Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 71
JÖ2L -IL 5!| MOftGr ‘ ‘ JUNBLAÐIÐ wmtiS&t&i QI SAJaVÍU OflOM 21. MARZ 1991 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðiö/Bjarni Valsmenn höfðii ástæðu til að brosa í gær. Sigurinn á Víkingum setur liðið í góða stöðu og toppnum og flest bendir til að íslandsbikarinn fari að Hlíðarenda. Valur-Víkingur 28:23 íþróttahús Vals að Hllðarenda, íslandsmótið í handknattleik - efri hluti - (VÍS-keppnin), miðvikudaginn 20. mars 1991. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:3, 4:6, 7:7, 8:9, 9:9, 10:11, 12:11, 12:12, 13:12, 14:13, 14:17, 15:18, 17:19, 24:19, 24:20, 25:20, 27:21, 28:22, 28:23 Valur: Brynjar Harðarson 10/4, Jón Kristjánsson 7, Júlíus Gunnarsson 6, Valdimar Grímsson 4/1, Jakob Sigurðsson 1, Finnur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Ingi R. Jóns- son, Ármann Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/2 (þar af 3 sem fóru aftur til mótheija), Siguijón Þráinsson. Utan valiar: 4 min. Víkingur: Birgir Sigurðsson 7/2, Alexej Trúfan 3/2, Karl Þráinsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Ámi FViðleifsson 2, Björgvin Rúnarsson 1, Ingi Guð- mundsson T, Hilmar Sigurgislason, Dagur Jónasson. (Finnur Jóhannsson 1 sjálfsmark). Varin skot: Hrafn Margeirsson 7/1 (þar af 3 sem fóru aftur til mótheija), Reynir Reynis- son 4 (þar af 2 sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 750 (uppsclt). Dómarar: Stefán Árnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals: „Eins og vid hefd- um skipt um gír“ Við gáfum allt í vömina síðasta stundarfjórðunginn og það réði úrslitum. Það var eins og við hefð- um skipt um gír,“ sagði Jakob Sig- urðsson, fyrirliði Vals. „Við sýndum styrk í lokinn og sigurinn er stór áfangi í leið okkar að settu marki.“ Um næstu leiki sagði Jakob: „Við tökum einn leik fyrir í einu og hing- að til hefur allt gengi upp og von- andi að það verði framhald á því.“ „Aldrei hræddur um aö tapa“ „Ég er mjög ánægður með sigur- inn. Fyrri hálfleikur einkenndist af taugaspennu þar sem mikil pressa var á bæði lið. Ungu leikmennirnir eru óvanir að leika undir slíkri pressu og tók tíma hjá þeim að finna sig,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálf- ari Vals. Hann sagði að vömin hafi verið hörmuleg í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik. „Eftir það small allt saman og Einar fór að veija. Ég var aldrei hræddur um að tapa þó svo að Víkingar höfðu náð þriggja marka forskoti. Við höfum sýnt það í vetur að við höfum unnið marga leiki á góðum loka- kafla. Liðið er í góðu úthaldi núna enda íslandsmeistaratitillinn í húfí. En mótið er ekki búið. Það eru tíu stig eftir í pottinum og við þurfum ekki að tapa nema tveimur leikjum þá eru Víkingar komnir í' sömu stöðu og við. En staða okkar er mjög góð,“ sagði Þorbjörn. „Mótið er ekki búið“ „Þetta var mjög erfiður en jafn- framt skemmtilegur leikur. Ég var allan tímann viss um að við næðum að klára þetta," sagði Valdimar Grímsson. „Við höfum sýnt það að við gefumst aldrei upp þó svo á móti blási. Vörnin var ekki nægi- lega góð í 45 míntúr en eftir það small hún saman. Þó svo að við séum nú með þriggja stiga forskot er mótið alls ekki búið," sagði Valdi- mar. „Einsog jólin" „Þetta er eins og jólin. Við vorum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, og það var góð tilfínning að sigra,“ sagði Brynjar Harðarson, marka- hæsti leikmaður Vals. „Okkur gekk illa að stöðva sóknir Víkinga fram- an af enda varnarleikurinn þá slak- ur. Þegar við náðum að vinna upp þriggja marka forskot Víkinga í síðari hálfleik var eins við fengjum aukið sjálfstraust og á sama tíma gáfu andstæðingamir eftir. Úrslita- keppni byggir á jöfnum leikjum og ég trúi því ekki að hin liðin reyni ekki að halda áfram og beijist fyr- ir hveiju stigi.