Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGU.R .21. MARZ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Glundroði vinstri flokkanna Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur haft eitt höfuðmarkmið í stjórnmálum frá því hann myndaði ríkisstjórn sína haustið 1988. Þetta pólitíska markmið var að sýna fram á, að vinstri stjórn gæti haldið saman- til loka kjörtímabils og jafn- framt, að vantrú á samstarf margra flokka í ríkisstjórn væri ekki á rökum reist. Eftir atburði síðustu daga og vikna á Alþingi stendur Steingrímur Hermanns- son á rústum ríkisstjórnar sinnar. Honum hefur gersamlega mis- heppnast að ná því markmiði, sem mestu skipti að hans mati. Sjaldan hefur öngþveiti, upp- lausn og glundroði á Alþingi Is- lendinga og í æðstu stjórn lands- ins verið jafn áberandi og nú. Alþingi er búið að vera stjóm- laust dögum saman. Ríkisstjórn- in varð að fresta þingrofi dag frá degi vegna upplausnar og öng- þveitis innan stjórnarflokkanna sjálfra. Enginn getur kennt Sjálf- stæðisflokknum um af þeirri ein- földu ástæðu, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur enga tilraun gert til þess að koma í veg fyrir, að þingið gæti lokið störfum sínum. Stjórnarflokkamir hafa ham- ast við að reka rýtinginn í bak hver annars. Þeir hafa beitt málþófí hver gegn öðmm, þeir hafa beitt hvers kyns ofbeldis- og kúgunaraðgerðum gagnvart samstarfsflokkum til þess að ná málum fram eða koma í veg fyr- ir framgang mála. Glundroðinn í röðum vinstri manna er algjör. Forsætisráðherrann sjálfur hefur ekki verið barnanna bezt- ur. Hann gerði harkalega árás á einn samráðherra sinn, Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra, á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokks- ins um síðustu helgi og gagn- rýndi hann fyrir meðferð hans á álmálinu. Nánast hvaða ráðherra sem er getur tekið að sér, ef honum sýnist svo, að gagnrýna samráðherra úr öðram flokki eða eigin flokki nema forsætisráð- herra ríkisstjórnar. Hans verk- efni er að halda ríkisstjóm sam- an. Jón Sigurðsson hcfur orðið fyrir veralegu pólitísku áfalli vegna álmálsins. Fyrst ætlaði hann að leggja framvarp fyrir þingið um málið. Eftir harðar deilur innan ríkisstjórnarinnar varð niðurstaðan þingsályktun- artillaga og að lokum samdi hann sjálfur um, að sú tillaga næði ekki fram að ganga! Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að taka mark á svona málsmeð- ferð?! Þeir aðilar utan ríkisstjóm- ar, sem hafa verið tilbúnir til þess að veita iðnaðarráðherra stuðning í álmálinu era í sann- leika sagt furðu lostnir. Upplausnin á Alþingi síðustu daga hefur sannað, að glund- roðakenning Sjálfstæðisihanna um vinstri flokkana, sem lengi hefur verið ofarlega á blaði í stjórnmálabaráttunni hér, er í fullu gildi. Vinstri glundroðinn lifir góðu lífi. Stjórnarflokkarnir era búnir að standa í stórstríði hver við annan undanfama daga og vikur um allt milli himins og jarðar. Hið versta er, að allt öng- þveitið hefur leitt til þess, að Alþingi hefur tekið ákvarðanir um fjárhagsleg málefni síðustu daga, sem geta stofnað í hættu þeim árangri, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni undanfarin misseri. Verri gat viðskilnaður þessar- ar ríkisstjórnar tæpast orðið. Aðilar vinnumarkaðar lögðu grandvöll að því að ná verðbólg- unni niður í það, sem tíðkast í nálægum löndum. Fjármála- stjórn ríkisins hefur unnið gegn þeim markmiðum, sem aðilar vinnumarkaðar