Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 MANEX HÁRVÖKVINN Jóhannes S. Jóhannesson: „ Ég hafði í gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég betur. Vökvinn virkilega virkar“. Elín Sigurbergsdóttir: „MANEX hárvökvinn hefur virkað með ólikindum vel fyrir mig. Ég var því sem næst að missa allt hárið. Það datt af i flygsum og ég var komin með hárkollu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að nota MANEX hætti hárlosið og í dag er ég laus við hárkolluna og komin með mikið og fallegt hár. Læknirinn minn og kunningjar minir eru hreint undrandi á þessum ár- angri". Sigríður Adólfsdóttir: „Fyrir 15 árum varð ég fyrir þvi óhappi í Bandarikjunum að lenda i gassprengingu og missti við það augabrúnirnar, sem uxu aldrei aftur. Ég fór að nota MANEX vökvann og i dag er ég komin með fullkomnar augabrúnir. Hárgreiðslumeistarinn minnj Þórunn Jóhannesdóttir Keflavík, segir þetta vera hreint kraftaverk". Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hárinu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt, svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég MANEX. Eftir 3ja mánaða notkun á MANEX próteininu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn i dag finn ég nýtt hár vera að vaxa Fsst! flestBB assteknn, iróireiðslD' oo rakarastsftim um lanðallt. Dreifing: anXrroia S. 680630. Minning: Bjöm Hafliðason fv. yfirlögregluþjónn Fæddur 31. júlí 1920 Dáinn 12. mars 1991 Þriðjudaginn 12. mars sl. lést í sjúkrahúsinu í Siglufirði Björn Haf- liðason, fyrrum lögreglumaður. Björn Sölvi, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Siglufirði 31. júlí 1920. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Sigvaldadóttur og Hafliða Jónssonar, skipstjóra. Bæði voru þau hjón ættuð úr Fljótum og aust- anverðum Skagafirði. Þau hjón munu hafa búið í Siglufirði allan sinn búskap, og þar ólst Björn upp við leik og störf, ásamt systkinum sínum. Björn byrjaði snemma að rétta foreldrum sínum hjálparhönd, enda faðir hans inikið fjarverandi. Á sínum yngri árum vann Björn alla algenga vinnu, bæði til lands og sjávar. Hann mun hafa stjómað fyrstu jarðýtunni er notuð var við vegarlagningu yfir Siglufjarðar- skarð, um eða eftir miðjan fimmta áratuginn, en slíkt var mikil fram- för frá hand- og hestverkfærum. í ágústmánuði 1953 hóf Bjöm störf í lögregluliði Siglufjarðar. Fyrstu árin var hann þar aðeins yfir sumarmánuðina,* en árið 1962 varð hann fastur starfsmaður. Gegndi hann þar síðan starfí lög- reglumanns fram til loka júlímánað- ar sl. sumar. Sem lögreglumaður kom Björn sér vel. Hann vildi eng- um illt og vildi gott úr ósætti gera, og úr vandræðum manna greiða. Lögreglufélag Norðvesturlands var stofnað á Sauðárkróki 27. mars 1980. Félagssvæðið spannar yfir íjögur lögsagnammdæmi. Um- ræddan dag var leiðindaveður og ófært landleiðina til Siglufjarðar. Samt lögðu íjórir lögreglumenn frá Siglufírði land undir fót og gengu innyfir „Skriðurnar" og inn á Al- menninga. En þar beið þeirra bif- reið er flutti þá til Sauðárkróks. Björn var einn þessara fjórmenn- inga. Hann var einn af stofnendum Lögreglufélagsins og hann er sá fyrsti af félögum þess er hverfur yfír móðuna miklu. Eftirlifandi eiginkona Bjöms er Jónína Jónasdóttir, ættuð úr Skaga- fírði. Þeim varð sex barna auðið. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (H. Hálfdánarson) Bimi þakka ég góða viðkynn- ingu. Eftirlifandi konu hans og' bömum þeirra votta ég samúð mína. Fyrir hönd Lögreglufélags Norðvesturlands, Guðmundur Óli Pálsson Bjöm var sonur hjónanna Jó- hönnu Sigvaldadóttur og Hafliða Jónssonar skipstjóra. Björn ól allan aldur sinn hér í Siglufírði, hann vandist ungur á að taka til hend- inni við ýmis störf sem til féllu. Ungur að árum fór Björn að stunda sjó, bæði með föður sínum, en einna lengst var hann á Gróttu, með Gesti Guðjónssyni. Þá sóttu bátar héðan af Norðurlandshöfnum til Faxaflóasvæðisins og var gert út ýmist frá Reykjavík eða Keflavík. Nokkur sumur var Björn í vega- vinnu, við að leggja veg úr Fljótum til Siglufjarðar, yfír Siglufjarðar- skarð. Þar stjórnaði Bjöm jarðýtu, þeirri fyrstu sem notuð var við veg- arlagningu yfír Siglufjarðarskarð. Mörg vor og haust vann Björn við snjómokstur yfir Siglufjarðarskarð, en það gat orðið kalsaleg vinna, sérstaklega á haustin, því ekkert hús var á ýtunni. 24. desember 1942 kvæntist Björn eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Jónasdóttur, og varð þeim hjónum 6 barna auðið. Þau eru: Sævar, kvæntur' og búsettur í Reykjavík, á 2 börn. Birna, ekkja, búsett hér í bæ, á 3 börn. Jónas, ókvæntur og býr hér í bænum. Hanna Björg, gift og búsett í Reykjavík, á 4 börn. Guðjón, kvænt- ur og búsettur hér í bænum, á 4 böm, og Haraldur, kvæntur og búsettur hér í bæ, á 2 börn. Nú, þegar lífsbók Björns hefur verið lokað, er margs að minnast frá rösklega 30 ára samstarfi, bæði í gleði og sorg. Fyrsta vakt Björns hér í lögreglunni, var 11. ágúst 1953. Var hann sumarlögreglu- þjónn í nokkur sumur, en frá 1962 var hann fastráðinn lögreglumaður allt þar til 31. júlí sl., að hann varð að láta af störfum sökum aldurstak- marka ríkisstarfsmanna, en þann dag varð Björn sjötugur. Þá héldu böm þeirra hjóna og tengdabörn honum veglegt samsæti í Þonnóðs- búð hér í bænum. Þar var fjöl- menni samankomið, til að hylla af- mælisbarnið, en engum datt í hug á þeirri stundu að Björn gengi ekki heill heilsu, jafnvel ekki honum sjálfum. Síðla í september sl. fór Björn í læknisrannsókn til Akureyrar, en kom heim eftir vikutíma og vann þá hér í lögreglunni frá 29. okt. til 4. nóv., en var þá kallaður í annað sinn til Akureyrár og upp úr því kom í ljós, að hann gekk með þann sjúkdóm sem ekki var hægt að stöðva. Yfír jól og nýár var Bjöm Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans hf., Reykjavík, árið 1991 verður haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 3.03 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félagsins skriflega í síðasta lagi 27. mars nk. Reykjavtk, 12. mars 1991 Stjórn Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf. 1 Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iðnaðar- bankinn hf., Reykjavík, árið 1991, verður haldinn t Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykja- vík, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Ársreikning- ur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hlut- höfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félags- ins skriflega * síðasta lagi 27. mars nk. Reykjavtk, 11. mars 1991 Stjóm Eignarhaldsfelagsins * Iðnaðarbankinn hf. o o sm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.