Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 30
, . . MQRGUNBLAÐIÐíETMMTUÐAGUR' 2li.. MARZ i 1991 i Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar: Stjórn félagsins vikið frá störfum STJÓRN Verkalýðs- og sjómannafélags Skagastrandar hefur verið vikið frá störfum. A fundi í félaginu í 14. mars var kjörin ný stjórn til bráðabirgða þar til lögmæt stjórnarkosning getur farið fram í félaginu en ekki hefur verið haldinn aðalfundur í verkalýðsfélaginu í níu ár. Þá hefur komið í ljós að ekki hafa verið staðin skil á skött- um til landssambanda sem félagið er aðili að í nokkur ár. Samkvæmt upplýsingum Rúnars Kristjánssonar, ritara bráðabirgða- stjómarinnar, eru öll málefni fé- lagsins nú í athugun en hann sagði að ekki væri um misferli af neinu tagi að ræða. I febrúar var safnað undirskrift- um 110 félagsmanna þar sem skor- að var á formann verkalýðsfélags- ins, Sævar Bjarnason, að efna til aðalfundar og að reikningar félags- ins verði gerðir upp. Stóð hann að félagsfundinum. í síðustu viku og bað um lengri frest til að ganga frá málunum. Var það fellt í atkvæða- greiðslu á fundinum. Sævar vildi ekkert um málið ræða við blaða- mann á þriðjudag. Borin var upp tillaga um starfs- stjóm til að auglýsa eftir listum til stjómarkjörs en formanni falið að skila af sér frágengnu bókhaldi. Var kjörinni starfsstjóm falið áð sjá til að kosin verði lögmæt stjórn, trúnaðarráð og endurskoðendur eft- ir lagareglum félagsins í allsheijar- atkvæðagreiðslu. Ekki hefur verið haldinn aðal- fundur í verkalýðsfélaginu í níu ár, engir reikningar verið birtir og lítil sem engin félagsstarfsemi farið fram um árabil. Þá hafa engin aðild- argjöld borist til Verkamannasam- bandsins, Sjómannasambandsins og í tvö ár og því telst verkalýðsfélag- ið ekki formlega fullgildur meðlim- ur í samböndunum, sem hefur vald- ið nokkurri óvissu um réttarstöðu félagsmanna. Snær karlsson, hjá Verkamann- asabandi íslands, sagði að sam- bandið hefði málefni verkalýðsfé- lagsins til athugunar skv. lögum sambandsins og að starfsmenn Verkamannasambandsins myndu fara til Skagastrandar í næstu viku, m.a. til undirbúnings fyrir aðalfund félagsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Saga Laugarneshverfis ímáli ogmynd Afrakstur þemaviku barnanna í Laugarnesskóla er til sýnis í anddyri skólans í þessari viku. Verkefnið er „Nánasta umhverfi okkar“ og hafa nemendur kynnt sér sögu hverfisins og umhverfí með áherslu á umhverfísvernd. Allir nemendur skólans á aldrinum sex til tólf ára unnu í blönduðum aldurshópi að verkefnunum en hugmyndin er að nemendur kynni sér hvemig tengja má nánasta umhverfí við samfé- lagsfráeði, sögu og aðrar námsgreinar. AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUND SV. HERMANNSSON Kosningasvip- ur á þinglokum ÞAÐ VAR óneitanlega sérkennilegur blær yfir síðustu dögum þ?ngs- ins sem lauk í gær. Á tíðum gekk þar hvorki né rak, að því er virtist vegna innbyrðis ágreinings í ríkisstjórninni og einstakir stjórnarþingmenn hótuðu málþófi til að tefja fyrir stjórnarfrum- vörpum. Ljóst var að komandi kosningar höfðu mikil áhrif á þing- störfin, sem kom raunar berlega fram á ýmsum flokksfundum um síðustu helgi, þegar búið átti að vera að slíta þinginu samkvæmt áætlun forsætisráðherra. Og flokkar og þingmenn reyndu að skapa sér sem sterkasta stöðu og fyrri bandalög urðu heldur losaraleg. Agreiningur kom víða fram í þingsölum og