúnar ráðstafanir til að koma í veg fyrir vanheilindi og slys, sem alls staðar blasa við, er besti ijárfestingarkostur íslend- inga í dag. Það er arðbær ijárfest- ing að leggja peninga í heilsu- vernd. Víðtæk framkvæmdaáætlun í heilsuverndarmálum, sem tæki til allra landsmanna, er jafnframt lík- Iegri en flest annað, til að skapa íslandi þá jákvæðu ímynd, sem sóst er eftir í starfi nefndar forsæt- isráðherra, sem fjallar um ímynd íslands út á við. Nefndin hefur einmitt bent á þetta atriði. Samt sem áður liggur íslensk heilbrigð- isáætlun óafgreidd á Alþingi ár eftir ár að því er virðist af áhuga- Ieysi einu saman. Heilsuvernd utan heilbrigðiskerfis Aðeins hluti heilbrigðisráðstaf- ana fer fram innan heilbrigðiskerf- isins. Það gengur mörgum illa að skilja. Ég skal nefna nokkrar. 1. Skv. lögum er það markmið grunnskólans að stuðla að mennt- un, heilbrigði og þroska nemend- anna. Skólarekstur er ein mikil- vægasta heilbrigðisráðstöfun þjóð- félagsins í víðum skilningi. 2. Gatnagerð, holræsagerð, sorphreinsun, gerð vatnsveitna og gerð hitaveitna eru undirstöðu- heilsuvernd í þjóðfélaginu. 3. Skipulags- og búsetumál eru heilbrigðismál. Reykjavík er að lík- indum orðin of stór borg fyrir ís- lendinga, þung i vöfum, með of mikilli umferð og slysum, sem henni fylgja. Hér eru fjarlæg íbúð- arhverfi, auð af mannlífi á daginn. Samfara því fara fram hálfgerðir Undanrennan er alveg fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.