settu sér og nú bendir því miður margt til þess, að næsta ríkisstjórn verði að gera ráðstafanir þegar að lokn- um kosningum til þess að koma í veg fyrir, að ákvarðanir stjóm- arflokkanna á Alþingi síðustu daga verði til þess að sprengja árangurinn í verðbólgubarátt- unni í loft upp. Það eina, sem bjargar núver- andi ráðherram frá því að hrökkl- ast úr valdastólum næstu daga er sú staðreynd, að kosningar era í nánd. Þess vegna mun þessi ríkisstjóm sitja fram að kosning- um. En óheilindin, baktjalda- makkið og kafbátahernaðurinn innan stjórnarflokkanna og milli þeirra er orðipn svo mikill, að það er ékkert eftir í landinu, sem kallast getur starfhæf ríkis- stjórn. Þetta er niðurstaðan af fyrstu vinstri stjórn, sem Steingrímur Hermannsson hefur myndað og sú niðurstaða er í rökréttu sögulegu samhengi við fyrri vinstri stjórnir, sem hér hafa setið. Núverandi ríkisstjórn er ljóslifandi dæmi um það, að samstarf vinstri flokka í ríkis- stjóm gengur aldrei nema í tvö og hálft til þijú ár. Það er svo annað mál að það er óneitanlega gott veganesti fyrir kjósendur í þeirri kosninga- baráttu, sem framundan er að hafa upplifað ástandið á þjóð- þinginu undanfama daga með þeim hætti, sem fólk hefur gert. Kjósendur hafa betri og gleggri yfirsýn yfir pólitíska ástandið í landinu eftir en áður. Benjamín H. J. ] Rit 193 __________Bækur________________ Ólafur Björnsson Skömmu fyrir síðustu áramót kom út á vegum Stofnunar Jóns Þorlákssonar safn rita um efna- hagsmál og stjórnmál frá árunum 1935-68 eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson. Þótt liðinn sé nú nær aldarfjórðungur síðan síðustu rit- gerðirnar, sem bókin hefir að geyma, birtust, þá er gildi bókarinn- ar ekki eingöngu í því fólgið, að hún sé merk heimild um þróun efna- hagsmála og stjórnmála á því tíma- bili, sem þar er til umfjöllunar, held- ur er þar enn í dag um að ræða nytsama fræðslu fyrir almenning um grundvallaratriði efnahagslífs- ins. Benjamín hefir alltaf verið sýnt um það að klæða hagfræðilega rök- semdafærslu í þennan búning, að auðskiljanleg verði greindu fólki, þótt það hafi ekki til að bera fag- íega þekkingu á þeim fræðum. Og þó að Benjamín hafi átt mikinn og góðan þátt í því að færa skipan efnahagsmálanna í betra horf en var í upphafi þess tímabils er til umfjöllunar er í bókinni, þá er í öllum meginatriðum við svipuð vandamál að etja enn þann dag í dag og var á umræddum tíma, þannig að fjarstæða væri að halda því fram, að hér sé um skoðanir og sjónarmið að ræða, sem aðeins hafi gildi fyrir fortíðina. Orsakir erfiðleikanna Benjamín stundaði nám í hag- fræði að loknu stúdentsprófi 1932 við háskóla í Þýzkalandi, Sovétríkj- unum og Svíþjóð og kom heim til íslands að því námi loknu vorið eða sumarið 1938. Ekki leið á löngu frá því að hann kom til landsins og þar til hann kvaddi sér hljóðs opinberlega um skoðanir sínar á því, sem betur mætti fara í ljósi efnahagsmála á íslandi. Birtist eftir hann bók um vandamál í íslenzku éfnahagslífið seint á árinu 1938 og var titill bók- arinnar: Orsakir erfiðleikanna í at- vinnu- og gjaldeyrismálum. Er bók þessi, sem aðeins var um 100 síður að lengd, birt í heild í ritsafninu. Hér var um mjög athyglisvert fram- lag að ræða í þær umræður sem á þeim tíma áttu sér stað um þau málefni sem um var fjallað í bók- inni. Benjamín lagði til, að í stað innfiutningshaftanna og beinnar. opinberrar stýringar á hinum ýmsu þáttum atvinnulífsins