“ „Eins og úrslítaleikir eiga að vera“ „Þetta var mjög erfíður og skemmtilegur leikur og eins og úr- slitaleikir eiga að vera,“ sagði Einar Þorvarðarson, markvörður Vals. „Það er óneitanlega gott að fara í páskafrí með þriggja stiga forskot. En við erum ekki búnir að vinna íslandsmeistaratitilinn. Við höfum hugsað um einn leik I einu fram að þessu og gerum það áfram og sjáum svo til,“ sagði Einar, sem hefur náð sér mjög vel á strik í úrslitakeppninni. Haukar stigu trylltan dans Sigruðu erkifjendurna í FH í fyrsta skipti í tíu ár í 1. deildinni LEIKMENN Hauka stigu trylltan strfðsdans eftir sigur á FH í spennandi leik sem þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Síðasti sigurleikur Hauka gegn FH var fyrir tíu árum en reyndar hafa Haukar einungis verið þrjú þeirra í 1. deild. að var Pétur Ingi sem að skor- aði markið sem réði úrslitum 16 sekúndum fyrir leikslok þegar hann smeygði sér framhjá varnar- ■HH mönnum FH eftir Frosti góða sendingu frá Eiðsson Steinari. FH átti skrifsr færi á að jafna í lok- in en Magnús varði skot Bergsveins markvarðar sem brá sér í sóknina. „Við höfðum engu að tapa í stöðunni, það voru aðeins þijár sekúndur eftir. Það er hræði- legt að tapa fyrir Haukum og ætli ég gangi ekki um með hauspoka á næstu dögum,“ sagði Bergsveinn. í fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að Haukar ættu möguleika á sigri. FH náði sex marka for- skoti um miðjan hálfleikinn og sóknarleikur Hauka var lengst af mjög ráðleysislegur. í síðari hálf- leiknum snerist leikurinn, Haukar léku sterka vörn og náðu vel út- færðum hraðaupphlaupum en sókn- ar-, og vamarleikur FH var I molum og liðið náði til að mynda aðeins að skora tvö mörk á fyrstu sautján mlnútunum. Það gekk hins vegar flest allt upp hjá Haukum sem breyttu stöðunni sér í hag með því að skora sjö mörk í röð og ná forys- tunni 17:20. FH náði tvívegis að jafna, 22:22 og 24:24 en Pétur átti síðasta orðið eins og áður sagði. „Við erum búnir að vera við þrö- skuldinn í tveimur síðustu leikjum gegn FH en með þessum sigri em komin kafiaskipti í Hafnarfírði. Við megum hins vegar ekki láta staðar numið með þessum sigri því að það er meira í pottinum," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka og fyrr- um þjálfari FH eftir leikinn. Það var fyrst og fremst gífurlega sterkur vamarleikur í síðari hálf- leiknum sem réði úrslitum. Petr Baumruk var besti maður vallarins og Pétur Ingi sem er ekki I byijun- arliði Hauka má vel una við sinn hlut, hann skoraði fimm þýðingar- mikil mörk í síðari hálfleiknum. Magnús hafði lítið að gera í mark- inu í síðari hálfleik því vörnin tók af honum mesta erfiðið. Óskar Ármannsson og Bergsveinn markvörður stóðu upp úr í liði FH. FH - Haukar 24:25 Gangur leiksins: 1:3, 9:3, 10:7, 15:10, 17:13, 17:20, 19:22, 22:22, 24:24, 24:25. Mörk FH: Stefán Krisljánsson 8/3, Óskar Ármannsson 7, Guðjón Árnason 4, Hálfdán'' Þórðareon 3, Óskar Helgason 1, Gunnar Beinteinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Ilauka: Pctr Baumruk 