ekki hvað síst rétt áður en þingslit áttu að fara fram í gærmorgun. Þá blossuðu upp deilur um hvort kjósa ætti í stjómir Landsvirkjunar, Kísiliðj- unnar og Viðlagatryggingar og í Orkuráð. Var aðallega tekist á um stjórn Landsvirkjunar, en seta þar er sérsaklega mikilvæg á næstunni vegna fyrirhugaðrar álversbygg- ingar. Það voru aðallega Borgaraflokk- ur og Kvennalisti sem lögðu áherslu á að af þessum kosningum yrði. Borgaraflokkur hafði ekki borið mikið úr býtum í fyrri kosn- ingum á Alþingi um mikilvæg embætti og nú bendir allt til þess að flokkurinn hverfi af þingi í næstu kosningum. Kvennalistinn hefur í fyrri kosningum verið í bandalagi við Sjálfstæðisflokk, og það bandalag hefði getað fengið sex sæti af þeim 14 sem kosið var um, þar af tvo menn af þeim fjór- um sem Alþingi kýs í stjóm Lands- virkjunar, og þessum sætum hefðu .................................. flokkamir tveir væntanlega skipt á milli sín. Ekkert samkomulag var milli ríkisstjómarflokkanna hvemig stjómarsætunum yrði skipt á milli þeirra. En hefðu þeir boðið fram hver sinn lista í kosningunum hefði Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur fengið einn mann hvor í Landsvirkjunarstjóm en Alþýðu- bandalag og Borgaraflokkur eng- an. Alþýðubandalagið og Borgara- flokkurinn gerðu þá með sér kosn- ingabandalag á þriðjudagskvöld, sem hefði þýtt að maður Alþýðu- flokksins í Landsvirkjun yrði úti, færi kosningin fram. Þetta gat Alþýðuflokkurinn ekki sætt sig við, og reyndi á móti að gera kosningabandalag við Sjálf- stæðisflokkinn. Ekkert varð þó úr þeim samningum og á endanum sammæltust Jón Baldvin Hannib- alsson formaður Alþýðuflokksins, Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að biðja il!í um frestun á kosningunum til næsta þings. Þegar kosningin var loks á dag- skrá, á fundi sameinaðs þings á miðvikudagsmorgun, kom í ljós að þingmenn Vom langt í frá sam- mála því að fresta málinu. Upphó- fust miklar umræður um þingsköp og var fundinum frestað nokkram sinnum meðan reynt var að ná samkomulagi. Á fundi formanna flokkanna lagði Ólafur Ragnar Grímsson til að þingið greiddi at- kvæði um hvort fresta ætti málinu eða ekki. Jón Baldvin lagðist gegn því og með það fór Guðrún Helga- dóttir forseti sameinaðs þings og frestaði kosningunum. Eðlilegt að kjósa Það mátti heyra á nokkrum full- trúum Kvennalistans, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði bragðist þeim með því að taka undir frestun á kosningunum. Kristín Einars- dóttir þingmaður sagði þó við Morgunblaðið að ekkert hefði verið samið sérstaklega um þetta mál, heldur væra það eðlileg vinnubrögð að gengið yrði til þesara kosninga. „En það sem raunverulega hefur gerst er að þessir flokkar hafa sameinast um það að ganga ekki til þessara kosninga og þá fer mann að grana að verið sé til dæmis að koma í veg fyrir það að Kvennalistinn ætti eðlilega hlut- deild þar,“ sagði Kristín. Halldór Blöndal varaformaður I i þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði um þetta, að verið væri að tala um nefndir og ráð, þar sem stjórnarskipti eiga að vera í maí og júlí. Ákveðið væri að stjómlaga- þing komi saman að loknum næstu kosningum, til að staðfesta breyt- ingar á stjómarskránni sem sam- þykktar voru nú á þinginu. Því teldi Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegt að það þing sem komi saman eftir kosningar tæki ákvörðun um það hveijir yrðu skipaðir í þessi ráð