Morgunblaðið - 21.03.1991, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 21.03.1991, Qupperneq 57
MÖÍlÚtJNBLAÐlE) FIMMTUDÁGUR 2Í. MÁRZ 1991 57 Minninff: Gunnlaugur V. Gunn- laugsson, Heiðarseli Gunnlaugur Vilhjálmur Gunn- laugsson, bóndi í Heiðarseli, er lát- inn, 75 ára að aldri. Hann andaðist í Borgarspítalan- um í Reykjavík mánud. 11. mars sl. af völdum blóðtappa sem hann hafði fengið tveimur dögum áður. Hann komst lítt til meðvitundar þann stutta tíma sem hann lá bana- leguna. Þó höggið kæmi snöggt og óvænt, má það teljast mikil blessun að hann 'þurfti ekki að heyja langa baráttu hins lamaða og ósjálf- bjarga, sem óhjákvæmilega hefði fylgt í kjölfar þessa sjúkdóms. Gunnlaugur fæddist í Heiðarseli í Norður-Múlasýslu 2. nóvember árið 1915 og þar eyddi hann mest- um hluta ævinnar. Árið 1947 hóf hann eigin búskap í Heiðarseli ásamt Gunnhildi Björnsdóttur eftirlifandi eiginkonu sinni sem hann hafði kynnst í æsku. Gunnlaugur átti við mikil veik- indi að stríða á árunum 1954 til 1964 og var þá oft langdvölum að heiman til að leita sér lækninga. Mæddi þá mikið á Gunnhildi og börnunum, en Gunnhildur bjó einn- ig við vanheilsu. Með ótrúlegum dugnaði tókst þeim hjónum að halda búinu gang- andi og koma upp börnunum jafn- framt því sem Gunnlaugur vann bug á veikindum sínum. Bjó hann við nokkuð góða heilsu eftir það. Þau hjónin eignuðust átta böm, sem öll eru á lífi. Þau eru: Guðrún kennari á Eskifirði, Gunnlaugur deildarstjóri á Egilsstöðum, Sigrún matreiðslumaður í Mosfellsbæ, Anna bóndi á Haugum í Skriðdal, Bjöm bóndi í Heiðarseli, Sigurður verkstjóri í Hlíð, Helga starfsm. Kaupfélags Héraðsbúa og Kári vinnuvélstjóri á Egilsstöðum. Þar að auki ólu þau upp dóttur- dóttur sína Huldu Jónasdóttur frá tveggja ára aldri. Leiðir okkar Gunnlaugs lágu fyrst saman árið 1971 er ég kynnt- ist Sigrúnu dóttur hans og núver- andi eiginkonu minni. Hann var mjög hlédrægur maður og hógvær en umfram allt heiðarlegur. Aldrei hallmælti hann nokkmm manni og það sem hann sagði stóð sem stafur á bók. Sem unglingur kynntist hann töfrum orgelsins. Náði hann fljótt góðum tökum á hljóðfærinu þrátt fyrir litla tilsögn. Heillaðist hann gjörsamlega og eyddi flestum frí- stundum sínum við æfingar. Gunn- laugur var organisti Kirkjubæjar- kirkju í yfir 40 ár. Árið 1976 fór Gunnlaugur í fyrsta sinn til dvalar á Heilsuhælinu í Hveragerði og hafði það svo góð áhrif á hann að þetta varð árviss viðburður eftir það. Síðustu árin fór Gunnhildur með honum og voru þau einmitt stödd þar þegar áfallið reið yfir. í þessum ferðum dvaldi hann alltaf nokkra daga hjá okkur hjón- unum og urðu kynni okkar þá nán- ari. Þegar við spjölluðum saman tveir einir, birtust mér nýjar hliðar á Gunnlaugi, sem ekki komu fram í margmenni. Skákáhugi hans var brennandi, og eyddum við mörgum stundum við tafl og umræður um skák og skákmeistara, auk þess að fara saman á skákmót að berja mestu snillinga skákheimsins augum. Ekki lét hann þar við sitja, heldur mætti hann nokkrum þessara meistara augliti til auglitis í fjöltefl- um með góðum árangri. Gunnlaugur var ákaflega barn- góður maður. Langar stundir gat hann setið og spilað við börnin, kennt þeim að tefla og farið í gönguferðir með þeim. I sveitinni tók hann þau oft með sér að sinna bústörfunum. Með þakklæti í huga kv,eð égjvin minn Gunnlaug bónda í Heiðarseli og veit að trú hans og fagurlega gengin spor veita honum aðgang að bestu vistarverum hins óþekkta. Gunnhildi og börnunum færi ég samúðarkveðjur. Minningin um góðan eiginmann og föður mun lifa um ókomin ár. Stefán H. Hreiðarsson TEPPAÞURRHREINSUN SKÚFUR notar þurrhreinsikerfið HOST, sem yfir 100 teppaframleiðendur mæla sérstaklega með. HOST leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi, alveg niður í botn teppisins. ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR! Engin bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinni hreinsun. HOST-kerfið er sérlega hentugt þegar vandmeðfarin ullarteppi skulu hreinsuð, þ.a.m. austurlenskar mottur. REYNIÐ VIÐSKIPTIN SKUFUR Sími: 678812 |P jjP.. m 51g % /j’ s ÍK i-\ iff m wf% i \ & TREK USA OLL TQPP MERKIN I DAG Allar gerðir reiðhjóla, varahluta og fylgihluta. __ •• _ STOÐIIM Nú bætist við ný glæsileg verslun & reiðhjólaverkstæði í Skeifunni 11 Reidhjolaverslunm RAÐGREIÐSLUR SKEIFUNNI II 0 8 9 0 Qé 8 9 1 Wf SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT SPITALASTIC 8 VIÐ ÓÐINSTORG SIMI 14661
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.