Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 72
„JSS&a ■WINCHESTER 85K BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson, sími :24020 FIMMTUUDAGUR 21. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Óvenju mikill útflutningur hjá SH: 4.300 tonn flutt út fyrir 900 milljónir Framleiöslan fyi’ir Bandaríkjamarkað að aukast SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna (SH) flytur út um 4.300 tonn af frystum afurðum í þessari viku. Þar af fara 2.700 tonn í 131 gámi til Vestur-Evrópu og Asíu og 1.600 tonn ineð Hofsjökli til Bandaríkjanna á laugardag. Fob-verðmæti útflutningsins er um 900 milljónir króna og langt er síðan útflutningur SH hefur verið jafn mikill eða meiri í sömu vikunni, að sögn Hjalta Einarssonar fram- kvæmdastjóra hjá SH. SH flytur út frystar afurðir í 72 Vestur-Evrópu í þessari viku. Til gámum til Asíu og 59 gámum til Japans fara meðal annars 1.173 tonn af loðnuhrognum í vikunni. „Eftirspurnin eftir fiskafurðum hefur verið mjög mikil og við eigum litlar birgðir. Framleiðsian nam um tvö þúsund tonnum hjá okkur í síð- ustu viku, þannig að við flytjum út tveggja til þriggja vikna fram- leiðslu í þessari viku,“ segir Hjalti Einarsson. Hann upplýsir að framleiðslan fyrir Bandaríkjamarkað sé að auk- ast aftur vegna verðhækkana þar undanfarið og hækkunar Banda- ríkjadals gagnvart krónunni. Bandaríkjadalur hafði í gær hækk- að um 6,3% gagnvart krónunni á þessu ári. „Nú eru 1,78 Bandaríkjadalir í sterlingspundinu en fyrir skömmu voru tveir dollarar í sterlfngspund- inu og í sumum tilfellum er nú hagstæðara að framleiða fyrir Bandaríkin en Evrópu. Verð á þorskblokk í Bandaríkjunum er til dæmis komið upp fyrir verð á þorskblokk í Evrópu í krónum tal- ið. Verðið hefur verið óbreytt í Evrópu í viðkomandi myntum en hækkað jafnt og þétt í Bandaríkj- unum,“ segir Hjalti. Hann upplýsir að nú fáist 2,50 dollarar fyrir pund- ið af þorskblokk í Bandaríkjunum. ^Vonskuveður í Grímsey: Flýja hús vegna rafmagnsley sis Grímsey. MIKIÐ vonskuveður af norðaustri hefur verið í Grímsey síðan á þriðjudag. Rafmagnslínur slitn- uðu og ellefu íbúðarhús urðu raf- magnslaus og eru enn. íbúar hús- anna fluttu til ættingja og mikið fjölmenni er á þeim heimilum sem jjj^hafa rafmagn. Vonskuveður var í Grímsey í gær og fyrradag. A þriðjudag komst vindhraði í 10 vindstig og úrkoman frá klukkan 9 til 18 síðdegis mæld- ist 25,3 millimetrar. Má segja að þetta sé fyrsti vetrarsnjórinn sem fellur á eynni. Mikil ísing myndaðist fljótlega eftir að veður tók að versna á þriðju- dag og olli því að rafmagnslínur slitnuðu á þriðjudagskvöld. Að sögn Bjarna Magnússonar hreppstjóra, sem hefur umsjón með rafstöðinni, er rafmagnsiínan slitin sunnan og ofan við félagsheimilið og einangrarar og tvær þverslár brotnar. Einnig er talsvert slitið syðst á eynni. í gær var unnið við að beija ís- ingu af mestum hluta línunnar og sagði Bjarni að ísingin hefði verið mjög föst og erfitt hefði verið að athafna sig vegna snjóskafla. Feijan Sæfari, komst ekki til Grímseyjar með mjólkurskammtinn á þriðjudaginn og hafa eyjaskeggjar því ekki fengið mjólk frá því á þriðju- dag í síðustu viku og eru að verða miólkurlausir. HSH 266 mál af- greidd á þingi ALÞINGI var rofið rétt fyrir há- degi í gær. Alls voru 266 mál afgreidd af 476, sem lögð voru fyrir 113. löggjafarþingið Fjölmargir þingmenn láta nú af störfum eftir áratuga þing- setu. Geir Gunnarsson og Matthí- as Á. Mathiesen hafa setið lengst á þingi af þeim eða í 32 ár. Kosið verður til Alþingis eftir tæpan mánuð, eða 20. apríl. Þar sem þing hefur verið rofið getur atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar hafizt í öllum kjördæmum. Fram- boðsfrestur rennur hins vegar ekki út fyrr en 5. apríl. Sjá þingfréttir á bls. 28, 30 og 40. Álviðræður: Lögfræðing- ar hittust í Amsterdam LÖGFRÆÐINGAR Atlantsáls og iðnaðarráðuneytisins áttu með sér fund í Amsterdam í Hollandi í gær, þar sem farið var yfir allt samningasviðið milli Atlantsáls og íslands. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í samtali við Morg- unbiaðið í gær að á fundinum hefði verið skýrt frá því að Al- þingi Islendinga hefði samþykkt lánsfjárheimildir bæði vegna frekari virkjanaundirbúnings og lóðakaupa, ef þörf krefði. Jón sagði að auk þessa væri nú undirbúningur annarra funda í fullum gangi. Samninganefndir aðila myndu hittast á fundi í New York 4. og 5. apríl næst- komandi. Á þeim fundi yrði kynnt frekari fundadagskrá út aprílmánuð og fram í maí. Sú dagskrá væri enn í vinnslu. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Víilur á beinu brautinni Morgunblaðið/Bjarni Valsmenn sigruðu Víkinga 28:23 í úrslitakeppni 1. deildar í handknattleik í gærkvöldi. Staðan var 12:12 í hálfleik en Vaismenn gerðu sjö mörk í röð í seinni hálfleik og tryggðu sér sigurinn. Valur er nú á beinu brautinni, hefur þriggja stiga forystu á Vík- ing. Á myndinni eigast þeir Jakob Sigurðsson, fyrir- liði Vals, og Víkingurinn Bjarki Sigurðsson við. Sjá íþróttafréttir á bls. 68-71. Umferð vinnuvéla takmörkuð í þéttbýli STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sam- þykkti fyrir skömrnu að leggja það til.við þau sveitarfélög, sem aðild eiga að samtökunum, að umferð vinnuvéla í þéttbýli verði takmörkuð vei-ulega. Sveinn Andri Sveinsson, formaður SSH, segir aðgerðir af þessu tagi vera orðnar löngu tímabærar enda tiðkist það hvergi í nágrannalöndum að umferð vinnuvéla sé leyfð á fyrsta flokks stofn- brautum. Slík umferð valdi umferðartöfum og auki slysahættu. Við útfærslu takmarkananna hefði verið stuðst við þýskar leiðbeiningar. Þá sagði Sveinn Andri að verið væri að athuga tillögur um að koma upp sérstökum geymslusvæðum fyrir vinnutæki til að takmarka þau óþægindi sem þessar takmarkanir myndu valda verktökum. í þeirri tillögu sem samþykkt var að leggja fyrir aðildarsveitarfélög SSH er lagt til að akstur og dráttur vinnuvéla og dráttarvéla verði við fyrsta hentugleika bannaður allan sólarhringinn á 1. fiokks stofnbraut- um með mislægum gatnamótum. Myndi það þýða að umferð vinnu- véla yrði bönnuð á Kringlumýrar- braut sunnan Listabrautar, Hafnar- ijarðarvegi norðan Vífilsstaðavegar og á Vesturlandsvegi milli Reykja- nesbrautar og Höfðabakka. Þá er lagt til að akstur og drátt- ur vinnuvéla og dráttarvéla verði bannaður á virkum dögum klukkan 7.30-9.00 og klukkan 16.30-18.30 á eftirfarandi stofnbrautum og 1. flokks tengibrautum: Reykjanes- braut, Vesturlandsvegi milli Höfða- bakka og Langabakka, Hafnarfjarð- arvegi milli Bæjarháls og Breið- holtsbrautar, Hafnarfjarðarvegi sunnan Vífilsstaðavegar, Bæjar- hálsi, Höfðabakka norðan Stekkjar- bakka, Miklubraut, Kringlumýrar- braut norðan Listabrautar, Sæ- braut, Hringbraut austan Suður- götu, Bústaðavegi, Breiðholtsbraut, Stekkjarbakka milli Reykjanes- brautar og Höfðabakka, Sunda- braut, Nýbýlavegi, Reykjavíkurvegi norðan Strandgötu og Álftanesvegi austan heimreiðar að Bessastöðum. -------*-♦-«------ Morgunblaðiö/Árni Sæborg Tveir þingmenn Vesturlandskjördæmis, Alexander Stefánsson og Friðjón Þórðarson, sem báðir hætta þingmennsku. Vaka er á heimleið FJÖLVEIÐISKIPIÐ Vaka, sem smíðað var í Figueras á Spáni fyrir Eskfirðing hf. á Eskifirði, hefur verið skráð hér og leggur af stað til Islands í dag. Reyðar- fjörður verður heimahöfn Vöku en hreppurinn keypti nýlega lítinn hlut í Eskfirðingi hf. Eskfirðingur hf. átti Eskfirðing SU, sem sökk við Norðurland fyrir nokkrum árum. Eskfirðingur hf. á Hörpu RE, sem veitt hefur hluta af aflakvóta fyrirtækisins en það á einn og hálfan rækjukvóta, einn og hálfan loðnukvóta og lítinn þorskkvóta. Samningur um smíði á Vöku var gerður 12. desember 1988 og hljóð- aði upp á 922 milljónir peseta, eða 535 milljónir króna á núvirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.