skyldi stefnt að því að koma á jafnvægí á gjald- eyris-vöru og peningamarkaði þannig að hagkvæmni í rekstri réði meiru um það hvers konar starfsemi væri stunduð og af hveijum heldur en ákvarðanir pólitískra nefnda, ráða og einstaklinga, sem stjórn- völd höfðu falið úthlutun lána, gjaldeyris og annars, sem nauðsyn- legt var til atvinnreksturs. Orðið jafnvægi, sem svo mikið er notað í nútímahagfræði, mun ekki hafa verið notað fyrr hér á landi en í þessu riti Benjamíns um æskilegt markmið í efnahagsmálum. Fyrir alvöru var þó fyrst farið að nota þetta orð í almennum stjórnmála- umræðum 11 árum síðar í kjölfar löggjafar þeirrar, sem þá var sett á grundvelli tillagna Benjamíns um umbætur í efnahagsmálum. Með jafnvægi í efnahagsmálum er átt við það að verðlag, gengi, vextir og aðrar efnahagsstæðir séu látnar ákvarðast af framboði og eftirspurn á markaðinum, þar sem framleiðendum og neytendum sé fijálst að bjóða til sölu eða fala til kaups þá vöru eða þjónustu sem þeir hafa á boðstólum eða þarfn- ast. Andstæða slíks hagkerfis er hið miðstýrða hagkerfi þar sem stjórnvöld ákveða hina ýmsu þætti verðlagsins út frá réttlætissjónar- miðum án þess að stefnt sé að því að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspurnar á markaðinum. Þetta leiðir svo annaðhvort til offramboðs eða skorts á hinni verðlögðu vöru eða þjónustu en það lýsir sér svo annaðhvort í því að óseljanlegar vörubirgðir safnast eða atvinnuleysi verður ef verð er hærra en það sem skapar jafnvægi á markaðnum eða því að skortur verður á þeim gæð- um, sem til sölu eru, þegar verði er haldið lægra en jafnvægisverði, en það leiðir svo aftur til fyrir- brigða eins og biðraða og svarta- markaðs, sem alþekkt er í austan- tjaldslöndum og engan veginn var óþekkt hér á landi þegar miðstýr- ingin og höftin voru í algleymingi. Þó að Benjamín væri á þessum tíma yfirlýstur sósíalisti, þá gerðist hann í bók sinni eindreginn for- mældandi þess, að horfið yrði frá haftastefnunni og sköpuð skilyrði fyrir jafnvægi í efnahagsmálum. Gerði hann ákveðnar tillögur um aðgerðir er hánn taldi nauðsynlegar til þess að koma slíku jafnvægi á, svo sem gengislækkun til þess að um jafnvægi gæti orðið að ræða á gjaldeyrismarkaðnum, aðgerðir í peningamálum til þess að hefta óæskilega lánsfjárþenslu o.fl. Er ekki ástæða til þess að gera þeim tillögum nánari skil hér, enda vöktu þær tæpast þá athygli, sem vert hefði verið á þeim tíma, sem þær voru settar fram. Það var þó mjög athyglisvert að mínum dómi, ef litið er til baka yfir þá rúmlega hálfu öld, sem liðin er frá útkomu bókar Benjamíns, að þar er tekið á tveim þeim vandamál- um, sem öðru fremur hafa allt til þessa verið hindrun á vegi þess, að hægt hafi verið að skapa skilyrði fyrir því jafnvægi í íslenzkum efna- hagsmálum, sem miklu víðtækara samkomulag er nú um að æskilegt sé en var á þessum tíma. Annað þessara atriða voru pen- ingamálin. Benjamín lagði í bók sinni sérstaka áherzlu á mikilvægi þess fyrir það markmið að koma á efnahagslegu jafnvægi og hamla gegn verðbólgu, að lánsfjárþenslan, eins og hann orðar það, verði stöðv- uð og tekin upp markvissari stefna í peningamálum, sem samrýmist þessum markmiðum. Þó að nú hafi verið horfið frá þeirri haftastefnu í almennum viðskiptum, sem var í algleymingi á þeim tíma, sem bók Benjamíns kom út, þa er enn í dag pottur brotinn hvað varðar stefnuna í peninga- og lánamálum þrátt fyr- ir það frámfaraspor í þessum