Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. IMARZ 1991 FERMINGARTILBOÐ Verö er miðaö við staðgreiöslu. y§ llir vilja gefa góða fermingargjöf, en VICTOR VPCIIc 30 VGA kr. 109.000,- imþað er enginn leikur að hitta á einu VICTOR V86p 20 MB ferðatölva kr. 129.000,- réttu gjöfina. Það er hins vegar auövelt VICTOR V286M 40 VGA kr. 169.000,- að finna gjöf sem sameinar ótrúlegt Mannesmann Tally MT 81 prentari kr. 16.900,- notagildi, þroskar einstaklinginn og hef- TA100 Gabriele skólaritvól kr. 19.800,- ur jákvæð áhrif á nám og starf um alla LetterPerfect ritvinnsluforrit kr. 16.900,- framtíð. Og það sem meira er - ótrúlega DrawPerfect teikniforrit kr. 29.900,- mörg fermingarbörn langar einmitt að fá Microsoft Entertainment Pack kr. 4.900,- slíka gjöf! Windows 3.0 uppfærsla kr. 9.800,- Victor VPC tölva -tMannesmann Tally prentari - TA Gabriel 100 skólaritvél. Vandaður búnaður frá viðurkenndum framleiðendum. Gjafir sem fylgja fermingar- barninu langt, langt inn í framtíðina. Fermingartilboð sem vert er að kynna sér! EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 ■ PEKING - Kínversk yfirvöld munu ekki sækja fleiri stúdenta til saka fyrir þátttöku í mótmælum á Torgi hins himneska friðar vorið 1989, þar sem krafist var lýðræðis- umbóta. Bandarískum lögfræðing- um, sem voru í heimsókn í Kína fyrir skemmstu, var tilkynnt um ákvörðunina. Með þessu er þó ekki verið að boða aukið umburðarlyndi gagnvart andófsmönnum, enda hef- ur áfrýjunarbeiðnum tveggja manna, sem taldir eru hafa skipu- lagt aðgerðirnar vorið 1989, verið hafnað. Þeir voru í síðasta mánuði dæmdir í 13 ára fangelsi fyrir þátt- töku sína. ■ BÚKAREST — Tveir rúmensk- ir efnahagsráðherrar sögðu af sér í gær eftir að Ion Iliescu forseti þrýsti á forsætisráðherrann, Petre Roman, um að hægja á efnahags- umbótum. Verslunar- og iðnaðar- ráðherrann Anton Vatasescu og fjármálaráðherrann Theodor Stolojan sögðu af sér á ríkisstjórn- arfundi vegna þess að áætlanir um að gefa verð á matvöru og undir- stöðuþjónustu frjálst eru ekki nægi- lega róttækar að þeirra mati, jafn- vel þótt þær séu ásættanlegar fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Auð- linda- og iðnaðarráðherrann Mihai , Zisu sagði einnig af sér — en af heilsufarsástæðum. Petre Roman forsætisráðherra hefur enn ekki samþykkt afsagnirnar. ■ PEKING — Farþegar kínver- skrar farþegaþotu urðu fyrir óvenj- ulegri reynslu fyrr í .vikunni þegar flugvélin, sem þeir voru í, elti geim- skip í um níu mínútur yfir stærstu borg Kína, Sjanghai. Kínverska kvöldblaðið Xinmin greindi frá þessu í þriðjudagsútgáfu sinni. Geimskipið, sem var sporöskjulaga og stærra en flugvélin, flaug yfír Hongqiao-flugvellinum í Sjanghai áður en það sneri snögglega, stefndi í átt að flugvélinni og hvarf yfir henni, að sögn blaðsins. ■ BOGOTA — Kólombísk yfirvöld tilkynntu á þriðjudag að þau myndu framselja belgískum yfirvöldum tvo menn sem eftirlýstir eru í tengslum við rán á fyrrverandi forsætisráð- herra Belgíu, Paul Vanden Boeyn- ants, árið 1Q£9. Mennirnir, Marc Van Dam og Philippe Lacroix, eru taldir vera meðlimir í hópi af- brotamanna, sem er undir forystu hins illræmda belgíska glæpamanns Patricks Haemers. ■ NIKÓSÍU — Stjómmálasam- bandi_ verður koniið á að nýju á milli írans og Saudi-Arabíu eftir þriggja ára hlé. í útsendingum út- varpsins í Teheran, sem fylgst var með í Nikósíu, var vitnað í sameig- inlega yfirlýsingu, sem gefin var Fermingargjöf- með (ramtíðina í huga Bretland: Reuter Hátækni tepottur Samtök breskra teframleiðenda eiga í harðri samkeppni við drykkjarvöru- framleiðendur og til þess að halda hlut sínum þafa