Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 32
PO 32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 + Aðfld Sviss að EB talin ótímabær Zurich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FLOKKUR sósíaldemókrata varð fyrstur svissneskra stjórnmálaflokka til að taka af skarið og lýsa yfir stuðningi við inngöngu þjóðarinnar í Evrópubandalagið (EB) á landsfundi fyrr í þessum mánuði. Mikill meirihluti samþykkti stefnuyfirlýsinguna, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. Henni fylgja skilyrði sem bandalagið uppfyllir ekki í núver- andi mynd og gætu komið í veg fyrir stuðning flokksins við inngöngu ef hún stæði fyrir dyrum. Flokkurinn vill til dæmis aðeins ganga í bandalagið ef það tekur upp lýðræðislegri vinnubrögð og tryggir sjálfræði þjóðanna innan þess og ef innganga kemur engan veginn niður á umhverfísvemd í landinu, en svissneskar umhverf- isvemdarreglur eru mun strangari en reglur EB. Sósíaldemókratar sam- þykktu einnig á landsfundinum að veita undirskriftasöfnun með inn- göngu, sem þegar er hafín, ekki virk- an stuðning þar sem meirihluti að- standenda söfnunarinnar hefur við- skiptahagsmuni að leiðarljósi. Þjóð- aratkvæðagreiðsla verður haldin um tillögu þessa ef nægur fjöldi undir- skrifta fæst. Ekki er talið að meiri- hluti þjóðarinnar sé enn sem komið er hlynntur inngöngu í EB. Litlu munaði til dæmis fyrir skömmu að samþykkt væri tillaga um takmörkun á breidd vömflutningabfla, en það hefði skapað S'visslendingum enn frekari sérstöðu innan Evrópu. Þá óttast margir að það reynist erfitt, ef ekki ómögulegt, að fá Svisslend- inga til að samþykkja virðisauka- skattinn sem er liður í þeirri sam- ræmingu sem fram fer á vettvangi Evrópubandalagsins. Græningjar hafa lýst yfír andstöðu við hugsanlega inngöngu Sviss í EB en aðrir flokkar hafa ekki gert upp hug sinn, þó fer stuðningur við aðild vaxandi innan Frjálslynda flokksins. Þingmenn hans og flokks kristilegra demókrata telja rétt að ljúka samn- ingaviðræðum Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og EB um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og sjá hvað kemur út úr þeim. En þeir binda ekki miklar vonir við þær og telja rétt að ríkisstjómin geri þinginu og þjóðinni grein fyrir því sem fyrst hvað það muni hafa í för með sér ef Svisslendingar ákveða að „fara eigin leið“, fella EES-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og snúa baki við EB — eða ákveða að sækja um inngöngu. Þjóðarflokkurinn telur ekki rétt að taka stefnu beint á EB þótt EES- samningaviðræðumar hafí gengið illa og mikil óánægja ríki innan hans, eins og í öðram flokkum, með ein- strengingslega afstöðu EB gegn þátttöku EFTA-ríkjanna í ákvarð- anatöku EB um málefni sem munu snerta þau innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Framkvæmdastjóri sósíaldemókrata telur það liggja í augum uppi að EES verði aldrei annað en millibilsástand. Reuter. Torséð skip Sænski flotinn lyfti fyrir nokkrum dögum leyndarhjúpnum af nýju torséðu skipi sem er í tilraunasmíði. Ber það nafnið „Smyge“. Byggir hönnun þess á mjög svipaðri tækni og hönnun bandarísku sprengjuþotunnar F117-A Stealth og á það líkt og hún ekki að sjást á ratsjám. Á myndinni má sjá skipið í skipasmíðastöð í borginni Karlskrona. Kúveit: Óánægja almennings leið- ir til afsagnar stiómarinnar Kúveitborg. Reuter. W J Kúveitborg. STJÓRN Kúveits hefur sagt af sér vegna