Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 55 heima, en eftir það var hann að mestu leyti á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar. Þar naut hann allrar þeirrar hjúkrunar og umönnunar af hendi lækna og hjúkrunarliðs, sem unnt var að veita. Ekki má niður falla að geta um áhugamál Björns. Hann hafði kind- ur í mörg ár, bæði til gagns og gamans. Gagnið, til að framfleyta fjölskyldu sinni á meðan atvinna var stopul á vetrum. Seinni árin hafði hann hesta sér til gleði og ánægju og á sjötugsafmæli Björns var hann kjörinn heiðursfélagi Hestamannafélagsins Glæsis og mat hann þann heiður mikils. Það sakna margir vinar í stað, nú að leiðarlokum, því Björn hafði ánægju af að gera samferðafólki sínu greiða, ef hann hafði tök á, drengur góður í orðsins bestu merk- ingu. Björn var vinsæll af starfsfé- lögum sínum og samferðamönnum sökum prúðmennsku, en þó ákveð- inn_ ef þess þurfti með. Ég heimsótti Björn á sjúkrahúsið eins oft og aðstæður leyfðu og það vil ég taka fram, að Björn sýndi slíkt æðruleysi að fáum er gefið. Ekki ónáðaði hann starfsfólkið sér til hjálpar, nema brýna nauðsyn bæri til. Síðasta daginn sem Björn lifði, sat ég óvenju lengi hjá honum, þá ríkti ró og friður yfir honum. Það má með sanni segja að hann hvarf úr þessum heimi sáttur við allt og alla. Þetta var í samræmi við allt hans lífshlaup. Björn hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum öll þau ár sem hann kaus. Tryggð hans og vináttu var hægt að treysta, það sem hann helgaði sér, var af einlægum hug og hjarta gjört. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og systkinum dýpstu sam- úðarkveðju frá mér persónulega og lögreglumönnum sem Bjöm starf- aði með. Að lokum vil ég kveðja Björn með ljóðlínum eftir Þórarin Hjálm- arsson. Und lífsins oki lengur enginn stynur sem leystur er frá sínum æviþrautum, svo bið ég guð að vera hjá þér vinur og vemda þig á nýjum ævibrautum. Útför Björns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 20. þ.m. Um leið verður vígður nýr kirkjugarður fyrir botni fjarðarins, austan til, undir svipmikilli Hóls- hyrnunni. Þar sér vítt til um þennan fagra fjallahring. Hvíli hann í faðmi friðar. Ólafur Jóhannsson ■ ALMENNUR fundur um rétt- indi til lífsins haldinn á Hótel Borg 26. febrúar 1991, skorar á hið háa Alþingi að setja nú þegar lög um rétt allra einstaklinga, jafnt fæddra sem ófæddra, til lífsins. Fundurinn skorar á alþing- ismenn að breyta nú þegar lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir og um fóstureyðingar og ófijósemisað- gerðir og koma í veg fyrir að hundruð Islendinga láti lífið árlega af félagslegum ástæðum. Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þorra fund- armanna. LINOGOLOR er endingargóður gólf- dúkur sem unninn er úr hreinum náttúruefnum og stafar frá sér hlýju og mýkt. LINOCOLOR fæst í miklu úrvali mildra, nýtískulegra lita. LINOCOLOR er á mjög góðu verði. Lítið inn! E KJARAN vonDunQour SÍÐUMÚLA 14 SÍMI (91) 83022 Gœði og þjónusta Linocolor er framleitt af Forbo-Krommenie Marmoleum® Plain Linoleum® Linocolor® Nuance® Linoflex® DeskTop® Bulletin Board® Corkment® v^lNOCOLOR GÓLFDÚKUR SEM KLÆÐIR HEIMILIWTT VEL Þar sem gæðin gilda Heimasmiðjan Kringlunni ■ Simi 68 54 40 HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 Simi 68 77 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.