efn- um, sem stigið var með stofnun Seðlabankans 1961. Vegna sér- hagsmuna, sem einstakir stjórn- málamenn bera fyrir brjósti, er tal- ið nauðsynlegt að knýja vexti niður fyrir þá vexti er skapa myndu jafn- vægi milli framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé. Tii þess að framkvma þetta gæti svo þurft að beita „hand- afli“ eins og það hefur oft verið orðað í seinni tíð. Á sama hátt mætti tala um það, að gengið hafi verið ákveðið með „handafli" á inn- flutningshaftatímabilinu. Hitt atriðið, sem Benjamín tók til meðferðar í bók sinni og hafði þá eins og raunar enn þann dag í dag mikil áhrif á stjórnmálaleg skil- yrði fyrir því að framkvæma megi ákveðna stefnu í efnahagsmálum, en það er afstaða launþegasamtak- anna. Það var á þessum tíma út- breidd trú, að haftastefnan tryggði launafólki betri lífskjör en jafnvæg- isstefnan. Á þetta sjónarmið enn töluverðu fylgi að fagna innan laun- þegasamtakanna. Benjamín sýndi hinsvegar fram Benjamín H. J. Eiríksson á það, að í meginatriðum er þessi skoðun röng. Að vísu verði ekki hjá því komist, að nauðsynleg gengis- lækkun til þess að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspumar eftir erlendum gjaldeyri hlyti að valda verðhækkunum á innfluttri vöru og því rýrnun kaupmáttar launa að öðru óbreyttu. En þegar frá liði myndi hinn fijálsi markaður leiða til aukinna afkasta í framleiðsl- unni, sem myndi bæta launþegum hina tímabundnu kjaraskerðingu og meira til. Þegar rætt er um afstöðu launþegasamtakanna tii þess, hvort hagkvæmari sé haftastefna eða virkur markaðsbúskapur er rétt að minnast á aðra firru en þá, sem að ofan greinir, sem átt hefir tals- verðan þátt í neikvæðri afstöðu samtakanna til ráðstafana til þess að koma virkum markaði á fót, þótt henni séu ekki gerð skii sér- staklega í bók Benjamíns, en firran er sú, að fijáls markaður leiði til ójafnari tekjuskiptingar heldur en verður þegar efnahagsmálunum er stjórnað með höftum og skömmtun. Þó að margir málsmetandi hag- fræðingar hafi haldið slíku fram, þá er þetta tómt bull. Jafnvel þótt skömmtunin sé framkvæmd þann- ig, að allir eigi að fá sama magn af vörunni, þá valda ólíkar þarfir manna því, að slíkt getur komið mjög ójafnt við einstaklingana. Ef um vöru er að ræða, sem aðeins er fáanleg í stórum einingum, verð- ur það óframkvæmanlegt, að allir fái sama magn af vörunni, eins og t.d. þegar um úthlutun leyfa til þess að kaupa bíla er að ræða og leiðir það jafnan til enn meiri ójafn- aðar í úthlutuninni. Gott dæmi um þetta er bílaúthlutunin hér á landi á haftaárunum. Pólitískir gæðingar gátu þá á einu bretti fengið sem svaraði tveimur árslaunum verka- manns skattfijálst með því að fá leyfi til að kaupa eða flytja inn bíl. Og hvað hefir komið í ijós eftir hrun kommúnismans í austantjald- slöndunum hvað snertir forréttindi háttsettra kommúnista til þess að kaupa gjaldeyri og vöru, sem skort- ur var á, á miklu hagstæðara verði en almenningur varð að greiða? Nýsköpunarstjórnin Benjamín fór árið 1942 til fram- haldsnánms í hagfræði í Banda- ríkjunum og dvaldi þar til ársins 1949 og tók auðvitað engan virkan þátt í íslenzkum stjómmálum á þeim tíma. En þróun íslenzkra efna- hagsmála á þessum 7 árum var aðdragandi að því að Benjamín var kvaddur heim vorið 1949 til þess að gera tillögur um umbætur í efna- hagsmálum og verður því sú þróun rakin hér í allra stærstu dráttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.