Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Námsefni á „frjálsumu markaði eftir Ingibjörgu ' Asgeirsdóttur og Tryggva Jakobsson Viktor A. Guðlaugsson, skól'a- stjóri Árbæjarskóla, ritar grein í Morgunblaðið 12. mars undir yfír- skriftinni Hægt batnar. Þar er með- al annars vikið að starfsemi Náms- gagnastofnunar, möguleikum grunnskóla til að fá námsefni frá öðrum útgefendum og áliti umboðs- manns Alþingis um ókeypis náms- gögn handa grunnskólanemendum, * m.a. í valgreinum. Samkvæmt könnun sem menntamálaráðuneytið gerði í haust, greiddu nemendur valgreinagögn úr eigin vasa fyrir 25—30 milljónir króna. Eðlilegt hefði því verið að ríkisvaldið veitti samsvarandi upphæð til þessara mála, en raunin varð sú að einung- is 10 milljónum króna var veitt af fjárlögum til kaupa á valgreinaefni. Það þarf ekki mikinn stærðfræðing til að sjá hvers konar vanda er. búið að skapa skólunum með þess- um aðgerðum. Viktor segir í grein sinni að Námsgagnastofnun hafí í engu sveigt sig að breyttum aðstæðum. —,Það er ekki rétt. Þvert á móti verð- ur námsefni vegna valgreina á ungl- ingastigi keypt af hinum ýmsu út- gefendum eftir óskum skólanna og úthlutað eftir því sem fyrrnefnd fjárveiting leyfir. Hér er ekki nóg að gert miðað við ofangreinda könn- un ráðuneytisins, en eins og Vikt- ori hlýtur að vera ljóst, ræðst svigr- úmið einvörðungu af þeim fjármun- um sem samfélagið er tilbúið að veita til þessara mála hveiju sinni. Það er því ekki við stofnunina sem slíka að sakast, heldur ijái’veitinga- og skólayfirvöld sem skammta henni rekstrafé og aðbúnað. Það er heldur ekki rétt hjá Vikt- ori að ekkert annað námsefni en það sem er á úthlutunarlistum Námsgagnastofnupar fáist afgreitt frá stofnuninni. Á síðastliðnu ári var skólum gefinn kostur á að panta efni frá öðrum útgefendum út á sérstakan kvóta sem tekinn var af þeim fjármunum sem stofnunin hafði til að framleiða eigið náms- efni. Árbæjarskóli hafði möguleika á að panta slíkt efni á meðan á til- boðinu stóð. Á þessu ári verður haldið áfram á þessari braut og hefur skólum nú aftur verið gefinn kostur á að fá efni frá öðrum útgef- endum út á sérkvóta. Þennan kvóta geta skólar notað til kaupa á náms- efni, jafnt til skyldunámsgreina sem valgreina. Að sjálfsögðu stendur Árbæjarskóla það til boða eins og öðrum grunnskólum. I grein sinni nefnir Viktor dmi til skýringar á framangreindum fullyrðingum þess efnis að í des- ember síðastliðnum hafi hann óskað eftir bókinni Veðrið sem Vaka- Helgafell gefur út til notkunar í skólum. í janúar var erindinu hafn- að, einfaldlega vegna þéis að á þeim tíma var búið að ráðstafa fjár- veitingu síðasta árs og alger óvissa ríkti um hvernig hinn nýi vandi varðandi valgreinar og önnur kaup á efni sem nemendur höfðu áður keypt yrði leystur. Síðan þetta gerð- ist hefur verið ákveðið að end- urnýja fyrrgreindan sérkvóta skól- anna til úthlutunar á efni frá öðrum útgefendum eins-og áður sagði. Árbæjarskóli getur að sjálfsögðu fengið bókina Veðrið út á þann kvóta ef þess verður óskað. Það er Bókhalds- nam Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um ao starfa sjálfstætt við bókhald og annast það aUt árið. TWw (trní /ff/f. éiátíKAf y/u! éoáftet- (t QntttttKrfiKiiérrfff Á námskeiðinu verður efdrfarandi kennt: * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og regiugerðir * VkðisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klsi Næsta grunnnámskeið hefst 21. mars og bokhaldsnámið hefst 2. apríl. Innritun er þegar hafin. