Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUH121- MARZl'löM 88 út samtímis í Teheran og Riyadh, þar sem sagði að sambandið yrði formlega tekið upp 26. mars nk. ■ DACCA — Begum Khaleda Zia sór embættiseið í gær sem fyrsti kvenforsætisráðherra Bangladesh. Hún lofaði við eiðtökuna að bæta fjárhag og uppræta spillingu. Shah- abuddin Ahmed bráðabirgðafor- seti stjórnaði athöfninni þar sem Khaleda, 11 ráðherrar og 21 emb- ættismaður voru settir í embætti. Aðeins einu sinni áður hefur kona gegnt embætti forsætisráðherra í múhmaeðstrúarríki, en það var Benazir Bhutto í Pakistan. ■ WELLINGTON - Jim Bolger, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í gær að þarlend yfirvöld hefðu vísað úr landi sovéskum njósnara, sem kom til Nýja-Sjá- lands á fölsuðu bresku vegabréfi í janúar og reyndi að fá nýsjálenskt vegabréf með því að nota nafn manns sem fæddist árið 1960 en dó á barnsaldri. Maðurinn, Anvar Razzakovítsj Kadírov, var hand- tekinn en síðan látinn laus gegn tryggingu. „Eftir þetta leiddi rann- sókn í ljós að hann var starfsmaður sovéskrar njósnastofnunar og var að reyna að koma sér upp nýju nafni til að geta stundað ólöglega starfsemi,“ sagði Bolger. ■ WASHINGTON - Sovétmenn báðu um frestun á fundi Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, og Géorges Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar James Bak- er, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, var á ferð í Sovétríkjunum í síðustu viku, að sögn bandarísks embættismanns sem ekki vildi láta nafn síns geti. Upphaflega átti fundurinn að vera um miðjan febr- úar en samkomulag tókst um að fresta honum þar til einhverntíma fyrrihluta ársins og var opinber ástæða ástandið við Persafióa. Óop- inberlega var ástæðan sú að Banda- ríkjamenn voru ekki sáttir við að- gerðir sovéskra yfirvalda í Eystra- saltsríkjunum og það hversu samn- ingaviðræðum um vígbúnað miðaði seint. ■ PRAG — Mörg hundruð hátt- settir embættismenn, hermenn og stjórnmálamenn hafa verið reknir úr stöðum sínum vegna tengsla við öryggislögreglu kommúnista, að sögn heimildarmanna innan tékkn- eska stjórnarráðsins. Þeir segja að starfsmönnum heilla deilda í nokkr- um ráðuneytum hafi verið sagt upp störfum sl. mánuð í kjölfar ná- kvæmustu leitar að uppljóstrurum sem stofnað hefur verið til fram til þessa. Nokkrum sendiherrum hef- ur verið sagt upp störfum og tveim- ur aðstoðarutanríkisráðherrum. Ráðherra sýntbana- tilræði í Beirút Michel al-Murr, varnar- málaráðherra Líban- ons, var sýnt banatil- ræði í Beirút í gær. Fjarstýrð bflsprengja sem falin hafði verið í Mercedes-bifreið sprakk í þann mund sem bílalest ráðherrans ók framhjá með þeim afleiðingum að átta menn biðu bana og 38 slösuðust, þar á meðal al-Murr. Meðal þeirra sem biðu bana voru nokkrir lífvarða hans og á myndinni sést her- maður breiða yfir lík eins þeirra. Reuter Milosevic, forseti Serbíu: Hótar að hervæða Serba í Króatíu Belgrad. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, kvaðst í fyrrakvöld vera reiðubúinn að hervæða serbneska minnihlutann í júgóslavneska lýðveldinu Króatíu. Serbar segjast hafa verið beittir misrétti í lýð- veldinu. ■ „Við hervæðum Serba ef vopn- aðir hópar þjóðernissinna í Króatíu verða ekki afvopnaðir, því við get- um ekki liðið að varnarlaus þjóð gangi aftur í gegnum sömu hörm- ungamar og áður,“ sagði Milosevic og vísaði til fjöldamorða á Serbum, gyðingum og sígaunum í Króatíu í síðari heimsstyijöldinni. Stjóm- völd í Króatíu nutu þá stuðnings þýskra nasista. Serbar vilja að Krajina-hérað, þar sem um 200.000 af 600.000 Serbum Króatíu búa, verði samein- að Serbíu. Þeir stofnuðu vopnaðar sveitir í fyrra til að storka Lýðræð- issambandi Króatíu, sem er við völd í lýðveldinu. Serbar segjast hafa verið beittir misrétti í lýðveld- inu en leiðtogar þess vísa því á bug og segja að Milosevic vilji koma af stað óeirðum til að herinn fái átyllu til að láta til skarar skríða gegn króatískum þjóðernissinnum. Þing Serbíu hafnaði í gær af- sögn Borisavs Jovics úr forsætisr- áði Júgóslavíu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Með þessu skyldar þingið Jovic tíl að taka aftur sæti í ráðinu en hann sagði af sér sl. föstudag. Hann var jafn- framt forseti landsins en ráðsmenn skiptast á að gegna því starfi. Þingið ráðgerði einnig að endur- skoða þá ákvörðun sína að draga fulltrúa Kosovo út úr forsætisráð- inu og hætta að virða ákvarðanir þess en við það varð ráðið óstarf- hæft. í þingræðu sakaði Jovic að- skilnaðarsinna í forystusveit lands- ins, króata og slóvena, um þá stjórnmálakreppu sem nú ríkti. Vaclav Havel heimsæk- ir höfuðstöðvar NATO Brussel. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkósló- vakíu, heimsækir í dag, fimmtu- dag, höfuðstöðvar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Brussel fyrstur þjóðhöfðingja Varsjár- bandalagsríkis. Fulltrúar í höfuðstöðvunum sögðu í gær að heimsóknin væri táknræn fyrir nýja tíma í Evrópu og fleiri þjóðarleiðtogar austur-evrópskra ríkja ættu eftir að fylgja í kjölfar Havels og heimsækja aðalstöðvar nato. Havel mun eiga viðræður við Manfred Wömer framkvæmdastjóra NATO og utanríkisráðherra 10 af 16 aðildarríkjum bandalagsins. For- setinn breytti afstöðu sinni til NATO í fyrra og sagði að það yrði að vera miðpunktur nýrrar skipunar örygg- ismála í Evrópu. Áður hafði hann lagt til að það yrði lagt niður jafn- hliða Varsjárbandalaginu og nýtt samevrópskt öryggiskerfí reist á rústum þeirra. RENOLD kedjur tannhjól og girar /á MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sí m- kerfiö á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarl ínur—Altt að 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. lELSTUlOSTIR HYBREX —1 •Islenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. ■^eb -tíSZr JfeSgsií- •Hægt er aö fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tlmi, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tima. •Hjálparsfmi ef sk'ptiborðið annar ekki álagstimum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bfður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er aö tengja T elefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar I tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfi er ( Hybrex. •Langlinulæsing á hverjum og einum sima. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR Borgarleikhúsið Morgunblaðlð, augl. Gatnamálastjóri Samband Islenskra Reykjavikur sveitarfélaga Gúmmlvinnustofan Securitas Islenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbréfhf. ofl. ofl. ofl. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 ■ i SajKtUHjjUIK W//77/ sJfu^arnbana ***'»*% 1S°0 pgyNSL^ pjÓN' USTA PekK|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.