og nefndir. Hins vegar hefði Kvennalistinn talið sínum hags- munum betur borgið með því að kjósa nú vegna þess að hann óttað- ist að bíða kosninga. Sigur eða ósigur í álmáli Slagurinn um stjómarsetu í Landsvirkjun tengdist þeim átök- um sem urðu undir þinglokin um þingsályktunatillögu Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra um áfram- hald samninga um nýtt álver. Jafn- framt um tillögur á Iánsfjárlögum um lánsheimild til Landsvirkjunar vegna virkjunarframkvæmda og heimild vegna kaupa á landi undir álverið. Þingsályktunartillagan hafði raunar áður verið umdeild innan ríkisstjórnarinnar, aðallega vegna andstöðu Alþýðubandalagsins, sem þó á endanum sættist á hana eftir að Alþýðuflokkurinn féllst á að landbúnaðarráðherra skrifaði und- ir nýjan búvörusamning. Þá lagði Alþýðubandalagið einnig mikla áherslu á, að iánsfjárlagaheimild- irnar yrðu háðar samþykki ríkis- stjómarinnar, og var fallist á það að lokum. Það kom svo fljótt í ljós í þing- inu, að þingmenn Kvennalistans og Hjörleifur Guttormsson þing- maður Alþýðubandalagsins myndu beita málþófi til að reyna að koma í veg fyrir afgreiðslu tillögunnar og raunar lánsfjárlaganna einnig ef tillögunni yrði haldið til streitu. lá i Mjög var lagt að iðnaðarráðherra að draga tillöguna til baka, enda töldu margir þingmenn hana merk- ingarlitla. Á endanum bauð hann Kvennalistanum samkomulag um að tillagan yrði einungis afgreidd til nefndar, gegn því að lánfjárlög- in fengju greiða leið gegnum þing- ið, sem og önnur mál sem stjórnin legðu áherslu á. Þar á meðal voru frumvörp um húsnæðismái og svo- nefnda skaðsemisvernd, sem Kvennalistinn var samþykkur. Á þetta var fallist af Kvennalistanum og Hjörleifí einnig, sem fékk raun- ar til viðbótar yfirlýsingu frá for- sætisráðherra um að engar ákvarð- anir yrðu teknar um álmálið innan ríkisstjórnarinnar nema allir ráð- herrar væra þeim sammáia. Margir urðu til að túlka þessar málalyktir sem pólitískan ósigur iðnaðarráðherra. Hann sagðist hins vegar telja slíkt fjarri lagi heldur hefði haann þvert á móti náð mjög mikilvægum pólitískum árangri, og málinu væri vel borgið með því að lánsfjárheimildirnar tvær voru veittar og fyrir þeim hefði verið mikill meirihluti. Einnig lægi fyrir, að stór meirihluti væri í þinginu fyrir samningum um ál- ver. Hann sagðist myndu leggja það til við ríkisstjórnina að áfram yrði unnið í málinu í samræmi við þingsályktunartillöguna sem byði frekari meðferðar í þinginu. Þegar hann var spurður hvort þessi niðurstaða sýndi ekki að þingsályktunartillagan hefði í raun verið óþörf, sagði hann að sá sem þannig hugsaði skildi ekki hvernig þing virkar. „Það var ekki mjög hyggilegt að leggja upp í þetta ferðalag ein- hesta. Það verður að vera hægt að hafa hestaskipti vegna þess hvernig pólitíkin er í þinginu. Sú mikilvæga yfirlýsing sem í álykt- uninni felst, fékkst ekki afgreidd til fullnustu, þrátt fyrir að á bak við hana væri mikill meirihluti at- kvæða. Það.er eingöngu tæknilegt mál því fjárheimildirnar fást. Er hefði verið lagt upp með þær einai þarf ekki mikla getspeki til að sjá hvert andófið hefði þá beinst," sagði iðnaðarráðherra. Gengið yfir Borgaraflokk Sá flokkur sem minnst virðist hafa fengið út úr þinglausnasamn- ingunum er Borgaraflokkurinn Auk þess að fá fram áðurnefndai kosningar Jagði flokkurinn aðalá- herslu á þrjú mál sem dómsmála-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.