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartuni 28, sími 91-687590 alfarið á hendi skólans. Og loks lítið eitt um „einokunar- aðstöðu" Námsgagnastofnunar. Hægt er að taka undir það með Viktori að skólar þurfi að eiga kost á því kennsluefni sem býðst, hvort sem það er frá Námsgagnastofnun, þar sem fjölbreytnin hefur sem bet- ur fer stóraukist á undanförnum árum, eða frá öðrum útgefendum. Vandinn er hins vegar sá að enn hafa yfirvöld veigrað sér við að taka á þessum málum í heild sinni. Áður en hægt er að svara þeirri stóru spurningu' hvort gerð náms- efnis, útgáfa þess og dreifing væri betur komin annars staðar en hjá Námsgagnastofnun verður að velta eftirtöldum atriðum fyrir sér: 1. Er ástæða til að ætla að Alþingi veiti meira fé til þessara mála við það eitt að færa þau frá N ámsgagnastofnun? 2. Getur þessi litli markaður borið raunverulega samkeppni, þann- „Til þess að unnt verði að tryggja skólum út- gáfuefni frá öðrum en Námsgagnastofnun verður að marka til þess sérstakt fé á fjár- lögum, eða gera öllum sveitarfélögum fjár- hagslega mögulegt að hafa þar milligöngu um.“ ig að fjölbreytnin yrði meiri? Er raunhæft að ætla að útgefendur sæju sér hag í því að gefa út námsefni ef sambærilegt efni frá öðrum væri þegar á boðstólum? 3. Yrði námsefni ódýrara á hinum „fijálsa“ markaði? Fengju skól- arnir jafn mikið námsefni fyrir sömu upphæð? Oft er talað um verðið á skólabókum fyrir fram- haldsskólanemendur og rétt er að hafa það í huga þegar þessi mál eru skoðuð. Við teljum víst að núverandi fyr- irkomulag, þar sem námsgagna- gerðin er á hendi ríkisins, sé þjóð- hagslega hagkvæmt. Það tryggir líka lágmarksjafnrétti skóla til að verða sér úti um það efni sem býðst. Það sem samfélagið þarf hins vegar að gera er að viðurkenna að þessi þjónusta við skólann og æskulýð landsins kostar sitt. Til þess að unnt verði að tryggja skólum útg- áfuefni frá öðrum en Námsgagna- stofnun verður að marka til þess sérstakt fé á fjárlögum, eða gera öllum sveitarfélögum íjárhagslega mögulegt að hafa þar milligöngu um. Þetta verður hins vegar að gerast án þess að gengið sé á það fjármagn sem Námsgagnastofnun er nauðsynlegt til að sinna hlut- verki sínu. Höfundar eru starfsmenn Námsgagnastofnunar. Stykkishólmur: Aukinn ferðamanna- straumur til Breiðafjarðar ^tvlrlrichnlmi Stykkishólmi. AÐILAR sem tengdir eru ferða- málum á einn eða annan hátt af Snæfellsnesi, Dölum og Reykhól- um hittust í byrjun þessa mánað- ar á hótelinu í Stykkishólmi til skrafs og ráðgerða um ferðamál og þjónustu, en nú er talið að bókanir í sumar séu með þeim mestu og ef allt gengur eins og horfir þykir ekki hjá þvi komist að búa sig undir vaxandi straum ferðamanna hingað til Breiða- fjarðar. Fyrst fóru fulltrúar um borð í Breiðafjarðarfeijuna Baldur og þar flutti Páll Helgason ferðafrömuður ársins 1990 athyglisvert erindi um ferðamál og þá staði sem eftirsókn- arverðir eru til að sýna gestum. Hann ræddi um framtíðai-viðhorf og það sem áunnist hefur undanfar- in ár, en það var dómur allra að sókn ferðamanna til Breiðaijarðar hefði aukist jafnt og þétt og með þeim skilyrðum og því sem í boði væri. Fleiri og fleiri forvitnilegir staðir væru til sýnis. Þá fór hópurinn til Bjarnarhafnar og hitti þar bóndann Hildibrand Bjarnason sem undanfarið hefur verkað hákarl með ágætum, enda á hann ekki langt að sækja, þar sem faðir hans, Bjarni Jónsson af Ströndum, kunni vel að verka góðan hákarl. Skoðuðu menn framleiðsl- una og luku á lofsorði. Þá var haldið á hótelið, en þar flutti Sigmar B. Hauksson erindi sem hann nefndi Hverskonar ferða- mönnum eigum við að sækjast eft- ir. Auðvitað þeim sem við getum gert svo ánægða að þeir vitji þess- ara staða aftur. Um þetta erindi og ráðstefnuna í heild ræddu menn fram og aftur um gildi góðrar þjónustu, sem alltaf mætti bæta og gera betur. Um og yfir 70 manns mættu á þessari ráð- stefnu og að sögn Gunnars Krist- jánssonar hótelstjóra hér, en hann hafði veg og vanda af undirbúningi öllum, taldi hann að vel hefði til tekist og er ákveðið að koma saman aftur og bera saman bækur sínar. \e'öaí!isKáPa(0' % zm ^a9?Su'd 09 bte taWa 6<öV'«'v3uöo<ö'<" GteB’ sv — Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.