almennrar óánægju landinu með að henni skyldi ekki hafa tekist enn að koma vatns- og rafmagnsveitum í gang á ný þremur vikum eftir að stríðinu fyr- ir botni Persaflóa lauk. Suleiman al-Mutawa, áætlana- ráðherra Kúveits, skýrði frá afsögn- inni og viðurkenndi að óánægja al- mennings væri mikil. „Fólk er hrætt við myrkrið og hér er tvenns konar myrkur - myrkur um miðjan dag vegna brennandi olíulinda og myrk- ur af völdum rafmagnsleysis. Al- menningur talaði mikið um skort á pjónustu. Fólk sagði við okkur: „Hvað hafíð þið verið að gera und- anfarna sjö mánuði?““ sagði hann við fréttamenn. Stjórnin var í útlegð í sjö mánuði og eitt af helstu verk- efnum hennar þann tíma var að undirbúa uppbyggingu í landinu eftir stríðið. Stjómarandstæðingar hafa gagnrýnt hana fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir til þess að raflar yrðu sendir til landsins um leið og stríðinu lauk. Mutawa sagði að forsætisráð- herrann, Saad al-Abdulla krónprins, ætti að mynda nýja stjóm og það væri undir honum komið hvort stjómarandstæðingar fengju aðild að henni. Afsögn ríkisstjórnarinnar ætti ekki að hafa áhrif á undirbún- ing undir lýðræði í landinu. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar höfðu einkum sætt gagnrýni; vamarmálaráðherrann, innanríkis- ráðherrann, utanríkisráðherrann og ráðherra vatns- og rafmagnsveitna. Mutawa gaf til kynna að þeir yrðu ekki í nýju stjórninni. Afsögn stjómarinnar var ein af helstu kröfum stjómarandstæð- inga, sem beijast fyrir því að kom- ið verði á lýðræði í landinu sem fyrst. Á þriðjudag bönnuðu yfirvöld eina dagblaðið í landinu, sem gefíð hefur verið út eftir stríðið, í kjölfar þess að það hafði krafíst nýrrar rík- isstjómar. Margaret Thatcher leiðist aðgerðarleysið: Geng'ur erfiðlega að finna sér nýj- an starfsvettvang FRÁ því Margaret Thatcher sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands i nóvember síðastliðnum hefur hún reynt að finna sér nýjan starfsvettvang en gengið erfiðlega. Hún virðist alls ekki hafa verið undir það búin að setjast í helgan stein og jafnframt gætir biturðar í garð samstarfsmanna hennar fyrrverandi sem hún telur að hafi brugg- að sér launráð til að koma sér úr embætti. „Þetta var hræðilegt í fyrstu,“ segir náinn vinur hennar sem hittir hana nær daglega. „Þetta var alveg eins og að missa mjög náinn ætt- ingja. Fólk segir manni að gleyma þessu en það er ekki hægt því hvert andartak er maður minntur á þetta. Áður þurfti hún að taka mikilvægar ákvarðanir á hveijum degi en nú hefur hún ekkert að kljást við. Þetta var mjög sársaukafullt." Sinnir ekki þingstörfum Vinir Thatcher segja að embættis- missirinn hafí fengið svo á hana að hún hafí ekki getað hugsað sér að gegna þingstörfum í neðri málstof- unni og hafí hún einungis mætt þrisvar frá því í nóvember. Félags- skapurinn þar fái hana einungis til að hugsa með sér að hún hafi orðið fórnarlamb fláttskapar viðhlæjenda. „Hún var óánægð með aðferðina sem viðhöfð var þegar þeir losuðu sig við hana, það leikur enginn vafi á því, og ekki síður með suma þá aðila sem stóðu á bak við það,“ segir Sir Bern- ard Ingham, fyrrum blaðafulltrúi Thatcher og einn af hennar dygg- ustu stuðningsmönnum. Smám saman hefur Thatcher reynt að koma undir sig fótunum á ný og leita leiða til að hafa þau áhrif sem henni þykir hæfa persónu sinni. Hún ráðgerir nú að stofna sjálfstæða rannsóknarstofnun undir nafninu Margaret Thatcher