8/1, Pétur Ingi Arnarson 5, Snorri Leifsson 3, Steinar Birgisson 3, Óskar Sigurðsson 3, Sveinberg Gíslason 1, Sigurður Öm Árnason 1. Varin skot: Magnús Ámason 11/2. Utan vallar: 8 minútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson höfðu góð tök á erfiðum leik. Áhorfendur: Um 800. Fj. leikja u j T Mörk Stig VALUR 5 5 0 0 131: 99 12 VÍKINGUR 5 2 1 2 135: 134 9 ÍBV 4 2 1 1 95: 104 5 STJARNAN 4 1 2 1 88: 90 5 HAUKAR 5 1 0 4 116:126 2 FH 5 0 2 3 117:129 2 ÍÞRÚnR FOLK ■ FRANK McAvennie leikmaður West Ham missir af undanúrslita- leiknum í ensku bikarkeppninni gegn Nottingham Forest í næsta mánuði. McAvennie var rekinn af velli á 60. mín. í leik Westa Ham og Bristol City í 2. deild gærkvöldi. ■ ANDÉRS Limpar, sænski leik- maðurinn hjá Arsenal, kom inná sem varamaður gegn Nottingham Forest er liðin skildu jöfn, 1:1, í gærkvöldi. Arsenal hefur nú eins stigs forskot á Liverpool í 1. deild og hafa liðin nú leikið jafn marga leiki. ■ PERNILLA Wiberg frá Svíþjóð tryggði sér sigur í síðasta svigmóti heimsbikarsins í Water- ville í Bandaríkjunum í gær með því að ná lang besta tfmanum í síðari umferð. Vreni Schneider, Sviss, varð önnur og Petra Kron- berger, Austurríki, þriðja og vann þar með svigtitilinn, en hún hafði áður tryggt sér sigur í heimsbikar- keppninni samalagt. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Waddle klippti meistarana út! Gerði glæsilegt sigurmark í Marseille Chris Waddle, enski landsliðs- maðurinn í liði Marseille, batt enda á meistaratign AC Mflanó í keppni meistaraliða í gærkvöldi. Hann skoraði sigurmark Marseille á glæsilegan hátt, klippU boltann í netið á 75. mínútu. Á síðustu mínútu leiksins bilaði eitt af fjórum flóðljósum vallarins og varð 20 mínútna hlé á meðan viðgerð stóð yfír. Að henni lokinni neituðu leik- menn AC að koma aftur útá völlinn og dómari leiksins flautaði leikinn af. Marseille og AC Mflanó eru talin tvö af bestu félagsliðum heims, en það var ekki að sjá á leiknum í gær. Hann þótti afar slakur og lítið var um færi, allt þartil Waddle skor- aði. Arrigo Sacchi, þjálfari AC, neit- aði að koma á blaðamannafund eft- ir leikinn en sendi þau skilaboð að AC myndi kæra leikinn vegna flóð- ljósanna og slakrar öryggisgæslu. „Það er auðvelt að skilja viðbrögð hans. Mflanó hefur verið á toppnum í þijú ár og þetta var síðasti mögu- leiki liðsins í vetur. Þetta með ljósin var bara afsökun," sagði Raymond Goethals, yfirþjálfari Marseille. Bayem Munchen sýndi virkilega hvers liðið er megnugt með því að sigra Portó 2:0 í Portúgal. Fyrri leikurinn fór 1:1, fyrirliðinn Aug- enthaler var þá rekinn af velli og var því ekki með í gær. Daninn Brian Laudmp var heldur ekki með, vegna meiðsla. Nýliðinn Christian Ziege gerði fyrra markið á 18. mín. eftir undirbúning Ro- lands Wohlfarth og Manfred Bender gerði út um leikinn á 67. mín. eftir skyndisókn. ■Nánar um Evrópukeppnina í knattspymu á bls. 69. Reuter Ruud Gullitt hafði ekki erindi sem erfíði í Marseille ( gær. Hér reynir hann að komast framhjá Basile Boli. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐIÐ Skellur gegn Hollandi Islenska kvennalandsliðið í handknattleik á nánast enga möguleika á að komast uppúr C-keppninni í handknattleik. Liðið tapaði fyrir Holl- aJld.i.í.gær..}6:26,_pg4eriimeð>tvöfstig eftir fjóra leiki. Fimm efstu liðin í keppninni komast áfram, en leikið er í tveimur riðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.