þeir boðið upp á ýmsar nýjungar undanfarið; sérblandaðar tetegundir, bragðbættar tegundir, hring- lótta tepoka til að bæta lögunina, skyndite, frostþurrkað te og kaffeinlaust. Það nýjasta í markaðsátakinu er byltingarkenndur og sjálfvirkur hátækni teketill sem gerir gömlu postúlínskatlana úrelta. Ekki kemur strax í ljós hvort hann verður til þess að auka tedrykkju í heiminum eða í Bretlandi þar sem te hefur 43% hlutdeild í drykkjarvörumarkaðinum í magni talið, kaffi 21%, bjór og áfengi 19% og gosdrykkir og annars konar drykkir 17%. Að meðaltali drekkur hvert mannsbarn í Bretlandi 1.355 bolla tes á ári og þjóðin öll 200 milljón bolla á dag. John Major boðar mýkri íhalds- stefnu og undirbýr kosningar Lundúnum. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er talinn vera að undirbúa þingkosningar siðar á árinu, og hefur hann boðað ýmsar breytingar á stefnu íhaldsflokksins sem ganga þvert á þá stefnu sem Margaret Thatcher, forveri hans í embætti, fylgdi. Fjárlagafrumvarp, sem lagt var fram á þriðjudag, er talið endurspegla framtíðar- sýn Majors um mannlegri íhaldsstefnu og felur í sér brotthvar frá ýmsum grundvallar- atriðum sem Margaret Thatcher byggði stefnu sína á. Fjárlagafrumvarpið gerir m.a. ráð fyrir nýjum sköttum á efnafólk og búist er við að ríkisstjórnin tilkynni i dag um afnám nefskattsins svokallaða, sem var eitthvert óvinsælasta ríkissljórnar Thatcher. Margaret Thatcher sýndi engin svipbrigði þar sem hún sat í þing- salnum og hlýddi á umræður er fjárlagafrumvarpið var kynnt. Búist er við því að hún myndi í dag þrýstihóp þingmanna og fyrr- verandi ráðherra, sem líta á frá- framtak úr ýmsum vandræðum og yki lík- umar á að kosningar yrðu haldnar í júní. Major og talsmenn hans vildu ekkert segja um dagsetningu kosninga en til þeirra verður að boða í síðasta lagi í júlí á næsta ári. íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn hafa verið hníf- jafnir í skoðanakönnunum að und- anförnu en Major er talinn ætla að ná forskoti með ræðu sem hann heldur á fundi hjá íhaldsflokknum á laugardaginn. Þá ætlar hann að gera grein fyrir hugmyndum sín- um um félagslegt markaðskerfi, boða nýtt einkavæðingarátak og ítreka þörfina fyrir bætta ríkis- þjónustu. Eystrasaltsríkin: John Major hvarf frá stefnu hennar sem svik við íhaldsflokkinn. Sir Robert McCrindle, þingmað- ur íhaldsflokksins, talaði fyrir munn margra flokksbræðra sinna þegar hann sagði að íjárlagafrum- varpið bjargaði íhaldsflokknum út Danir vísa gagnrýni Sovétmanna á bug Kaupmannahöfn. Reuter. UFFE Ellemann-Jensen, ut- anríkisráðherra Danmerkur, vísaði í gær á bug gagnrýni Sovétmanna á samstarfssamn- inga Dana við Eista, Letta og Litháa og hvatti Kremlverja til að hefja samningaviðræður við Eystrasaltsþjóðirnar um sjálf- stæðiskröfur þeirra. Ellemann-Jensen sagði að samningamir brytu ekki í bága við alþjóðalög eins og Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður soyéska utan- ríkisráðuneytisins hafði haldið fram. Samningamir væru einnig í fullu samræmi við stefnu dönsku stjómarinnar í málinu. „Við viljum opinskáar og mál- efnalegar viðræður við Sovét- menn. í síðustu viku bauð ég því starfsbróður mínum í Sovétríkjun- um að koma sem fyrst í heimsókn til Danmerkur," sagði danski utan- ríkisráðherrann. „Við höfum ásamt hinum EB-ríkjunum hvatt Sovétmenn til að hefja samninga- viðræður við Eystrasaltsþjóðimar með það að markmiði að veita þeim raunverulegt sjálfstæði,“ bætti hann við. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði í gær að Sovétmenn hefðu ekki enn þegið boð ráðher- rans. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.