Foundation. Nefskattur og félagsleg markaðshyggja Velgengni Johns Majors virðist einnig leggjast illa í Thatcher. Opin- berlega hefur hún lofað rósemi Maj- ors og yfírvegun, sem þótti einkenna framgöngu hans í Persaflóastyijöld- inni. En vinir hennar segja að hún óttist að ríkisstjóm Majors ætli sér ekki einungis að hafa annan stíl en þegar Thatcher var við völd heldur breytist stefnumiðin líka. Nýju leið- togarnir í flokknum aðhyllast „fé- Iagslega markaðshyggju" þar sem lögð er áhersla á bætta menntun og heilbrigðisþjónustu sem virðist fjarri fijálshyggjuni sem Thatcher boðaði. Þá era uppi vangaveltur um að þeir hyggist jafnvel hverfa frá nefskattin- um svonefnda, sem er ný fjáröflunar- leið sveitarfélaga, og Thatcher knúði fram. „Það eru tvenn ill álög á Major,“ segir Michael White, stjómmálafrétt- askýrandi The Guardian. „Hann sveik hana ekki einungis, hann er líka að leysa upp allt það sem hún trúði á. Stór hluti af þeim biturleika sem maður heyrir frá hollum stuðn- ingsmönnum hennar kemur beint frá henni sjálfri." Leiðtogaskiptin sjálf voru eins og breskra er háttur mjög snöggleg. Viku eftir að forsætisráðherrann til- kynnti afsögn sína flutti hún úr Dow- ningstræti 10 þar sem hún hafði búið frá árinu 1979. Hún flutti í hús í Dulwich í Suður-London sem er fjarri miðbænum og kviku stjómmál- anna. Hún hafði nú ekki lengur 125 Margaret Thatcher (t.v.) ræddi við bandarísku sjónvarpskonuna Barbara Walters fyrir skemmstu. Þar kom fram að Thatcher taldi útilokað að hún tæki að sér sendiherrastarf erlendis eins og stungið hefur verið upp á. Slíkt ætti ekki við sig og hingað til hefði hún komist af án þeirra eiginleika sem sendiherrastarfið krefðist, eins og t.d. sáttfýsi. starfsmenn og fyrrum forsætisráð- herrum er ekki einu sinni séð fyrir ritara sem hefði getað hjálpað henni við að svara bréfunum 66.000 sem streymdu til hennar eftir afsögnina. Eftirlaunin era 17.531 pund (1,8 milljónir ÍSK) á ári og henni er jafn- framt séð fyrir skotheldum bfl, flokki lífvarða og þröngri, myrkri skrifstofu í kjallara þinghússins. Margir hafa þó hlaupið undir bagga og aðstoðað Thatcher við að verða sér úti um viðeigandi starfsað- stöðu. McAlpine lávarður, fyrram féhirðir íhaldsflokksins, lánaði henni skrifstofur nærri þinginu og hann og fleiri hafa aðstoðað hana við að greiða laun starfsfólks. Kathleen Ford, þriðja eiginkona og ekkja Henry Ford II, lét henni í té íbúð í Belgravia, einu af glæsilegri hverfum Lundúna. Sir Charles Powell, fyrrum ráðgjafí Thatcher í utanríkismálum, hittir hana tvisvar í viku til að reifa stöðu heimsmála. En enginn getur að fullu stytt henni stundimar löngu þegar hún hefur ekkert fyrir stafni; eiginmaðurinn, Denis, er fyrir löngu farinn að lifa eigin lífí. Vinir hennar segja að hún velti því mikið fyrir sér hvort henni hafi verið steypt af stóli. Hvort nánustu samtarfsmenn hennar hafi blekkt hana þegar þeir sögðu að hún myndi tapa í annarri umferð í leiðtogakjör- inu. Breska vikuritið The Economist velti þessari sömu spumingu fyrir sér á dögunum og komst að þeirri niðurstöðu að líklega hefði Thatcher tapað í annarri umferð hefði hún ekki dregið sig í hlé og að ekki hefði verið um samsæri að ræða. Einræður um Major En þótt Thatcher sé vansæl gætir hún þess að sýna forsætisráðherr- anum núverandi hollustu. Hún er staðráðin í að feta ekki í fótspor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.